Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. J1 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plðtugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Friðinum fylgt eftir í Bosníu hefur verið að birta allra síðustu mánuði, þótt þar sé harður hávetur. Aðgerðir Vesturlanda hafa kom- ið á friði í landinu og lagt drög að uppbyggingarstarfi. Stríðinu er lokið í bili, enda virðist Bandaríkjamönnum hafa tekizt að halda haustaki á Serbíuforseta. Slobodan Milosevits hefur raunar hagað sér í nokkra mánuði á þann veg, að það líkist því helzt, að hann sé að reyna að bjarga sálu sinni eftir óvenjulega ógeðfelldan feril. Hann gerir nánast allt, sem honum er sagt að gera til að stöðva stríðsæðið, sem hann hóf sjálfur. í því skyni hefur hann fórnað tveimur helztu Qölda- morðingjum sinum, Radovan Karadzic, forseta Bosníu- Serba, og Ratko Mladic, yfirbrjálæðingi hers Bosníu- Serba. Þeir hafa nú hægt um sig, enda vofir yfir þeim handtaka og málaferli vegna hrikalegra stríðsglæpa. Framganga Atlantshafsbandalagsins í Bosníu er núna allt önnur og betri en hún var, þegar Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna þóttist halda um stjórnvölinn. Hermenn bandalagsins láta ekki vaða yfir sig og yfirmenn þeirra þekkja reynsluna af kerfisbundnum lygum Serba. Á allra síðustu vikum hefur Bandaríkjastjóm enn fremur gefið eftir fyrir stríðsglæþadómstólnum í Haag og lofað að láta af hendi upptökur af hlerunum, sem veita upplýsingar um skipulagið á stríðsglæpum Serba og Bosníu-Serba og aðild manna að skipulaginu. Hingað til hafa vestrænir embættismenn, einkum brezkir, franskir og bandarískir, reynt að leggja stein í götu stríðsglæpadómstólsins með því að koma í veg fyr- ir, að hann fái fjármagn til starfa, og einnig með því að liggja á upplýsingum, sem hann þarf á að halda. Þvergirðingsháttur vestrænna embættismanna stafar einkum af ótta þeirra við, að uppljóstranir stríðsglæpa- dómstólsins muni verða þungar í skauti ýmsum valda- miklum viðsemjendum þeirra af hálfu Serba og Bosníu- Serba og ravrnar einnig Króata, þótt í minna mæli sé. En Bandaríkjastjóm komst að þeirri niðurstöðu, að það stríði gegn hagsmunum Bandaríkjanna vegna sið- ferðisstöðu þeirra í heiminum, ef hún taki þátt í þessu samsæri vestrænna embættismanna. Það yrði þyngra í skauti en skaðlegu áhrifin á sambúðina við Serba. Þetta hefur meðal annars þau áhrif, að senn tekur her- lið Atlantshafsbandalagsins völdin á þeim svæðum, þar sem vitað er, að Serbar og Bosníu-Serbar hafa falið lík tugþúsunda fanga, sem þeir myrtu í stríðinu. Það þarf að gerast, áður en sönnunargögnum verður spillt. Þetta mun líklega einnig hafa þau áhrif, að herliðið fari að handtaka þá, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðs- glæpi og verða á vegi þeirra í Bosníu. Fréttamenn hafa tekið eftir, að franskir og brezkir foringjar láta sem ekk- ert sé, þótt slíkir sitji við næsta kaffihúsaborð. Það verður að koma lögum yfir þessa snarbiluðu glæpamenn, svo að Vesturlönd nái að halda reisn sinni og senda þau skilaboð til gráu svæðanna í heiminum, að grundvallarlögmál vestræns samfélags séu enn í fullu gildi, þrátt fýrir fyrra klúður Sameinuðu þjóðanna. Enn er of fljótt að spá, hvort Vesturlöndum tekst að komast með sæmd frá Bosníumálinu. Þróun síðustu vikna bendir til, að svo geti orðið. Þar ræður úrslitum, að Bandaríkin hafa lagt lóð sitt á vogarskálina. Á næstu vikum mun svo koma í ljós, hvort árangur næst. Eftir allar hremmingarnar, sem Vesturlönd hafa sætt í Bosníu vegna heimsku og heigulsháttar fyrri umboðs- manna sinna, er nauðsynlegt að fylgja friðinum eftir. Jónas Kristjánsson „Ekki er annað að sjá í fljótu bragði en forseti Alþingis og forsætisráðherra, jafnvel með aðstoð fle gætu sinnt þeim skyldum sem í dag hvíla á forseta lslands.“ flf ii m ii n Hli IIII IIII II li' IIII II il IIII ssn 2811 IIII IIII Hvernig forsetc Rutherford B. Hayes var forseti Bandaríkjanna árin 1877 til 1881. Hans er sjaldan getið í sögubókum enda var hann ekki einn af þess- um stjórnmálamönnum sem telja sig þess umkomna „að láta gott af sér leiða“, „láta til sín taka“, „skilja eitthvað eftir sig“ eða hvaö það kallast nú þegar stjórnmála- menn taka fé af almenningi og eyða því að hætti hússins, hvort sem það er Hvíta húsið, Alþingis- húsið eða Bessastaðir. Hins vegar dró Hayes hersveitir frá Suður- ríkjunum og batt þar með enda á hernám norðanmanna eftir Borg- arastríðið. Góðverk á kostnað annarra Nú er kunnara en frá þurfi að segja að forseti íslands hefur allt aðra og rýrari stöðu en forseti Bandarikjanna. Engu að síður er forseti íslands í góðri stöðu til að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur sennilega nýtt sér þessa stöðu umfram forvera sína í embætti. Þannig hefur hún hvað eftir annað beint umræðunni í ákveðinn farveg. Bæði með athöfn- um sínum og í ávörpum og viðtöl- um. Áhugi forsetans á skógrækt og skólamálum hefur ekki farið fram hjá neinum og áminningar hans til þjóðarinnar og Alþingis um að vel verði að sinna þessum málum hafa verið heldur 'hvim- leiðar. Ekki vegna þess að þetta séu slæm mál heldur vegna þess að með þessu hefur forsetinn ýtt undir enn frekari skattheimtu til að standa undir kostnaði við þessi áhugamál sín. Forsetinn hefur með öðrum orðum reynt að láta gott af sér leiða á kostnað annarra. í fyrsta lagi er það rangt þar sem gera á góðverkið á kostnað ann- arra en hafa beðið um góðverkið Kjallarinn Getum við án forseta verið? I Sviss er enginn for er að sjá að Svisslen hlotið af því tjón. Ráðh ast á um að taka á mói gestum, halda hóf fyrir erlendra ríkja og sækj; ana í Kína heim. Ekki ■ sjá í fljótu bragði en þingis og försætisráðhf með aðstoð fleiri ráðl sinnt þeim skyldum hvOa á forseta íslan hljóta sumar skyldur c setans í dag að orka t án efa má fækka þeim. því að koma til álita a _., _... verði lagt niöur. Spui GlÚmur Jón Björnsson það er ekkert sérstal formaður Heimdallar embættisverkum Vigc 11 bogadóttur. „Besti forsetinn og sennilega sá eini si allir gætu sætt sig við er enginn forse þ.e. að embættið verði lagt niður.“ og í öðru lagi hefur forsetinn ekki betri skilning á þörfum einstak- linga en aðrir stjórnmálamenn. Forsetinn hefur því ekki tekið mark á þeim oröum Harris lávarð- ar af High-Cross í ræðu sem hann flutti hér á landi fyrir rúmum ára- tug að menn ættu að veita því at- hygli hve mikil almenn ánægja er með val neytenda á markaði og al- menn óánægja með gerðir stjórn- málamanna. Enda geta menn hætt að kaupa ákveðna vöru um leið og þeir sætta sig ekki við hana og keypt aðra í staðinn. Stjómmála- mennina getur maður hins vegar ekki skipt um nema á nokkurra ára fresti og þá er alls ekki víst að maður fái þann sem maður viU. Besti forsetinn er enginn forseti Besti forsetinn og sc eini sem allir gætu sæf enginn forseti, þ.e. ac verði lagt niður. Næstb inn er maður á borð i ford B. Hayes sem geri fyrir að stjórnmálam ekki hvers manns vai minna sem eftir þá betra. Flestir sem leggji fyrir sig eru góðar mar þeir gera sér ekki allir að stjórnmálamenn ski] góða og slæma stjórr heldur eru þeir misslæi Glúmur Jón Skoðanir annarra Doði í Dagsbrún „Ný stjórn og trúnaðarráð í Dagsbrún hafa aðeins stuðning fjórða hvers félagsmanns. Þetta eru athygl- isverðustu niðurstöður almennra kosninga í forn- frægasta verkalýðsfélagi landsins. Þrátt fyrir snarpa kosningabaráttu og mikla umfjöllun í fjölmiðlum sá innan við helmingur Dagsbrúnarmanna ástæðu til að mæta á kjörstað, og af þeim greiddu aðeins 54% A-lista stjómar atkvæði sitt. B- listinn hlaut 46%, mun meira en búist var við. Úrslitin í Dagsbrún hljóta að vekja menn á þeim bæ til umhugsunar, sem og forystu verkalýðssamtakanna í heild.“ Úr forystugrein Alþýðublaðsins 23. janúar. Endurnýjanleg auðlind „Menn ættu að fara að læra það að fiskurinn í sjónum er endurnýjanleg auðlind sem auðvelt er að eyðileggja með græðgi og óforsjálni. Hver stofninn af öðrum er ofveiddur og þegar kvóti er takmarkaður á einni tegund er hann aukinn á annarri og er árang- urinn sá að sífellt fleiri fisktegundir koma: hættu vegna ofveiði. Allir hljóta að voi þorskgengd sem menn verða nú varir við s ur vottur þess aö friðunaraðgerðir og stjóri farin aö bera árangur, enda eru miklar III svo sé.“ Úr forystugrein Tímans 21 Vald alþingis „Bankarnir eru í eigu ríkisins og heyra þ skipulega undir viðskiptaráðuneytið. I raui hefur viðskiptaráðherra lítið yfir bönki segja þar sem yfir þá er kosin stjórn af alj sjónarmiði stjómskipunar ríkisins þá er þc legt fyrirkomulag; löggjafarvaldið er að kjc sem í raun fer með mál sem tilheyra fram valdinu í landinu. Viðskiptaráðherra ber í 1 ábyrgð á rekstri ríkisbankanna gagnvarl það gera bankaráðin. Afleiðingin er sú að ei neina ábyrgö á milljarða tapi og óstjóm.“ Birgir Hermannsson í Alþýðubl. 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.