Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. aprfl 1979 UÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ltgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans Kramkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kar! Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir Rekstrarstjóri: Olfar ÞormóBsson Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéBinsson AfgreiBslustjóri: Fiiip W. Franksson BlaBamenn: AlfheiBur fngadóttir, Einar örn Stefánsson, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuB- mundsson. lþróttafréttamaBur: Ingólfur Hannesson. ÞingfréttamaB- ur: SigurBur G. Tómassðn. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. SafnvörBur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigrfBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: GuBrún GúBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. AfgreiBsla:GúBmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárBardóttir Húsmófiir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn. afgreifisla og auglýsingar: Slfiumúla 6, Reykjavlk, sfmi g 13 33. Prentun: Blafiaprent hf. Raforkuverð og þjóðarhagsmunir • Eins og menn hafa orðið varir við hef ur Birgir isleif ur Gunnarsson, f yrrum borgarstjóri, látið gamminn geisa á síðum Morgunblaðsins út af því, að fulltrúar Reykjavík- urborgar munu ræða við ríkið og Akureyrarbæ um skipu- lag raforkumála. En eins og kunnugt er er það eitt af stenfumálum ríkisstjórnarinnar að koma á fót einu landsfyrirtæki, sem annist megin raforkuframleiðslu og raf orkuf lutning um landið eftir aðalstof nlínum. Þetta sé gerttil að tryggja öllum landsmönnum næga og örugga raforku á sambærilegu verði. • Birgir Isleifur og félagar hans í borgarstjórn hafa túlkað þessi áform sem meiriháttar yfirgang í garð Reykvíkinga, gott ef ekki sem ránsskap herf ilegan. Þeir hafa meira að segja gripið til þess sem einsdæmi má teljast en það er að neita að skipa fulltrúa í nefnd frá borginni til að vinna að þessu verkefni — enda þótt öllum megi Ijóst verða aðaðildaðslíkri nefnd skuldbindur hinn nýja minnihluta í borgarstjórn ekki til neinnar þeirra af- stöðu, sem hann ekki sættir sig við. • Kostir þeirrar stefnu sem tekin hefur verið í raforku- málum eru ótvíræðir eins ogformaður þeirrar nefndar, sem iðnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur í málinu, Tryggvi Sigurbjarnarson, hefur rakið hér í blaðinu ný- lega. Hann benti á það, að sameiningarstefnan gefur möguleika á þvi að velja virkjunarstaði og tilhögum virkjunar með hagsmuni alls heildarorkukerf is landsins fyrir augum, en ekki eins og verið hefur hingað til, að virkjað sé fyrir einstaka landshiuta og með hagsmuni þeirra einna f yrir augum. Þetta þýðir að virkjanir kom- ast f yrr í gagnið, og hægt verður að reisa þær í stærri og hagkvæmari áföngum en annars. Samtenging raforku- kerf isins veldur, þegar til lengdar lætur, minni kostnaði við raforkuöflun, og kemur, eins og Tryggvi lagði áherslu á, öllum raforkunotendum til góða, einnig hér í Reykjavík. • Hér er með öðrum orðum um það að ræða, að tryggja landsmönnum bæði jafnrétti í orkumálum og svo öllum hagkvæmni og sparnað áður en langt um líður. Þessu hafa Birgir Isleifur og félagar hans hamast gegn af miklum móð á þerri forsendu, að sá illi og rauði dreif- býlisráðherra orkumála vildi svína á Reykvíkingum með því að hækka stórlega það verð sem þeir greiða f yrir raf- orku. • Sú nef nd sem f yrr var getið hef ur ekki gert neinar til- lögur um það, hvert raforkuverðið eigi að vera. En hún hef ur lagt það til að það verði hið sama á öllum sölustöð- um — það er í anda þess jafnréttis, sem okkur skilst að þingmenn Sjálfstæðisf lokksins vilji skrifa upp á ásamt öðrum. Það hef ur verið rakið í greinum og viðtölum hér í blaðinu, að það er að sönnu rétt, að við sameininguna getur yfirtaka aðflutningslinanna með áhvílandi fjár- hagsskuldbindingum valdið nokkurri hækkun raforku- verðs — eða ca 8-10% i smásölu ef ekki verður að gert. En það hef ur ekkert verið ákveðið um það hvernig þess- ari byrði verði dreift. Um þetta atriði segir Guðmundur Vigfússon í grein hér í blaðinu á fimmtudag: ,,Ég fæ ekki betur séð en hér sé einmitt verkefni við að fást í samningaviðræðum ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Þessari forsendu fyrir verðhækkun á að vera unnt að eyða". • Það má líka minna á það, að sameiningin og flutnings- linur sem af henni risa munu eyða olíunotkun til raf- orkuvinnslu f yrir austan og vestan og þar með draga úr þörfinni á svonefndu verðjöfnunargjaldi sem undanfar- in ár hefur verið lögð á alla raforkusmásölu til að styrkja m.a. þau fyrirtæki sem olíu hafa brennt — en það gjald nemur nú 19%. Með öðrum orðum: Skamm- tímaútgjöld, sem dreifast munu á landsmenn alla mega ekki standa í vegi fyrir þeirri skipulagsbreytingu í raf- orkumálum og á orkuflutningi sem heildarhagsmunir þjóðarinnar kref jast. Hvern varðar ekki um þjóðarhag? —áb Úr almanakinu Sá er grunur minn aö mörgum þyki erfitt aö gera upp hug sinn heilan um fósturey&ingar. Þvi inn í allar vangaveltur um þær blandast hinar óliklegustu kenndir og eins ramba menn tiðast inn á rökfræðilegar blind- götur, þegar farið er að velta skyldi þungi kvenna á hinum betri breiddargráðunum vera eitthvað merkilegri en þeirra sem sunnar búa”. Þegar þeim hjallanum er náð hefst svo inn- rætingin eins og við þekkjun hana áhrifamesta. Þvi það er lenska og þykir góð að fordómar Jafnrétti til mannréttinda fyrir sér einstökum dæmum, þar sem eyðing fósturs er talin geta komið til greina. Það sem kannski ræöur mestu um hve þetta vill bögglast fyrir brjóstvitinu á fólki er sú raun, sem það er jafnvel hinum skörpustu heilum að koma við skynsemi, þegar brotið er til mergjar vandamál, sem hefur á sér yfirbragð einkamáls og fé- lagslegs máls. I ofanálag er máiið svo rrrakalaust siðræns eðlis, aö menn fara fyrr eöa siöar að reyna að gera það upp við sig hvað sé mannvera og jafnvel aö koma við skilgrein- ingu á einhvers konar visitölu mennskunnar. Ég minnist þess að þegar þessi mál voru til umræöu i byrjun þessa áratugar, komust læknanemar að þeirri stórkost- legu að fóstur væri vissulega mannleg vera, en á hinn bóginn engin persóna og þess vegna væri ef til vill ekkert óviðeig- andi að deyða það. Þá höfðu augu almennings veriö að opnast allan áratuginn þará undan fyrir einhverju sem kallaðist offjölgunarvandamál. Var það mál manna, aö viöa i hinum syðri breiddargráðum væri fólk að fæöa börn, sem ekk- ert annað ætti fyrir að liggja en deyja. Og ýmsir sérfræðingar og visindamenn héldu þvi fram að þessi börn fengju ekkert að éta vegna þess að þarna væri allt of margt fólk fyrir. Þess vegna hafði mörg sannkristin sálin á hinum betri breiddar- gráðunum skoðaö hjarta sitt og spurt: „Hver er ég sem sýni vandlætingu þessum vesaling- um sem ekki vilja fæða börn sin til sultardauða”? Næsta stig var kannski það að enn fleiri sannkristnir ekki siður en aðrir spurðu sem svo: „Þvi séu að engu hafandi og hverjum og einum sé hollt að hreinsa hug sinn af þeirri vá, þá er og rétt að snúa sér að huga náunga sins og reka á braut sérhvern for- dómsvott, sem þar kann að hafa hreiðrað um sig. Gangi þetta bærilega sér samhjálpin um af- ganginn enda hefur hún sannað ágæti sitt til stefnumörkunar i andlegum og veraldlegum efnum um jafnlangt skeið og vitneskja okkar um mann- skepnuna nær. Samhjálpin verður hinum skirleiksleitandi huga stuðningur og aðhald. Stuöningur með þvi að varpa hugarstriðinu til hópsálarinnar og aðhald með þvi að ákvarða kerfi skilorðsbundinna við- bragða i samskiptum viö aðra, þvi engum er ljúft að koma upp um villu sina og þaö er betra að kinka kolli samsinnandi en fá á sig fiflsstimpilinn. Engin rök duga þeim sem talinn er byggja á fordómum i orðræöum viö hinn fordómsfirrta frjálshuga. Rauösokkur eru engar bruss- ur og afstaða þeirra til fóstur- eyöinga er ekki ómanneskjuleg en undirritaður er þeirrar skoð- unar aö afstaða þeirra feli i sér uppgjöf. Til þess að standa I mannréttindabaráttu þarf mikinn eldmóð og þá er hætt við þvi að baráttufólkið misvisi skeytum sinum. Ég tel meö öðrum oröum aö kompás rauð- sokka hafi ruglast i hita leiksins þvi eiginlega er það út i hött að blanda hreinu heimspekilegu vandamáli eins og þvi hvað telja beri manneskju, inn mannrétt- indabaráttu. Mannréttindi eru i minum huga alvarlegra mál en svo, aö barátta eins réttleys- ingja megi ganga yfir annan. Það er nær að hafa hóp þeirra sem mannréttinda skulu njóta „of stóran,” en „of litinn”. Nú er nefnilega svo komið að i lönd- um úti i heimi velta menn þvi mjög fyrir sér að rétt kunni að vera að létta þeim, sem það „vilja” gönguna fyrir ætternis- stapann. • Misvisunartal mitt kemur meðal annars til af þvi að ég tel að rauðsokkur sem og aörir mannréttindahópar séu komnir i harla vafasaman félagsskap þegar fóstureyðingar ber á góma. Niöurstöður visinda- manna um mannf jölgunar- vanda eru næsta hæpnar frá sjónarhóli þeirra, sem bera fyrir brjósti tiltölulega jafnan hlut fólks i þeim veraldlegu gæðum sem hugsanlegt er að skipta t.a.m. innan eins þjóðrik- is. Mannfjölgunarhjalið, oft á tiöum i bestu trú, var og er ákaflega vel til þess að fallið loka augum manna fyrir rang- látri skiptingu jarðnæðis og annarra gæða i þróunarlöndum. Þá má og benda á að fóstureyð- ingar fengu einmitt vaxandi hljómgrunn á vesturlöndum, þegar atvinnuvegir þar tóku að sækjast eftir vinnuafli kvenna á áratugnum, sem leið. Nú getum viö á hinn bóginn vænst þess að sú krafa verði æ háværari hér á norðurhveli að menn reyni að eiga sem flest börn, þvi nú horf- ir svo að ibúum vesturlanda mun fækka á næstunni jafn- framt þvi sem aldraðir veröa æ stærri hluti Ibúanna. Fóstureyðingar eru með öðr- um orðum dæmi um visinda- og réttarfarslegt kák ef ekki kukl. Hagfræðingar og stjórnmála- menn ættu ekki að leysa spurn- inguna um skynsamlega dreif- ingu lifsgæða meö þvi að fara að skilgreina manninn, læknar ættu ekki aö fara út fyrir það svið sitt að berjast fyrir bættu heilsufari, og jafnréttishreyf- ingar ættu aö slást fyrir jafn- rétti með öörum aöferðum en þeim aö þurrka út réttleysingja. Hins vegar mælir ekkert á móti þvi að menn velti þvi fyrir sér hvað sé manneskja, haldi þeir sig við vangavelturnar og doki við með framkvæmdirnar. Mannréttindi eru eitthvaö full- komlega einstætt og þar á ekk- ert afstæði við. Jafnrétti sem treður mannréttindi fótum kiknar undir nafni. Þorsteinn Broddason skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.