Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Fréttir Formaður Prestafélags íslands með rangar upplýsingar: Bréfi mínu breytt hjá allsherjarnefnd Alþingis - segir Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kirkjuráðsmaður Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kirkjuraösmaöur, segir allsherjarnefnd Alþingis hafa breytt bréfi sínu. Vegna breyt- inganna hafi sr. Geir Waage sakaö sig um óheil vinnubrögð. Formaður allsherjarnefndar biðst velvirðingar á vinnu- brögðum nefndarinnar. DV-mynd Höröur í ljós hefur komið að allsherjar- nefnd Alþingis breytti bréfi sem Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kirkjuráðsmaður, skrifaði nefnd- inni. Um er að ræða persónulegt bréf varðandi deilur um fimm ára ráðningu eða æviráðningu presta. Bréfinu var breytt í meðforum alls- herjarnefndar þannig að í staðinn fyrir „ég“ er sagt „við“ og látið líta út sem bréfið sé frá fólki í Flateyr- arsókn. Á aukakirkjuþingi í janúar síð- astliðnum urðu sem kunnugt er deilur um hvort halda skuli við lög frá í fyrra um að prestar séu ráðnir til fimm ára eða hvort aftur yrði snúið til æviráðningar eins og áður var. Enn kom þetta til umræðu á aðal- fundi Prestafélagsins í vikunni. Þar ásakaði formaður félagsins, Geir Waage, leikmenn í kirkjuráði fyrir að hafa beitt fyrir sig sóknarnefnd- um til að ekki yrði snúið aftur til æviráðningar presta. Séra Geir er ákafur stuðningsmaður þess að svo verði gert. Hann ásakaði Gunnlaug Finnsson, bónda og kirkjuráðs- mann, fyrir að hafa beitt fyrir sig sóknarfólki Flateyrarsóknar í þessu máli vegna þess sem fram kemur í gögnum allsherjarnefndar. Breytingartillaga samþykkt Gunnlaugur Finnsson flutti, ásamt tveimur prestum, tillögu á aukakirkjuþingi í janúar um að lög- in um 5 ára ráðningu yrðu látin gilda áfram. Um þetta voru deilur á þinginu. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum gegn 5 en 3 sátu hjá. „Þegar ég fór að skoða kirkju- þingsgögnin sem send höfðu verið allsherjamefnd tók ég eftir því að niður hafði fallið þessi breytingar- tillaga. Hún hafði ekki verið kynnt til Alþingis. Vegna þessa skrifaði ég allsherjarnefnd bréf. Ég gerði það að eigin frumkvæði og kynnti í bréf- inu þessa breytingartillögu sem ég átti aðild að og hvemig hún var af- greidd á kirkjuþinginu. Ég tók ræki- lega fram að hér væri um mina per- sónulegu skoðun að ræða,“ segir Gunnlaugur. Bréfinu breytt Hann heldur áfram: „Þegar ails- herjarnefnd var búin að afgreiða málið þá fengum við í kirkjuráði að sjá samantekt allsherjarnefndar sem sendi gögnin til sóknarnefndanna í landinu. Ég skoðaði hvort eitthvað væri sagt um bréfið sem ég sendi nefndinni. Þá er það merkt Flateyr- arsókn, sem er allt annað en sóknar- nefnd Flarteyrarsóknar, sem auðvit- að hafði sent sitt álit eins og aðrar sóknarnefndir. Það kom mínu bréfi ekkert við. Aðeins fyrri hluti bréfs míns var birtur; síðari hlutanum sleppt. En það versta er að texta min- um var breytt," segir Gunnlaugur. Við í stað ég „Ég skrifaði bréfið í 1. persónu en því er breytt og þar sem ég sagði „ég“ stendur alls staðar „við“. Þar með er verið að láta líta út eins og ég hafi hóað sóknarfólki Flateyrar- sóknar saman og bréfið sé frá því fólki. Þetta lítur því út eins og ég hafi verið með þau óheilu vinnu- brögð sem séra Geir Waage sakaði mig um á aðalfundi Prestafélagsins á Akureyri á dögunum af því að hann vissi ekki betur,“ segir Gunn- laugur Finnsson, Hann bendir á að hér sé auðvitað um stóralvarlegt mál að ræða þar sem í hlut á sjálf allsherjamefnd Al- þingis. -S.dór Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. júlí 1997 er 25. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 25 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 582,30 Vaxtamiði með 10.000 kr. skírteini = kr. 1.164,60 Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini = kr. 11.646,00 Hinn 10. júlí 1997 er 23. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 23 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.205,30 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1997 til 10. júlí 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1997. Reykjavík, 27. júní 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS Formaöur allsherjarnefndar Alþingis: Vinnuskjal sem ekki átti að fara áflakk - sjálfsagt að biðja viðkomandi velvirðingar Sólveig Pétursdóttir, formað- ur allsherjamefndar Alþingis, segir að plaggið sem Geir Waage og Gunnlaugur Finnsson vitna í frá allsherjarnefnd hafi verið vinnuskjal allsherjarnefndar sem ekki átti að fara annað. Hún segir að meðal umsagna sem bárust um frumvarpið hafi verið umsagnir frá annars vegar Flateyrarsókn, sem Gunnlaugur Finnsson, formaður sóknar- nefndar, og Þorbjörg Sigþórs- dóttir ritari skrifuðu undir. Hins vegar hafi allsherjamefnd líka borist erindi frá Gunnlaugi Finnssyni persónulega. Þessum erindum hafi verið dreift til allra nefndarmanna. Þegar vinna við málið hófst í allsherj- arneftid útbjuggu starfsmenn nefndarsviðs þingsins vinnu- skjal þar sem útdrátt úr umsögn- um var aö finna eins og venja er í málum af þessari stærð- argráðu. „Útdrátturinn er vinnugagn sem eingöngu var ætlað nefndar- mönnum og dreift til þeirra ásamt erindum sem bárust. Ekki er ljóst hvernig vinnuskjalið barst kirkjuráði eins og fram hefur verið haldið," segir Sól- veig. Hún segir að í vinnuskjalinu sé bæði að finna athugasemd frá sóknarnefnd Flateyrarsóknar og Gunnlaugi Finnssyni. Hins veg- ar hafi þau leiðu mistök orðið að athugasemd Gunnlaugs hafi fengið yfirskriftina „Flateyrar- sókn“ og eintölu var breytt í fleirtölu á nokkmm stöðum. Ekki var um neinar efnislegar breytingar á textanum að ræða. „Ég veit ekki til að þetta mál hafí hingað til valdið neinum misskilningi. Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar tæknileg mistök eiga sér stað og sjálfsagt að biða viðkomandi velvirðingar á því,“ segir Sólveig Pétursdótt- ir. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.