Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Spurningin Sigfríður Sophusdóttir, vinnur á Stöð 3: Já, alltaf. Kristín Pétursdóttir nemi: Nei. Svava Kristjánsdóttir: Já. Steina Steinarsdóttir, heimavinn- andi: Stundum. Sonja Sigurðardóttir leikskóla- kennari: Já, ég geri það. Ásdís Þorsteinsdóttir húsmóðir: Nei, ég geri það ekki. Lesendur________________________ Kaupin á Hitaveitu Reykhólahrepps: Atriði sem brjóta lög og velsæmi „Nú er verið að selja skosk-ameríska fyrirtækinu Kelco Þörungaverksmiðj- una. Fylgja mun í samningunum þetta heita vatn. Er leytilegt að selja útlend- ingum íslenskar orkulindir?" Sveinn Guðmundsson, Miðhús- um, skrifar: Einokunarfyrirtækið „Orkubú Vestf]arða“ er á lokastigi með að „kaupa“ Hitaveitu Reykhóla en hún er fjöregg Reykhólahrepps. í samn- ingnum eru atriði sem brjóta lög og velsæmi. Þó skal taka það fram að farið er með samninginn sem hern- aðarleyndarmál en leki er nokkur. Er það ekki brot á samkeppnis- lögum að' afhenda með ríkisstyrk Orkubúinu Hitaveitu Reykhóla sem fær þar með einokunarrétt á sölu og dreifingu orku í hreppnum? í samn- ingsdrögum mun vera bann við að aðrir í Reykhólahreppi bori eftir heitu vatni, hvort sem er fyrir sjálfa sig eða til þess að keppa við Orku- búið. Eins og áður er sagt er okkur íbúum hér ekki trúað fyrir að vita neitt um samningsdrögin og vitað er að hreppsnefndarmenn hafa sagt ósatt og eiga erfitt með að færa rök fyrir gerðum sínum. í samningnum mun vera að Þör- ungaverksmiðjan eigi 2/3 hluta heita vatnsins en Reykhólar eru vanvirt ríkisjörð. Þessi hlutaskipti fara eftir borholueign. Nú er verið að selja skosk-ameríska fyrirtækinu Kelco Þörungaverksmiðjuna. Fylgja mun í sölunni þetta heita vatn. Er leyfilegt samkvæmt íslenskum lög- um að selja útlendingum íslenskar orkulindir? Nú afhendir íslenska ríkið Orku- búinu að gjöf að minnsta kosti 16 milljónir sem þingmenn Vestfirð- inga fengu hjá ríkinu en Orkubúið Þorleifur skrifar: Ef marka má orð heilbrigðisráð- herra, Ingibjargar Pálmadóttur, í viðtali um reykingar við Morgun- blaðið, sem virðist vera komið í sömu heilögu herferðina gegn reyk- ingafólki eins og kvótakerfinu, þá sé ég ekki hvernig ríkisstjórninni á að takast að ná niður ríkissjóðshall- anum með Ingibjörgu innanborðs. Ingibjörg vill stórhækka verð á tóbaki umfram alla almenna verð- lagsþróun í landinu þannig að kaup á tóbaki komi verulega við pyngj- Bifreiðareigandi skrifar: Auglýst hefur verið uppboð á bif- reiðum hjá Vöku þ. 27. þessa mán- aðar að kröfu ýmissa stofnana og lögmanna og skal ekkert efast um lögmæti krafna þeirra. Hitt er skoð- unarvert hvernig Vaka hf. stendur að vörslusviptingunni en menn frá henni læðast um hverfin eins og þjófar að nóttu og taka bíla hvar sem til þeirra næst. Ég lenti í þessu fyrir nokkru, bíll- inn minn var horfinn einn morgun- inn og hafði Vaka verið að verki. Ég hafði samband við RLR vegna máls- ins og fékk skýringar frá þeim þar sem kom fram að þessi gjörningur Vöku væri ólöglegur, kallast ger- tæki, verknaður þar sem maður tek- kaupir hitaveituna og einokunar- réttinn á alls 52 milljónir mínus 16 milljónir sem ríkisvaldið færir Reykhólahreppi en fékk líka í stað- inn frumburðarréttinn. Formaður Orkubúsins segir í Morgunblaðinu að það kaupi ekki veituna í andstöðu við heimafólk. Um og yfir 80 prósent Reykhólabúa eru andvígir sölunni en vegna fá- tæktar geta heimamenn ekki keypt hitaveituna. Á Reykhólum er yfir- leitt ungt fólk sem er að koma yfir una hjá fólki, eins og hún segir sjálf. Ef vilji Ingibjargar næði fram að ganga yrði ríkissjóður af verulegum tekjum og hann má væntanlega ekki við því ef marka má orð fjár- málaráðherra. i Morgunblaðinu kemur fram að tekjur ríkissjóðs af tóbakssölu nemi árlega um þremur milljörðum króna. Þá hefur hún einnig sagt að hún vilji setja á fót sérstaka stofnun fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Það þýddi stórauk- in ríkisútgjöld. Fyrir utan þetta vill heilbrigðis- ur sér rétt sem hann á en beitir ekki réttum aðferðum við það. í 260. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, segir: „Hver, sem gerist sekur um gertæki, skal sæta sekt- um. Sá sem misgert er við getur höfðað mál til refsingar." Bíleigend- ur, sem lendið i þessu, hafið því vár- ann á og kærið þá umsvifalaust og látið þá færa bílinn á sinn stað taf- arlaust ef þeir standa ekki 100 pró- sent rétt að tökunni. Einnig væri gaman að vita hvern- ig samningur Vöku við lögreglu og sig húsi og koma upp bömum og því vill afgangurinn verða lítill. Nú réttir Alþingi Orkubúinu sem gjöf a.m.k. 16 milljónir. Er Alþingi ekki að mismuna þegnum sínum og styðja átthagafjötra og fátækt íbú- anna? íbúum var ekki boðin þessi fjárhagsaðstoð eða nein fyrir- greiðsla. Svo heillaður var fv. odd- viti að hann sagði í fjölmiðlum að Reykhólabúar gætu komið til sín og samið við sig. Hann gleymdi því að hann var sjálfur Reykhólabúi. ráðherrann taka upp þá reglu að kaupmenn afli sér sérstaks leyfis til að höndla með tóbak. Og ekki nóg með það; ráðherrann vill banna verslununum að hafa tóbaksvörur til sýnis. Ráðherrann vill greinilega koma á einhvers konar bann- árastemningu kringum tóbakssöl- una fyrst tóbak má ekki sjást. Næði þessi vitleysa ráðherrans fram að ganga væri um hrein og klár höft á viðskiptafrelsi að ræða sem stæðust ekki alþjóðlega sátt- mála sem ísland er aðili að. innheimtustofnanir er til kominn. Ég man ekki eftir að hafa séð aug- lýst eftir tilboðum í þessa flutninga sem hljóta að vera milljóna virði á ársgrundvelli og er þó talað um að öll innkaup á vöru eða þjónustu hjá því opinbera að upphæð 2 milljónir eða meira skuli boðin út. Það eru mörg dráttarbílafyrirtæki önnur á Reykjavíkursvæðinu sem gætu sinnt þessu. Er ekki þarna einokun í hnotskurn? En umfram allt, látið ekki Vöku hf. valta yfir ykkur. Brjálæði að hafa 4 sjón- varpsstöðvar Gunnar Stefánsson skrifar: Nú í dag eru starfandi 4 sjón- varpsstöðvar á höfuðborgarsvæð- inu. Brjálæði! Endalokin geta að- eins orðið á einn veg: Stöð 3 tap- ar orrustunni og Sýn leggur upp laupana 2 vikum síðar því þá er samkeppni við Stöð 2 ástæðulaus sýndarmennska. Mín skoðun er sú að þeir sem hafa yflrumsjón með sjónvarpsmálum á landinu eigi að gera hluthöfum í Stöð 2, séu þeir tengdir Sýn á einhvern hátt, skylt að selja hlut sinn í Sýn á opnum hlutabréfamarkaði til að koma í veg fyrir einokun Stöðvar 2. Þá kannski gætu Sýn og Stöð 3 sameinast í alvörusam- keppni við RÚV óg Stöð 2. Þvi munið að áskriftartilboð Stöðvar 2, Sýnar og Fjölvarpsins er að- eins tímabundið. Strax og Stöð 3 fer á hausinn fellur þetta tilboð Stöðvar 2 úr gildi. Hætta á öllum æviráðningum Sigrún hringdi: í tilefni deilunnar í Langholts- kirkju langar mig að koma á framfæri þeirri skoðun minni að hætta eigi, öllum æviráðningum embættismanna. Þó svo að söfn- uður fái að kjósa sér prest getur hann reynst allt annar en sá sem meim héldu og er ég þá ekki endilega að beina orðum mínum að séra Flóka. Það hafa komið upp deOur í fleiri kirkjum en Langholtskirkju. Enn vegið að geðveikum Ingibjörg hringdi: Alveg er það dæmigert fyrir „sparnað" heilbrigðisyfirvalda að segja upp samningnum við Hjálpræöisherinn vegna Bjargs sem verið hefur heimili geð- veikra í fjölda ára. Ég skil ekki hvað menn halda að sparist með því að loka svona heimili og koma heimilismönnum fyrir á deildum hér og þar. Það er stund- um eins og menn séu að spara aurinn en fleygja krónunni. Það hlýtm- að vera dýrara að vista sjúklingana á geðdeildum. Lélegar sam- göngur Helga hringdi: Mig langar að kvarta undan því að ekki skuli vera hægt að komast í- strætó á milli Hóla- hverfis og Seljahverfis nema með því að fara fyrst niður í Mjódd. Þetta eru fjölmenn hverfi og það hljóta að vera fleiri en ég sem þurfa að komast þarna á milli á hverjum degi. Mér skilst að það hafi einhvern tíma verið reynt að láta vagn ganga þarna á milli en að farþegar hafi verið of fáir til að það borgaði sig. Það mætti alveg kanna þetta á nýjan leik, svona þjónustunnar vegna. Gengið á ævisparnað Lárus hringdi: Ég vona að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fram- kvæmi þær úrbætur sem til þarf vegna' þversagnarinnar sem hún hefur bent á i sambandi við sjúkrahúsvist aldraðra. Það er nefnilega svo að sá sem hefur einhverjar tekjur úr lífeyrissjóði tekur þátt í kostnaðinum þegar hann leggst inn á hjúkrunarhe- imili en ekki sá sem engar tekjur hefur þó hann eigi umtalsverðar eignir. Þannig er gengið á ævisparnað annars en ekki hins. Þetta er óréttlátt að margra mati og er úrbóta þörf. Heilbrigðisráðherra vill bannárastemningu Læðast eins og þjófar að nóttu „Gaman váeri að vita hvernig samningur Vöku við lögreglu og innheimtu- stofnanir er til kominn," skrifar bréfritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.