Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Page 7
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 7 Fréttir Halldór Björnsson tekur við formennsku í Dagsbrún: Er alltaf til í hörku - Núverandi valdhafar í Dags- brún fengu lexíu þegar A-listinn hafði nauman sigur í stjórn- arkosningum. Er niðurstaðan vantraust á þá sem hafa verið í stjóm? „Nei. Þetta er frekar vantraust á þá launastefnu sem rekin hefur verið í landinu. Við höfum tekið þátt i að færa niður verðbólguna og fólk hefur ekki fengið til baka það sem hefur falist í batanum. Auðvit- að er hluti af þessu kannski van- traust á stjórn Dagsbrúnár en hreyfingin hefur ekki staðið sig sem skyldi seinni árin.“ - Bullandi óánægja er með kjara- og innanfélagsmál innan Dagsbrúnar. Beinist þessi óá- nægja að þér? „Ég vil ekki taka undir þetta. Menn koma hingað í slæmu ástandi og eru kannski ekki sáttir við þá afgreiðslu sem þeir fá. Auð- vitað geta komið atvik þar sem menn telja sig ekki fá þá eðlilegu afgreiðslu sem þeir eiga rétt á. Ég man aldrei eftir því að menn hafi farið frá mér í miklum ham og iliindum en ég segi mönnum sann- leikann og það sem ég get staðið við.“ Þátttaka alltaf dræm - Eftir stjómarkjörið var talað um kosningasmölun. Þurfti að smala gömlu fólki á kjörstað vegna lítils fylgis hjá ungu fólki? „Þetta fólk hefur þekkt tímana tvenna og lagt mikið á sig til að byggja upp þetta þjóðfélag. Mér finnst of langt gengið ef það á að svipta það öllum rétti. Við rákum kosningabaráttuna eins og kosningabarátta er rekin. Ef ekkért er gert til að reyna að vinna kosningabaráttu, sem hugs- anlega er tvísýn, þá fæst ekki sig- - OUi dræm kosningaþátttaka þér vonbrigðum? „Nei, ekki þegar upp er staðiö. Kosningaþátttaka frá 1951 er allt frá 1.200 upp í 2.100 manns mest þannig að þetta er ekkert til að vera hissa á. Auðvitað er furðulegt í stóru félagi eins og Dagsbrún að innan við 50% taki þátt í kosning- unum eftir þá rosalegu umfjöllun sem fékkst í dagblöðum.“ - Varaformannsefni B-listans hefur talað um klofning eftir kjörið. Er Dagsbrún að klofna í tvennt þar sem verkamenn stjóma öðru félaginu og hag- fræðingar hinu? „Þetta er ekki málið. Þetta sýnir að maðurinn er ekki tilbúinn til að taka ósigri. Ég hef ekki heyrt þessa skoðun hjá neinum B-listamanni nema þessum eina. Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að félagsmenn i Dagsbrún fari að splundra sínu fé- lagi einmitt þegar þarf að sameina það.“ Fólk er fast á klafa - Eru verkalýðsfélögin orðin að þjónustustofnunum í stað þess að beita sér í kjarabarátt- unni? „Það er rétt. Undanfarin ár hefur hellst yfir verkalýðsfélögin þáttur sem ekki hefur verið til í starfsemi félaganna síðan á kreppuárunum og það er þetta rosalega atvinnu- leysi. Við erum líka með sjúkrasjóð og orlofssjóð. Allt tekur þetta sinn tíma þannig að verkalýðshreyfing- in er að hluta til orðin þjónustu-' Haildór Björnsson, nýkjörinn formaður í Dagsbrún, ætlar að hætta eftir tvö ár. Hann telur hugsanlegt að kona verði formaður á eftir sér. DV-mynd GVA stofhun. Verkalýðshreyfmgin hef- ur ekki gætt sín sem skyldi í launa- kjörum félagsmanna. Sérstaklega síðustu árin.“ - Hefur smám saman fjarað undan verkalýðsforystunni og hún ekki áttað sig fyrr en hún hefur staðið tylgislaus? „Nei. Ég er alveg sannfærður um að orkan í baráttuna hefur dvínað af því að fólk er fast i klafa alls kon- ar greiðslna. Það er hins vegar ekki afsakanlegt að hafa ekki gætt sín betur í kjaramálunum. 50-75 þús- und króna mánaðarlaun fyrir full- frískan vinnandi mann ganga ekki lengur. Það er ekki í takt við tím- ann 1996. Á þessu verður að taka og það verður hreyfmgin í heild aö gera. Ekki er hægt að varpa allri ábyrgð á tíu menn sem sitja i stjórn eins verkalýðsfélags. Fólkið sjálft verður að vera tilbúið til að fylgja stjórninni." - Hvernig ætlið þið að hækka taxtann? Yfirheyrsla Guðrún Helga Sigurðardóttir „Við erum með tillögur um að brjótast út úr þeirri kyrrstöðu, sem launakjörin eru komin í, og leggja áherslu á launataxtana. Menn verða að láta skynsemina ráða og taka hækkun launataxta í áfong- um.“ - Hvaða kröfur leggið þið fram? „Ég get ekki svarað því. Við erum bundnir með samningana út þetta ár. Við ætlum að vinna að því að ná einingu í félaginu um kjara- stefnu og hlusta á hvað okkar fé- lagsmenn vilja leggja áherslu á. Menri éiga ekkí áð dreifa kröftun- um á alls kyns atriði heldur ein- beita sér að taxtamálunum." Höfum vantreyst fólki - Ertu til í hörku, verkföll og erfiðan vetur? „Ég hef alltaf verið til í hörku. Ég hef verið þeirrar skoðunar und- anfarin ár að við höfum vantreyst fólki eða ekki viljað láta koma í ljós hvort fólk er tilbúið að fylgja okkur út í átök eða ekki.“ , - Fyrir jól voru uppreisnar- menn í ASÍ með uppsteyt út af sjálftöku þingmanna í launamál- um. Hvaða skoðun hefur þú á því? „Samningar tókust í febrúar og fólk fékk 2.700-3.700 króna launa- hækkun. Þeir sem á eftir komu fengu miklu meira. Síðan kom sjálftaka þingmanna og svo var barið í bumbu á útifundi og menn höfðu uppi stór orð. Við vitum hvernig það fór. Fimm félög sögðu upp samningum én vorú dæmd inn í þá aftur. Meirihluti launanefnd- anna taldi þetta innan ramma laga og samninga. Hverju á fólk að trúa þegar farið er fram meö slíkum há- vaða og yfirlýsingum og síðan eru efridirnar engar? Það er ekki und- arlegt að fólk bregðist illa við. Ég vil ekki trúa því að við séum svona óvinsælir í Dagsbrún. Við lentum í þessari þróun og erum fyrsta tækifæri fólks til að sýna hug sinn. Ég vil trúa því að það hafl mótað skoðanir fólks á þessu framboði stjórnar og trúnaðar- ráðs.“ - Verkalýðsbaráttan hefur verið í lægð. Hefur vantað al- mennilega hugsuði og forystu- menn í verkalýðshreyfinguna? „Ég veit það ekki. Menn tala oft um þá sem eru gengnir og voru miklir dugnaðarmenn en mega ekki gleyma því að þjóðfélagið er breytt. Þegar þjóðarsáttin hóf inn- reið sína vildu menn stöðugleika. Fólk vildi losna úr vítahring verö- bólgunnar og því er ósanngjarnt að segja að verkalýðsforystan hafi ein búið til þjóðarsáttina. Seinni árin hefur mér fundist vanta harðari tón í verkalýösforystuna, sérstak- lega aðgerðir til að knýja á um að launum sé ekki svona misskipt eins og í dag.“ Verðum að tryggja okkur stuðning - Hefur verkalýðshreyfmg- unni hnignað innan frá, er kerf- ið gamalt og úrelt og þarfnast endurskoðunar? „Það getur veriö. Það er eflaust rétt að gera þarf ýmislegt við inn- viði verkalýðshreyfingarinnar. Ég myndi telja að affarasælasta leiðin væri að tengja saman nýtt fólk með nýjar hugmyndir og þá sem eru að fara út. Við sjáum víða um heim hvað svona byltingar og kúvend- ingar hafa þýtt fyrir launafólk." - Á árum áður sóttu forystu- menn vinnustaðina heim. Slíku er hætt. Hefur verkalýðsforyst- an fjarlægst grasrótina? „Já. Það er ekki nokkur vafi.“ - Hvemig viltu laga það? „Við þurfum að leggja í vinnu á vinnustöðum eða boða til fundar með félagsmönnum því að við verð- um að vinna þá til fylgis við okkar stefnu. Ekki þýöir að horfa á næstu áramót og hugsa um að leggja fram kröfur horfandi upp á að þurfa að fara í átök, sem ég sé ekki alveg hvernig við komumst hjá, og vita ekki hvort við höfum félagsmenn- ina með okkur. Menn verða að byrja á því að kanna vilja félags- manna til að fylgja forystunni til þess að rétta kjörin. Við verðum auðvitað að taka tillit til fjöldans og ná honum að baki okkur. Við þurfum væntanlega að eyða sumr- inu í það vegna þess að í haust verðum við að undirbúa kjaragerð- ina. Síðan er vonandi að þátttakan á fundinum verði þannig að við fáum eitthvað marktækt út úr þessu.“ - Ætlarðu að hætta for- mennsku eftir tvö ár? „Ég mun starfa hér til 1998 ef ég hef til þess styrk í félaginu. Það verður mitt síðasta starfsár." - Verður kona næsti formaður Dagsbrúnar? „Það getur alveg eins verið, ekki síst ef við sameinumst Framsókn. Það er mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur að byrja á því núna.” :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.