Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. 23 Vísindi Tvær stefnur í gerð nýrra hágæðasjónvarpa Allir helstu framleiðendur sjón- varpstækja í heiminum vinna nú að gerð svokaUaöra hágæðasjónvarpa sem eiga á næstu árum að leysa hefð- bundin 'tæki af hólmi. Fyrirtæki eins og Sony, Phihps, Panasonic og Tosh- iba hafa öll kynnt frumgerðir shkra tækja. TUraunir með þau eru komn-. ar lengst í Japan þar sem hugmyndin varð reyndar tU. Kosturinn viö þessi nýju sjónvörp er að myndin í þeim er mun skýrari en í þeim tækjum sem nú þekkjast. Það veldur hins vegar verulegum vandræðum að framleiðendur hafa ekki komið sér saman um staðal fyr- ir nýju tækin. Það er nauðsynlegt vegna þess að breyta þarf útsending- um sjónvarpsstöðva fyrir þau. Nú eru aðallega uppi tvær hug- myndir um að skerpa myndirnar á sjónvarpsskjánum. Önnur er að fjölga línunum um helming. í venju- legum sjónvarpsskjá eru 525 línur. Um leið hefur komið fram sú hug- mynd að breikka skjáinn þannig að hann líkist breiðtjaldi í kvikmynda- húsum. Hin hugmyndin er að auka tíðni rafboðanna á skjánum án þess aö fjölga hnunum. Nú er hver hna látin „bhkka“ einu sinni á hverjum þrí- tugasta hluta úr sekúndu. Hugmynd- in er að tvöfalda tíðnina en láta myndina aðeins birtast á annarri hverri hnu í einu. Við þetta verður myndin skarpari en skjárinn heldur sömu lögun og nú er. Hvor aðferðin verður á endanum vahn er ómögulegt að segja. Japönsk fyrirtæki hafa mesta trú á aö fjölga línunum í skjánum og þau eru komin lengra í þróun framleiðslunnar en bandarísku fyrirtækin sem hafa veðjað á breytta tíðni. Líklegast er að bæði kerfin verði notuð enda eru nú við lýði tvö kerfi - annað evr- ópskt og hitt bandarískt. Sjónvörp framtíðarinnar gætu litið út eins og tækið til hægsi. Hitt er af gömlu gerðinni. Eyðniveiran veldur krabbameim Nýjar rannsóknir á eyðniveirunni sýna að hún getur valdið húð- krabbameini. Vísindamenn hafa flestir tahö að húðkrabbameinið, sem margir eyðnisjúklingar fá, stafaði af niðurbroti ónæmiskerfis- ins en ekki vegna áhrifa veirunnar iö fyrir í músunum meðan þær voru enn á fósturstigi. Þegar þær tóku aö vaxa myndaðist krabba- meinið. Þessi niöurstaða þykir styrkja þann grun margra eyðnisérfræð- inga að eyðnin sé ekki með öllu óskyld krabbameini þótt enn hafi ekki fundist ítarlegri rök fyrir þvi. Einfalt símaminni Myndum af eigendum símanúmer- hjá vinum sínum er númerið forrit- að inn í tiltekna takka og mynd af eiganda númersins sett á takkann. Eftir það þarf ekki að fletta númer- inu upp, aðeins að styðja á takkann. Þetta er enn einfaldari útgáfa af símum með minni en nú eru á markaönum því fyrir þá þarf að búa til sérstaka skrá fyrir númerin sem eru t minninu. Japönsk sjávarborg arborgar sem aö hluta til er á fioti en stendur þó fóstum fótum á hafs- botninum. Þetta er borg sem á að þola jaröskjálfta betur en borpahar sem reistir eru á staurum. Sjálft „þilfarið“ flýtur á sjónum. Undir því eru sverir hólkar sem halda borginni á réttum stað. Hún getur þó sigið og bnigið á undir- stööunum rétt eins og skip. Ef und- irstöðurnar bresta flýtur borgin sem fyrr þótt hætta sé á að hana taki þá að reka undan veðri og vindum. Japanir hugsa sér aö nota sjávar- borgir sem þessar til að bæta sér upp takmarkaö landrými. Enn er sjávarborgin aðeins á teikniborð- inu en sagt er aö ekkert sé því til fyrirstöðu aö framleiða hana. sjalfrar. í tilraun, sem gerð var á músum, kom i ljós að tiltekið erföaefin úr eyðniveirunni orsakaði húð- krabbamein. Erföaefninu var kom- anna er komið fyrir á tökkunum. síma raeð sérstæðu minni. Geti menn ekki munað símanúmerin Bell símafyrirtækið í Banda- rikjunum hefur sett á markaðinn E< til vitl er mögulegt að endurnýja hárin sem ráða úrslitum um heyrn. Þrjú japönsk fyrirtæki hafa tek- ið höndum saman við hönnun sjáv- Sjávarborgin flýtur á sjónum. Möguleikar á ad endumýja heyrn sem tapast Til þessa hefur verið tahð að heyrnarskemmdir sem hljótast af hávaða verði ekki bættar með nokkru móti. Hávaðinn veldur því að hljóðnæm bifhár í innra eyranu eyðileggjast. Titringur á hárunum breytist í rafboð sem berast til heii- ans og heilinn ræður þau sem hljóð. Það hefur hefur lengi verið skoöun vísindamanna að í dýrum með heitu blóði endurnýist þessi hár ekki. Tahð hefur verið að þau væru öll til staðar við fæðingu og fjölgaði ekki eftir það. Nú hefur komið fram við tvær sjálf- stæðar rannsóknir að svo þarf ahs ekki að vera. Tilraunirnar voru gerðar á hænu- ungum. Þeir voru látnir vera í 115 desibela hávaða í 12 klukkutíma. Innri eyru unganna voru rannsökuð eftir 10 daga og þá kom í ljós að heym þeirra hafði skaöast veruiega. Um 70% af hárunum voru ónýt. Tveim mánuðum síðar voru eyrun aftur skoðuð og þá kom í ljós að 95% háranna höföu vaxið á ný. Enn er ekki vitað hvemig þetta gerist. Að- eins er vitað að ný hár uxu í staö þeirra sem eyðilögðust. Enn er heldur ekki vitað hvort það sama getur gerst hjá öðmm dýrum og fuglum. Vísindamennimir em því enn engu nær um hvort heym manna getur endumýjast af sjáifu sér. Það er reyndar talið fremur ólík- legt en hins vegar gæti reynst unnt að framkaha shka endurnýjun með lyfjagjöf ef efnið sem veldur vexti háranna finnst. Sýndaimennska í tölvusmíði Steven P. Jobs meö nýju tölvuna sem talar og syngur. Þróunin í gerð tölva stefnir nú öh í þá átt að búa th tölvur sem geta komið niðurstöðum sínum á framfæri á fleiri vegu en með texta eða gröfum. Fjölmörg tölvufyrir- tæki vinna nú aö tölvum sem láta einnig th sín heyra og sýna myndir sem jafnast á við vepjulegar sjón- varpsmyndir. Fyrir skömmu var frumsýnd í Bandaríkjunum tölva sem hefur þessa kosti og búist er við að fleiri komi fram á sjónarsviðið á næstu misserum. Hönnuður nýju tölv- unnar heitir Steven P. Jobs. Hann hefur unnið að gerð tölvunnar í þrjú ár. Frumsýningarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftir- væntingu því Jobs haföi látið þau boð út ganga að hann væri að smíöa tímamótaverkfæri. Nýja tölvan ohi nokkrum von- brigðum og einn tölvusérfræðing- urinn sagði að þetta væri bara enn einn plastkassinn með örtölvu inn- an í. Tölvan vakti þó töluverða hrifnigu þegar hún vitnaði í Shake- speare með prýðhega skýrri rödd og lék tónhst með ágætum. Sýning- unni lauk með því að vélin lék dú- ett með fiðluleikara af holdi og blóði. Ekki er búist við að tölvan komi á almennan markað á næstunni. Fyrst um sinn verður hún aöeins seld th háskóla th reynslu. Hún á að kosta um 400 þúsund íslenskar krónur. í Bandaríkjunum er sagt aö tölvan sé fyrst og fremt leiktæki fyrir uppana því hún hafi fátt th brunns að bera, sem nýtist við raunveruleg verkefni, umfram venjuiegar einkatölvur. Sérfræðingar sem vinna aö gerð svokahaðra ofurtölva segja að tölv- ur af þessari gerð verði komnar á almennan markað innan fárra ára. Þeir segja aö þær marki engin tímamót því sjálf tölvuvinnslan hafi ekkert breyst heldur aðeins nokkur ytri einkenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.