Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Fréttir Skýrsla starfshóps fjármálaráðherra um samkeppnisstöðu íslands: Þriðjungur atvinnulífs án allrar samkeppni - íslendingar hafa dregist aftur úr í menntun Þriðjungur allrar atvinnustarf- semi í landinu er án samkeppni. Auka þarf samkeppni í atvinnulíf- inu til að auka samkeppni. í örri framvindu tæknisamfélagsins hefur þjóðin dregist aftur úr í menntun. Mikilvægt er að efla tæknimenntun á lægri skólastigum til að rétta hlut okkar gagnvart samkeppnisþjóðun- um. Takmörkuð málakunnátta er íslendingum fjötur um fót. Árið 2010 geta íslendingar vænst þess að tekj- ur þeirra og framleiðsla hafí aukist um 25-30% á mann ef vel tekst til. Þetta má m.a. lesa í skýrslu starfshóps sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra skipaði í ágúst 1994 til að kanna samkeppnisstöðu íslands gagnvart öðrum löndum og gera tillögur um hvernig megi styrkja hana. í starfshópnum voru Sigurður B. Stefánson, fram- kvæmdastjóri VÍB, sem jafnframt var formaður hópsins, Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels, og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. Með hópnum störfuðu Katrín Ólafsdóttir, hag- fræðingur í fjármálaráðuneytinu, og Þór Sigfússon, ráðgjafi fjármála- ráðherra. Starfshópurinn hefur skil- að skýrslunni til fjármálaráðherra en hún hefur ekki verið gerð opin- ber fyrr en nú. Miðað við að tekjur íslendinga og framleiðsla árið 2010 hafi aukist um 25-30% á mann verður að jafnaði 2,6% havöxtur næstu fjórtán árin. Það er svipaður hagvöxtur og reikn- að er með til aldamóta innan ann- arra ríkja OECD en helmingi betri en íslendingar hafa náð síðustu tíu árin. Ferðaþjónustan mikilvægust 2010 Skýrsluhöfundar leggja áherslu á að til að auka megi framleiðni og samkeppnisstöðu atvinnulífsins þurfi íslendingar að búa sig sem best undir upplýsingabyltinguna og útbreiðslu markaðshagkerfisins. Hagvöxturinn til 2010 muni eiga sér aðrar skýringar en framleiðslu- aukningu síðustu fimm áratugina. í skýrslunni er sagt að ferðaþjónusta gæti verið mikilvægasta atvinnu- grein þjóðarinnar árið 2010. Þar þurfi þó að koma á skýrari stefnu- mörkun og auka menntun í ferða- þjónustugreinum. Að mati skýrsluhöfunda verður sjávarútvegur áfram undirstaða út- flutningstekna þjóðarinnar og fiski- miðin verðmætasta eignin. „Til að hagnýta fiskistofnana sem best er mikilvægt að efla þorskstofninn en nýting hans er nú langt frá því að skila hámarksafrakstri. Efling þorskstofnsins á næstu árum getur aukið verðmætasköpun í sjávarút- vegi mikið þegar til lengri tíma er litið," segir í skýrslunni. Starfshópurinn telur líklegt að í framtíðinni verði lögð aukin áhersla á endurnýjanlega orkugjafa sem ekki valda mengun. Á árunum 2005 til 2010 geti útflutningur á raf- orku um sæstreng til ríkja Evrópu- sambandsins hafist og markað upp- haf á nýju skeiði í orkubúskap Is- lendinga. Úrbóta virðist einkum þörf á þremur sviðum, að mati skýrsluhöf- unda, til að auka megi tekjur íslend- inga til jafns við aðrar þjóðir á næstu árum. í fyrsta lagi að auka al- menna menntun og tækniþekkingu, að frjáls og eðlileg samk'eppni verði hvar sem er í atvinnulífinu og í þriðja' lagi að aðhalds og hófsemi verði gætt í fjármálum og þau skipulögð til lengri tíma en áður. Eins og áður sagði telja skýrslu- höfundar að þriðjungur allrar at- vinnustarfsemi í landinu sé án sam- keppni og með opinbera íhlutun. Þar er nefnd til sögunnar fram- leiðsla og dreifing á raforku, um- fangsmikil starfsemi ríkisins á fjár- málamarkaði, hluti af samgöngu- og fjarskiptakerfi þjóðarinnar, heil- brigðiskerfið og skólakerfið. Bent er á að raforkukostnaður í Bretlandi lækkaði um 30% eftir að samkeppni í orkusölu var innleidd þar og síma- kostnaður Breta lækkaði einnig um 30% eftir að ríkið hætti afskiptum af rekstri símans. 10 þúsundir vinnandi manna óþarfar? í skýrslunni er athygli beint að lítilli framleiðni íslenskra fyrir- tækja og stofnana sem bent geti til þess að þau kunni að vera ofmönn- uð. Síðan segir í skýrslunni: „Með því að binda fólk við störf með minnkandi framleiðni er dreg- ið úr orku þjóðarbúsins til að nýta vinnuaflið þar sem það skilar mestu. Til viðbótar við þá fjögur til fimm þúsund íslendinga sem skráð- ir eru atvinnulausir nú kynnu að vera um tíu þúsundir vinnandi manna sem eru í reynd atvinnu- lausir en þó á fullum launum. Þeir eru atvinnulausir í þeim skilningi að framleiðsla fyrirtækja þeirra, stofnana eða atvinnugreina þyrfti ekki að minnka þótt þeir hyrfu úr starfi." Atvinnulífið pungar út 3 milljörðum í eftirlitsstarf- semi hins opinbera í samanburði við önnur lönd er arðsemi íslenskra fyrirtækja léleg. Skýrsluhöfundar telja að auka þurfi fjárfestingu fyrirtækja um leið og minnka beri umsvif hins opinbera. Á meðfylgjandi grafi má sjá þróun fjárfestingar fyrirtækja annars veg- ar og hins opinbera hins vegar. Þar hefur þróunin verið eins og svart og hvítt. I skýrslunni er áætlað að kostnaður atvinnulifsins vegna eft- irlitsstarfsemi hins opinbera sé um 3 milljarðar króna. Afleiðingarnar séu þær að frá 1985 hafi störfum í at- vinnulífinu fækkað um 3 þúsund en fjölgað um 4 þúsund á sama tíma hjá hinu opinbera. -bjb Dagfari _______________________________ Forsetaframbjóðandi fær kynningu Jæja, þá er loks farið að færast líf í forsetaframboðsmálin. Einkum af hálfu þeirra sem telja sjálfa sig þurfa að kynna sig fyrir þjóðinni. Sem er sjálfsögð kurteisi af hálfu frambjóðenda sem ætla að verða forsetar yfir þjóðinni. Þjóðin verð- ur að fá að kynnast væntanlegum forseta og það er ekki ráð nema i tíma sé tekið. Þetta finnst fjölmiðl- um líka og þannig ákvað Ríkissjón- varpið að kynna Guðrúnu Péturs- dóttur rækilega í Dagsljósi nú í vikunni á þeirri forsendu að eng- inn þekkti til hennar. Guðrún hef- ur sjálfsagt metið stöðuna með sama hætti enda kom hún fram í þættinum á þeirri forsendu að hún þarfnaðist kynningar. Aðra frambjóðendur kynnti RÚV ekki, enda hafa þeir kynnt sig sjálf- ir með störfum sínum og þess vegna þarf að kynna þá sem ekki hafa kynnt sig sjálfir með störfum sínum. Það sama gildir um Ragnar Jónsson organista sem er að vísu búinn að tilkynna framboð og er sá eini sem það hefur gert, þvi allir hinir eru að kynna sig og kynna sér hvort fólk þekki þá nógu vel eða jafnvel of vel áður en þeir til- kynna framboð. Sannleikurinn er nefnilega sá að sá sem er of vel sér og ekki er það verra sem hann hefur tekið að sér: huggun gagn- vart sorgmæddri húsmóður, skjól- stæðingur barnaverndarnefnda, i- .J, ■ - - I U«.. r-j l >i>i kennari í tónlist, hljómsveitarmað- ur, handlangari og auðmjúkur þjónn Krists í baráttunni fyrir guð- rækninni. Og svo endar þessi mað- ur með því að hlaupa í skarðið í Langholtskirkju þegar Jón Stefáns- son og Flóki koma sér ekki saman um að halda jól! Er hægt að fá betri auglýsingu? Að því leyti var óþarfi að kynna Ragnar frekar í DV, því maðurinn hefur leikið aðalhlutverkið í einu hádramatískasta sakamálaleikriti samtímans á sviðinu í Langholts- kirkju. Að hinu leytinu er það vel til fundið hjá fjölmiðlum að taka menn á beinið þegar þeir hafa til- kynnt framboð og þennan feril Ragnars Jónssonar organista hefði almenningur aldrei fengið upplýs- ingar um, ef þessi sami Ragnar hefði ekki látið sér detta í hug að verða forseti. Þannig munu forsetaframboðin leiða fram í dagsljósið bílaþjófnaði og málverkastuldi á færibandi og rannsóknarlögreglan þarf ekki annað en líta á listann yfir forseta- frambjóðendur framtíðarinnar til að grafa upp sökudólga og landskunna skúrka sem hafa horf- ið inn í guðshúsin. Það verður svo sannarlega forvitnilegt að fylgjast með frambjóðendakynningum á næstu vikum ef fleira svona á eftir að koma í ljós. Dagfari kynntur og þekktur hefur litla sem enga möguleika til að ná kjöri, því fólk veit of mikið upp á hann sök- ina og syndina til að hann fái fylgi í forsetakjöri. Ragnar organisti fær sína kynn- ingu í DV í gær. Þar er upplýst að hann sé sakaður um stuld á mál- verki, óuppgerðar sakir við fjöl- margt fólk á landsbyggðinni og svo hefur hann tekið bíl ófrjálsri hendi þegar hann vann sem handlangari við múrverk norður á Þórshöfn. Raunar er ferill Ragnars sam- kvæmt upplýsingum DV hinn skrautlegasti og spannar sá ferill hans allt frá Flateyri vestur, Króksfjarðarnesi, Tálknafirði, Reykhólasveit og til Reykjavíkur. Er ljóst af þessu að Ragnar er þekktur um allt land og ætti það í sjálfu sér að verða honum til fram- dráttar í kosningabaráttunni. Þessi maður hefur svo sannar- lega kynnt sér landið og þjóðina og eiginlega er það misskilningur hjá DV að hann þurfi þessarar kynn- ingar við. Það þekkja hann allir fyrir vestan og norðan og austan þegar að er gáð. Er nema von að svona maður fari í framboð og telji sig verðugan á Bessastaði? Þekktur um allt land. Meö slóðann á eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.