Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 56
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Aldi kaupir lagmetið Vestur-þýska fyrirtækið Aldi mun ^^ialda áfram að kaupa íslenskt lag- meti þrátt fyrir aðgerðir hvalfriðun- arsinna. Arni Gunnarsson alþingis- maður segir að íslenska sendinefnd- in. sem nú er í Vestur-Þýskalandi, hafi unnið greinilegan varnarsigur. „Þaö er of snemmt að fagna sigri. Það er neytandinn sem hefur síðasta orðið en ekki kaupandinn. Þetta breytir engu um þingsályktunartil- lögu mína." sagði Árni Gunnarsson alþingismaður. V'estur-þýska fyrinækið Aldi hefur ákveðið að hætta ekki að kaupa ís- lenskt lagmeti þrátt fyrir aðgerðir hvalverndunarsinna. íslensk sendi- nefnd er í Vestur-Þýskalandi og sagði Árni að nefndin hefði greinilega unn- varnarsigur. -sme 5,8 milljónir til fatlaðra í söfnun. sem rás 2 gekkst fyrir til styrktar byggingar íþróttahúss fyrir fatlaö íþróttafólk, söfnuðust alls um 5,8 milljónir króna. Fjölmargir hlustendur hringdu og lofuðu að styrkja fatlaða íþrótta- -menn svo unnt verði að halda bygg- ingu hússins áfram. -sme Hafskipsmáliö: „Er mjög að nálgast“ - segir Jónatan Þórmundsson „Það er mjög að nálgast. Þaö eina sem ég get sagt er að það verður ákært. Ég segi ekki hverjir verða ákærðir, hve margir eða hvort þaö , verður fyrir meira eða minna,“ sagði ,J<4snatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í Hafskips- og Útvegs- bankamálinu. Jónatan vildi með engu móti gefa frekari upplýsingar um málið. í fyrri meðferö málsins voru framkvæmda- stjórar og endurskoöandi Hafskips ákærðir, svo og þáverandi banka- stjórar Útvegsbankans. -sme ÞRÚSTIIR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Þeim kippir í kynið á Löngumýri! Siglingamálastoöiun: Sleppibúnaður óvirkur í 20-60 prósent tilvika - „forsenda fyrir falskri öryggiskermd sjómanna“ í nýútkorainni skýrslu frá Sigl- ingamálastofnun, sem var til um- fjöllunar á þingi Landssambands smábátaeigenda í gær, kemur í Ijós að hinn sjálfvirki sleppibúnaður björgunarbáta reyndist óvirkur í 20 til 60 prósent tilfeUa við prófun á árunum 1984 til 1987. „Þetta jaðrar við játningu á því aö búnaðurinn hafl á þeim árum, sem könnunin nær yfir, verið for- senda fyrir falskri öryggiskennd sjómanna, kostað þá tíma á neyðar- stundum sem kunna að hafa kostað mannslíf. Mér þykir þetta kald- ranaleg játning,“ sagði Sveinbjörn Jónsson frá Suðureyri, stjórnar- maður í Landssambandi smábáta- eigenda í samtali við DV. I skýrslunni segir að á árunum 1984 og 1985 hafi við skoðun komið í ljós að búnaðurinn hafi verið í lagi í 44 til 67 prósent tilfella. 1986 var búnaðurinn í lagi í 53 til 63 prósent tilvika og 1987 var hann í lagi í 68 til 83 prósent tilfella. Það er tekiö fram í skýrslunni að þrátt fyrir háa bilanatíðni sleppibúnað- arins og óvirkni við skoðun hafi stofnunin ekki séð ástæðu til að láta fjariægja búnaðinn úr skipun- um þar sem tilkoma hans sam- kvæmt kröfu Siglingamálastofnun- ar ætti ekki að verða til þess að hindra á nokkum hátt sjósetningu gúmbjörgunarbáta á hefðbundinn hátt þótt sjálfvirki búnaðurinn verkaði ekki sem skyldi. „Vegna þessa var tillaga lögð fram hér á þingi okkar, þess efnis að Siglingamálastofnun kynnti fyr- ir þjóðinni allri að hinn svonefndi sjálfvirki sleppibúnaður björgun- arbáta hafi verið óvirkur í 20 til 60 prósent tilvika við skoðun, svo koma megi í veg tyrir frekara mannfjón en hugsanlega er orðið vegna falskrar öryggiskenndar sem stafaði af tilkomu þessa bún- aðar,“ sagði Sveinbjöm Jónsson. -S.dór Halldór Ásgrímsson heldur hér á herra búsins en bústjórinn, Guðmundur Lárusson, fylgist með. SMJ/DV-mynd KAE Fékk hval- veiðistuðn- ing og egg „Halldór reyndist vera brjálaður í egg,“ sögðu starfsmenn á Kirkju- sandi sem buöu sjávarútvegsráð- herra, Halldóri Ásgrímssyni, í held- ur óvenjulega veislu í gær um leið og þeir afhentu honum stuðnings- yfirlýsingu sem 65 starfsmenn höfðu skrifað undir. í yfirlýsingunni'lýsa starfsmgnn eindregnum stuðningi sínum við ráðherra í hvalveiöideilunni um leið og þeir árétta að það sé nauðsynlegt fyrir íslendinga að láta ekki undan erlendum þrýstihópum. Það sé slæmt fordæmi og geti skaðað sjálf- stæði þjóðarinnar. Starfsmenn reka hænsnabú og aö sjálfsögðu var Halldóri boðið í eggja- veislu þó ekki hafi verið boðið upp á hvalkjöt í leiðinni. Veðrið á sunnudag og mánudag: Frost norðanlands A sunnudag verður noröan- og norðvestanátt á landinu, él og vægt frost á Norður- og Vesturlandi en þurrt á Suður- og Austurlandi. Sennilega verður léttskýjaö á Suðausturlandi. Á mánudag verður norðlæg átt um allt land. Dálítil él verða við norðaustur- og austurströndina en þurrt og bjart veður annars staðar. Vægt frost verður norðanlands en hiti nálægt frostmarki um iandið sunnanvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.