Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. aprll 1979 |h iMiHaiiBiiHBa mm ■ ■■ ■ m Maríene Dietrich er ef til vill sú leikkona og söng- kona sem best hefur stað- ■ ist þá frægu timans tönn, | sem nagar f rægðarpersón- ur grammófóns og kvik- myndatjalds af sérstakri grimmd. Hún er nú 77 ára gömul, og síðast í fyrra I mátti frétta af því að hún væri að leika í kvikmynd. Hún hefur nú skrifað ævi- minningar sínar sem eiga sjálfsagt eftir að fara víða. I Marlene Dietrich fæddist i Ber- lin áriö 1901 og var faöir hennar lögregluforingi. Hann lést áriö 1911, og giftist móöir Marlene þá Eduard von Losch, sem féll i heimsstyrjöldinni fyrri. Fyrsti ■ kapituli endurminninganna segir frá bernsku og skólaárum, frá uppvexti i heimi kvenna, sem styrjöldin haföi lagt á heröar ný verk og ábyrgö. Stundum fannst okkur, segir hún um skólasystur sinar, sem þetta væri kannski best svona, aö þaö væri ef til vill alls ekki eftirsóknarvert aö hafa karla i okkar hópi. Marlene var alin upp viö vinnu- semi og að flika ekki tilfinningum sinum. Móöir hennar hafði þann metnaö fyrir hennar hönd, aö gera hana aö frægum fiöluleikara — leikkonan sem siöar varð æföi sig aö spila Bach átta sundir á dag, allt þar til að þurfti aö setja hönd hennar i gips og hyggja til nýrra feröa. Hlaup á milli leikhúsa Þegar Marlene Dietrich stóö á tvitugu tókst henni að komast i leikskóla hjá Max Reinhardt. Sá frægi leikhúsmaður skipti sér reyndar litiö af nemendunum, hann valdi aðeins kennarana. Max Reinhardt rak þá fjögur MARLENE DIETRICH Blái engillinn; vélunum var miöaö á fætur mina. Skólasýning i Berlin 1917, Mariene læröi aö leika á fiölu, mHL m, i ) (j! 1 |. f I^MÍ i I f.vfj l1 *>« imfiHH? wk Meistarinn og sköpunarverk hans: Marlene og Josef von Sternberg I Hollywood 1931. Meö Gary Cooper i Marokkó leikhús i Berlin og fyllti upp i smáhlutverk meö nemendum sinum. Kannski lék ég, segir Marlene, þjónustustúlku i fyrsta þætti, svo i strætó til næsta leik- húss og lék þar skjaldmey, og áöur en kvöldinu lauk var ég komin á þriðju sýninguna að leika gleðikonu. Ekkert fengu nem- endur greitt, þetta var allt taliö hluti af náminu. Um leið hófst hin sigilda bar- átta leiknemans fyrir hlutverkum sem leyföu henni aö segja meira en tvær eða þrjár setningar. Sér- staklega reyndi hún að kynna sér hlutverk „spilltra” kvenna, ör- lagakvenda, sem þá voru i tisku, en lengi vel gekk hvorki né rak. En innan tiöar kynntist Marlene Dietrich ungum kvikmynda- manni, Rudolf Sieber, og varð yfir sig ástfangin. Aö ári liðnu voru þau gift og eignuöust siöan dóttur, sem þau nefndu Mariu. Mikil hamingja i fjölskyldunni. Þegar Maria var komin af höndum fékk Marlene að prófa getu sina i reviu og söng þá visur um ævintýri tveggja vinkvenna á útsölu i vöruhúsi á móti franskri reviustjörnu, Margo Lion. Visur þessar uröu mjög vinsælar. Þetta var i fyrsta sinn aö leikkonan unga fékk að reyna annaö en statistahlutverk. Blái engillinn En þá gerðust þau undur og stórmerki, aö Josef von Stern- berg kom heim frá Hollywood. Þar var hann orðinn frægur maö- ur og haföi gert nokkrar myndir með Emil Jannings i aöal- hlutverkum. Nú haföi samist um að Sternberg geröi mynd sem byggði á skáldsögu Heinrichs Mann og átti að heita Blái engill- inn — þar segir frá skólakennara sem lendir I slagtogi viö unga söngkonu af „léttara” tagi. Stern- berg sá Marlene segja eina setningu i leikritinu Tvö háls- bindi: „Mætti ég bjóöa öllum viö- stöddum til kvöldveröar heima hjá mér”. Hún heldur þvi fram, að þetta hafi nægt til þess, að Sternberg vildi ólmur fá hana i aðalkvenhlutverkið i Bláa englin- um. Næsta dag var hún kölluð i prufuupptöku hjá kvikmynda- fyrirtækinu UFA. Bakhlutar og stjörnuduttlungar Þar var fyrir þekkt leikkona, Lucie Mannheim, sem haföi ein- sett sér aö ná i þetta hlutverk. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.