Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 1. aprn 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Sýnishorn skáksnilli Lone Pine 29/3 í litlu þorpi þar sem litið annað er hægt að gera en að horfa á sjónvarp eða rölta á milli knattborðs- stofa, hafa u.þ.b. 70 skák- menn víðs vegar að úr heiminum lagt á sig mikil ferðalög til að taka þátt í sterkasta opna skákmóti sem sögur fara af hér í Lone Pine. Af þessum hópi eru27 stórmeistarar og lík- lega álíka margir alþjóð- legir meistarar. Af þessum mislita hópi vekur einn maöur áberandi mesta athygli, Viktor Kortsnoj. Hvaö hann hefur unniö sér til frægöar vita allir og hér i Lone Pine virö- ist hann á góöri leiö meö aö bæta einni rósinni enn i hnappagatiö. Eftir 4 umferöir er hann einn efst- ur meö 3.5 vinninga og i ööru sæti koma aö minnsta kosti 15 skák- meistarar. Hvernig mótiö á eftir aö þróast er ekki gott að segjá, en sá má vera snjall sem hrifsar forystuna úr hendi þessa manns. Aörir þekktir eru á meöal þátt- takenda, t.a.m. Bent Larsensem engan veginn hefur náö sér á strik og má raunar teljast heppinn aö hafa náö i 2.5 vinninga. Hort, Miles og Gligoric eru allt þekkt nöfn. Þeir hafa allir hlotiö 3 vinn- inga og veröa að teljast i hópi skæöustu keppinauta Kortsnojs. Sá siöastnefndi meira aö segja á kostnaö greinarhöfundar' Ugglaust mætti lengi telja upp hugsanlegan sigurvegara þvi bókstaflega allir hafa möguleika. Liklegastur er þó, eins og áöur segir, sigurvegari eftirfarandi skákar: Hvitur: A. Bisguier Svartur: V. Kortsnoj Grilnfeldsvörn 1. d4 — Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 — d5 4. Rf3 — Bg7 5. Bg5 — Re4 6. cxd5 — Rxg5 7. Rxg5 — e6 8. Dd2 (Annar góöur leikur er Rf3. Eftir 8. — exd5 9. e3 — 0-0 10. b4 vega möguleikarnir nokkuö jafnt.) 8. — exd5 9. De3+ — Kf8 10. Df4 — Bf6 11. h4 — h6! (Þekkt mistök er 11. — Kg7 12. e4! og hvitur hefur undirtökin). 12. Rf3 — c6 13. e3 — Be6 14. Bd3 — Rd7 15. 0-0-0 — Db8 16. Dxb8 — Hxb8 17. h5 — g5 (Bisguier er nokkuö sjálfum- glaöur skákmaöur og á þessu augnabliki sagöi hann hverjum sem vildi heyra að hér væri hann alveg búinn aö finna út hvernig halda skyldi jafntefli. Þvi miöur fyrir hann sjálfan veröur hann að éta allt slikt ofan i sig). 18. Re2 — Bd8! (Biskupinn hefur ekkert aö gera á f6). 19. Rg3 — Bc7 20. Rf5 — Rf6 21. Rd2 — b6 Kortsnoj (Kortsnoj hugsaöi sig lengi um fyrir þennan leik. Athyglisveröur möguleiki er 21. — Re4). 22. b3 — He8 (Þaö er erfitt aö sjá fyrir þrjá næstu leiki hvits. 1 rauninni ætti að gefa hverjum þeirra stórt spurningarmerki, en þaö væri óþarfa eyösla á bleki, — oröin nægja). 23. Hdel — c5 24. Kdl — Bb8 25. He2 — Hc8 26. f3 — c4! (Svartur er allt i einu kominn með geysiöflugt fripeö, þökk sé 23., 24. og 25. leik hvits). 27. bxc4 — dxc4 28. Be4 — b5 29. g4 — b4 30. Kc2 — a5 31. a3? (Einn af þessum leikjum hvits sem ómögulegt er að skilja. Hvers vegna i ósköpunum aö gefa svörtum fripeö baráttulaust?) 31. — b3 + 32. Kc3 — Rd7 33. Rbl — Rb6 34. Kd2 — Ra4 35. Rc3 — Rxc3 36. Kxc3 — a4 (Kortsnoj var þegar hér var komiö sögu kominn I bullandi timahrak eins og oft vill veröa hjá honum. Bisguier átti hins vegar nægan tima eftir. Engu aö siöur yfirspilar Kortsnoj hann með hverjum leik sinum svo að hrein unun var á aö horfa. Rétt er að geta þess aö timamörkin eru viö 45. leik.) 37. Hcl — Bc7 38. Kb4 — Hb8+ 39. Kc5 (En ekki 39. Kxa4 — Bd7+ og hvitur veröur mát i næsta leik). 39. — b2! 40. Hbl — c3 41. d5 — Bxf5 42. Bxf5 — Ke7 43. Kd4 — Hb3! 44. Hc2 — Hhc8! 45. Hxc3 — Be5+ 46. Kxe5 — Hxc3 47. d6H----Kf8 48. d7 — Ke7 — og hér lagði Bisguier niöur vopnin XXX Yasser Seirawan heitir ungur ► Bandarikjamaöur sem mikla athygli hefur vakiö i þessu móti, og ekki bara i þessu. Hann stundar merkilega atvinnu af skákmanniaðvera. Istaö þess aö gerast atvinnumaöur i skák kennir hann unglingsstúlkum að synda. Virðum fyrir okkur viöur- eign Islandsvinarins Bent Larsen og sundkennarans. Hvitur: Yasser Seirawan Svartur: Bent Larsen Holiensk vörn 1. c4 — f5 2. Rc3 — Rf6 3. g3 — e5 4. Bg2 — Be7 5. Rf3 — d6 6. 0-0 — 0-0 7. d3 — Kh8 Larsen 8. Hbl — a5 9. a3 — De8 (Eins og oft þegar Larsen á i hlut hefur byrjunin litiö fræðilegt gildi. Markmiö drottningarleiks- ins er þó augljóst — til h5 skal hún halda.) 10. c5!? — a4! 11. cxd6 — Bxd6 12. Rd2 — Ha7 (Svo aö maöur noti vinsamlega athugasemd Larsen: „Þetta hlýt- ur aö vera mjög djúpur leikur”). 13. Rc4 — Bc5 14. b3 — axb3 15. Dxb3 — Rc6 16. e3 — Ra5? 17. Db5! (Aö öllum likindum hefur Lar- sen ekki séð þennan leik, sem opinberar gallann við 12. — Ha7. Eftir 17. — Dxb5 18. Rxb5 getur svartur ekki variö hrókinn á a7 og peðið á c7 i senn.) 17. — De7 (Svartur er ekki aö leika af sér manni!) 18. Rxa5 — Bd7 19. Db3 — Hxa5 20. Dxb7 — Dd6 21. Hdl — Bxa3 22. d4! — exd4 23. Hxd4 — Dc5 24. Bd2 — Ha7 25. Db3 — De7 26. Rb5 — Bxb5 27. Dxb5 — De6 28. Db8! (Þaö veröur vart sagt meö sanni aö hvita drottningin hafi farið erindisleysu eftir b-lln- unni!). 28. — Bc5 29. Hd8 — Dg8 30. Hxf8 — Dxf8 31. Dxf8+ — Bxf8 32. Hb8 — Kg8 33. Bb4 — Hal + 34. Bfl — c5 35. Bc3 — Hdl 36. Kg2 — Kf7 37. Bc4+ — Ke7 38. Bxf6H---gxf6 39. Hb7+ — Hd7 40. Hb6 — Hd6 41. Hb5 — Hc6 42. Hb7+ — Kd6 43. Hxh7 — (Og nú er úrvinnslan litiö annaö en tæknilegt atriði og hún vefst ekki fyrir hinum unga meistara) 43. — Hb6 44. Bd3 — Hb2 45. Hh4 — Kd5 46. Bxf5 — c4 47. Hd4+ — Kc5 48. Be6 — Hb4 49. Kf3 — c3 50. Hd8 — Hb6 51. Bf5 — Be7 52. Hd7 — Bd6 53. h4 — Hb2 54. Hd8 — Kc6 55. Hc8+ — Bc7 56. Hf8 — c2 (Eöa 56. — Be5 57. h5 — c2 58. Hc8-(---Bc7 59. Bxc2 — Hxc2 60. h6 og hvitur vinnur). 57. Hxf6H---Bd6 58. Hxc2 — Hxc2 59. g4 (4 samstæö fripeö er nokkuö sem svartur ræöur alls ekki viö). 59. — Kd7 60. h5 — Be7 61. Hf5 — Bh4 62. Kg2 — Ke6 63. h6 — Bf6 64. e4 — Bd4 65. Kg3 — He2 66. f3 — Be5 + 67. Hxe5+ ! og Larsen gafst upp. Aðalfundur FLUGLEIÐA HF. verður haldinn þriðjudaginn 10. april 1979 i Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykktar félagsins. 2. önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu fé- lagsins, Reykjavikurflugvelli,frá og með 2 april nk. til hádegis fundardag. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar i hendur stjórnarinnar eigi siðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórnin. TILKYNNING til viðskiptamanna banka og sparisjóða Hinn 2. april n.k. breytist opnunartimi innlánsstofnana á þann veg, að afgreiðslu- staðir munu eftirleiðis opna kl. 9.15, sem áður hafa opnað kl. 9.30. Jafnframt verður lokunartima afgreiðslu- staða, er lokað hafa kl. 18.30 eða 19.00 breytt á þann veg, að þeir munu loka kl. 18.00 Landsbanki Islands Útvegsbanki Islands Búnaðarbanki islands Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Kópavogs Sparisjóðurinn Pundið Sparisjóður Vélstjóra Verzlunarbanki islands h.f. Iðnaðarbanki islands h.f. Samvinnubanki islands h.f. Alþýðubankinn h.f. Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn í Keflavík „Rúm’-besta verslun landsins J í 4) IN6VAR 06 6YLFI / Jf GRENSÁSVEtíl 3108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33530. Sérverslun með rúm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.