Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR JHafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þð í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Síldarviðræðurnar: Þungar - viðræður - segir Þorsteinn Pálsson „Það hefur ekkert sérstakt gerst enn í þessum viðræðum. Ég bjóst alltaf við því að þær yrðu þungar og þetta eru þungar viðræður," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra um viðræður íslendinga, Rússa, Norðmanna og Færeyinga um skiptingu síldarkvóta norsk- ís- lensku síldarinnar sem hófust í Moskvu í gær. Viðræðufundurinn í gær var styttri en ráðgert hafði verið. Hon- um verður fram haldið í dag. Á morgun er svo ráðgert að hefja við- ræður þessara sömu þjóða um þorskveiðar í Barentshafi. Þá skipta ■ ^Pforðmenn og Rússar um viðræðu- nefndir en sömu menn sitja áfram fyrir íslands hönd undir forystu Guðmundar Eiríkssonar. -S.dór Hafnir á Suðurnesjum: Eldur í mannlausu timburhúsi ■"*Mannlaust timburhús í Höfnum á Suðurnesjum skemmdist illa í eldi i gærkvöldi. Slökkvistarf tók drjúga stund þar sem mikil glóð leyndist milli þilja. Slökkviliðið í Keflavík kom á vettvang rúmlega 9 og slökkti í síðustu glóðinni klukkan 1 í nótt. Verið var að standsetja timbur- húsið en rannsókn lögreglu hafði í morgun ekki leitt í ljós hver elds- upptökin voru. -bjb Dottaöi undir stýri Mjög harður árekstur tveggja bíla varð skammt norðan við Akureyri um klukkan níu í gærkvöldi. Bil- *"áfnir voru að mætast þegar öðrum þeirra var skyndilega ekið yfir á rangan vegarhelming. Talið er að ökumaðurinn hafi dottað undir stýri. Þrennt var í hinum bílnum en engin meiðsl urðu á fólki í þessum árekstri. Bílarnir eru mikið skemmdir ef ekki ónýtir. -bjb Röntgentæknar: Bfða eftir svari Röntgentæknar á Landspítalan- um hafa frestað því að taka til starfa þar til skýrist hvort mál verður höfðað gegn þeim. Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri Ríkisspítala, segist ekki geta . „^arað þvi hvort mál verði höfðað. pað yrði prófmál og gert i sam- komulagi við BHMR, fjármálaráðu- neytið og fleiri aðila og ekki beint gegn röntgentæknum persónulega. -GHS L O K I Gæsluvarðhaldsúrskurður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær: Þrir inni grun- aðir um Búnað- arbankaránið - sömu menn og sátu í haldi vegna tryggingasvikanna Þrír menn á þrítugsaldri voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags vegna gruns um að hafa átt hlut að máli við bankaránið í Búnað- arbankanum í desember. Þann 17. janúar fékk RLR fjóra menn úrskurðaða í gæsluvarð- hald vegna gruns um aðild þeirra að umfangsmiklu tryggingasvika- máli. Um helgina var tveimur þeirra síðan sleppt úr haldi en tveir sátu áfram inni vegna rann- sóknarinnar í tryggingamálinu. Á þriðjudag fór síðan verulega að draga til tíðinda og voru þeir tveir sem var sleppt um helgina handteknir á ný, grunaðir um að hafa staðið að bankaráninu með þriðja aðilanum sem enn sat inni vegna tryggingamálsins. Þremenningamir voru síðan leiddir fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur í gær og var úrskurðað gæsluvarðhald á þá vegna gruns um að þeir séu „huldumennimir“ sem stóðu að bankaráninu á Vest- urgötu. Sá fjórði situr hins vegar enn inni vegna tryggingamálsins. Talsmenn RLR vildu ekki tjá sig frekar um málið i samtali við DV í morgun. -Ótt Játuðu innbrot: Voru hættir að sofa vegna sektarkenndar „Þeir komu hérna skömmu eftir að það fór að kvisast út hverjir hefðu brotist inn í bústaðinn. Þeir játuðu á sig sökina og gáfu þá skýr- ingu á innbrotinu að þá hefði lang- að til að gera eitthvað sem fjör væri í,“ segir Steinar Snorrason, lög- reglumaður í Borgarnesi, um far- sælan endi þjófnaðarmáls í Borgar- flrði. Pitlamir eru fimm, á aldrinum 15 til 17 ára. Þeir eru allir úr Borgar- firði og gerðu það fyrir einskær strákapör að fara inn í sumarbústað á Eyrarlandi í Svínadal. Brutu þeir upp bústaðinn og stálu þaðan sjón- varpstæki og áfengi. Samviskan tók þó fljótlega að naga þá pilta og voru þeir að sögn hættir að sofa á nóttunni vegna sektarkenndar. Gáfu þeir sig þá fram og lofuðu að bæta eiganda bú- staðarins allt tjón i innbrotinu. Þeir sleppa við svo búið og er ekki reiknað með að þeir reyni aft- ur að stytta sér stundir við að ásæl- ast eigur annarra. -GK Veðurblfðan það sem af er árinu hefur gefið tilefni til ýmissa verka sem allajafna eru illfram- kvæmanleg á vetrarmánuðum. Sjálfsagt á Vetur konungur eftir að segja til sín en er á með- an er. Menn notuðu blíðuna í gær til aö dytta að símastaurum í Hvalfiröi. Hér sjást tveir vask- ir viðgerðarmenn uppi í einum stauranna og líkar lífið vel. DV-mynd BG Átök milli stjórnenda og starfsmanna Columbia: Áform um nýtt álver eru í hættu - segir yfirmaður nýrra verkefna fyrirtækisins „Vegna þessara átaka við starfsmenn er ljóst að áform um nýtt álver eru í hættu. Ákvarðanir verða sennilega ekki teknar fyrr en eftir tvo eða þrjá mánuði," sagði James Hensel, yfirmaður nýrra verkefna hjá Columbia Alum- inum í Bandarikjunum, í samtali við DV en eignarhaldsfé- lag starfsmanna álfyrirtækisins, sem á minnihluta í félag- inu, hefur sett sig upp á móti áformum meirihlutans að reisa nýtt álver á íslandi eða í Venesúela. Forráðamenn Columbia ætluðu að vera búnir að taka ákvörðun um hvar álverið yrði reist en nú er ljóst að það tefst enn frekar. Starfsmennirnir vilja nýta sér forkaupsrétt á bréfum' meirihlutans, sem nær eingöngu eru í eigu Ken Petersons, forstjóra Columbia Aluminum, kaupa þau og selja síðan áfram til annars álfyrirtækis í Washington- fylki, Gold- endale Aluminum, sem gert hefur starfsmönnunum tilboð. Stjórn Columbia hefur hins vegar gert starfsmönnunum gagntilboð og er tilbúin að greiða þeim 63 milljónir doll- ara, eða rúma 4 milljarða króna. Hlutur Petersons í fyrir- tækinu er 60%, eignarhaldsfélagið á 30% og aðrir starfs- menn 10%. Eignarhaldsfélag starfsmanna var stofnað þegar Col- umbia hóf rekstur fyrir 10 árum. í félaginu eru 650 starfs- menn, þar af eru 100 þeirra hættir hjá fyrirtækinu en eiga enn sinn hlut. Að sögn Hensel lá andstaða þeirra við áform um álver utan Bandaríkjanna fyrst fyrir í lok desember og síðan hefur málið verið í biðstöðu. Samkvæmt því sem fram kemur í blaðinu American Metal Market hefur Ken Peterson áhuga á því að reisa ál- ver á íslandi eða í Venesúela þótt hann fari út úr Col- umbia Aluminum. -bjb Veðrið á morgun: Rigning eða slydda Á morgun verður hæg norð- anátt. Rigning eða slydda verð- ur allra austast á landinu í fyrstu en annars skýjað með köflum. Léttir til um mestallt land þegar líður á daginn. Hiti um og rétt yfir frost- marki en víða næturfrost. Veðrið í dag er á bls. 36 bnother Litla merkivélin Loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28-sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.