Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Utlönd Bókin um sjúk- dóm Mitter- rands á netinu Lögregla í Frakklandi heimsótti í gær netkaffihús þar sem bönnuð bók um sjúkdóm Mitterrands, fyrrum forseta Frakklands, var sett á Intemetið. Lögreglan sagði heimsóknina þó ekki lið í lagalegri aðför að kaffihúsinu. Kaffihúsið, Cafe Web, lét bókina um Mitterrand á Intemetið í fyrri- nótt. I bókinni, sem er eftir Claude Gubler, lækni Mitterraiids, kemur fram að forsetinn sálugi, sem dó úr krabbameini 8. janúar, hafi log- ið til um sjúkdóm sinn í 11 ár. Viku eftir útkomu bókarinnar var sett á hana lögbann að beiðni ætt- ingja Mitterrands á þeirri for- sendu að hún bryti í bága við lög um þagnarskyldu lækna og frið- helgi einkalífsins. Nú getur hver sá sem hefur aðgang að netinu nálgast bókina og prentað hana út. Rúmenskir þjóf- ar herja á Þjóð- verja Hópar innbrotsþjófa frá Rúmen- íu herja nú á íbúa Bæjaralands og fleiri Þjóðverja. Bæverska lögregl- an segir þjófana vera ábyrga fyrir innbrotum í 226 peninggskápa frá 1994. Alls hafa 113 manns verið handteknir vegna innbrotanna. Yfirvöld í Þýskalandi hafa auknar áhyggjur af innbrotum rúmenskra þjófaflokka sem einbeita sér að peningaskápum og rikmannlegum húsum. Hefur lögreglan i ná- grannalöndum einnig sögu að segja af þessum þjófum þó ekki séu þeir jafn stórtækir og í Þýska- landi. Reuter Frakkar styðja inngöngu Rússa í Evrópuráðið Frönsk stjórnvöld lýstu því yfir í morgun að þau styddu inn- göngu Rússlands í Evrópuráðið, þrátt fyrir harkalegar aðgerðir rússneskra hermanna gegn gísla- tökumönnum úr liði tsjetsjenskra uppreisnarmanna á dögunum. „Flestar Evrópuþjóðir vilja að Evrópuþingið fallist á aðild Rúss- lands. Sú er afstaða franskra stjómvalda,“ sagði Hervé de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, í viðtali við franska útvarpið í morgun. Fastlega er búist við að Evr- ópuráðið samþykki aðild Rúss- lands á fundi sínum í dag þótt það verði gert með semingi. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að aðildin skoðist samþykkt. Reuter UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Brekkuhjalli 2-4, 6-8 og 10-12, þingl. eig. Austurholt hf., gerðarbeiðendur Landsbanki íslands og Sparisjóður vélstjóra, mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 15.30. Grænatún 24, þingl. eig. Sigurður Stefánsson, gerðarbeiðendur Lands- banki íslands og Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, mánudaginn 29. jan- úar 1996 kl. 17.00._________ Hafnarbraut 19, þingl. eig. Útgerðar- félagið Barðinn nf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn í Kópavogi og Vá- tryggingafélag íslands hf., mánudag- inn 29. janúar 1996 kl. 17.45. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _______farandi eignum:______ Flétturimi 5 og 7, þingl. eig. þb. Tré- smiðja Aðalst K. Kristjáns hfbt. Loga, gerðarbeiðendur Garðar Briem, Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðrún Jóhannesdóttir, mánudaginn 29. janú- ar 1996 kl. 10.00.__________ Grenibyggð 18, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigurbjörg H. Bjarnadóttir og Bergþór Jónasson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn, Tollstjórinn í Reykja- vík og Vátryggingafélag íslands hf., mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 10.00. Iúngusel 1, íbúð á 1. hæð merkt 0102, þingl. eig. Guðný Helga Þórhallsdótt- ir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 10.00._____________ Veghús 31, íbúð á 10. hæð f.m. merkt 1003, þingl. eig. Kristín M. V. Haf- steinsdóttir og Jón Þór Önundarson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykja- vík og Vátryggingarfélag fslands hf., raánudaginn 29. janúar 1996 kl. 10.00. Fyrsta mannfallið í gæsluliði NATO í Bosníu: Þrír hermenn lét- ust í sprengingu - bandarískar hersveitir í viðbragðsstöðu Lækjasmári 11, 0201, þingl. kaup- samningshafi Bónusverk hf., gerðar- beiðandi Þrotabú Bónusverks hf., Kópavogi, mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 14.00. _______________ Melaheiði 21, þingl. eig. Jón Þórarinn Bergsson, gerðarbeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 30. janúar 1996 kl. 14.15. Nýbýlavegur 14, 010301, þingl. eig. Ólafur Garðar Þórðarson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki Islands, Bankastræti og Sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðju- daginn 30. janúar 1996 kl. 15.00. Smiðjuvegur 34, hluti 0101, þingl. eig. Sólning hf., gerðarbeiðandi íslands- banki hf., mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 13.40.__________________ SÝSLUMAÐURINN f KÓPAVOGI Veghús 31, íbúð á 3. hæð t.v. í austur- homi merkt 0301, þingl. eig. Hús- næðisnefnd Reykjavíkur, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 10.00. Öldugrandi 1, íbúð merkt 0302, þingl. eig. Kolbrún Þorkelsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- manna, mánudaginn 29. janúar 1996 kl. ÍO.OP.____________________ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Frostafold 131, íbúð á 3. hæð merkt 0303, þingl. eig. Bryndís Erna Garð- arsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 14.30. Laufengi 64, hluti í íbúð 03-04, þingl. eig. Lára H. Andrésdóttir, gerðarbeið- endur Ingólfur Sigurjónsson, Toll- stjóraskrifstofa og Tryggingamiðstöð- in hf., mánudaginn 29. janúar 1996 kl. 13.30.____________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Tveir portúgalskir hermenn og einn ítalskur týndu lífi í sprengingu í Sarajevo í gær. Það voru fyrstu dauðsföllin í hersveitum NATO frá því þær tóku að sér friðargæslu í Bosníu, í samræmi við friðarsam- komulagið sem gert var í Dayton. Sex ítalskir hermenn og einn portúgalskur til viðbótar slösuðúst í sprengingunni sem varð af slysni. Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að bandarískar hersveitir voru settar í viðbragðs- stöðu af ótta við árás skæruliða. At- burðir þessir eru þó ekki tengdir á neinn hátt. Sprengingin varð á fyrrum fæð- ingardeild sem ítölsku gæsluliðarnir hafa til afnota nærri Zetra-leikvang- inum þar sem keppt var í listdansi á skautum á vetrarólympíuleikunum 1984. Þrír menn úr frönsku útlendinga- herdeildinni særðust einnig í annarri sprengingu í Bosníu í gær, þar af einn alvarlega. Mennirnir voru að læra meðferð sprengiefna þegar ein sprengjan sprakk, að því er fram kom í yfírlýsingu franska hersins. William Perry, landvamaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að her- sveitir NATO hefðu fengið leyfi til að handsama bandarískan ríkisborg- ara, Kevin Holt, sem kann að vera í Bosníu. Holt hefur átt samneyti ,við róttæka hópa múslíma. „Hann er eftirlýstur í Bandaríkj- unum þar sem yfirvöld vilja yflr- heyra hann vegna hryðjuverkastarf- semi. Þess vegna tökum við það mjög alvarlega að hann skuli vera í land- inu og höfum beðið hersveitir um að vara sig sérstaklega á honum. Ef hann sést verður hann handtekinn," sagði Perry í viðtali við sjónvarps- stöðina CNN. Perry sagði fréttamönnum þó að engar sannanir væru fyrir þvi að öfgamenn væru að skipuleggja árás eða að þeir hefðu reynt að komast inn í bandarískar herstöðvar í Bosn- íu. Reuter Stoltur brúðgumi reiðir brúði sína á skellinöðru eftir hjónavígsluathöfn í Mekong Delta í suðurhluta Víetnam í gær. Vestrænir brúðkaupssiðir verða æ vinsælli í Víetnam. Hafa þeir einnig náð til afskekktra byggða þar sem víða verð- ur vart mikillar fátæktar. Símamynd Reuter Simpson í sjónvarpsviðtali: Réðst að ættingjum fórnarlambanna O.J. Simpson réðst harkalega að ættingjum fyrrum konu sinnar og elskhuga hennar í sjónvarpsviðtali á kapalsjónvarpsstöð í Bandaríkjun- um í gærkvöldi. Þau voru myrt í júní 1994 og var Simpson var ákærð- ur fyrir morðin en kviðdómur sýkn- aði hann í október sl. Eftir sýknuna höfðuðu ættingjar fórnarlambanna einkamál gegn Simpson og á hann skaðabótagreiðslur upp á milljarða króna yfir höfði sér. Simpson sagði að leitin að morð- ingjum konu sinnar og vinar henn- ar væri erfið en eftir sýknuna sagð- ist hann ætla að helga sig leitinni að þeim. Hann sagðist þó einungis hafa ráð á nokkrum einkaspæjurum þar sem tekjur hans væru rýrar eftir morðmálið. Margir efast þó um að Simpson geri alvöru úr leitinni að morðingjunum. í viðtalinu beindi Simpson ekki aðeins ásökunum gegn ættingjum fórnarlambanna heldur einnig fjöl- miðlum sem hann sagði að hefðu snúið almenningi gegn sér. Simpson svaraði þó engum áleitum spurning- um um hvar hann hefði verið morð- nóttina fyrir hálfu öðru ári eða, óþægilegum spurningum um réttar-j O.J. Simpson réðist harkalega að ættingjum fyrrum konu sinnar í sjónvarpsviðtali. höldin. Lögmenn aðstandenda fórn- arlambanna sögðu viðtalið hneyksli og til þess eins, að fegra ímynd Sjjinpíjþps. Reuter Stuttar fréttir Gíslum sleppt Uppreisnarmenn Tsjetsjena slepptu 42 gíslum sínum í gær en þeir eru enn með 14 rúss- neska lögregluþjóna í haldi. Clinton á vegum úti Bill Clinton Bandaríkjafor- seti lagði upp 1 kosninga- ferðalag I gær til að nýta sér þann meðbyr sem hann fékk í seglin eftir stefhuræðuna og ætlar hann að leggja áherslu á aðgerðir til að stemma stigum við glæpum í landinu. Engin lausn Engin lausn á stjórnarkrepp- unni á Ítalíu er í sjónmáli eftir sjónvarpseinvigi Silvios Berlusconis og Massimos D’Al- emas, sem landsmenn biðu eftir með öndina í hálsinum. Vill þjóðaratkvæði Emesto Samper, forseti Kól- umbíu, vill efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort hann eigi að gegna embættinu áfram en hart er nú sótt að honum að i segja af sér. Reuter •*i óij •v> ■■ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.