Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Jón Baldvin og Jóhanna. Vinir á ny?Síung og sí- fersk í anda „Sjálfur fagna ég því mjög að fá að starfa aftur með gömlum fé- laga mínum, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sem er síung og sífersk í anda.“ Össur Skarphéðinsson, í Tímanum. Ummæli Bónorð í fjölmiðlum „Ef menn vilja samstarf byrja þeir ekki á því að senda bónorðs- bréf í fjölmiðlum." Svavar Gestsson, í Alþýðublaðinu. Dálítið góður leikari Ég tel að ég sé dálítið góður leikari. Ef ég teldi það ekki þá væri ég löngu hættur i þessu starfi.“ Guðmundur Ólafsson, í DV Handbolti í viðtengingar- hætti „Hins vegar vinnast ekki leik- ir í viðtengingarhætti." Árni Indriðason þjálfari, í Morgun- blaðinu. Kompudótið búið? „Það sem vantar mest er kompudót, vinsælt, notað dót. Það virðist uppurið í landinu." Jens Ingólfsson, Kolaportinu, í DV. Háskólanemendur geta verið á öllum aldri. Bráðgáfaðir nemendur Mikill var þroski lærdóms- mannsins Williams Thomsons (1824-1907) sem síðar varð Kelvin lávarður. Hann var tíu ára þegar hann innritaðist í Glasgow-há- skóla. Annar bráðþroska gáfu- maður er Adragon Eastwood De Mello, fæddur 1976. Hann lauk BA-prófi í stærðfræði frá Kali- forníuháskóla í Santa Cruz tæpra tólf ára. Ruth Lawrence, fædd 1971 í Huddersfield í Englandi, hóf skólavist í Oxford 12 ára. Blessuð veröldin Yngsti og elsti prófessorinn Colin MacLaurin (1698-1746) mun yngstur manna hafa gegnt prófessorstöðu en hann var skip- aður prófessor í stærðfræði við Marischal College í Aberdeen, 19 ára gamall. Sex árum síðar var hann ráðinn prófessor við Edin- borgarháskóla og var það Isaac Newton sem mælti með honum. Úthaldsbesti prófessorinn til þessa var dr. Joe HUdebrand (1881- 1983). Hann varð prófessor við University of California í eðl- isefnafræði árið 1913. Áriö sem hann varð hundrað ára gaf hann út 275. vísindagreiningu sína. i ■ ■.' ,„» Austan gola og skýjað Yfir vestanverðu Grænlandshafi er minnkandi lægðardrag um 1050 mb hæð er yfir Skandinavíu. Langt suður í hafi er lægð sem hreyfist austur. í dag verður austan gola, skýjað og hætt við lítils háttar rign- Veðrið í dag ingu eða slyddu við suðurströndina en hæg breytileg átt og víðast þurrt í öðrum landshlutum. Léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti frá 4 stigum niður í 5 stiga frost, kaldast norð- austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður hægviðri eða austangola og léttir til í nótt. Hiti um 1 stig í dag en kólnar í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 16.50 Sólarupprás á morgun: 10.27. Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.18 Árdegisflóð á morgun: 10.43. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö -1 Akurnes alskýjaö 1 Bergstaöir skýjaö -2 Bolungarvík hálfskýjaö 1 Egilsstaöir heiöskírt -5 Keflavíkurflugv. skýjaö 1 Kirkjubkl. skúr 2 Raufarhöfn heiöskírt -3 Reykjavík slydda 1 Stórhöfði alskýjáó 4 Helsinki heióskírt -16 Kaupmannah. snjókoma -4 Ósló kornsnjór -6 Stokkhólmur snjókoma -4 Þórshöfn alskýjaö 4 Amsterdam léttskýjaö -9 Barcelona léttskýjaö 8 Chicago léttskýjaó -12 Frankfurt skýjaó -6 Glasgow skýjaö 3 Hamborg ' heiöskírt -12 London mistur 0 Los Angeles léttskýjaö 12 Madrid léttskýjaö 1 Paris skýjaö 0 Róm skýjaö 11 Mallorca hálfskýjaó 5 New York skýjaö 6 Nice rigning 8 Nuuk skafrenningur -10 Orlando skúr á siö. klst. 16 Vín snjókoma -8 Washington alskýjaö 3 Winnipeg heiöskírt -30 Eiríkur Einarsson, formaður Bítlaklúbbsins: Fólk á öllum aldri í klúbbnum Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil Bitlavakning hef- ur farið eins og elding um allan heim í kjölfar sjónvarpsþátta um þessa frægustu hljómsveit sem uppi hefur verið. Við íslendingar höfum ekki verið neinir eftirbátar í þessum málum. í uppsiglingu er mikil Bítlahátíð á Hótel íslandi sem mun standa fram á vor og í síðustu viku var stofnaöur fyrsti Bítlaklúbburinn á íslandi. Áðal- hvatamaður að stofnun klúbbsins er Eiríkur Einarsson og var hann kosinn formaður. í stuttu spjalli var hann fyrst spurður um aðdrag- andann að stofnun Bítlaklúbbsins: „Þetta hefur gerjast í mér í lang- Maður dagsins an tíma en það sem kveikti endan- lega í mér var för mín til Liver- pool fyrir tveimur árum. Þá kynntist ég þessu mikla fyrirtæki sem er í kringum The Beatles en þar eru skipuiagðar ferðir á alia staði þar sem tengjast Bítlunum og rakin saga þeirra í máli og myndum. Fólk frá öllum heims- hornum kom í nokkurs konar píla- grímsför til Liverpool. Ég fór í Eiríkur Einarsson. framhaldi að grenslast um þennan mikla áhuga og komst þá að ýmsu skemmtilegu, meðal annars að á hverju ári í ágúst er Bítlahátíð." Eiríkur sagðist hafa komið heim uppfullur af hugmyndum um að stofna klúbb: „Það hjálpaði síð- an allt til að láta verða af þessu núna, sjónvarpsþættimir, plötuút- gáfa með áður óþekktum upptök- um. Svo er Rás 2 með Bítlaviku í byrjun febrúar og strax þar á eftir hefst Bítlahátíðin á Hótel íslandi. Þannig að það var ekkert annað en að drífa í þessu og viðbrögðin voru svo sannarleg góð og fjöldi manns sótti stofnfundinn og enn eru að koma símbréf frá öllum landshlutum þar sem fólk er að óska eftir að gerast meðlimir.“ Eiríkur sagði að næst væri aö opna Bítlaskrifstofu í Garðastræti. „Þar ætlum við að komast í sam- band við Intemetið og geta félagar í klúbbnum komið og fengið sér kaffi og leitað uppi nýjustu fréttir af Bítlunum. Einnig er hugmynd að vera með verslun þarna og pöntunarþónustu. Þá er nú verið að skipuleggja ferð á Bítlahátíðina í ágúst.“ Eiríkur sagði aðspurður að það væri fólk á öllum aldri í Bítla- klúbbnum: „The Beatles höfða til allra og nú er ungt fólk að sjá að tónlist þeirra er mjög góð og er í auknum mæli að hlusta á The Beatles, auk þess sem nokkrar vinsælar hljómsveitir í dag hafa The Beatles að leiöarljósi. Eiríkur er búinn af vera bítlaað- dáandi frá því 1970 og á mikið magn af plötum og bókum og blöð- um sem hafa komið út um hljóm- sveitina. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1426: Hefiur.bein í .hendi Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði \ Drammen skorar eitt af mörkum sínum gegn Aftureldingu í fyrri leiknum f Noregi. Aftureld- ing-Drammen Afturelding, sem er eina ís- lenska handboltaliðið sem eftir er í Evrópukeppni, fór enga frægðarför til Noregs um síðustu helgi en þá lék það fyrri leikinn íþróttir gegn Drammen. Fór svo að Aft- urelding tapaði með miklum mun og skoraði aðeins þrjú mörk í fyrri hálfleik. Nú er kom- ið að Áftureldingu að taka á móti Drammen í Mosfellsbæ og víst er að leikmenn hafa fullan hug á að hefna ófaranna í Noregi og þó þeir veröi að teljast sigur- stranglegri í leiknum þá þurfa þeir að vinna með minnst átta mörkum til að eiga möguleika á að komast áfram. Einn annar leikur er í hand- boltanum í kvöld. Fram og Haukar keppa í Framhúsi í 1. deild kvenna og hefst leikurinn kl. 18.30. í körfuboltanum eru tveir leikir í 1. deild karla. í Kennarháskólanum keppa ÍS og Leiknir og í Stykkishólmi leika Snæfell og Stjarnan. Báðir leik- irnir hefjast kl. 20. Bridge Leikirnir í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni voru fjörugir og sveiflur oft miklar. í leikjunum tveimur áttust við sveitir Landsbréfa - Búlka annars vegar og Samvinnuferða/Landsýnar - Ólafs Lárussonar hins vegar. Báð- ir leikirnir enduðu með næsta ör- uggum sigri fyrrnefndu sveitanna. Sveit Landsbréfa græddi heila 17 impa á þessu spili í leik sínum við Búlka. Sagnir gengu þannig í opn- um sal, suður gjafari og SV á hættu: * -- *» KD98 ♦ Á85 * ÁG7532 Suður Vestur Norður Austur Bragi Sverrir Sigtr. Sævar 1- f 1* pass 2* 2- f 4f 5f 6* p/h Þetta eru góðar sagnir hjá Sverri Ármannssyni og Sævari Þorbjörns- syni sem gerðu þeim kleift að ná ágætis slemmu á 25 punkta sam- legu. Fjögurra tígla sögn Sverris er lykillinn að slemmunni og þrátt fyr- ir að trompin lægju 3-0 hjá andstöð- unni vafðist það ekki fyrir Sævar að vinna slemmuna. Hann trompaði tvisvar spaðá heima og þegar kóng- urinn kom fljúgandi var slemman í höfn. Á hinu borðinu virðist hafa orðið sagnmisskOningur hjá AV því sagnir enduðu í fjórum spöðum. Þann samning var ekki hægt að vinna og fór reyndar tvo niður svo gróðinn var 17 impar til sveitar Landsbréfa (1370 + 200). ísak Örn Sigurðsson f AD9842 764 f -- * KD109 « G106 V G105: f D107Í * — N V A S f K75 4» Á f KG94 * 864

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.