Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. aprn 1979 Mikið hefur verið ritað og rætt um nýbylgjuna svokölluðu upp á síðkast- ið. Má vera Ijóst af þessu öllum saman að hræring- ar eru núna nokkrar í heimi dægurtónlistar- innar. Ægifjöldi nýrra nafna hafa komið fram sam- fara þessu og ógerningur að átta sig á þeim öllum. Klárt er að þessi ára- tugur hef ur hingað til þótt með þeim daufari og ófrumlegri íheimi popps- ins. Sjötti áratugurinn bar með sér rokkið/ sá sjöundi beatið og þessi tugur innleiddi diskóið öðru fremur Er pönkiö og nýbylgjan hafa hrundiö rokkskriöunni af staö á nýjan leik. Ekki er vanþörf á aö kynna nokkrar nýjar hljómsveitir og listamenn sem eru i óöa önn aö hasla sér völl um þessar mund- ir. Nöfn eins og Nick Lowe, Elvis Costello, Ian Dury, Tom Robinson, Patty Smith, Blondie, Bram Tchaikowski, Rumour, Clash, XTC, Graham Parker, Ramones, Boo.mtown Rats o.fl. segja ekki mikiö en vekja ef- laust forvitni. 1 Fingrarimi veröur reynt aö gera nokkrum þessara lista- manna litilega skil á næstunni sem og fjallaö um ýmsa mark- veröa atburöi hérlendis og er- lendis i poppinu. Sérstœður náungi óhætt er aö segja aö Ian Dury sé einn sérstæöasti og furöu- leeasti rokkari seinni ára. Útlit hans er ólikt þvi sem maöur á aö venjast af popp- stjörnu og tónlistin er afurö pönks og nýbylgju. Ian Dury er aö veröa 37 ára gamall. Hann er fæddur og upp- alinn I Lundúnum, sonur strætisvagaabilstjóra og læknis. Sjö ára átí áldri fékk hann lömunarveiki sem olli lömun á vinstra hluta llkamans. Er þvi annar fótur hans styttri og vinstri höndin rýr og hálflömuö. Var hann sendur i skóla fyrir vansköpuö börn af þessum sök- um. Jafnar Dury þvi viö fangelsisvist þar eöfariö var meö hann sem eitthvert viöund- ur. Engu aö siöur harönaöi hann viö vistina og telur sig búa vel aö þessari lifsreynslu I dag. Myndlist og tónlist Hugur Ians Dury stóö snemma til lista og innritaöist hann i Royal College of Art 17 ára aö aldri. ,,Ég fór I lista- skóla”, segir hann, ,,þvl aö þar voru öll viöundrin saman komin Ekki þaö aö ég teldi mig vera viöundur. Ég taldi bara aö and- legra væri ég allt ööruvísi. Um leiö og ég var kominn I skólann leiö mér vel. A annarri viku eignaöist ég kærustu. Þaö var þaö.” Ian Dury starfaöi sem mynd- listamaöur til 29 ára aldurs. Hann málaöi og seldi nokkrar myndir. Myndskreytti fyrir Sunday Times og London Life. ,,Ég haföi oft dottiö niöur á aö skrifa Ijóö, en í hvert skipti sem ég leit á þau fannst mér þau ferleg og setti þau til hliöar. Mér finnst ljóölist ekkert sér- stök. Ég fæ hluti aöeins til aö rima svo ég haldi áhuganum vakandi. Ég byrjaði eiginlega að reyna viö rokkið 1968. Alltaf þegar ég reyndi var ég meö gæj- um sem sögöu aö ég syngi I vit- lausri tóntegund. „Hættu þessu Ian”, voru þeir vanir aö öskra. I rauninni var þaö ekki fyrr en núna nýlega aö Chaz Jankel út- skýröi fyrir mér, hversu ein- kennilega ég syngi I rauninni.” Þöngulhausarnir Chaz Jankel er gltar- og hljómborösleikari hljóm- sveitarinnar Blockheads. Ian Dury og Chaz semja nokkuð saman og hefur Dury miklar mætur á honum. Aðrir I hljóm- sveitinni eru Charley Charles, trommur, Norman Watt-Roy, jh^ssi, Davey Payne, saxófdnar, Edward Speight, gitar, og Geo,'f Castle, „moog”. Hljómsveitin er skipuö mjög færum tónlistarmönnum sem leika þétt og gott rokk. Nafniö draga þeir af einu laga Ian Dury. Ian Dury hefur veriö lýst á ýmsa vegu,en einna vinsælast er aö likja honum viö smækkaöa útgáfu af bækluöum Franken- stein, eöa sem sérkennilegri blöndu Johnny Rotten og Charlie Chaplin. Samfara þessari lýsingu, hefur hann veriö kallaður fyrsti pönk-grinistinn og fleira I þeim dúr. Þaö er mikiö Kosmo Vinyl, blaöafulltrúa og umboösmanni, sem Dury á aö þakka framann. Kosmo Vinyl hefur veriö drjúg- ur við að koma Dury á fram- færi, i samvinnu viö Stiff-ut- gáfuna. Sem „Upminster Kid” varö Dury þekktur i upphafi meöal pönkara, en vinsældir hans hafa aukist jafnt og þétt undanfariö. Bæklun eykur áhrifin Þaö er greinilegt á öllu aö bæklun Ians Dury vekur tölu- veröa athygli. Staöreyndin er sú að fólk er alltaf viökvæmt fyrir bæklun. Flestir verða vand- ræöalegir og ruglaðir gagnvart bækluöum einstaklingum og kunna ekki aö koma rétt fram gagnvart þeim. Vissrar þröngsýni gætir einnig ávallt i garö fólks meö einhver áberandi likamslýti eöa alvar- lega bæklun. Ian Dury hefur oröiö alvar- lega var viö þetta. Hann staul- ast áfram og getur sig lftiö hreyft án stafsins. En þegar hann er kominn á sviöiö er ekk- ert sem bindur hann. Tónlist- in leýsiröll höft. „Ég öfunda ekki iþróttamenn á neinn hátt. I söngnum hleyp ég min sprett- hlaup.” Bæklun Ians Dury hefur áunnið honum vinsældir og stuöning ólikustu hópa. Hann á sér aðdáendur á öllum aldri og er árangur hans mikil uppörvun fyrir bæklaö og bælt fólk viöa um neim. Vinsœldir og ferðalög Aö visu er ekki hægt aö neita þvi aö bæklunin háir Ian Dury. 1976 varð hann aö hætta ferða- lögum meö Kilburn and the Highroads aö læknisráöi. Ekki hafa ferðalögin og streit- aú minnkaö viö vinsældirnar. ööru nær. A siöasta ári voru Dury og Þöngulhausarnir á hljómleikaferö i 40 vikur alls. Feröuöust þeim um Bandarikin ásamt Lou Reed og héldu sjálf- stæöa tónleika viöa i Evrópu. Þó er þaö annaö en bæklunin sem háir Dury jafnvel meira. „Ég get ekki samið nema 6 ný lög á ári. Ég þarf minnst 12 tima friö og rólegheit til að fá hug- myndirnar I kollinn. Ég er ekki einn þeirra sem geta skrifað lög meöan á hljómleikaferö stend- ur. Og þar sem viö vorum á feröinni i 40 vikur á siöasta ári, ætti vandamál mitt aö liggja ljóst fyrir.” Eitt af aöaleinkennum Ians Dury er textagerð hans. Málið sem Dury talar er svo kölluð Cockney mállýska upprunnin i Soho i Lundúnum. Er hún sam- band irskrar tungu og enskrar alþýöumállýsku i Lundúnum aö sögn Dury. „Cockney er eina máliö sem variö er i. Þaö breyt- ist sifellt. T.d. er nýtt orö yfir sima tekiö i notkun á um þaö bil 10 ára fresti.” Ian eyöir stundum allt að 3 sólarhringum i að sjóöa saman og rima texta sina. Þar sem þeir eru á alþýöumáli, er oft erfitt fyrir aöra en innfædda alþýöu Breta aö skilja kappann, en sviösframkoma Durys og sam- hljómun Þöngulhausanna falla þaö vel saman aö lögin geta vel staöið ein uppi. Ekki tilbúinn fyrir nýja plötu Ian Dury og Þöngulhausarnir hafa litiö spilaö fyrir Eng- lendinga undanfarið. Astæöan er sú aö Dury telur þá ekki hafa upp á neitt nýtt aö bjóða. „Ég er myndlistamaður og vinn sem slikur. Ég spila ekki sömu lögin fyrir sama fólkiö aftur og aftur. Ég gef heldur ekki út stóra plötu fyrr en ég á nógu mikiö efni á hana. Sama er meö mynd- listina. Ég held ekki sýningu á einhverju gömlu drasli. Ég verö aö eiga myndir sem ég sætti mig viö aö sýna til aö opna sýningu. Ég sýni ekki sama fólkinu aftur sömu gömlu myndirnar. Samningurinn sem ég geröi viö Stiff Records var á þá leiö aö þaö yröi enginn þrýstingur af þeirra hálfu aö gefa út breiöskifu. Annars heföi ég ekki gert samning. Þetta þýöir aö ég get gert plötu án þess aö þurfa aö miöa við einhverja asnalega timapressu. En ég hætti ekki aö gefa útlög. Ég gef þau bara út á litlum plötum þar til nægjanlegt efni er til á stóra plötu.” Af hverju Ian Dury Þaö má kannski leggja fram spurninguna: Af hverju hafa Ian Dury og þöngulhausarnir hans náö slikum vinsældum? Ekki er hann hár, myndarlegur gæi sem kjörinn er sem imynd ungs fólks um allan heim. Ekki syngur hann sykursæta „I love You” texta. Ekki klæðist hann nýjustu tiskufötunum. Ekki er hann... Þessi „ekki” eru ef til vill ástæöurnar fyrir vinsæld- unum. Eöa er þaö jafnvel skipu- lögö auglýsingarherferö sem gerir muninn? Þaö er erfitt aö svara spurningu sem þessari nema á einn veg. Þaö eru ýmisleg smáatvik sem fléttast saman og vinna á einn veg. En Lily nokkur, ung og fögur stúlka sem ekur leigubil i Detroit-borg eins og Dury segir frá, gaf þessa skýringu: „Þegar Bitlarnir komu hingaö til Bandarikjanna voru þeir „cool” af þvi aö þeir hljómuöu eins og hópur af „hill- billy” gæjum. Þiö ættuö aö vera „okay” af þvi þiö gætuö allt eins verið hópur svertingja”. Og kenndi i smá-tima viö Canterbury School of Art. 1972 —3 stofnaöi Ian Dury hljómsveitina Kilburn and the Highroads. Léku þeir mest- megnis gamalt rokk eftir Fats Domino o.fl. FINGRARÍM —jg Umsjón: Jónatan Garðarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.