Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. aprn 1979 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 11 Sönghópur frá Neðra- Saxlandi heldur tónleika I dag kemur til lands- ins kór frá V-Þýskalandi og heldur hér tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags Reykja- vikur. Kórinn nefnist Der Niedersachsische íslendingar til Jamaica Samvinnuferftir - Landsýn munu á næsta sumri gefa landan- um kost á lúxusferðum til Jamaica i Vestur-Indium. Meö tilkomu stærri flugvéla og lægri fargjalda gefst okkur sem byggj- um noröurhjara veraidar kostur á aö leika nýlenduherra nokkrar vikur úr ári I þessari suörænu Paradfs. Loftslag er þarna ákaf- lega notalegt og s jórinn kvaö vera jafn tær og hann var'á dögum Jóns Indiafara. Þarna mun vera gnótt annarar ósnortinnar nátt- úru. Dvalist veröur i villum meö bandariskum þægindum og mun hver og einn þátttakenda i Jamaicaferöunum fá eina slika til umráöa. Þá fylgir hverju húsi hjúaliö, matreiöslumaöur sem annast matseld og aödrætti til hennar, þjónustustúlka sem sér um alla hluti innan stokks og loks garöyrkjumaöur sem jafnframt er ábyrgur fyrir öllu innan lóöar. Þarna býöst islenskri alþýöu aö lifa i vellystingum pragtuglega hluta úr sumri fyrir u.þ.b. 330.000 kr. Singkreis og er þekktur i heimalandi sinu jafnt og erlendis fyrir kynningu nýrrar tónlistar og nýstárlegar útsetningar evrópskra þjóðlaga. Kórinn mun halda tvenna tón- leika hér i Reykjavik en einnig efna til námskeiös og halda tón- leika á Akureyri. Fyrri tón- leikarnir veröa haldnir i Mennta- skólanum viö Hamrahliö n.k. mánudag kl. 20.30 en þeir síðari i Háteigskirkju miðvikudaginn 4. april á sama tima. Stjórnandi kórsins og stofnandi er Willi Trader, prófessor viö Tónlistar- Flestir ferða- menn frá Norðurlöndum Á árinu 1978 komu sam- tals 86.167 erlendir ferða- menn til landsins,en það er aukning um 4.318 ferða- menn frá árinu áður eða 5.3%. Þetta kom fram á fundi, sem Ludvig Hjálmtýsson, ferðamálastjóri, og for- stjórar nokkurra ferða- skrifstofa héldu með fréttamönnum nú fyrir skemmstu. Af heildarfjölda hinna erlendu ferðamapna komu 73.210 með is- lensku flugvélum, 2.490 meö fær- eysku ferjunni Smyrli og 10.467 með skemmtiferðaskipum. Flestir hinna erlendu ferða- manna koma frá Norðurlöndun- um sameiginlega eða 25,4% af heildarfjöldanum. Bandarikja- menn eru að visu fleiri eða 31.1% af heildinni en það er ekki raun- hæf tala þar sem varnarliðsmenn á Keflavikurflugvelli eru með I henni. Ætla má þó að ferðamenn frá Bandarikjunum séu um 20% af heildinni. Næstir koma svo Vestur-Þjóðverjar, sem voru á árinu 1978 15,6% heildartölunni og þar næst koma Bretar eða 7,8% af heild. Komum íslendinga erlendis frá hefur fjölgað úr 70.992 á árinu 1977 i 80.273 á árinu 1978 eða um 9.281 milli ára. Árið 1976 voru komur Islendinga til landsins hinsvegar 59.879 og áriö 1975 voru þær 51.438. Komum Islendinga hefur þvi fjölgaö um ca 10 þús. á ári sl. fjögur ár. Beinar og óbeinar tekjur af er- lendum ferðamönnum voru á ár- inu 1978, samkv. upplýsingum Seðlabanka Islands, kr. 10.3 milj- arðar. Geta má þess, að sam- kvæmt upplýsingum, sem ferða- málastjóri hefur fengið úr ýms- um áttum, mun aflaverðmæti loðnu upp úr sjó á sl. vertið nema ca. kr. 8-9 miljörðum. —mhg og leiklistarskóla rikisins i Hannover. Kórinn hefur unnið söngva- keppnir á lrlandiyítaliu og Ung- verjalandi en auk þess haldið tón- leika víða um heim og gefið út hljómplötur. Hann kynnir einkum nýja tónlist og nýstárlegar út- setningar á evrópskum þjóðlög- um. Á dagskrá fyrri tónleikanna eru m.a. evrópskir madrigalar frá 15. og 16. öld og verk eftir Knut Nystedt, Zoltán Kodály, Johannes Brahms, Paul Hinde- mith og Béla Bartók. A efnisskrá siðari tónleikanna eru verk eftir Henry Rurcell, Johann Seb.Bach, Mendelsohn, Brahms, Distler og Pepping. —AI Blaðberar óskast Vesturborg: Grenimelur — Reynimelur (sem fyrst) Skjól (1 april) Austurborg: Akurgerði (1. april) DWÐVIUINN Siðumúla 6, simi 8 13 33 •r«- Jafngreiðslulánakerfi Samvinnubankinn kynnir nýja þjónustu, SPARIVELTU, sem byggist á mislöngum en kerfisbundnum sparnaði tengdum margvíslegum lána möguleikum. Hið nýja spariveltukerfi er í 2 flokkum A og B, sem bjóða upp á fjölda mismunandi lántökuleiða með lánstíma allt frá 3 mánuðum ^ til 5 ára. Auk þess er þátttak- endum heimilt að vera með fleiri en einn reikning í Spariveltu-B. Fyrirhyggja í fjtirmálum Lengri sparnaður leiðir til hagstæðara lánshlutfalls og lengri lánstíma. Ekki þarf að ákveða tfmalengd sparnaðar umfram 3 mánuði í A-flokki og 12 mánuði í B-flokki. f Allir þátttakendur eiga kost á láni með hagstæðum vaxta- og greiðslukjörum. Þátttaka í SPARI- VELTUNNI auðveldar þér að láta drauminn rætast. Markviss sparnaður = öruggt lán mm/m LÁNAMÖGULEIKAR MEÐ HÁMARKSSPARNAÐI SPARIVELTA-A Sparnaðarflokkar: 25, 50 og 75 þús.kr. á mánuði. Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok tímabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir 75.000 75.000 75.000 75.000 225.000 300.000 375.000 450.000 100% 100% 100% 100% 225.000 300.000 375.000 450.000 454.875 608.875 764.062 920.437 78.108 78.897 79.692 80.492 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir SPARIVELTA-B Sparnaðarflokkar: 15, 25 og 35 þús.kr. á mánuði. Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok timabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími 12 mánuðir 18 mánuðir 24 mánuðir 30 mánuðir 36 mánuðir 35.000 35.000 35.000 35.000 35.000 420.000 630.000 840.000 1.050.000 1.260.000 125% 150% 200% 200% 200% 525.000 945.000 1.680.000 2.100.000 2.520.000 982.975 1.664.420 2.677.662 3.411.474 4.165.234 49.819 45.964 55.416 64.777 73.516 12 mánuðir 27 mánuðir 48 mánuðir 54 mánuðir 60 mánuðir Gert er ráð fyrir 19.0% innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svo og lántökugjaldi. Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Upplýsingabæklingur er fyrir hendi í öllum afgreiöslum bankans. Sam vi i mubankinn REYKJAVlK, AKRANESI, GRUNDARFIRÐI, KRÓKSFJARÐARNESI, PATREKSFIRÐI.SAUDARKRÓKI, HÚSAVlK, KÓPASKERI, VOPNAFIROI, EGILSSTOOUM, STÖÐVARFIROI, VlK I MÝRDAL, KEFLAVfK, HAFNARFIROI. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.