Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Page 3
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 3 Fréttir Sameiningarmál félagshyggjuflokkanna: Jón Baldvin og Jóhanna eru ekki sammála um hvaða flokka eigi að taka með í sameiningarviðræður „Upphaf málsins var viðtal við mig í Alþýðublaðinu í síðustu viku. Þar sagði ég eitthvað á þá leið að það gæti verið prófsteinn á hver hugur fylgdi máli í sameiningu jafn- aðarmanna að sameina þingflokka Alþýðuílokks og Þjóðvaka. Það er vegna þess að ekki er uppi ágrein- ingur milli þessara aðila og sam- staða með þeim í stórmálum á síð- asta þingi. Því er rétt að láta á þetta reyna og það gæti verið fyrsta skref- ið á lengri leið,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson þegar hann var spurður hvort Alþýðubandalagið væri ekki inni í myndinni hjá hon- um í sameiningu jafnaðarmanna. Hann nefnir það ekki á nafn varð- andi sameiningarviðræður í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Þjóövaka, segir aftur á móti í Þjóðvakablaðinu að hún vilji við- ræður og að eðlilegt sé að Alþýðu- bandalagið komi inn í myndina. Þegar Jón Baldvin var spurður um þennan raun á ummælum hans og Jóhönnu sagði hann að það væri enginn ágreiningur kominn þarna upp því það hefði ekkert á þetta reynt. Hann sagði að viðræður Al- þýðuflokks og Þjóðvaka hæfust mjög fljótlega. Hann var spurður hvort hann teldi að þeim Jóhönnu gengi betur að vinna saman nú en þegar hún var í Alþýðuflokknum. „Mér hefur, út af fyrir sig, ekki gengið illa að starfa með Jóhönnu Sigurðardóttur. Það var hennar einkaákvörðun að yfirgefa Alþýðu- flokkinn á sínum tíma sem ég taldi misráðið þá. Þar að auki er ég þeirr- ar skoðunar að persónulegir agnúar á samstarfi frá fyrri tíð séu aukaat- riði í þessu máli,“ sagöi Jón Bald- vin. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðar- dóttur í gær. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka, sagði að það ætti öllum að vera ljóst að það væri stefha Þjóðvaka að sam- eina alla jafnaðarmenn undir einn hatt. „Það sem Jóhanna reifar í Þjóð- vakablaðinu eru regnhlífarsamtök, einn þingflokkur, Þjóðvaka, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Þar með væri hann orðinn næststærsti þing- flokkurinn. Það yrði byrjunin," sagði Ásta Ragnheiður. „Út af fyrir sig þykir mér þaö gott ef þau Jóhanna og Jón Baldvin ætla að tala saman. Það hins vegar sam- einar ekki vinstri menn í heild held- ur bara þau. Þetta breytir þó ekki því að við alþýðubandalagsmenn höfum áhuga á að tryggja heildar- samstöðu félagshyggjuaflanna og munum vinna að þvi áfram eins og við höfum gert. Framundan eru hörö pólitísk átök á vinnumarkaði og það gæti verið prófsteinn á hvort þessir flokkar nái saman,“ sagði Svavar Gestsson alþingismaður. -S.dór Stórneytendum meðal ungra fíkla hefur fjölgað: Forvarnirnar eru orðnar veikari en dreifikerfið - segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi „Það sem hefur gerst er að for- varnirnar eru orðnar veikari en dreifikerfi eiturlyfjanna á íslandi. Þetta sést greinilega af þróuninni á síðasta ári. Forvarnirnar hafa haft yfirhöndina síðustu ár en nú snýst dæmið við og stórneytendum meðal yngsta fólksins hefur fjölgað um 30 til 40% á árinu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn segir að tölur um inn- lagnir þar taki af öll tvímæli um að vandinn fari vaxandi og að nýjum flklum fjölgi örar en verið hefur frá því á níunda áratugnum. „Það sem er að gerast er þróun. Sölukerfið þróast og það þróast hraðar en forvarnirnar. Sölumenn- irnir hafa tekið nýjar og tæknilegri aðferðir í nötkun. Þetta er aðferðir sem hafa þróast við sölu á ólöglegu áfengi. En það skiptir engu hvað efnið heitir, sölukerfið nýtist jafn vel. Þetta er bara nútíminn," segir Þórarinn. Smitandi tilraunaneytendur Hann segist enn fremur 'heyra það frá þeim sem lagðir eru inn á Vog að nú séu fleiri „tilraunaneyt- endur“ á fikniefnum en áður. Þetta er fólk sem enn er ekki svo illa far- ið að það leiti sér hjálpar en til- raunaneyslan komi síðar fram með enn fleiri fíklum. Útlitið fyrir næstu ár en því ekki bjart. „Tilraunaneytendurnir eru smit- andi. Þeir smita út frá sér. Þeir kynna efnin fyrir félögum sínum. Sá sem er nýbyrjaður í neyslu er mest smitandi og það verður því veldisvöxtur á neyslunni," segir Þórarinn. Öllum ber saman um að erfiðustu efnin nú séu amfetamín og alsæla. Hassneysla fer einnig í vöxt og neyslan vex hraðast hjá yngstu ald- urhópunum. Ungu fólki sem neytir alsælu reglulega fjölgar ört. Árið 1994 leituðu 10 alsæluneytendur sér hjálpar á Vogi. Á síðasta ári voru þeir orðnir 35. Neysla á amfetamíni vex jafnvel enn hraðar. Öll ráð verður að nota Að mati Þórarins er eina ráðið í stöðunni að auka forvarnirnar í von um að ná aftur undirtökunum í bar- áttunni við sölumennina. Það hafi tekist fyrir nokkrum árum og gæti enn tekist. „Það verður að beita öllum ráðum sem tiltæk eru og umfram allt að festa sig ekki í einni lausn sem á svo að duga fyrir alla. Of mikil miðstýr- ing getur líka verið hættuleg. Það er lítið hald í forvörnum sem höfða ekki til annarra en þeirra sem vinna að þeim,“ sagði Þórarinn. -GK Endurbætur á aflaskip- inu Víkingi AK100 DV, Akranesi: Aflaskipið Víkingur AK 100, eitt af skipum Haraldar Böðvars- sonar hf. hér á Akranesi, var í höfn á dögunum og voru þá gerð- ar talsverðar endurbætur á skip- inu. Sett var ný stýrisvél, kraft- blökk og nýr dekkkrani. Víkingur verður því fær í flestan sjó þegar loðnuveiðar hefjast af krafti á ný en skipið hefur verið meðal afla- hæstu skipa loðnuflotans á hverju ári síðustu áratugina. -DÓ Frá undirskrift samstarfssamnings Kringlunnar og Borgarkringlunnar. Kringlan og Borgar- kringlan í samstarf Forráðamenn Kringlunnar og Borgarkringlunnar hafa skrifað und- ir samstarfssamning en viðræður milli þessara aðila hafa staðið yfir frá því haustið 1994. Húsfélagið Kringlan hefur tekið að sér rekstur eignarhluta Kringlunnar 4-6 hf. í Borgarkringlunni en um hann hefur verið stofnað nýtt félag; íslenska fasteignafélagið ehf. Hlutafé félagsins er 500 milljónir króna, þar af eiga fyrri eigendur 1. og 2. hæðar Borgarkringlunnar 85% hlutafjár. Breytingar verða gerðar á húsnæði Borgarkringlunnar. Opnað verður milli bílastæða á neðri hæð Kringlunnar og bílakjallara Borgar- kringlunnar og ný aðkeyrsla verður tengd inn á annarri hæð bílahúss Kringlunnar. Þar verður jafnframt gerður nýr inngangur inn á 1. hæð Borgarkringlunnar í horðurenda. Farið verður í þessar framkvæmdir fljótlega og þeim lokið síðari hluta arsins. Breytingar verða gerðar á verslun- arhúsnæðinu í Borgarkringlunni. Verslanir verða færðar til og nýjum bætt við. Sérstakri verkefnastjórn verður falið að annast og útfæra breytingar á Borgarkringlunni, teng- ingar fasteignanna og að leita eftir nýjum leigutökum. Verkefnastjórn- ina skipa þeir Ásgeir Bolli Kristins- son, Jón Pálmi Guðmundsson og Þorgils Óttar Mathiesen. -bjb Langholtskirkjudeilan: Allir aöilar eru búnir að fá sér lögfræðinga - eftir að biskupinn sendi þeim bréfið í fyrradag „Ég sendi presti, organista og formanni safnaðarstjórnar bréf með einkaafhendingu og þeir kvittuðu allir fyrir móttöku þeirra. Þar er skýrt frá hvert vald biskupsins er í þessum málum og hvaða afleiðingar það hefur sé biskupsúrskurði ekki fylgt. Þeim er svo gefinn frestur til 31. janúar að skila sínum greinar- gerðum. Þeir eru aflir þrír búnir að fá þau gögn sem eru hér við emb- ættið og eru allir búnir að ráða sér lögfræðinga," sagði herra Ólafur Skúlason biskup í samtali við DV í gær. Að þremenningarnir skuli vera búnir að ráða sér lögfræðinga þykir heldur auka vonir um að efnislegt samkomulag náist. Það er vegna þess að lögfræðingar þeirra eru ekki þrúgaðir af því tilfinningaflóði sem gerir þremenningunum svo erfitt um vik að ná samkomulagi. Lögfræðingar þeirra munu túlka og skilgreina málin öðruvísi. Ef þeir þremenningar ná ekki sáttum, sem flestir telja mjög litlar líkur á, verður næsta skref biskups að áminna þá. Dugi það ekki til er því haldið fram, af þeim sem best þekkja til, að biskup eigi þá ekki annað ráð en að víkja þeim öllum, séra Flóka Kristinssyni, Jóni Stef- ánssyni organista og Guðmundi Pálssyni, formanni safnaðarstjórn- ar, úr starfi. Menn segja að eina vonin til þess að til slíks þurfi ekki að koma sé að lögfræðingarnir nái einhverju samkomulagi. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.