Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. aprfl 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 17 Marlene meö Hans Albers f „Tvö hálsbindi" 1929 — Von Sternberg koma auga á iifandi andlit. Auk þess vildi Emil Jannings leika á móti henni, þvi hann „haf&i miklar mætur á stórum bakhlutum” segir Marlene i end- urminningunum. En Sternberg haföi sitt fram og þar me& var mikil kvikmyndasaga hafin. Prufutakan fór reyndar þannig fram, að Marlene, sem ekki hafði æft sig fyrirfram vegna þess aö hún taldi sig vonlausa, fór aö út- skýra fyrir pianóleikaranum, hvaö hann ætti að spila. Þetta tók kvikmyndastjórinn á filmu og sagði aö það væri sér nóg. Marlene Dietrich segir, aö þaö hafi verið mjög erfitt aö vinna meö stórstjörnunni Emil Jann- ings, stundum hafi hann látið Sterhberg dextra sig i allt aö þvi tvær stundir, áöur en hægt var að byrja að vinna. Hann hataöi alla, og likti leikkonunni ungu helst viö kálffulla kú. „Oft fannst mér aö myndin sem viö værum að búa til væri afskap- lega venjuleg”, segir i endur- minningunum. „Og þaö finnst mér enn. Hvert atriöi var tekiö með fjórum kvikmyndavélum samtimis, og ég vissi að þeim var mest beint aö fótleggjum minum. Alltaf þegar ég var mynduð var ég beöin um að lyfta hægra fæti eða vinstra fæti.” Engan grunaöi aö þessi mynd mundi veröa fræg i kvikmyndasögunni, og þegar hún siðan varö afar vinsæl fannst Marlene sjálfri aö þaö væri eins og hver önnur tilviljun. Til Hollywood En nú var hjól af staö fariö sem ekki varö stöövaö meö einföldum hætti. Bandaríska kvikmyndafé- lagið Paramount var komiö á vettvang og bauö samninga og aöra þá græna skóga sem þús- undir leikara dreymdi um. Og Marlene Dietrich lagöi af staö til Bandarlkjanna. í Hollywood byrjaöi Marlene á þvi aö vinna meö von Stérnberg I mynd sem nefnd var Marokkó. Mótleikari hennar var Gary Cooper. Hún var full meö van- metakenndir — fannst hún feit og brussuleg I samanburði viö kvik- myndageddur Hollywood og var þar aö auki viss um aö hún kynni ekki aö leika. I dag er hún reiðu- búin aö játa, aö „ég var algjört núll sem leikkona, þaö var aöeins fyrir sakir leyndardómsfullra aö- feröa von Sternbergs, að ég var vakin til lifsins, ég var litur á hans hugmyndaspjaldi. Forsýningin á Marokkó lagöist illa i Marlene Dietrich. Flestir boösgestanna fóru að hypja sig þegar myndin var hálfnuð. (Siöar kom i ljós, aö þetta stafaöi eink- um af þvi, aö menn voru þvi vanir aö Gary Cooper léki i kábojmynd- um og urðu fyrir vonbrigöum aö sjá hann ekki á hestbaki). Mar- lene stalst heim, grét beisklega og fór að pakka niður föggum sinum. Hún var viss um aö ósigur hennar væri augljós. Um morguninn kom von Stern- berg i heimsókn meö blaöagrein; þar haföi einhver „Jimmý Star” spáð þvi, aö „ef þessi kona á ekki eftir að setja kvikmyndaiönaöinn á annan endann, þá veit ég ekki um hvaö ég er aö tala”. Það lá sem sagt ekkert á að flýja heim. Þetta var árið 1931. a/ erlendum vettvangi Uppreisn Írans-Kúrda íran er áfram i fréttunum en aö þessu sinni er höfuðborgin þar, Teheran, ekki sá staður sem at- hyglin beinist einkum aö, heldur Sanandaj, grámórauö leirhúsa- borg vestur i iranska Kúrdistan. Kúrdneskir skæruliöar, kiæddir viöum pokabuxum og meö hvita túrbana, hafa borgina aö mestu á valdi sinu. Enn verst þar þó iranskur herfiokkur og skýtur sprengikúlum, en Kúrdar beita á móti léttum skotvopnum sjálf- virkum. Oljóst er hvernig þeir hafa fengiö vopnin, en kúrdnesk neðanjarðarhreyfing hefur lengi veriö starfandi i tran og kann aö vera aö hún hafi fyrir löngu veriö búin aö koma sér upp leynilegum vopnabúrum. Þar aö auki er trú- legt aö Kúrdar hafi komist yfir slangur af vopnum I byltingunni, þegar mikiö upplausnarástand komst á her og lögreglu, og tekiö þau herfangi I her- og lögreglu- stöövum. Sagt er aö eitt til tvö hundruö manns hafi þegar fallið i Sanandaj. Einnig er sagt aö vlöar hafi komiö til bardaga milli Kúrda ogiranskra herflokka, þar á meðal I Mahabad, borg skammt frá Sanandaj. Fréttamaöur AP i Sanandaj segir að ekki fari þaö leynt aö borgarbúar haldi meö kúrdnesku skæruliðunum Kröfur Kúrda Baráttusamtök Kúrda i Iran áttu drjúgan þátt i baráttunni gegn ógnarstjórn keisarans og vilja nú fá eitthvað i staöinn. Helsti stjórnmálaflokkur Kúrda, Kúrdneski lýöræöisflokkurinn, hefur lagt kröfugerð þeirra fyrir Komeini erkiklerk og Basargan forsætisráöherra. Helstu atriðin eru: Sjálfstjórn.Kúrdneska (sem er iranskt mál eins og persneska) verði notuð sem kennslumál I skólum i iranska Kúrdistan. Allar herstöövar i héruðum, þar sem Kúrdar eru i meirihluta, skulu vera undir eftirliti kúrdnesks þjóðvarðarliös. — Ennfremur krefjast Kúrdar aukinna itaka i stjórnarstofnunum i Teheran, og er þeim sérstaklega umhugað um aö fylgjast meö samningu nýrrar stjórnarskrár, sem er á döfinni, til þess aö tryggja aö réttur þeirra veröi þar ekki fyrir borö borinn. Viö þessu var að búast eftir aö keisaranum var sparkaö. Kúgun hans kom ekki sist niöur á þjóö- ernisminnihlutunum, sem neitaö var um sjálfstjórn og menningar- legt sjálfsforræði> þótt aö visu væri kúgunin á Kúrdum i íran sjaldnast eins hrottaleg og i Tyrk- landi og Arabalöndum. Þaö mátti þvi gera ráö fyrir aö þjóö- ernisminnihlutarnir losnuöu úr læðingi, eins og svo margt annaö i íran, þegar hin hataða keisara- stjórn var á bak og burt. Og I Iran geta þjóðernisminni- hlutarnir vissulega veriö mikiö afl. Persar, hin rikjandi þjóð landsins, eru vart nema tveir þriöju hlutar landsmanna, sumir segja ekki nema tæpur helming- ur. Kúrdar, sem búa í þeim hér- uðum Irans sem liggja aö írak noröanveröu og Tyrklandi, eru liklega aö minnsta kosti hálf þriöja miljón talsins, að sumra sögn fjórar til fimm miljónir. Sem fyrr segir eru þeir hvaö tungumál snertir skyldir Persum, en aðhyllast Sunni (hina „rétt- trúuöu”) —grein Múhameös- trúar, ekki Sjia-greinina eins og Persar. Aðrir þjóðernis- minnihlutar ókyrrast Annar fjölmennur þjóðernis- minnihluti er Aserar eöa Asar- bædsjanar, sem búa norövestast i landinu, I landshluta sem viö þá er kenndur, Aserbædsjan. Þeir mæla á tyrkneska tungu, Nokkur hluti þjóðar þessarar býr noröan landamæranna, i sovétlýöveldinu Aserbædsjan. Aserar hafa verið taldir undirgefnari Persum og minni þjóðernissinnar en Kúrdar, en skömmu eftir aö byltingar- menn tóku völdin i Teherar. gusu upp blóðugir bardagar i Tabris, aðalborginni i iranska Aserbædsjan. Talsmenn Komeinis sögöu þar hafa veriö um að ræöa uppreisn Savak- agenta og annarra gagn- byltingrsinna, en suma grunar að aserskir þjóöernissinnar hafi átt þar að minnsta kosti einhvern hlut aö máli. Uppreisn þessi mun hafa verið bæld niöur skjótlega, en samkvæmt einni frétt féllu um 600 manns. I suðausturhluta landsins, sem er næsta ömurlegur eyðifláki, búa Balútar (Baluchi), bjóð náskyld Persum og mun munurinn á annan áratug. Leiötogi Kúrda i þvi striði var ættbálkshöföinginn Múlla Mústafa Barsani, sem nú er nýlátinn vestur i Bandarikj- unum. Helsti stjórnmálaflokkur Kúrda bæöi i tran og Irak er Kúrdneski lýðræöisflokkurinn, „sem er sósialdemókratiskur i friöi en gerist sjálfkrafa byltingarsinnaður þegar berjast þarf gegn haröstjórn,” eins og einn forustumanna flokksins sagöi viö undirritaöan. Flokkur þessi var stofnaöur I iranska Kúrdistan i siöari heimsstyrjöld. Þá var tran hernumiö af Bretum Hver eru landamæri Kúrdistan? Haft er fyrir satt aö Kúrdar séu fjölmennastir þeirra þjóöa, sem ekki hafi eigið ríki og njóta ekki einu sinni sjálfsstjórnar. persnesku og balútsku lítill. Þeir eru margir sagöir vilja taka höndum saman við þjóðbræöur sina I Balútsjistan, vesturhluta Pakistans, og stofna sjálfstætt riki Balúta. Balútar eru viga- menn talsveröir að erfðavenju og höföu lengi fyrir vana aö fara ránsferöir vestur i Iran. Þær vikingaferöir lögöust ekki niöur fyrr en á dögum Resa Sja keisara, fööur Múhameðs Resa. t byrjun þessa áratugs, eftir aö Pakistanar höföu tapaö Bangla- Dagur Þorleifsson skrifar dess, geröu Balútar i Balútsjistan uppreisn, en her Pakistans bældi hana niður af engri vægö. Þaö striö þótti ekki „stórpólitískt” og komst þvi varla stafur um það i heimsfréttirnar. Einhverjir af skæruliðum Pakistan-Balúta halda til i Afganistan og hafa stuöning núverandi vinstri- stjórnar. Þá má geta þess aö 1 Kúsistan, landshlutanum viö botn Persa- flóans, þar sem olian er, er um hálf miljón arabiskumælandi fólks. Þrotlaust strið Af þjóöernisminnihlutunum öllum hafa Kúrdar mesta sjálf- stæðisvitund, svo sem eðlilegt:má kalla meö tilliti til sögu þeirra á þessari öld. Haft er fyrir satt aö Kúrdar séu fjölmennastir þeirra þjóöa, sem ekki hafi eigiö riki og njóta ekki einu sinni sjálf- stjórnar. Utan Irans er um hálf þriðja miljón þeirra i trak, á aö giska um fimm miljónir i Tyrk- landi og tvö til þrjúhundruð þúsund i Sýrlandi. Frá þvi i lok fyrri heims- styrjaldar hefur sjaldan linnt vopnaðri sjálfstæöisbaráttu Kúrda. t Tyrklandi háöu þeir svo aö segja linnulaust frelsisstriö gegn þarlendum stjórnarvöldunn frá 1925 til 1939 og 1 trak laut frelsishreyfing þeirra i lægra haldi 1975 eftir baráttu i hálfan og Sovétmönnum, sem skipt höföu landinu á milli sin, en stór partur kúrdnesku héraöanna lenti á milli hernámssvæðanna. Þar gátu Kúrdar þvi haft sina henti- semi, þvi fremur sem iranska miöstjórnin var aö mestu úr leik vegna hernámsins. Eftir striöiö fóru Irans-Kúrdar fram á sjálfs- stjórn og stofnuðu lýöveldi innan ramma keisaradæmisins. Var þaö kennt viö höföuborg sina Mahabad, en náöi aldrei yfir nema nokkurn hluta iranska Kúrdistans. Komeini á báðum áttum Þá toguöust vesturveldin og Sovétrikin á um itök i tran. Keisarinn, sem bæla vildi niður allar sjálfstjórnarhreyfingar, var á bandi vesturveldanna, en sjálf- stjórnarhrey fingarnar i Kúrdistan og Aserbædsjan fengu hinsvegar einhverja aöstoð frá Sovétmönnum. En Sovétrikin voru of máttvana eftir striöiö tilað þau þyröu aö standa þarna upp i hárinu á Bandarikjunum og drógu sig þvi fljótt út úr tran, og var þá úti um sjálfstjórnarT hreyfingarnar. Her Mahabad- lýðveldisins (aö mestu skipaöui Iraks-Kúrdum undir forustu Múlla Mústafa Barsanis) haföi aö visu betur i bardögum viö iranska herinn, en forustumenn lýðveldis- ins töldu sig ekki geta varist ofureflinu til lengdar og gáfu sig keisaranum á vald. Hann haföi heitiö þeim griðum, en gekk eins og vænta mátti á gefin heit og lél hengja þá. Slðan hafa Irans- Kúrdar haft hægt um sig þanga? til nú. Komeini erkiklerkur og rikis- stjórn hans eru greinilega mjög tvistigandi i afstöðu sinni til upp. reisnarinnar I Sanandaj. Ýmist fordæma þau uppreisnarmenn sem „gagnbyltingarsinna” og segja aö þeir veröi barðir niöur af fullu miskunnarleysi, en jafn- framt gerir Komeini út háttsetta sendimenn, bæöi læröa og leika, aö ræöa viö þá. Aö öllum likindum vita hinir nýju valdhafar i Teheran ekki I hvora löppina þeir eiga aö stiga I þessu máli. Senni- lega óttast þeir að ef Kúrdar fái kröfum sinum framgengt, muni aörir þjóöernisminnihlutar fylgja á eftir og geti þetta endað meö þvi að rikið leysist upp. En sé snúist viö Kúrdum af mikilli grimmd, er hætta á aö þaö afli stjórninni viötækra óvinsælda, bæði meöal Kúrda sjálfra og margra stuöningsmanna stjórnarinnar, er hafa samúö meö Kúrdum. Þetta gæti endað með þvi aö herinn, sem risiö hefur veriö heldur lágt á undanfarið, magnaöist á ný. Svo gæti farið ef Komeini og hans menn tækju þann kost aö setja traust sitt á herinn til að bæla niður Kúrda og aöra uppreisnarmenn. Hers- höföingjarnir myndu varla gera það fyrir ekki neitt. Uppreisn Kúrda i tran er ekki mál sem snertir þaö land eitt. Enn er ekki hálfur áratugur siöan uppreisn Iraks-Kúrda var bæld niöur og enn eru kúrdneskir skæruliöar á kreiki þar i fjöll- unum. Ekki þarf aö efa aö ein- hver tengsl séu á milli þeirra og bardagamannanna i Sanandaj. Vaxandi ótta stjórnarvalda i Vestur-Asiu við þaö aö Kúrdar allra landa sameinist i réttinda- baráttu sinni má marka af þvi, aö nýlega hafa Tyrkland og trak, sem annars hafa ekki verið sér- stakir vinir, gert meö sér samn- ing um aö berjast sameiginlega gegn hverskonar andspyrnu Kúrda. dþ. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum -við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33,simar 41070 og 24613 • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.