Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. aprn 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hve sæl, ó hve sæl Stundum er eins og allir vilji vera sósialistar. Pétur Þrihross lika. Viö heyrum úr öllum áttum heitstrengingar um meiri menningu, meiri félagslega þjónustu. Meiri samneyslu — þótt hægrimenn veigri sér viö aö taka sér þaö nafn i munn. Meira aö segja Sjálfstæöiskvennafélög fjölyröa um nauösyn dagvistun- arstofnana, aö minnsta kosti i stjórnarandstööu staddar. Tónninn í umræöunni bendir oftast til þess aö viö séum stödd i framsæknu fyrirmyndarþjóö- félagi, þar sem allir eru aö hugsa um náungann og þrosk- ann, ef ekki i nafni sósialisma þá aö minnsta kosti kristilegs náungakærleika. Hve sæl, ó hve sæl. Hvert fara peningarnir? En nú er veruleikinn allur annar. Samneyslumálin eru i raun miklu meiri hornreka en i Ójafn leikur þeim löndum sem við helst vilj- um taka mið af. Viö höfum vinstristjórn, sem reynist ein- staklega máttvana i þessum efnum. Hún getur ekki bryddað upp á neinum nýjungum eða úr- bótum i þágu barna eða gamal- menna, tónlistar eða bók- mennta. Það má þakka fyrir ef ekki er um beinan niðurskurö að ræöa. Er kannski hægt að fækka hljóöfæraleikurum i Sinfóni- unni: Er þörf á mæöraheimili og útideild? er spurt hér i borg- inni, en þar er lika vinstristjórn. öll vitum viö af hverju þetta stafar. Þaö er variö miklum fjármunum til aö halda uppi kaupmætti launa. Þaö er ekkert afgangs í annað. Og ef aö minnst er aö ríki og borg þurfi meiri peninga einmitt vegna menn- ingarþorstans og samfélags- hjálpar og annarra góðra hluta, þá risa menn upp á afturfæt- urna og urra. Þá segir ihaldið og Sjöfn og fleiri: miljaröurinn er betur kominn á heimilunum. Alltaf þegar á reynir hefur einkaneyslan algjöran forgang. Hún er okkar landhelgismál fyrir drottni. Þaðan er mönnum ekki þokað. Fyrst kemur Spán- arferðin min og bensiniö mitt. Glingriö mitt og tiskufatnaður- inn. Ég er auðvitaö ekki aö tala um þau heimili sem eiga I raun- verulegum vandræðum. Vitan- lega eru þau til og eru alltof mörg. En þaö stóö heldur ekki til aö leggja á þau álögur þung- ar i nafni samneyslunnar. Frek- ar áttu þau aö njóta góös af ör- læti samfélagsins. Sundraöur hópur Eins og áöan var sagt: örlæti samfélagsins til mennta og lista, til félagsmála er inntak mjög verulegs hluta allrar um- ræöu sem fram fer hér á landi. og niðurstaðan veröur sú, að all- ir tala um nisku samfélagsins. Vantar þó ekki, aö margir ágæt- ir menn og dugmiklir og úr- ræðagóöir og róttækir koma viö sögu málflutnings. Þeir berjast fyrir, þeir skora á, þeir særa við stefnuskrár og hugsjónir. Þeir spyrja: hvar er sósialisminn? Eða: hvar er kristindómurinn? (Enginn spyr hvar kapitalism- inn sé I þessu samhengi, hollt aö menn muni þaö). Af hverju stafa öll þessi von- brigði? Baráttan fyrir samneyslunni fer fram i gifurlega ójöfnum leik. Eitt af þvi sem aö minu viti stendur árangri félagshyggju- manna, samneyslusinna fyrir þrifum er þaö, hve áhugi þeirra er dreifður, sundraður, jafnvel sundurvirkur. Hver og einn sem vill aö samfélagiö sýni örlæti hefur sin höfuðáhugamál, sina eftirlætishesta að skeiða á um málflutningsvöllinn. Jón berst fyrir þvi að fiölan veröi sameign ungra íslendinga, hann vill betra tónlistaruppeldi. Bjarni veit aö ekkert er brýnna en aö kenna vanþroska börnum. Gunni og Maja hafa þyngstar áhyggjur af þvi að unglingar (þau eiga tvo) hafi ekki i neitt hús að venda. Pétur hefur þung- ar áhyggjur af ringulreiö og misræmi I lifeyrissjóösmálum: viö gamla fólkið erum afskipt. Sigurður vill eflda starfsemi frjálsra leikhópa sem eru salt og krydd menningar. Finnbogi vill að ungir rithöfundar geti sett saman bækur án þess aö niðast á mæörum sinum, öfum og kærustu. Og hvernig er þaö annars með islenska kvik- myndagerö? Ergelsi Þetta er allt fyllilega eölilegt. Hver einstaklingur getur ekki haft jafnan áhuga á öllum ágæt- um málum. Hitt er svo verra, að stundum hleypir niska sam- félagsins ergi og kergju I menn. Þeir fara kannski aö rifast inn- byrðis. Mitt mál er nauösyn- legra en þitt, segja þeir. Rithöf- undar hafa bætt kjör sin, en hvað um tónskáldin? Eiga söngvarar ekki að lifa eins og leikarar? A meðan sitja féndur samneysiunnar( sem aldrei viö- urkenna i oröi þann fjandskap, nema þeir sem eru raktir asn- ar) og yppta öxlum. Þarna sjá menn. Það geturenginn verið til friðs. Hver otar sinum tota. Tot- ar sinum ota. Og á meðan rjúka miljaröir i margskonar hluti sem þættu fáranlegir og heimskulegir, gott ef ekki ab- súrdleikhús, ef þeir helguðust ekki af Atvinnuvegunum. Samstæð fylking A hinn bóginn höfum viö þá gömlu og góðu marxisku stað- reynd, að vitund manna mótast af þeirra „verund”, af þeirra umhverfi, af þvi salti sem þeir liggja i i samfélagspæklinum. Við höfum gífurlegan innræt- ingariönað sem segir okkur i auglýsingum, i frásögnum, i skemmtiiðnaöarefni eftir hverju við eigum aö sækjast. Hvað þaö er sem viö þurfum aö kaupa til að vera menn. Viö get- um ekki veriö þekkt fyrir að vera á einhverri djöfuls bil- druslu. Pabbi, af hverju förum viö ekki til útlanda? A ég að eiga svona ómerkilegt anskotans segulbandstæki? Við getum ekki gefiö henni Möggu neitt fyrir minna en fjörtiu þúsund. Nýsmiöaðar antikmublur eru fljótar að auka verðgildi sitt. Eigum viö ekki að skipta og kaupa stærra, elskán? Sjáðu bara hvað hann Valdi getur.... Þetta er allt að lifa mann- sæmandi lifi. Er menningin þar meö? Æ ég veit þaö ekki. Þaö er gaman aö fara stundum i leikhús, en til hvers er verið að hafa þessa sin- fóniu? Auðvitað er rétt, aö hjálpa þeim sem bágt eiga, en þaö eru nú margar konur sem kunnaað leika á kerfiö, jaá. Þaö er svo mikiö bruðl alltaf hjá þvi opinbera. (Sem getur oft veriö rétt). Æ ég veit það ekki. En ég vil ekki þessa skatta. Ég vil eyöa minum peningum. Þetta er mjög samstæð fylking. Og lika þeir sem eru róttækir og framfarasinnaðir og samneyslusinnaöir, eru einatt meö annan fótinn i þessari fylk- ingu. Eöa að minnsta kosti litlu- tána. Þetta er ójafn leikur. Arni Bergmann. sunnudagspistill eftir Árna Bergmann Sendikennarastaða í íslensku við Háskólann í Björgvin Staða sendikennara (lektors) i islensku við Háskólann i Björgvin er laus frá 1. ágúst 1979. Lektorinn verður ráðinn til þriggja ára. Möguleiki er á endurráðningu i önnur þrjú ár. Umsækjendur skulu hafa islenskt cand. mag.-próf eða sambærilega menntun. Kennslugreinar eru islenskt mál og bók- menntir, en lektorinn þarf ennfremur að geta tekið að sér kennslu og leiðbeiningar við ritgerðasmið á kandidatsstigi innan sinna sérsviða. Þá er og æskilegt, að hann geti unnið að kynningu á islenskri menn- inguyfirleitt. Umsækjendur verða að geta tekið að sér kennslu á öllum stigum grein arinnar, eftir þvi sem þörf er á, einnig i sambandi við eftirmenntun kennara og sérnámskeið. Kennsluskylda er allt að 10 stundum á viku. Greinargerð með nánari lýsingu á stöð- unni má fá skrifstofu Det historisk- filosofiske fakultet, Universitetet i Bergen. Laun eru skv. 20/24 launaflokki launa- skrár norska rikisins, nú að fjárhæð n.kr. 91.398.-/114.351.- árlega. Hækkun i stöðu fyrsta lektors (förstestilling), launaflokk 25 (n.kr. 119.977.-), getur orðið að undan- gengnum sérstökum hæfnisdómi. Þeir umsækjendur sem sækja vilja um stöðu fyrsta lektors skulu senda visindaleg rit sin og skrá yfir þau i þremur eintökum. Umsækjendur geta gert þann fyrirvara á umsókninni að þeir taki ekki við stöðunni, ef um stöðu fyrsta lektors verði ekki að ræða. Lektornum ber skylda til að hlita þeim reglum sem um stöðuna gilda. Umsóknir, ásamt afritum af prófskirteinum og öðr- um gögnum, og visindalegum ritum ef fyrir hendi eru, skulu sendar Universitetet i Bergen, Personalavdelingen, Postboks 25,5014 Bergen-Universitetet, Norge, fyrir 7. mai 1979. Frá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1973) fer fram i skólum borgarinnar þriðjudaginn 3. og miðviku- daginn 4. april n.k., kl. 15-17 báða dagana. Á sama tima miðvikudaginn 4. april fer einnig fram i skólunum innritun þeirra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla. Fræðslustjórinn i Reykjavik. KópavogskaupstailiirWj til greiðenda fasteignagjalda i Kópavogi. Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalds fyrir árið 1979 að gera skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 1. mai nk. verður krafist nauðungaruppboða samkvæmt lögum nr. 49 1951 á fasteignum þeirra er þá hafa eigi gert full skil. Kópavogskaupstaður. Áskorun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.