Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Persónuleikapróf Lánast annað hjónaband þitt betur en hið fyrra? Rómantískar hugmyndir um maka eru sjaldan líklegar til að standast i raunveruleikanum. Ef þessi fyrirsögn hefur vakið athygli þína þá er líklegt að þú eig- ir aö minnsta kosti eitt hjónaband að baki. Og þú ert ekki ein(n) um það því hjónaskilnaðir eru mjög algengir og flest bendir til að þeim fari fjölgandi í framtíðinni. í þessu prófi koma fyrir tuttugu fullvrðingar sem líklegt er að þú sért annaðhvort sammála eða ós- ammála. Ef þú tekur afstöðu til fullyrðinganna af stakri hrein- skilni þá er öruggt að þú færö svar við spurningunni sem kom fram í upphafi. Settu S í reitinn fyrir aftan hverja full- vrðingu ef þú ert sammála. Ef þú ert ósammála þá setur þú O. Niðurstöðu þína færðu með samanburði við töfluna hér að neð- an. 1. Vandamálin í fyrsta hjónabandi mínu voru sök makans. () 2. Það er betra fyrir hjón, sem gift- ast i annað sinn eða oftar, að stofna ekki sameiginlegt heimih ef það er mögulegt. () 3. Það er betra að ræða vandamálin strax og taka áhættuna á deilum frekar en að þagga ágreiningsefni niður. () 4. Fólk, sem er í öðru eða þriðja hjónabandi, ætti að vernda börn sín sérstaklega og gera allt til að hindra að þau lendi í deilum viö stjúpforeldrið. () 5. Hjónin ættu að hafa sameiginleg áhugamál og verja tómstundum saman. () 6. Það er rétt að sameina heimili hjóna í síðari hjónaböndum og nota húsnæði annars þess. () 7. Mér finnst að nýi makinn meti sjónarmið mín í flestum málum. () 8. Fyrri maki minn var betri elsk- hugi en sá síðari. () 9. Mér finnst að það eigi að ríkja samkomulag um flest atriði varð- andi uppeldi barnanna. () 10. Við hjónin höfum náð sam- komulagi um ráðstöfun þeirra fjár- muna sem við ráðum sameiginlega. () 11. Ég er sátt(ur) við hvernig heim- ilislifinu er háttað. () 12. Mér er sama þótt maki minn hafi áhugamál sem ég hef ekki áhuga á. () 13. Ef upp koma ágreiningsefni varðandi uppeldi barnanna þá á ég auövelt með að ræða þau við maka minn og sætta mig við málamiölan- ir. () 14. Síðari maki minn er líkur þeim fyrri og hefur marga sömu galla. () 15. Mér finnst ekki rétt að leggja mikið í sölumar til að halda í sam- band því það kemur fljótlega í ljós hvort það gengur eða ekki. () 16. í síðari hjónaböndum ætti af- brýðisemi ekki að vera vandamál. () 17. Ég vii frekar vera í gölluðu hjónabandi en að búa ein(n) þrátt fyrir frelsið sem því fylgir. () 18. Ef bæði hjónin em gift öðru sinni eða oftar þá tel ég aðeins helmingslíkur á að hjónabandið heppnist. () 19. Mörg vandamál í síðari hjóna- böndum má rekja til vandamál- anna í þeim fyrri. () 20. Ég tel að börnin eigi að virða stjúpforeldra sína eins mikið og hina raunverulegu foreldra. () Niðurstaða Berðu svör þín saman við svörin sem gefin eru upp í töflunni hér fyrir neðan. Ef svar þitt er þaö sama geföu þér þá eitt stig. Ef svar- ið er ekki það sama þá gefur þú þér ekkert stig. Leggðu svörin saman og berðu þau saman við greining- una á niðurstöðunni. Greining Hjónabandsráðgjafar segja að fjórar ástæður ráði því einkum að fólk gengur í hjónaband. Þessar ástæður em: hrifning af persónu- leika; kynferðislegt aðdráttarafl; tilfinningaleg samstaða og uppfyll- ing á rómantískum draumi. Ráðgjafarnir segja að í síðari hjónaböndum eigi þrjú fyrri atriðin enn við en þá hafi óttinn við ein- manaleika oft komið í stað fjórða atriðisins. Þar með hafa líka skap- ast betri forsendur fyrir að síðari hjónabönd heppnist því rómantí- skir draumar rætast sjaldan í raun- veruleikanum. Ef stig þín eru á bilinu 12 til 20 er ekki líklegt að ótti við einmana- leika hafi ýtt þér út í annað hjóna- band. Það er mjög líklegt að þú gerir þér grein fyrir hvers vegna fyrsta hjónabandið mistókst og við- urkennir að það var að hluta þín sök að svo fór. Þú sérð fyrir hvar hættumar eru mestar á að annað hjónabandið bresti líka og ert tilbú- in(n) til að bæta úr þessum ágöllum án þess að fórna til þess öllu sem getur verið varasamt ef hjónaband- ið á að heppnast. Ef þú færð 11 stig eða minna er líklegt að þú gangir enn með óraunsæjar hugmyndir um hjóna- bandið og maka þinn. Slíkt hjóna- band er ekki líklegt til að endast lengi nema maki þinn sé þér alger- lega undirgefin(n) og kvarti ekki þótt þú ráðir öllu. 1. d 8. Ó 9. Ó 5. Ó 18. Ó 7. S 14. Ó 15. Ó 11. S 13. S 20. Ó 4. Ó 17. Ó 19. S 26. Ó 10. S 6. Ó 2. S 3. S 16. Ó 12. S ERÞAÐ 1EÐA XEÐA 2 26 A Nýjar getgátur hafa komið fram um hveijir stóðu að morð- inu á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Þessir aðilar eru: 1: ÞrírFrakkar X: ÚlfarogLjón 2: GaukuráStöng Þetta merki er notað til að tákna íþrótt nokkra. Hún heitir: 1: keila X: boltahlaup 2: knattspyrna B Garry Kasparov fékk að launum fyrir sigur á heimsbikar- móti Stöðvar 2 í skák seðil sem metinn er á: 1: tværmilljónirkróna X: tuttuguþúsundBandaríkjadali 2: tuttuguþúsundrúblur Fyrirtæki hér á landi notar þetta merki. Þaðheitir: 1: Snekkjan X: Kýraugað 2: Shppfélagið D Ólafur Þórðarson, knattspyrnukappi afSkaganum, ætlar að leika í útlöndum á næsta ári. Hann er á förum til: 1: Þýskalands X: Belgíu 2: Noregs E Stefán Valgeirsson er ekki sáttur við byggingu ráðhúss í Reykjavík. Hvað vill hann gera í málinu? 1: stöðvaframkvæmdir X: byggjaþaðáRaufarhöfn 2: breytaþvíídanshús G Þýskur hvalavinur og verslanaeigandi vill ekki kaupa meira af íslenskum varningi. Hann heitir: 1: Tengelmann X: Tangen 2: Twiggy H Málsháttur hljóðar svo. Sjaldan launar kálfur... 1: ofbeldið X: ofeldið 2: ofurgjaldið Sendandi Heimili _______________________________________________________ I Rétt svar: A □ B □ C □ D □ E □ F □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svarseðlin- um. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veit- um þrenn verðlaun, öll frá póst- versluninni Primu í Hafnar- firði. Þau eru: 1. Fjölskylduteppi að verðmæti kr. 5.430,- 2. Fjölskyldutrimmtækiað verðmætikr. 2.750,- 3. Skærasett að verðmæti 1.560,- í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spurningar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið 1 eða X eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2 í tuttugustu og fjórðu getraun reyndustvera: StígurEinars- son, Brekkuhvammi 4,370 Búð- ardal (hitateppi); Ástríður S. Valbjörnsdóttir, Grettisgötu 39 B, 101 Reykjavík (trimmtæki); Friðfinnur O. Stefánsson, Bjarkarbraut 9,620 Dalvík (skærasett). Vinningarnir verða sendir heim. Rétt lausn var: 2-1-X-2-1-2-X-X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.