Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 11 DV Fréttir Reykjavíkurfundur Reagans og Gorbatsjovs: Kostaði 63 milliónir - stórveldin voru aldrei rukkuð - afmælisfundur í haust Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna Reykjavíkurfundarins haust- ið 1986, fundar foseta Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, nam tæpum 63 milljónum króna. Stærstur hluti upphæðarinnar, um 50 milljónir króna, kom inn í bókhald ársins 1986 en tæpar níu milljónir greidd- ust árið 1987, 250 þúsund árið 1988 og tæpar fjórar milljónir árið 1989. Þetta kom fram í samtali DV við ríkisbókara nýlega. Stærsti liðurinn í reikningunum er löggæslukostnaður en hann nam um 28 milljónum króna en búast má við að hann hafi í raun verið nokkru hærri. Benda má á að fyrir fundinn var ákveðið að flýta ýmsum framkvæmdum á kostnað ríkisins í borginni og er kostnaður vegna þess og annar óbeinn kostnaður ekki til- greindur sérstaklega. Fyrir fundinn var rætt um að er- lendu ríkin, Bandaríkin og Sovét- ríkin þáverandi, myndu bera hluta af kostnaðinum en slík endur- greiðsla er ekki inni í ofangreindum tölum. Samkvæmt upplýsingum DV voru aldrei neinir reikningar send- ir til þessara ríkja. Beinn kostnaður Reykjavíkur- borgar vegna Reykjavíkurfundarins var hverfandi. Samkvæmt upplýs- ingum borgarbókara fékk borgar- sjóður endurgreiddar rúmar 13 milljónir úr rikissjóði sem beinan kostnað vegna fundarins en greiddi sjálf tæpar tvær milljónir vegna blaðamannafundar og fleira. Ýmis óbeinn kostnaður vegna fundarins, til dæmis flýtingar fram- kvæmda, kom á borgina en ekki er tekið fram í reikningum hversu hár hann var. Eins og fram hefur komið í DV er stefnt að fundi hérlendis i haust til þess að minnast þess að tíu ár eru liðin frá leiðtogafundinum. -GHS Atvinnuástandið í desember 1995: Atvinnuleysið minnkaði milii ára - en jókst töluvert frá nóvember Atvinnuleysi í desember sl. mældist 4,9%. Það er nokkuð minna atvinnu- leysi en í sama mánuði 1994 þegar 5,7% áætlaðs mannafla var án vinnu. Atvinnuleysisdagar í nýliðnum desem- ber jafngilda því að 6.250 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá. Frá því í nóvember jókst at- vinnuleysið um 0,5 prósentustig. Skráðir atvinnuleysisdagar í des- ember voru ríflega 135 þúsund á landinu öllu, þar af um 65 þúsund hjá körlum og tæplega 71 þúsund hjá konum. Síðasta virka dag mán- aðarins voru 7.983 manns á atvinnu- leysisskrá á landinu öllu en það er 1.633 fleiri en í lok nóvember. Á ár- inu 1995 voru um 6.538 manns að meðaltali atvinnulausir eða 5% en árið 1994 voru um 6.209 manns án vinnu eða 4,8% af vinnumarkaði. Undanfarin 10 ár hefur atvinnu- leysið aukist um tæp 42% að meðal- tali frá nóvember til desember. Hlutfallsleg fjölgun atvinnulausra hefur alfarið verið minni milli þess- ara mánaða síðan 1980. Meðal skýr- inga nú eru ný ákvæði um fastráðn- ingarsamninga fiskvinnslufólks frá því í febrúar sem gera það að verk- um að mun færri koma nú inn á at- vinnuleysisskrá í tímabundinni fiskvinnslustöðvun um áramótin. Atvinnuleysi - des '94 tii des '95 - des. jan. feb. mar. apr. maí Júni júlí ág. sept. okt. nóv. des. DV Atvinnuleysi jókst alls staðar á nema á höfuðborgarsvæðinu. landinu í desember miðað við nóv- ember en hlutfallslega minnst á höf- uðborgarsvæðinu. Miðað við des- ember 1994 er atvinnuleysið hins vegar minna í öllum landshlutum Búist er við að atvinnuleysi auk- ist talsvert í þessum mánuði víðast hvar á landinu og geti orðið á bilinu 5,5 til 6%. -bjb KAFFI REYKJAVIK Blótum þorra á Kafíi Reykjavík Glæsilegt þorrahlaðborð á Kaffi Reykjavík, föstudag og laugardag. Þú getur borðað að eigin vild fyrir aðeins 1.800 kr. og ískaldur fylgir með. Eyjólfur Kristjánsson stjórnar fjöldasöng og skemmtir gestum og hljómsveitin Hunang heldur uppi þorrafjöri til kl. 3.00 bæði kvöldin. Borðhald hefst kl. 19.00. Borðapantanir í síma 562-5540. Misstu ekki af meiriháttar þorrafjöri. Verð aðeins 1.800 kiv R.ESTAURANT / BAR STADURINN ÞAR SEM STUÐIÐ ER Höfn: Staða bæjar- sjóðs hefur batnað verulega Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs DV; Höfn: Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt ijárhagsáætlun bæjar- sjóðs árið 1996 og voru allir níu bæj- arfulltrúarnir samþykkir henni. Tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 250,7 milljónir króna. Rekstrargjöld eru áætluð 181,6 milljónir og rekstr- arafgangur 69,1 milljón króna. Til frámkvæmda og fjárfestinga, að frádreginni eignasölu, er áætlað að verja 47,8 milljónum. Heildarút- gjöld, rekstur og fjárfestingar, verða því 229,4 milljónir. Eftirstöðvum, 21,1 millljón, er ætlað að bæta pen- ingalega stöðu með því að greiða niður skuldir. Áætluð staða í árslok - skuldir umfram eignir -1996 verð- ur rúmlega 80 milljónir eða 32% af tekjum. í árslok 1994 var þetta hlut- fall 58% og hefur því batnað veru- lega. Þetta er í samræmi við sam- þykkta þriggja ára áætlun bæjar- sjóðs og þá stefnu sem öll bæjar- stjómin er sammála um; að lækka skuldir. Viðamesti málaflokkurinn er skólamál. Rekstur skólanna kostar 42,8 milljónir og þar að auki er áætl- að að verja 28,7 milljónum í fram- kvæmdir við þá. Alls verður því varið 71,5 milljónum í skólamálin sem eru 28,5% af tekjum. Miklu er varið í skólamál vegna umfangs- mikilla skipulagsbreytinga á grunn- skólahaldi. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðu kemur rekstur bæjarfélagsins vel út 1995 miðað við áætlanir. Greiðsluafgangur verður væntan- lega rúmum 10 millj. króna meiri en áætlað var í fjárhagsáætlun 1995. -JI FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1984-l.fl. 1988-1.fl.A 6 ár 1991-1.fl.D 5 ár 01.02.96-01.08.96 01.02.96-01.02.97 01.02.96 kr. 73.587,30 kr. 31.480,40 kr. 15.616,80 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. janúar 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS _____ • ••• •• • •:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.