Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Sunnudagur 1. apríl 1979 i síðustu viku sáu starfsmenn Blaðaprents grann- vaxinri/ hárprúðan mann væfiast um sali prentsmiðj- unnar. Sérstök einkenni: Gulleitur á hörund, skeyt- ingarlaus skegghýjungur sem undirstrikar Mefistó- andlitið/ óvænt bros, sem kemur mönnum i opna skjöldu, göngulag rúmbu-rythmískt. Klæðaburður einkennist af undarlegri skjólflík sem einna helst minnirá samruna einkennisfrakka austur-evrópskra landamæravarða og íslensku gæruúlpunnar. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson En andiö léttar; þetta er aðeins Tómas Einarsson, rit- stjóri Stúdentablaösins aö ganga frá siðustu dálkunum áöur en blaöiö fer i prentun og 2750 skylduáskrifendur Háskólans geta fræöst um siöasta lánahneyksliö eöa væntanlegt rektorskjör. — Ef maöur miöar viö stúdentablöö á Noröurlöndum, segir Tómas ljúfmannlega, þá má segja, aö blaöiö okkar hafi þá sérstööu aö þaö er allt i hönd- um eins manns, sem skrifar, þýöir, tekur viötöl, skrifar leiöara, semur brandara og þar fram eftir götunum. Útgáfu- stjórnin, SHI, kemur hvergi nærri daglegum önnum blaðs- fram eftir götunum. Og svo náttúrlega öll hneykslin I kring- um lánamálin, sem alltaf taka mjög stóran þátt. Við höfum llka haft samband viö menn úr öllum deildum og beöiö þá um aö senda pistla um þaö helsta sem þar er aö gerast, en þaö hefur nú gefiö litiö af sér. — O — Viö vindum okkur yfir i stúdentapólitikina, og mjúkur málrómur Tómasar breytist ekkert þótt stormasamari efni beri á góma. — Þessi pólitiski andi skólans siglir nokkurn veginn I sama fari eins og siöustu 5—8 árin. Bylting og tangó ins. Ég verö nú aö segja aö ég er hrifnari af ritnefndarfyrir- komulaginu, þar sem stokkur manna vinnur hvert og eitt blaö. En — nú hugsar Tómas sig greinilega um — þetta gæti náttúrlega rekist á, ég meina ef hópur tekur sig til og skrifar allt sjálfur, yröi þá rými fyrir aösent efni? Nú er þaö þannig, aö Stúdentablaöiö birtir allt, sem kemur inn. Ef viö heföum ritnefnd, sem skrifaöi blaöið, þá yröi i mesta lagi síöa eftir fyrir aösent efni. Það er auövitaö ekki gott. Þá væri ekki hægt aö móta neina stefnu nema stækka blaöiö. Núna er blaöiö um 12 siöur á mánuöi, þaö er mismun- andi stórt hverju sinni, allt frá 4 siðum upp 112. Þaö fer eftir þvi, hvaö er á dagskrá i skólanum. En plássiö er sem sagt vanda- mál. Núna erum viö t.d. meö eina og hálfa siöu um lánamál, eina og hálfa siöu um bygg- ingarmál Háskólans og það er þegar oröiö ansi massift i átta siöna blaöi. Og þar sem stúdentar eru skylduáskrifend- ur er þaö mórölsk regla aö taka viö öllum greinum sem berast. — O — — Hvaöa efni er helst I Stúdentablaöinu? — Ja, til aö mynda þá vorum viö meö i næstsiöasta blaöi eins konar þema um barnaáriö. Fjórar sföur voru helgaöar þessu merka ári, m.a. tveggja siöna grein um barnabækur eftir Silju Aðalsteinsdóttur. Svo var tveggja siöna viötal viö Chilemann, ýmsar aösendar greinar, leiöari eftir undirrit- aöan, kjaftasögur Gróu á Leiti og ýmsar smágreinar um mál- efni skólans. 1 þessu blaöi erum viö meö grein um rektorskjöriö, úrslit kosninganna i Háskólan- um — fór trekvartsiöa i aö lýsa þvi og svo er slatti af innsendum greinum og svo opna um Nató og herinn. — Hafiö þiö reynt aö gera Stúdentablaöiö aö hreinu frétta- blaöi um málefni skólans? — Þaö hefur veriö viöleitni til þess, en hér er um mánaöarblaö aö ræöa og erfitt aö vera meö ferskar fréttir. En viö höfum reynt aö taka spretti, skrifa um Gamla Garö og allan skandal- inn i sambandi viö seinar framkvæmdir, aögöngutak- markanir i læknadeild og þar / fUjt/y'ftJ-J Þessi litla hreyfing um daginn (nú á Tómas viö nýafstaönar kosningar innan Háskólans) skiptir litlu máli og breytir engu. Ég get bara itrekaö, aö þaö rikir almennt pólitiskt áhuga- leysi I skólanum. Þaö kom tals- veröur pólitlskur áhugi upp eftir stúdentabyltingarnar 1968, eftirhreyturnar komu aö visu seinna til Islands, svona um 1970 en vöruöu lengur en erlendis, svona fram til 74—75. En siöan kom bakslagið og vonleysiö. Menn misstu trúna á aö hægt væri aö breyta neinu né bylta. Afleiöingin er sú, aö til- tölulega litill hópur tekur þátt i stúdentapólitikinni aö nokkru marki, og þaö sem verra er, aö fæstir gera þaö af róttækri hvöt, og sjá ekki málin I viöari þjóöfélagslegu samhengi. Þau mál sem efst hafa veriö á baugi, hafa sjaldnast veriö sett i pólitiskt samhengi. Þetta tel ég nú ekki vera róttæka menn- við Tómas Einarsson, ritstjóra Stúdenta- blaðsins ingarstefnu. Dæmigerðar eru umræöurnar á stúdentaráös- fundum, þar sem ræddar eru smávægilegar breytingar á reglugerö Háskólans en ekki settar spurningar viö kerfiö eins og þaö er. Þaö ér t.d. ekki sett spurningamerki fyrir aftan fyrirbæriö próf. Viljum viö hafa próffyrirkomulagiö eöa ekki? Slikt kemur ekki einusinni til umræöu. Ég man, þegar Oskar forveri minn Guömundsson reyndi aö taka þetta upp á studentaráðsfundi og menn horföu á hann eins og hann kæmi frá annari plánetu. Var maðurinn oröinn snarvitlaus? Sama er upp á teningnum þegar rektorskjör eru til umræöu. Enginn setur spurningu viö þaö hvort rektor eigi rétt á sér sem slikur eöa hvort prófessorar eigi rétt á sér sem einræöisherrar. Nei, þá er velt vöngum yfir þvi hvor sé skárri , húmanistinn Sigurjón eöa ihaldsmaöurinn Guömundur. Mikill timi fer lika i að þrasa viö lögfræöieöjóta i rööum ihaldsmanna, sem lita á fundi stúdentaráös sem æfinga- búöir og stökkpall undir meiri háttar átök I framtiöinni. Ég get nefnt dæmi úr siöasta stúdenta- ráösfundi, þar sem mest allur timinn fór I aö rökræöa viö mannvitsbrekkur ihaldsins hvort félagslegar aöstæöur gætu einhvern timann kallaö á fóstureyöingar. Þeir héldu þvi fram aö svo gæti aldrei veriö. Eöa annaö dæmi sem er enn verra og setur beinan hroll aö vinstri mönnum, en þaö var þegar rifist var um þaö timun- um saman, um einhver ákvæöi i stjórnarskrá, hvort Vaka ætti aö eiga fulltrúa lika i hinum ýmsu stofnunum Háskólans. Þarna eru lögfræöingar aö æfa sig. Hugsaöu þér, hlusta á umræöur um stjórnarskrána, sem allir almennilegir sósialistar vilja náttúrlega feiga! Eftir aö hafa setiö svona fundi I allan vetur spyr maöur sjálfan sig: Hvers vegna i andskotanum er veriö aö lafa I þessu? Er nú ekki meira vit i aö gera aöra hluti? — 0 - — En segöu mér Tómas, fer nú ekki mesti byltingarblærinn af fólki, þegar þaö útskrifast og kemur út i atvinnulifiö? — Þaö versta er, aö svo fáir hafa þennan byltingarblæ I skól- anum sjálfum, en eflaust kvarnast hann enn meira þegar út I vinnuna kemur og veröur vafalaust ekkert eftir. Ekki þar fyrir aö talsvert margt róttækt fólk er i skólanum en vegna þessa pólitiska nautaats I Stúdentaráöi getur þetta vinstri fólk ekki starfaö skipulega. Þaö er þó plús aö þaö rikir vinstra alræöi i Stúdentaráöi en þaö byggist á kjörgengi en ekki virkri þátttöku manna og þaö býöur alltaf upp á býrókratiu, hvort sem vinstri eöa hægri menn fara meö völdin. Nú menn hafa lika slappast pólitiskt, þaö eru ekki sömu pælingar og fyrir 10 árum, þegar reynt var aö bylta þjóö- félaginu. Nú er allt i umbóta- stefnunni. Ég hef nú praktiserað þessa umbótastefnu siöasta áriö ásamt öörum og þaö hefur sannfært mig um nytleysi henn- ar. Nótabene — án þess þó aö ég hafi skýrt mótaðan valkost viö hana. Þaö væri spor i áttina aö auka pólitiskt starf i deildunum. Þaö mundi flokkast undir fagrýni — til hvers er þekking manna not- uö? Hvaö gera menn viö mennt- un sina, og þar fram eftir götun- um. Þetta er raunverulega grundvallarþátturinn, gagnrýni yfirleitt. Hún er hins vegar mjög takmörkuö i Háskólanum. Eini hópurinn, sem eitthvaö gagnrýnir hlutina er á kafi viö aö þrasa viö ihaldseöjótinn og hefurengan tima aflögu til ann- ars. Mjög takmarkaö aö aörir hafa stundað einhverja gagn- rýni, eða fagrýni — þaö er þá einna helst i Verkfræöi- og Raunvfsindadeild. En kannski mundu sumir kannski ögn hreyfa sig, ef námsálagið væri ekki jafn mikiö og raun ber vitni. En meö þessu móti verður Háskólinn útungunarvél hugsunarlausra sérfræöinga. — O- Þaö er út i hött aö hafa viötal viö Tómas Einarsson án þess aö minnast á Rómönsku-Ameriku og áhuga hans á málefnum þessarar heimsálfu. Tómas flæktist um S-Ameriku þvera og endilanga fyrir rúmum tveimur árum, fékk að eigin sögn ákveö- iö yfirlit en minni innsýn i hvert land. Eöa eins og hann orðar þaö: — Ég vissi takmarkaö um Rómönsku-Ameriku áöur en ég lagöi af staö, en eftir feröina komst ég aö þvi hve mikiö ókannaö ég á eftir. Þaö var þrennt sem dró mig þangaö: Ahugi á stjórnmálum og þróun i S-Ameriku (kúbanska byltingin, Che og Chile), áhugi á indiána- byggöum og þeirri menningu allri og áhugi á tónlist S- Ameriku. Og ef ég á aö vera hreinskilinn, þá tekur músikin huga minn mest I augnablikinu. Ég get alveg eins lagt spilin á boröiö: Þaö var argentiskur tangó, sem varö kveikjan aö feröinni til S-Ameríku. Ég spilaöi nefnilega mikiö á harmonikku þegar ég var ung- ur, og þá sérstaklega tangóa. Ég komst brátt aö þvi, aö allar leiöir tangósins liggja til Buenos Aires. Siöan kynntist maöur öörum skólum I tónlist, t.d. indiána-tóniist og flaututónlist. Þetta er nefnilega skrýtiö meö Rómönsku-Ameriku; þvi sem noröar dregur breytast dans- hreyfingarnar og kroppssveifl- an verður meiri. Þessari kroppssveiflu má svo skipta gróflega i tvennt: Karabisku sveifluna og brasilisku sveifl- una. Sú fyrri spannar bæöi yfir eyjar i Karabiska hafinu, Framhald á bls. 22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.