Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 1. apríl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan E- - L 1 KATTH— LT - L —■ T1 — L - ÐIÍUF-----KUR - NK GU----I TAR - AI. LE - KHO - - - R Ð - Ð \ FÉLAG- JE — 0 — ELV - - KARL - - - N Hvað heita bækurnar? Þessi ritvél er orðin gömul. Sumir stafirnir eru svp slitnir að þeir sjást alls ekki. Það vant- ar fjóra stafi. Reyndu að finna hvaða stafir það eru. Þá getur þú lesið heiti bókanna sem ég reyndi að vélrita á gömlu vélina. Allar bæk- urnar komu út á síðasta ári. Hverjar þeirra hefur þú lesið? Skrifaðu Kompunni um það. Hver á að fá bréfið? Utanáskrift þessa bréfs er myndgáta. Getur þú lesið úr henni. Það er starfsheiti, nafn og heim- ilisfang (eitt staðar- nafn). Reyndu að búa til svip- aða myndgátu handa Kompunni. UGG Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Gömul þula verður ný Bokki sat í brunni, hafði blað í munni, hristi sína hrínga, bað fugl að sýngja. Grágæsamóðir! Ijáðu mér vængi, svo ég geti flogið upp til himintúngla. Túnglið, túnglið taktu mig og berðu migupp til skýja, þar situr hún móðir mín og kembir ull nýja. Þar sitja nunnur, skafa gulltunnur. Þar sitja systur, skafa gullkistur Þar sitja karlar, skafa gulldalla. Þar sitja einglar og skafa gullteiná. Þar sitja Jónar, skafa gullprjóna. Þar sitja sveinar skafa gullteina. Þar sitja Freyjur skafa gulltreyjur. Þar sitja mágar, skafa gulltágar. Þar situr faðir minn og skefur gullhattinn sinn. Þessi alþekkta þula er úr safni Jóns Árnasonar og ólafs Daviðssonar. Stundum er hún lengri, þá er bætt inn í hana eftir því hvað hverjum og einum dettur i hug og tekst að fella i formið á undan tveim síðustu hending- unum: Þarsitur hann faðir minn og skefur gullhattinn sinn. Nú átt þú að yrkja við þuluna og gæta þess að halda forminu. Þulan þín á að byrja: Túnglið, túnglið taktu mig og berðu mig upp til skýja, þar situr hún móðir mín og kembir ull nýja. Hún á að enda svona: Þar situr hann bróðir minn og skefur gullskrjóðinn sinn. Reyndu að finna upp á nýjum óvæntum tengslum og vertu óhrædd(ur) að nota orð úr daglegu máli, þótt þú hafir kannski ekki séð þau á prenti áður. Sendu Kompunni þul- una fyrir sumardaginn fyrsta. Helst áttu að láta teikningu fylgja. Spegilkipp Það er gaman að klippa út myndir. Allir krakkar hafa einhvern tíma skemmt sér við að klippa snjókorn, dúka eða mynstur; eins geta allir klippt út karla og kerling- ar. Að þessu sinni er klippimynd Kompunnar svokallað spegilklipp. Blaðið er brotið saman (einbrotið um miðju) og þegar klippt er kemur samskonar mynd beggja megin við brotið. AAyndin heitir tveir svanir. Svan irnir speglast i vatninu. Reyndu að klippa spegilklipp og sendu Kompunni það falleg asta. Eftir Kjartan Arnórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.