Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 24
DIODVIUINN Sunnudagur 1. apríl 1979 Aðalsími ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skai bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Rússar fá leyfi til að reisa olíustöð í Viðey sem upp úr stendur veröur þó um 40 metrar aö hæö. Veröur tignar legt aö lita yfir Viöeyjarsund þegar 10 fagurgjörvum turnum veröur raöað með reglulegu millibili sem eins konar umgjörö um höfuöból iönrekandans Skúla fógeta. Mætti hugsa sér svipinn á þeim gamla ef hann fengi litið upp úr gröfinni. Og kannski 120 Undanfarnar vikur og mánuði hafa staðið yfir umræður milli Sovétstjórnarinnar og samstarfs- nefndar af hálfu rikisstjórnar íslands um að Rússar fái að reisa fullkomna oliuhöfn hér á landi með tilheyrandi oliutönkum. Hefur nú orðið samkomu- Iag um málið og hefur mannvirkinu verið valinn staður i Viðey. þúsund lesta skip bundiö við bæjarbryggjuna!! Þess skal getið aö fimmfaldar 10 metra viöar oliuleiöslur veröa lagðar á háum stólpum aö hóla- baki i Viðey og þaðan yfir i Gufu- nes og upp i Grimarsfell i Mosfellssveit. Þar veröur skipti- stöö og veröur fyrst I staö lögö ein pipulögn suöur á Nes, ein inn i Reykjavik og e.t.v. ein til Akraness. Skiptistöðin er höfö upp á Grimarsfelli til aö fá eöli- legan þrýsting I leiöslurnar. Bandcrikjamenn hafa alfarið neitað aö fá leiöslulögn inn á Keflavikurflugvöll og sagöi Svavar Gestsson aö þaö kæmi þeim sjálfum mest i koll og yröi til aö auövelda einangrun vallarins. Aöalhafnarstjóri hefur þegar veriö ráöinn og heitir hann Viktor Oljenof frá Vladivostok. Aðstoöarhafnarstjóri verður islenskur. Þrir menn hafa þegar sótt um þaö embætti, þeir Guömundur J. Guömundsson i hafnarstjórn Reykjavikur, Gunn- ar Guðmundsson hafnarstjóri i Reykjavik og Gunnar Eyjólfsson leikari. Þjóðviljinn haföi samband viö Svavar Gestsson viöskiptaráö- herra i þessu sambandi og sagöi hann aö Rússar heföu lengi veriö óánægöir meö aöstööu þá sem oliuskipum þeirra er búin hér, en Reykjavikurhöfn er óörugg vegna tiöra storma, ófullnægjandi dráttarbáta og tryggir ekki nægi- legt öryggi fyrir tankskipin viö bindingar og landdælingar. Málinu hefði fyrst veriö hreyft á fundi þeirra Kosygins og Geirs Hallgrimssonar þegar sá siöarnefndi var i opinberri heim sókn I Rússlandi fyrir tveimur ár um og hefðu þá Rússar boöist til aö fjármagna fyrirtækiö en Islendingar fengju þó aö eiga 51% hlutabréfa. Heföi máliö strandaö á þvi aö Geir taldi Islendinga ekki geta staöiö undir svo mikilli ábyrgö og fór fram á að íslend- Síðustu fréttir Á hádegisverðar- fundi, sem Varðberg efnditil á laugardaginn, var samþykkt að efna til mótmælaf undar fyrir framan sovéska sendiráðið kl. 14.00 í dag, sunnudag. Við hvetjum alla sósíalista að mæta ekki á þennan mótmælafund og sýna Sovétmönnum þarmeð hollustu okkar. ingar ættu aöeins 49% hlutabréfa og vitnaði þar til reynslunnar frá Grundartanga og Straumsvik. „Þetta var þóaðeins fyrirsláttur I Geir”, sagöi Svavar. „Hann hafði sin fyrirmæli frá Bielderberg- klúbbnum og Pentagon og lét — eins og ætiö — þjóöarhag sitja á hakanum” Málið var svo tekiö upp af full- um krafti þegar vinstri stjórnin var mynduö 1. september s.l. og voru i samráðsnefnd rlkis- stjórnarinnar þeir ráöherr- ar sem málið heirir beint undir, þ.e. Svavar Gestsson viöskipta- ráöherra, Ragnar Arnalds sam- gönguráðherra og Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráöherra. Oliuhöfnin i Viöey ásamt tiu 55 þúsund lesta ollutönkum og til- heyrandi leiöslum I land veröur gifurlega mikiö mannvirki og veröa framkvæmdir boönar út 1.’ mai. n.k. viöa um A-Evrópu og einnig á Kúbu, I Vietnam og Angóla. Samkomulag náöist um aö eignaraðild Islands yrði 50% eöa jafnmikil og Rússa eins og viðeigandi er milli bræöraþjóöa. Aöalhöfnin i Viöey veröur stað- sett i vikinni fram undan Viöeyjarstofu og til marks um stærð hennar er þess aö geta aö skip allt aö 120 þúsund lestir geta lagst þar aö viðlegukanti. Oliu- tönkunum verður raöaö i hálf- hring umhverfis Viöeyjarstofu og kirkjuna en þess skal getiö að þessi fornu mannvirki fá að standa algjörlega óhreyfö og hafa Rússar m.a.s. boðist til aö gera kirkjuna aö minjasafni gegn þvi aöskrifstofurhafnarinnar fái inni i Viðeyjarstofu. Oliutankarnir verða aö miklu leyti grafnir i jöröu eöa 9/10 hluti þeirra, og er þaö gert vegna náttúruverndarsjónarmiöa. Þaö OSTAVAL! Tœplegz^o ostategundir eru framleiddar á íslandi nú. Hejurðu bragðaó Mysuostana?.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.