Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 14
14 Iþróttir Knattspyrna: Asprilla fengi 3 milljónir í laun á viku Ef Faustino Asprilla skrifar undir þriggja ára samning við Newcastle eins og allt bendir til í dag fengi hann þrjár milljónir króna í vikulaun. Kaupverðið á honum yrði í kringum 600 millj- ónir sem er met í leikmanna- kaupum hjá Newcastle. „Mig langar að leika fyrir Newcastle og ef af samningum verður mun ég byrja að leika í febrúar eftir aö hafa kvatt stuðningsmenn Parma,” sagði Aspriila í samtali við ítalska blaðið Gazzette della Sport í gær. Warhurst orðaður við Wednesday Paul Warhurst hjá Blackburn er orðaður við Sheffield Wednes- day þessa dagana. Hann var seld- ur til Blackbum frá Wednesady á sínum tíma fyrir 290 milljónir en hefur lækkað í verði sam- kvæmt fréttum frá Englandi. Hann fór í síðustu viku fram á sölu frá Blackbum. Klinsmann ekki meira með í vetur? Bayem Miinchen varð fyrir áfalli í gær þegar Jurgen Klins- mann meiddist í æfingaleik gegn ítalska liðinu Cagliari en þar hefur þýska liðið verið í æfinga- búðum. Þýskir fjölmiðlar telja senni- legt að hann þurfi að fara í upp- skurð og ef það verður niður- staðan verður hann frá keppni það sem eftir er tímabilsins. Einnig er sett spumingarmerki við þátttöku hans með þýska landsliðinu í Evrópukeppninni i sumar. Evans sýnir enn áhuga á Staunton Aston Villa er reiðubúið að lækka verðið á Steve Staunton en Liverpool hefur sýnt honum áhuga upp á síðkastið. Alan Evans, stjóri Liverpool, ætlar að fylgjast með honum með varaliði Villa í dag. Útsendarar fleiri liða munu einnig gera það en Midd- lesborough og Blackbum hafa sömuleiðis sýnt Staunton áhuga. Aston Villa hefur fram að þessu viljaö fá 500 milljónir fyrir kapp- ann. Jackson vill fara frá Everton Eftir að Everton keypti Sviss- lendinginn Marc Hottiger sér Matt Jackson daga sína talda á Goodison Park og hefur farið fram á það að verða settur á sölulista. Vitaö er að Sheffield Wednesday og Chelsea hafa um hríð verið að fylgjast meö Jackson. Fram náöi HK Fram komst að hlið HK á toppi 2. deildar karla í hand- knattleik í gærkvöldi með því að vinna Breiðablik, 21-25. ÍH vann Ármann, 19-31, og Fylkir sigraði Fjölni, 19-26. —SK Öruggt hjá ítölum ítalir unnu 3-0 sigur á Wales í vináttulandsleik í knattspymú í gær. Del Piero, Casiraghi og Ravanelli skoruðu mörkin. Frakkar unnu sigur á Portú- gölum, 3-2. Djorkaeff skoraði tvö mörk fyrir Frakka. Á Englandi vann Birming- ham sigur á Norwich, 2-1, í deildarbikarnum. -GH Valur 16 13 2 1 437-359 28 KA 15 14 0 1 431-377 28 Stjarnan 16 9 2 5 417-391 20 Haukar 15 8 3 4 392-364 19 FH 16 7 3 6 430-400 17 Afturelding 14 7 1 6 342-333 15 ÍR 16 6 1 9 353-378 13 Grótta 14 5 2 7 329-338 12 Selfoss 15 6 0 9 359405 12 Víkingur 14 4 0 10 312-334 8 ÍBV 13 3 1 9 308-343 7 KR 16 0 1 15 379-487 1 Hálfdán Þórðarson lék ágætlega fyrir FH í gærkvöldi er FH-ingar tóku lærisveina Valdimars Grímssonar í Selfossliðinu í kennslustund í Kaplakrika. Sigurinn var FH-ingum kærkominn eftir tvo ósigra í röð í deildinni. Hálfdán skoraði 4 mörk í gærkvöldi gegn Selfossi. DV-mynd Brynjar Gauti Bikarúrslitaleikur kvenna í körfuknattleik á laugardag: „Verðum að mæta til leiks með réttu hugarfari og þá vinnum við bikarinn“ DV, Suðurnesjum: Bikarúrslitaleikur kvenna í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu í Garðinum á laugardaginn og hefst klukkan 16. Þá eigast við bikarmeistarar Keflvíkinga og Njarðvík- ingar. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum á Suður- nesjum og hafa körfuknattleiksdeildir fé- laganna lagt metnað sinn í að gera umgjörð leiksins sem glæsilegasta. Eigum að vera sterkari „Það lítur þannig út á pappírunum að við eigum að vera sterkari. Við lát- um það samt ekkert hafa áhrif á okkur. Þetta er úr- slitaleikur og það skiptir engu máli hvemig staða liða er í deildinni. Styrk- ur þeirra felst í góðum út- lendingi og þá eru þær mjög sterkar undir körf- unni og eru baráttugláð- ar. Við verðum að láta skynsemina og styrk okk- ar ráða ferðinni og ef það tekst líst mér vel á leik- inn,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Kefl- víkinga sem hefur leitt lið sitt til úrslita í fimm skipti og alltaf unnið. Ætlum okkur titilinn „Þetta verður mjög erfitt fyrir okkur. Kefl- víkingar hafa gríðarlega reynslu, þær hafa góða hæð og eru hittnar. Það er alveg öruggt að þær koma til með að pressa okkur stift en við þurfum að vinna i því að finna einhvern mótleik. Við ætlum okkur titilinn og ég vona að Njarðvíkingar fjölmenni á leikinn og styðji við bakið á okkur. Við erum með ungt lið en stelpurnar hafa spilað marga úrslitaleiki í yngri flokkunum," sagði Jón Einarsson, þjálfari Njarð- víkinga. Getur alit gerst „Þetta verður gífurlega erfitt en við erum að mæta sterkasta liði lands- ins. En það getur allt gerst í bikarúrslitaleik. Við þurfum að passa þær þær ekki komast í stuð,“ sagði Harpa Magnúsdótt- ir, fyrirliði Njarðvíkinga. Mæta með réttu hugarfari „Við verðum að mæta í þennan leik með réttu hugarfari og láta hlutina ganga upp. Þær hafa góð- an Kana og það er kraftur í þeim sem er þeirra helsti styrkur. Til að vinna leikinn verðum við að spila okkar leik og ef það tekst vinnum við titil- inn,“ sagði Anna M. Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvíkinga, sem spilar sinn 10. úrslitaleik í röð og hefur hún sjö sinnum orðið bikarmeistari með Björgu, Önnu Míj^ij a jg,,, íkinga. Veronicu mjög vel og láta -ÆMK FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 27 DV DV „Rauðhærði risinn" vaknaði til lífsins - Héðinn Gilsson skoraði 10 mörk fyrir FH. Valdi með 12 fyrir Selfoss. Toppliðin unnu „Þetta var lélegur handboltaleikur og þá einkum og sér i lagi vamarleik- urinn. Leikurinn var aldrei spenn- andi. Það var mikið um hlaup en lít- ið um kaup. FH-ingar hafa ekki sýnt mikið í vetur en kannski er þessi leikur upphafið að einhverju betra hjá þeim,“ sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari, sem fylgdist með leik FH og Selfoss í Krikanum í gær þar sem FH-ingar unnu stórsigur, 35-26. Það er hægt að taka undir orð landsliðsþjálfarans hvað varðar gæði leiksins en hann leysist upp í hrein- an skotbolta í síðari hálíleik og fátt var um varnir og þá aðallega hjá Sel- fyssingum. „Gaman að sjá til Héðins" Einn var sá maður sem kryddaöi leikinn og það allverulega. Það var enginn annar en rauðhærði risinn, Héðinn Gilsson, og má segja að hann hafi nú vaknað til lífsins. Héðinn skoraði 10 mörk í leiknum, hvert öðru glæsilegra, með þrumuskotum. Hann var hreint óstöðvandi í fyrri hálfleik, skoraði 8 mörk úr jafnmörg- um skottilraunum og bjó til ófá mörkin fyrir félaga sína. „Það var virkilega gaman að sjá til Héðins og ánægjuefni fyrir landsliðið sem þarf á honum að halda. Hann er greinilega að komast í landsliðsform og það er vel hugsanlegt að ég taki hann inn í hópinn bráðlega," sagði landsliðsþjálfarinn við DV. Eftir brösótt gengi að undanfómu náðu FH-ingar að reka af sér slyðru- orðið og spila sinn besta leik í langan tima. Áður er minnst á frammistöðu Héðins .og einnig áttu Sigurður Sveinsson og Guðjón Ámason góðan leik. Selfyssingar, sem einnig fengu skell í fyrri leik liðanna á Selfossi, léku afleitan vamarleik og mjög ein- hæfan sóknarleik þar sem Valdimar Grímsson hefði mátt hugsa meira um að spila upp á samherja sína en hann var langatkvæðamestur sinna manna. „Hugurinn á Selfossi" „Það var gott að fá tvö stig út úr þessum leik en það var líka það eina góða við hann. Við vorum liklega með hugann við bikarleikinn gegn Selfossi," sagði Patrekur Jóhannes- son eftir öruggan sigur KA á ÍR, 26-22. „Ég er sáttur við okkar leik. Það komu tveir slæmir kaflar hjá okkur og KA-menn nýttu sér það vel,“ sagði Magnús Már Þórðarson, línumaður ÍR-inga eftir leikinn. Duranona var bestur hjá KA en hjá ÍR voru homamennirnir Njörður Ámason og Jóhann Ásgeirsson best- ir. Stórsigur Valsmanna Valsmenn unnu enn einn stórsig- urinn i Nissan-deildinni í gærkvöldi. Að þessu sinni urðu KR-ingar fyrir barðinu á þeim í Laugardalshöll og sextán marka sigur þeirra, 19-35, var sist of stór. -GH/-KG/-ÞG NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: „Þetta var skotið sem ég þurfti" - glæsileg sigurkarfa frá Mills í San Antonio Terry Mills tryggði Detroit óvæntan útisigur á San Antonio í nótt, 84-85, þegar hann skoraði ævintýralega 3ja stiga körfu rúmum tveimur sekúndum fyrir leikslok. Mills hafði ekki hitt vel í leiknum en brást ekki þegar mest lá við. „Þetta var skotið sem ég þurfti, tækifæri til að gleyma því sem á undan var gengið í leiknum,“ sagði Mills. San Antonio tapaði þarna í fjórða skipti í fimm leikjum. „Við höfum ekki spilað vel að undanfornu og þurfum tíma til að slípa leik okkar á ný,“ sagði miðherjinn David Robinson, sem var utan vallar í 18 mínútur vegna villu- vandræða. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston-LA Lakers.............107-124 Radja 28 - Campbell 26. New Jersey-Houston.............89-98 - Olajuwon 36. Philadelphia-Cleveland.........88-91 - Mills 22. Miami-New York ................79-88 Mouming 25 - Ewing 37. Charlotte-Washington.........127-113 Rice 28, Curry 21, Johnson 19 - Howard 21. Chicago-Vancouver.............104-84 Pippen 30, Jordan 12 - Reeves 23. Milwaukee-Indiana .............89-97 Robinson 25 - Miller 27, Jackson 17. Minnesota-Phoenix..............91-101 - Barkley 22. San Antonio-Detroit..............84-85 Johnson 19, Robinson 17, Eiliott 17 - Hill 21, Milis 13. Golden State-Utah...............89-100 - Malone 25. Seattle-Denver ..................86-79 Perkins 18, Kemp 16 - Seattle best fyrir vestan Með sigrinum á Denver verður Seattle með besta árangurinn i vestur- deildinni að loknum fyrri hluta móts- ins. Þar með er ljóst að þjálfari liðsins, George Karl, stýrir liði vesturdeildar- innar í Stjörnuleiknum 11. febrúar. Michael Jordan hitti illa gegn Vancouver og skoraði aðeins 12 stig en Chicago vann samt áuðveldan sigur. Liðið hefur unnið 26 heimaleiki í röð og bætti í nótt félagsmet frá árinu 1991. Patrick Ewing átti stórleik með New York í Miami og skoraði 37 stig. New York vann þar sætan sigur á fyrrum þjálfara sínum, Pat Riley. Lakers fór létt með Boston í leik gömlu stórveldanna og hefur unnið fimm leiki af síðustu sex. -VS Harpa Magnúsdóttir, fyrirliði Njarðvikinga, og Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvíkinga. Önnur þeirra hampar bikarnum glæsilega eftir úrslitaleikinn í bikarkeppninni á laugardag. DV-mynd ÆMK FH-Selfoss (16-11) 35-26 1-0, 3-1, 6-6, 11-8 (16-11), 17-11, 21-12, 28-18, 32-25, 35-26. Mörk FH: Héðinn Gilsson 10, Guð- jón Ámason 6, Sigurður Sveinsson 6/1, Hálfdán Þórðarson 4, Hans Guð- mundsson 4/3, Gunnar Beinteinsson 3, Guðmundur Pedersen 2. Varin skot: Magnús Ámason 10/1, Jökull Þórðarson 5/1. Mörk Selfoss: Valdimar 13/5, Ein- ar G. Sigurðsson 3, Björgvin Rúnars- son 3, Sigurjón Bjamason 3, Erlingur Richardsson 2, Hjörtur L. Pétursson 2. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 15, Gísli F. Bjamason 1. Brottvisanir: FH 10 mín., Selfoss 14 mín. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Héðinn Gilsson, FH. KR-Valur | (9-19) 19-35 | 2-3, 8-15 (9-19), 9-23, 15-31, 19-35. Mörk KR: Hilmar Þórlindsson 6, Ágúst Jóhannsson 4/2, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 3/2, Einar B. Árnason 2, Jóhann Þorláksson 1, Eiríkur Þorláks- son 1, Gylfi Gylfason 1, Haraldur Þor- varðarson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9, Sigurjón Þráinsson 3. Mörk Vals: Dagur Sigurösson 7, Ólafur Stefánsson 7, Davíð Ólafsson 4, Andri Jóhannsson 3, Valgarð Thorodd- sen 3, Sigfús Sigurðsson 3, Ingi Rafn Jónsson 2, Júlíus Gunnarsson 2, Ari Allansson 1, Einar Jónsson 1, Eyþór Guðjónsson 1, Örvar Rúdólfsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 12/1, Örvar Rúdólfsson 8/1. Dómarar: Egill Már og Öm Mark- ússynir. Áhorfendur: Um 80. Maður leiksins: Dagur Sigurðs- son, Val. KA-ÍR 1 (11-9) 26-22 1-3, 4-4, 8-8 (11-9), 14-10, 16-10, 19-15, 21-19, 23-19, 26-22. Mörk KA: Julian Duranona 6, Patrekur Jóhannesson 6/3, Leó öm Þorleifsson 3, Erlingur Kristjánsson 3, Björgvin Björgvinsson 3, Helgi Þór Arason 3, Jóhann G. Jóhannsson 2. Varin skot: Guömundur Arnar Jónsson 12/1, Björn Bjömsson 2. Mörk ÍR: Njörður Árnason 6, Jó- hann Örn Ásgeirsson 5/2, Einar Ein- arsson 3, Daði Hafþórsson 3, Magnús Már Þóröarson 3, Ragnar Þór Óskars- son 2. Varin skot: Magnús Sigmundsson 10. Brottvisanir: KA 6 mín., ÍR 6 min. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, ágætir. Áhorfendur: 628. Maður leiksins: Julian Duran- ona, KA. Eigið fe Akurnesinga er tæpar 35 milljónir - tekjur Knattspyrnufélags Akraness 47,6 milljónir 1995 DV, Akranesi: • Tekjur Knattspymufélags Akraness á síðasta ári voru 47,6 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. í ársreikningi félagsins kom fram að útgjöld á síðasta ári námu 46,7 milljónir og hagnaður án fjármagnsliða var um 980 þúsund. Eign- ir félagsins eru metnar á tæpar 52 milljónir. Skuldir nema tæpum 17 milljónum og eigið fé er um 35 millj- ónir. Hagnaður Skagamanna af þátttöku í Evrópu- keppninni 1995 var 19,5 milljónir og 7 milljónir af öðr- um mótum. Gunnar Sigurðsson var endurkjörinn for- maður félagsins. -DÓ Bikar Bikarferill Keflavíkurstúlkna er einkar glæsilegur. Síðustu 10 árin hafa þær leikiö níu sinnum til úr- slita. Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir hafa leikið aúa úrslitaleikina. Njarðvík yngra Meðaldur Njarðvíkurliðsins er 18,1 ár en hjá Keflavík 22,1 ár. Bæði lið hafa handaríska leikmenn innan sinna raða. Hjá Njarðvík er Suzzette Sargeant sem er 26 ára gömul og hjá Keflavík er hin 22 ára gamla Veron- ica Cook. Heiðursgestir Heiðursgestir á leiknum verða þrír.. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem mun afhenda m o 1 a r bikarinn, Þorsteinn Erlingsson sem var kjörinn maður ársins á Suður- nesjum í fyrra og Eiríkur Alexand- ersson, útibústjóri íslandsbanka. Keflavík og KR Keflavík og KR hafa oftast sigrað í bikarkeppninni eða alls sex sinn- um. ÍS hefur unnið fimm sinnum, Haukar tvisvar og Þór og Grindavík einu sinni. Leiðin í úrslit Njarðvíkurstúlkur lögðu íslands- meistara Breiðabliks í 8 liða úrslit- unum í hörkuleik og undanúrslitun- um lögðu þær ÍR að velli. Keflavík lagði Grindavik að velli í 8 liða úr- slitunum og því næst unrju, þa^r stórsigur á ÍS. Ingi Rafn Jónsson. Ingi Rafn brotinn? Valsmaðurinn Ingi Rafn Jóns- son meiddist illa í leik Vals og KR í Nissandeildinni í gær- kvöldi. Talið er aö hann sé hand- arbrotinn. Þá var KR-ingurinn Einar B. Árnason fluttur meiddur á sjúkrahús. .. -SK/-ÞG íþróttir Knattspyma: ísland er í 53. sætinu ísland er í 53. sæti af 182 þjóð- um á nýjasta styrkleikalista Al- þjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út i gær. ísland var í 50. sæti í desember, en hefur ekki spilað síðan. Hins vegar eru stórmót í gangi í Afr- íku og Ameríku og þjóðir þaðan hafa hækkað talsvert á listanum fyrir vikið. Brasilía er á toppnum að vanda en eina breytingin á efstu sætunum er sú að Mexíkó er komið upp í 8. sæti, en Frakkar hrapa úr því sæti niður í það 13. Tíu efstu þjóðimar eru eftir- taldar: 1. Brasilía...............69,61 2. Þýskaland..............61,58 3. Ítalía ................60,87 4. Spánn..................59,38 5. Rússland...............58,59 6. Holland ...............57,86 7. Argentína..............57,06 8. Mexíkó.................55,97 9. Noregur................55,43 10. Danmörk................55,07 Staða þjóðanna í riðli íslands í HM: 11. Rúmenía...............54,80 27. írland................46,74 47. Litháen...............38,81 53. ísland................37,74 91. Makedónía ............21,57 156. Liechtenstein .........5,75 Leiknir sendir lið á ný Leiknismenn á Fáskrúðsfirði hafa ákveðið að senda lið í 4. deildina I knattspyrnu á ný. Undanfarin ár hafa Leiknir, Súl- an á Stöðvarfirði og Hrafnkefl úr Breiðdal sent sameiginlegt lið, KBS, í 4. deildina. Sama gildir um 2. deildar lið kvenna, sem hefur leikið undir merkjum KBS en flyst nú yfir til Leiknis. „Það er mikill hugur i okkur, við erum að taka í notkun nýtt og stórt æfingasvæði, og erum að svipast um eftir öflugum leik- manni sem þjálfara fyrir sumar- ið,“ sagði Steinn Jónasson hjá knattspymudeild Leiknis í spjalli við DV. Fjör í Eyjunt Liö ÍBV og Víkings skildu jöfn í mjög spennandi og skemmtilegum leik í Eyjum. Lokatölur urðu 24-24. Valsstúlkur sigruðu KR að Hliðarenda 24-19. Á Akureyri unnu Fylkisstúlkur enn einn sigurinn í deildinni er þær sigruðu ÍBA með 28 mörkum gegn 20. Staðan 1. deild kvenna Stjarnan 13 11 2 0 333-216 24 Haukar 13 9 1 3 316-231 19 Fram 12 9 1 2 302-225 19 ÍBV 13 7 2 4 307-265 16 Víkingur 14 6 2 6 336-271 14 Fylkir 13 7 0 6 289-295 14 KR 13 5 0 8 299-302 10 Valur 14 5 0 9 296-328 10 FH 13 4 0 9 224-297 8 ÍBA 16 0 0 16 237-509 0 í kvöld Handbolti - 1. deild kvenna: Fram-Haukar..............18.30 Borgakeppni Evrópu: Afturelding-Drammen......20.00 Körfubolti - 1. deild karla: ÍS-Leiknir R.............20.00 Snæfell-Stjaman..........20.00 t r ,;i *I i* i't vU i ~ ■ i I- ■■■■■ ■'■ JL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.