Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Fréttir Ný heilsugæslustöð á Eskifirði: Kostnaður innan áætlunar og met hvað fermetra varðar DV, Eskifirði: Ný og glæsileg 660 m2 H2 heilsu- gæsíustöð var formlega tekin i notk- un á Eskifirði nýlega. Byggingin er timburhús á tveimur hæðum og stendur við Strandgötu 31. í ræðu Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við athöfnina lýsti hún yfir sérstakri ánægju með hve vel Byggðarholti sf. á Eskifirði, byggingarverktaka, hefði tekist með framkvæmdina og að verkið, sem boðið var út í einu lagi, væri eitt ör- fárra þar sem rauntölur reyndust lægri en kostnaðaráætlun. Heildarkostnaður á fermetra var 106 þús. krónur og er það lægsti kostnaður á fermetra sem vitað er um við byggingu heilsugæslu- stöðva. Fyrsta skóflustunga var tekin haust- ið 1992 og hefur síðan Verið unnið í samræmi við fjárveit- ingar hverju sinni. Síðan afhenti Ingibjörg Stefáni Óskarssyni, stjóm- arformanni stöðvarinnar, lyklavöld- in. Nokkrar þakkarræður voru flutt- ar, m.a. af Auðbergi Jónssyni yflr- lækni, sem lék við hvem sinn fing- ur enda loksins kominn í almenni- Heilbrigðisráðherra ásamt læknunum Auðbergi Jónssyni og Birni Gunnlaugssyni, Sigurborgu Einarsdóttur hjúkrunarfræðingi, svo og starfsfólki og Hrafni Pálssyni, starfsmanni ráðuneytisins. DV-mynd ETh Broddi Bjarnason í ræðustól. Ráðherrarnir Halldór og Finnur til vinstri. DV-mynd Sigrún Akranes: Abyrgðir lækka en vanskil aukast DV, Akranesi: Abyrgðir Atvinnuþróunarsjóðs Akraneskaupstaðar vora um ára- mótin tæplega 100 millj. króna og höfðu lækkað um 1,3 millj. kr. frá fyrra ári, að sögn Brynju Þorbjöms- dóttur atvinnumálafulltrúa. Um áramótin vom gjaldfallin eða í vanskilum gjöld að upphæð 17 millj. króna. Vanskil hafa aukist um níu milljónir frá fyrra ári. At- vinnnumálanefhdin hefúr ályktað að atvinnuþróunarsjóði kaupstaðar- ins verði markaður tekjustofh sem ætlaður verði til nýsköpunar í at- vinnulífi bæjarins. Sjóðurinn hefur fengið greiðslur frá bænrnn. Brynja sagði að margt væri hægt að styrkja og efla og bæjarfélagið hefur á undanfömum árum lagt mikla peninga í uppbyggingu á at- vinnutækifæmm þannig að ekki hefur staðið á þeim að styðja við bakið á góðum málefhum. -DÓ Gabriel höggdeyfar fyrir fólksbíla, jeppa og vörubíla GSvarahlutir HAMARSHÖFÐA1,567 67 44 legt húsnæði og reiðubúinn að sinna heilbrigðisþjónustu sem nú- tímaþjóðfélag gerir kröfu til. Sigur- borg Einarsdóttir, sem lengstan starfsaldur hefur, gaf stöðinni veg- lega bókagjöf og vonast hún til að það verði vísir að bókasafni sem nýtist starfsfólki vel. " -ETH Egilsstaðir: Blasið i luðra til bættra lífskjara DV, Egilsstöðum: „í ljósi búsetuþróunar síðustu ára viljum við nú spyma við fótum og kynna ráðamönnum möguleika fjórðungsins til atvinnusköpunar,“ sagði Broddi Bjamason, formaður Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, við DV. Sambandið stóð nýlega fyrir fúndi á Egilsstöðum með þingmönn- um kjördæmisins, iðnaðarráðherra og forsvarsmönnum fjölmargra stofhana eins og Byggðastofnunar. „Þegar fólki fækkar hér eystra og það jafnvel í sveitarfélögum með stöndugum atvinnurekstri á sama tíma og stöðnun er á höfuðborgar- svæðinu, hvað gerist þá þegar at- vinnulífið þar tekur kipp með fyrir- sjáanlegri stóriðju? Við hljótum að leggja enn meiri áherslu á að kanna og kynna möguleika okkar. Þeir em margir,“ sagði Broddi enn fremur. í framsöguræðu nefndi Broddi nokkra kosti fjórðungsins, svo sem nálægð við síldar- og loðnumið, ná- lægð við Evrópumarkað, möguleika á stóraukinni ferðaþjónustu og margt fleira. Um árangur fundarins sagði hann að orð væm til alls fýrst og heimamenn myndu fylgja þessu máli vel eftir. -SB siiiÉta m QKAFTAHLlO 24 - SlMI 60 77 00 AlUaf skrefi á undan Hringdu í síma 904 1750 og taktu þátt í tölvuleik í '-/Í-rrriTa o-ír'^ M J TJf/ hrivl'l'SJlf on BJ 30 blekspraufruprentari frá Nýherja námskeiö og Internet tenging frá —"'.vuskóla Heykjavíkur .T. frölvum: Gabriel Knighfr II, FIFA Soccer 96 og Capifralisfr O Internet frenging frá Islandia 3 'JíW fcaÍiJM&gto verö 39,90 mrnutan ISL@NDIA internetmi&lun I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.