Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Síða 13
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 13 Ofurhundurinn Krummi Á síðasta ári kom vel í ljós hvers þjálfaðir hundar eru megn- ugir þegar þeir með þefskyni sínu björguðu mannslífum í snjóflóð- um. Fíkniefnaleitarhundar bjarga einnig mannslífum þótt óbeint sé. Sem dæmi má nefna Krumma, en hann er fíkniefnaleitarhundur í eigu ríkisins sem hefur skUað góð- um árangri við flkniefnaleit síð- ustu árin. Hlutverk hans og stjórn- anda, sem ég fékk að fylgjast með við störf um daginn, er að leita að fíkniefnum í pósti sem kemur í toUpóststofuna erlendis frá. Fyrir utan það verk á hann einnig að leita í gámum og skipum í höfnum landsins, ferjunni Norrænu og sinna fíkniefnaleit í tengslum við það miUilandaflug sem tU fellur á Akureyrar- og EgilsstaðaflugveUi. AUir sjá að það er ekki hægt að sinna leit með sómasamlegum hætti á ofangreindum svæðum með einungis einn hund, þótt dug- legur sé. Því er brýnt að auka og efla hundaleit enn frekar. Lögreglan í Reykjavik á tvo fikniefnaleitarhunda sem hafa hlaupið í skarðið fyrir Krumma í tollpóstinum, þ.e. ef þeir eru ekki uppteknir við húsleit eða í öðrum verkefnum hjá lögreglunni á sama tíma. Tveir hundar sinna leit í flugstöðinni í Keflavík með ágæt- um árangri. Leit minni en æskilegt er Tollverðir skila einnig góðu starfi miðað við aðstæður. Þeir leita t.d. að ólöglegum varningi, bæði með handleit og gegnumlýs- ingarvél. Þannig hefur fundist m.a. hass, amfetamín, maríjúana, alsælutöflur, sterar, kókaín, LSD og kannabisfræ. Einnig áfengi, tó- bak, hrátt kjöt og vopn. Vegna sparnaðar er búið að fækka starfs- fólki og takmarka yfirvinnu þannig að leit er minni en æski- legt er. Harðsvíraðir og skipulagðir fíkniefnainnflytjendur þekkja að sjálfsögðu hve fíkniefnaleit hér á landi er lítil og eiga því auðvelt með að koma vöru sinni til lands- ins. Dreifingarkerfi fikniefnasala er svo fullkomið að unglingar fuU- yrða að jafnauðvelt sé að verða sér úti um fikniefni eins og að panta pitsu. Kjallarinn Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og aldur neytenda hefur lækkað. Nýleg dæmi eru um að ungmenni hafa faUið fyrir eigin hendi í kjöl- far fíkniefnaneyslu. Ofbeldi og innbrot, fylgifiskar fíkniefna- og áfengisneyslu, eru fastir liðir í fréttum dagsins. Stjórnvöld hafa brugðist við ástandinu að ein- hverju leyti og má nefna að búið er að auka fjármagn forvarnasjóðs heUbrigðisráðuneytisins og uppi eru áætlanir um jafningjafræðslu um til að hindra innflutning og dreifingu fikniefna. Þar er starf- semi lögreglu og tollgæslu með fíkniefnaleitarhunda í þjónustu sinni lykilatriði. Spurningin, sem stjórnvöld þurfa að svara, er hvort ekki hefur verið gengið of langt í niðurskurði fjárveitinga til starf- semi þessara aðila. Fórnarkostnaðurinn af slíku fjársvelti þeirra sem hindra fíkni- efnadreifingu gæti verið meiri „Harðsvíraðir og skipulagðir fikniefnainn- flytjendur þekkja að sjálfsögðu hve fíkni- efnaleit hér á landi er lítil og eiga því auðvelt með að koma vöru sinni til lands- ins.“ Endurskoða þarf varnir framhaldsskóla. Það er hins vegar þegar upp er staðið en upphafleg- Afleiðingarnar eru skelfilegar. ljóst að kominn er 'tími til að end- ur sparnaður. Neysla fíkniefna hefur færst í vöxt urskoða þær varnir sem við höf- Siv Friðleifsdóttir B««5 [pr* BWmv. wtsnm 'I'OIATÍ^ „Það er hins vegar Ijóst að kominn er tími til að endurskoða þær varnir sem við höfum til að hindra innflutning og dreifingu fíkniefna. Þar er starfsemi lögreglu- og tollgæslu með fíkniefnaleitarhunda í þjónustu sinni lykilat- riði.“ Árangur í fjármálastjórn borgarinnar Fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar 1996 staðfestir að veru- legur árangur hefur náðst í fjár- málum borgarinnar. Hallinn á borgarsjóði hefur ekki verið minni síðan 1990. Með sama hætti hefur tekist að minnka skuldasöfnun borgarsjóðs sem í ár er gert ráð fyrir að nemi um 500 milljónum króna. Á árinu 1992 jukust heildarskuldir borgar- sjóðs um 2.393 milljónir króna á árslokaverðlagi 1994, á árinu 1993 um 2.260 milljónir og á árinu 1994 um 2.675 milljónir króna en það var síðasta árið sem unnið var samkvæmt fjárhagsáætlun fyrr- verandi meirihluta sjálfstæðis- manna. Samkvæmt íjárhagsáætlun þessa árs verða skatttekjur borg- arsjóðs 11.256 milljónir króna á ár- inu 1996 en rekstrargjöld 9.835 milljónir króna. Rekstrargjöld borgarsjóðs að frátöldum vöxtum, sem hlutfall af skatttekjum, eru samkvæmt frumvarpinu 79%. Er þarna um umtalsverða breytingu að ræða fr4 fyrri árum en á árinu 1993 var hlutfallið 84% og á árinu 1994 93%. Er að því stefnt að þau fari niður í 75% á k'omandi árum. Eins og sjá má af þessum niður- stöðum hafa veruleg umskipti orð- ið í fjármálum borgarinnar á síð- asta ári og verður allt kapp lagt á að halda áfram á þeirri braut en jafnframt lögð áhersla á aukna vel- Kjallarinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. ferð borgarbúa. Einkum tvennt einkennir þessa fjárhagsáætlun. Annars vegar er gætt aðhalds og sparnaðar á öllum sviðum og jafnframt haldið áfram á þeirri braut að draga úr skulda- söfnun borgarsjóðs. Hins vegar er lögð áhersla á að mæta þörfum borgarbúa fyrir bætta og aukna þjónustu. Þar veg- ur þyngst þjónusta við barnafjöl- skyldur í borginni og liggur meg- inþungi framkvæmda borgarsjóðs á sviði skóla- og leikskólamála eins og á árinu 1995. Jafnframt er lögð áhersla á að halda skattabyrði á Reykvikinga í lágmarki. Samanlögð skattabyrði vegna útsvars og fasteignagjalda í Reykjavík er með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga á land- inu en þó hefur tekjuskerðing af hálfu ríkisvaldsins bitnað verr á Reykjavík en nokkru öðru sveitar- félagi. Uppbygging í borginni - Miklar framkvæmdir eru í borg- inni á sviði leikskóla og grunn- skóla. Alls fjölgaði heils dags rým- um um 400 á árinu 1995. Jafnframt var sú grundvallarbreyting gerð hjá Dagvist barna að öll börn ættu nú rétt á heils dags vistun á leik- skólum borgarinnar, óháð hjú- skaparstöðu foreldranna. Á þessu ári er reiknað með fjölgun sem svarar 350-400 heils dags rýmum. Á árinu 1995 fækkaði um 150-200 börn á biðlistum Dagvistar barna og má ætla að í árslok 1996 saman- standi biðlisti Dagvistar barna að- allega af eins árs börnum. Það er stefna borgaryfirvalda að einsetja alla grunnskóla borgar- innar fyrir árið 2001. Nú eru ein- setnir 11 af þeim 28 grunnskólum sem starfandi eru í borginni og gert ráð fyrir því að a.m.k. þrír skólar bætist við á þessu ári. Á þessu ári verður 830 milljónum króna varið til stofnkostnaðar skólamála í Reykjavík. Stærsta einstaka verkefnið er bygging Engjaskóla og nemur kostnaður 230 milljónum króna. Þeirri stefnu og áhersluatriðum sem fram koma í fjárhagsáætlun Reykjavíkúrlistans fyrir árið 1996 verður best lýst með hugtökunum sjálfsvirðing, sjálfstæði og sam- hjálp. Sú stefna er mörkuö af borg- aryfirvöldum að þjónusta borgar- innar eigi að miða við það að við- halda sjálfstæði einstaklinganna, styrkja sjálfsvirðingu þeirra og tryggja að þeim standi samhjálp til boða þegar í nauðirnar rekur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Samanlögð skattabyrði vegna útsvars og fasteignagjalda í Reykjavík er með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfé- laga á landinu en þó hefur tekjuskerðing af hálfu ríkisvaldsins bitnað verr á Reykjavík en nokkru öðru sveitarfélagi.“ Með og á móti Kennarar greiða skatt af greiðslum úr verkfallssjóði Styrkir og bætur skattskyld „Verkfalls- bætur falla tví- mælalaust undir hið víð- tæka tekjuhug- tak skattalaga. Almennt má segja að hvers konar tekjur teljist skatt- skyldar hjá deildarstjóri í tjár- móttakanda, "’álaráðuneytinu. þar á meðal styrkir og bæt- ur. Varðandi forsendur þess að líta á verkfallsbætur sem tekjur þá er staðreyndin sú að þegar einstaklingur greiðir í verkfalls- sjóð missir hann forræði á þeim fjármunum sem hann lætur renna í sjóðinn. Um rétt manna til greiðslna úr verkfallssjóðum fer eftir úthlutunarreglum ein- stakra sjóða. Þannig er ekki sjálfgefið að þeir fái úthlutað aft- ur þeim peningum sem þeir hafa lagt til sjóðsins. Sem dæmi má nefna að maður kann að hafa lát- ið af störfum þegar til útgreiðslu úr verkfallssjóði kemur. Með sama hætti getur maður sem ný- hafið hefur störf þegar verfall hefst fengið verkfallsbætur án þess að þær séu í neinu sam- ræmi við það sem hann hefur innt af hendi í sjóðinn. I ljósi þess að maður sem greiðir í verkfallssjóð missir þannig for- ræði fjármunanna og ekki er rökbundið samhengi á milli þess sem greitt er í sjóðinn og greitt er úr honum verður ekki talið að um „tvísköttun" sé að ræða við skattlagningu greiðslna úr verk- fallssjóðum.“ Ekkert annað en tvísköttun „Þegar fólk leggur til hlið- ar ákveðinn hluta launa sinna eftir að hafa greitt af þeim tekju- skatt er óeöli- legt að skatt- leggja þær sömu tekjur að nýju. Kenn- arar hafa um margra ára skeið lagt til hliðar ákveðinn hluta af launum sínum með því að greiða í verkfallssjóði kennarafélaganna. Þetta hafa menn gert eftir að hafa fyrst greitt tekjuskatt af þessum krón- um. Hér er því í rauninni um að ræða sparifé einstaklinga og mér vitanlega þurfa menn ekki að greiða tekjuskatt af þeim krón- um sem þeir taka út af sparifé sínu. Það er því fullkomlega eðli- leg krafa að launþegar séu und- anþegnir því að greiða fyrst skatt af tekjum sínum þegar þeirra er aflað og að nýju þegar þær eru notaðar eins og núgild- andi reglur gera ráð fyrir varð- andi verkfallssjóði stéttarfélaga. Skattlagning styrkja úr verkfall- sjóðum er ekkert annað en tví- sköttun og tvísköttun getur aldrei talist eðlileg. Það væri því fullkomlega eðlilegt að snúa sér að því að breyta lögum og reglu- gerðum þannig að enginn yrði krafinn um skatta af sömu krón- unni nema einu sinni." -ÞK Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.