Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Fréttir Miskunnarlausar aðfarir átján ára stúlku gegn annarri í árásarmálinu á Akranesi: Tók í hárið og sparkaði með hnénu í höfuð hennar - málið þykir liggja ljóst fyrir og Qórar árásarstúlkur hafa viðurkennt ofbeldi Öflugt spark átján ára stúlku meö hné í höfuð sextán ára stúlku frá Akranesi er talin ástæða þess að blæddi inn á heila og hún liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Samkvæmt heimildum DV ligg- ur hins vegar ljóst fyrir að þrjár aðrar stúlkur frá Akranesi, 15 og 16 ára, tóku þátt í að berja og sparka í fórnarlambið áður en „stóra högg- iö“ kom. DV var á Akranesi í gær og ræddi við ýmsá sem að málinu koma, m.a. eina af árásarstúlkunum. Aðdrag- andinn og ástæða árásarinnar virð- ist algjörlega óljós og tilefnislaus. Málavextir eru hins vegar þessir: Á þriðja tímanum aðfaranótt laugardagsins fóru árásarstúlkurn- ar fjórar með þá fimmtu á bak við hús númer 8 við Kirkjubraut þar sem verslunin Óson er. Þar upp- hófst mikið rifrildi sem endaði með því að stúlkurnar bæði börðu og spörkuðu í hana. Stúlkan féll og lá í shævi þöktu grasinu í garðinum. Ljóst þykir aö þrjár af árásarstúlk- unum hafi tekið þátt í barsmíðun- um en sum vitni segja að sú fjórða, sem er elst og situr enn í gæsluvarð- haldi, átján ára, var á staðnum. Á meðan á barsmíðunum stóð var ungt par á leið fram hjá húsinu. Þegar fólkið sá hvað var að gerast brást það við með því að fara inn í garðinn og stöðva oíbeldið. Fórnar- lambið náði þá að komast í burtu. Eftir einhver orðaskipti við parið hlupu stúlkumar út að Akratorgi, skammt frá, þar sem þær fundu Helguvík: Loðnubræðsla í desember DV, Suðurnesjum: „Það stendur til að byggja verksmiðjuna á þessu ári og reiknað með að hún taki til starfa í desember," sagði Þórður Jóns- son, rekstrarstjóri SR-Mjöls hf. Allt gengur samkvæmt áætlun um byggingu fyrirhugaðrar loönubræðslu í Helguvík hér á Reykjanesi í ár. Helguvíkurmjöl hf. og SR-Mjöl hafa undirritað samning um lóð í Helguvík og byggingu þriggja Ioðnutanka sem eiga að taka samtals 8000 tonn. -ÆMK Gunnar Stefánsson, faðir einnar stúlknanna, á Akratorgi í gær þar sem hinn örlagaríki atburður átti sér stað aðfara- nótt síðastiiðins laugardags. Þeir sem DV ræddi við á Akranesi í gær vegna málsins voru allir verulega slegnir út af árásinni sem hefur haft ógnvekjandi afleiðingar í för með sér. DV-mynd GVA Ein af árásarstúlkunum í viðtali við DV: Maður er bara í sjokki „Ég veit ekki hvers vegna þetta gerðist. Þetta var rifrildi sem eng- inn tilgangur var með en þetta end- aði svona. Því verður ekki breytt," sagði 15 ára stúlka frá Akranesi í samtali við DV í gær - ein þeirra sem áttu hlut að máli þegar ráðist var á aðra á svipuðu reki með þeim afleiðingum að hún liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Stúlkan sagði að rifrildi hefði upphafist og hefði stúlkan verið bæði slegin og sparkað í hana. „Ég vissi ekki af fyrr en stelpurn- ar voru að sparka í hana við Óson. Eftir það fór stelpan í burtu. Nokkru síðar fórum við niður 1 bæ þar sem við hittum fleiri stúlkur. Þá kom sú sem var barin og fór að tala við eina úr hópnum. Síðan voru þær farnar að rifast. Þar á eftir gerðust hlutir sem hefði átt að sleppa - þeir áttu ekki að gerast. Ég sá þaö ekki en veit samt hvað gerö- ist. Sú sem gerði það sagði mér það.“ - Hvers vegna urðu slagsmál? „Ég veit það ekki. Þetta kemur bara fyrir.“ - Var þetta eins og í bíómyndun- um? „Þetta kemur bara fyrir. Ég hef ekki skýringu á því. Maður er í sjokki út af þessu. Þetta átti auðvit- að ekki að gerast. Ég vona bara það besta.“ -Ótt Ragnar Jónsson heldur forsetaframboöi ótrauður áfram: Það er sparkað í mig þar sem ég geri góðverk - fór úr Mývatnssveit frá ógreiddri húsaleigu eftir meira en árs dvöl Ragnar Jónsson, forsetaframbjóð- andi og tónlistarkennari, skuldar enn Skútustaðahreppi húsaleigu eft- ir dvöl sína í húsnæði hreppsins í Mývatnssveit í meira en ár á árun- um 1993 til 1994. Mýtvetningar orða það svo að hann hafi „farið úr hreppnum í skjóli nætur og ekki sést þar síðan". Staöfest er hjá hreppnum að Ragnar á þar ógreidda skuld. „Ég hef ekkert gert af mér í Mý- vatnssveit. Þetta mál er allt á þá,“ sagði Ragnar í samtali við DV í gær. Hann rak sunnudagaskóla í Mý- vatnssveitinni og sinnti þar fleiri störfum. Upplognar sakir Hann sagðist í gær halda ótrauð- ur áfram við framboð sitt til forseta og ekki hirða um þótt-sagðar væru af honum sögur, einkum eftir störf á landsbyggðinni. „Þetta eru móttökurnar sem borg- arbarn fær úti á landi. Þar hef ég alltaf verið útlendingur,“ sagði Ragnar. Hann sagði að íbúar Reyk- hólahrepps heföu komið illa fram við sig ög logið upp á sig ýmsum sökum. „Ég stofnaði tónlistarskóla á Reykhólum og ég gaf út snældu með söng samkórsins þar. Þetta hafði enginn gert áður. En þegar ég kem og vinn góðverk þá er sparkaö í mig. Það hafa þeir gert á Reykhól- um,“ sagði Ragnar. Hann viðurkenndi að hafa á Reykhólum verið borinn sökum fyr- ir að eiga í ástarsambandi við stúlku undir lögaldri. „Það var ekk- ert samband okkar á milli. En það er svona með rógburðinn úti á landsbyggðinni," sagði Rdgnar. Fyrir kristindóminn og lýðveldið „Ég vissi allaf að það yrði reynt að sverta mannorð mitt ef ég færi í forsetaframboð en persóna mín skiptir engu máli í þessu samhengi. Ég berst fyrir kristindóminn og lýð- veldið. Ég er á móti inngöngu í Evr- ópusambandið. Vegsemd mín skipt- ir þama engu máli. Það er kristnin sem máli skiptir," sagði Ragnar. -GK fómarlambið á ný, áreittu það og létu höggin dynja á stúlkunni. Þegar þarna var komið sögu tók elsta stúlkan í hár fórnarlambsins og lét þungt högg vaða í höfuð þess með hnénu - högg sem talið er vera ástæða þess að það tók að blæða inn á heila þeirrar sem varð fyrir því. Stúlkurnar fjórar skildu hina eft- ir og var hún þá að sögn orðin tals- vert vönkuð. Vinkona hennar kom að henni, fór með hana i bíl og var henni ekið til læknis sem skoðaði hana. Lækninum voru hins vegar gefnar takmarkaðar skýringar á hvað hafði gerst og var stúlkan því send heim. Vinkonan fór hins vegar með stúlkuna upp á heimavist Fjöl- brautaskólas þar sem hún lagðist út af og sofnaði. Vinkonan fór síðan út aftur en um klukkan hálfsex um morguninn komu krakkar að og fundu stúlkuna þá liggjandi á dyra- pallinum við útidyr heimavistar. í kjölfar þess var læknir látinn vita, þyrla kölluð út og síðan flogið með sjúklinginn til Reykjavíkur. Elsta stúlkan hefur verið úr- skurðuð í gæsluvarðhald til 4. febr- úar - ekki vegna rannsóknarhags- muna heldur vegna afleiðingar brots hennar. Hinum þremur hefur verið sleppt úr haldi. Játningar þeirra liggja hins vegar að verulegu leyti fyrir í málinu. -Ótt Stuttar fréttir Læknisþjónusta hækkar Heimsókn til heilsugæslulækn- is hækkar um 100 krónur og grunngjald sérfræðiþjónustu hef- ur verið hækkað um 200 krónur. Ellilífeyrisþegar fá ekki afslátt af læknisþjónustu fyrr en sjötugir. Gallað gen í arf Samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn má rekja 5-10% brjósta- krabbameinstilfella til þess að sjúklingurinn hafi erft gallað gen. RÚV greindi frá þessu. Rækjumenn í vafa Rækjuverkendur á Vestfjörðum véfepgja mat Þjóðhagsstofhunar á hagnáði rækjuiönaðarins í byrjun janúar. Samkvæmt frétt RÚV telja þeir hráefnisverð miklu hærra en Þjóðhagsstofnun reikni með. Skagamönnum fækkar Skagamönnum hefur fækkað um 170 síðustu þrjú ár og nærri níunda hver íbúð í bænum er til sölu. Þetta kom fram í Tímanum. Jólin komin á kortin Jólareikningar sem kreditkort- hafar fá um mánaðamótin nema alls 6,5 milljörðum króna. Það er 12% hækkun frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Mbl. Fikniefnaráðstefna ísland hefur verið valið vett- vangur stórrar alþjóðlegrar ráð- stefnu um vaxandi fíkniefna- vanda sem blasir við nær öllum þjóðum heims. Stöð 2 greindi. frá þessu. 25 manns í frætínslu Tuttugu og fimm atvinnulausir einstaklingar á Austurlandi verða á næstunni ráðnir til vinnu við aö tína fræ í Hallormsstaðar- skógi. Þetta kom fram á Stöð 2. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.