Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 9 Utlönd Chirac í sveit- ina til að hlusta á gras- rótina Jacques Chirac Frakk- landsforseti lagði í gær upp í þriggja daga ferð um sveitir vestur- lands til þess eins að hlusta á umkvartanir hins venjulega manns, sem for- setinn hefur löngum talið vera bakhjarl sinn. Þaö sem Chirac hefur einkum áhuga á að heyra um er hvemig gangi að skapa ný störf. Chirac, sem nýtur ekki sér- lega mikilla vinsælda meöal landa sinna, hefur sagt í einka- samtölum að honum finnist hann vera einangraður í forseta- höllinni, umkringdur stjórn- málamönnum, embættismönn- um og fjölmiðlamönnum, og því sé erfitt fyrir hann að þreifa á slagæð þjóðarinnar sjálfrar. Suður-afrískur bær segist eiga eigið skrímsli Ógurleg vatnaskrimsli eru víðar til en í Loch Ness á Skotlandi, ef marka má fullyrð- ingar kaupsýslumanns i bænum Howick í Suður-Afríku. Hann segir að innan tíðar verði birtar upplýsingar um ófreskju bæjar- ins, upplýsingar sem muni setja allt á annan endann. Kaupsýslumaðurinn Bob Teeney sagðist fyrst hafa séð 20 metra langa ófreskjuna í októ- ber við foss í nágrenni bæjarins. „Þetta var eins og Loch Ness skrímslið," sagði Teeney. „Á næstu tveimur til þremur vik- um vikum munum við birta gögn sem sanna tilvist Howick- skrímslisins.“ Lögregla bæjarins var heldur vantrúuð og sagði þetta aðeins vera auglýsingabrellu. „Þetta er bara brella til að laða að ferða- menn. Það er ekkert skrímsli til, eftir því sem við best vitum,“ sagði varðstjóri í lögreglunni sem vildi ekki láta nafhs síns getið. Reuter Fyrirsæta sýnir hér nálapúðakjól eftir spænska hönnuðinnn Paco Rabanne en hann sýndi vor- og sumartískuna í París í gær. Símamynd Reuter Vanfæra tíu ára stúlkan er fundin Lögreglan í Houston í Texas handsamaði í gærkvöldi tíu ára gamla ófríska stúlku sem hafði strokið að heiman á sunnudag og sem yfirvöld í bæði Bandaríkjunum og Mexíkó leituðu að. Stúlkan er komin átta og hálfan mánuð á leið. Samkvæmt frétt sjónvarpsstöðvar í Houston var 22 ára gamall kærasti stúlkunnar einnig í haldi lögreglu en á þriðjudag var hann ákærður fyrir alvarlega kynferðisárás á bam. Hjúin voru handsömuð eftir að lögreglan fékk ábendingu um dvalarstað þeirra. Stúlkan, sem heitir Cindy Garcia, var sögð vera við góða heilsu. Hafm var leit að henni þar sem hún er sennilega of ung til að geta fætt bam á venjulegan máta og var líf hennar því í hættu. Lögreglan hafði gert yfirvöldum í Mexikó viövart þar sem talið var að stúlkan kynni að hafa elt kærastann til Mexíkó þaðan sem þau era bæði. Reuter Forsætisráöherra Póllands fer frá: Segi af mér af því að eg er Jozef Oleksy, forsætisráðherra Póllands, sagði af sér í gærkvöldi vegna staðhæfinga um að hann hefði lagt stund á njósnir fyrir stjórnvöld í Moskvu. Afsögnin fylgdi í kjölfar þeirrar ákvörðunar saksóknara hersins að hefja formlega rannsókn á fullyrð- ingum öryggissveita landsins um að Oleksy hefði njósnað fyrir Moskvu á níunda áratugnum og fram á þennan. Oleksy, sem er fyrrum kommún- isti, vísaði þó öllum ásökunum á bug og sagði þær rúnnar undan riij- um stuðningsmanna Lechs Walesa, fyrrum forseta. „Ég segi af mér af því að ég er saklaus. Ég vil ekki láta saka mig um að reyna að fela eitthvað með því aö skýla mér á bak við hátt emb- saklaus Jozef Oleksy, fráfarandi forsætis- ráðherra. Símamynd Reuter ætti lýðveldisins," sagði Oleksy í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Flokkur Oleksys, sem í eru fyrr- um kommúnistar, hefur lýst yfir stuðningi sínum við forsætisráð- herrann fráfarandi. Hið sama hefur gert Alexander Kwasniewski, sem sigraði Walesa í forsetakosningun- um í nóvember. Reuter ■ ÞESSA VIKU 10-70% AFSLÁTTUR LJOS OG LAMPAR Söngkonan Madonna i Argentinu þar sem hún leikur Evitu Peron: Óttast að hún verði fyrir árásum peronista Það útleggst sem Madonnu burt, lifi Evita. Ekki er vitað til að Antonio Banderas eða Jonathan Pryce, sem leika á móti Madonnu, hafi fengið viðlíka hótanir en einn þingmaður peronista vill að leikararnir verði allir yfirlýstir „persona non grata“ eða óvelkomnir. Madonna sagði í viðtali við argentínskt tímarit að peronistar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af að ímynd Evitu biði hnekki í mynd- inni með því að gefa í skyn að hún hafi verið vændiskona áður en hún sneri sér að leiklist og að hún hafi beitt kyntöfrum sínum til að stjórna Juan Peron hershöfðingja og argent- inskum almenningi. „Þetta verður ekki hneykslanlegt. Ég mun túlka Evitu sem sterkan einstakling og persónuleika," sagði Madonna. Evita dó úr krabbameini árið 1952, 33 ára að aldri. Umhyggja hennar fyrir fátækum verkamönn- um varð að persónuleikadýrkun sem enn þrífst vel í Argentínu og hefur gengið svo langt að margir að- dáendur hennar hafa krafist að Vatíkanið geri hana að dýrlingi. Andstæðingar Evitu innan valda- stéttarinnar litu hins vegar á hana sem djöful í mannsmynd sem blóð- mjólkaði sjóði ríkisins til að kaupa sér vinsældir meðal verkamanna og samtaka þeirra. Madonna segir hins vegar að þessar þverstæður varð- andi Evitu geri hana að mjög spenn- andi viðfangsefni en sjálf hefur Madonna verið umdeild vegna kyn- ferðislegra atriða á tónleikum. Reuter Ótttast er um öryggi Madonnu í Argentínu. Carlos Menem, forseti Argentínu, fyrirskipaði að söngkonan Madonna fengi sérstaka vernd eftir að leyni- þjónustcm hafði varað við töluverð- um líkum á að þjóðernissinnar í Peronistaflokknum mundu ráðast á hana. Madonna er nú í Argentínu þar sem hún vinnur að gerð kvik- myndar sem gerð er eftir hinum vinsæla söngleik um þjóðardýrling- inn Evitu, seinni eiginkonu Juans Perons sem var forseti Argentínu 1946-1955 og 1973-1974. Lögreglan og framleiðendur myndarinnar vildu ekki gera of mikið úr aukinni öryggisgæslu en móttökurnar við komuna til Argent- ínu þóttu engu að síður gefa tilefni til að varlega yrði farið. Mikið veggjakrot mætti Madonnu þar sem sagði: „Madonna out!! Viva Evita.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.