Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjöri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRiSTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Flugfrelsi innanlands Breytinga er aö vænta í innanlandsflugi um mánaöa- mótin. Einokun á áætlunarleiðum verður aflétt. Frelsi í flugi tekur við. Þetta er fagnaðarefhi. Samkeppni á þessu sviði sem öðrum ætti að verða neytendum til hagsbóta. Fram til þessa hefur samkeppnin á innanlandsleiðum verið afar takmörkuð. Flugleiðir hafa haldið uppi áætl- unarferðum frá Reykjavík til flestra stærri staða á land- inu. Önnur félög hafa haft áætlunarleyfi til minni staða og að takmörkuðu leyti á áætlunarflugleiðum Flugleiða. Flugfélögin hafa búið sig undir þessar breytingar. Flugleiðir og Flugfélag Norðurlands hafa stofnað sér- stakt félag um innanlandsflugið, Flugfélag íslands. Hitt stóra innanlandsflugfélagið, íslandsflug, hefur fjárfest í tækjum, búnaði og stærri flugafgreiðslu í Reykjavík. Bæði flugfélögin bjóða upp á hraöfleygar flugvélar, stór- ar jafnt sem smærri. Smærri flugfélög munu halda uppi takmörkuðu áætlunarflugi auk leiguflugs. Þrátt fyrir frelsi í áætlunarflugi má gera ráð fyrir því að Flugfélag íslands ráði stórum hluta markaðarins í krafti stærðar. Ferðatíðnin verður mest og viðkomustað- imir flestir. íslandsflug mun þó veita Flugfélagi íslands verðuga samkeppni. Félagið boðaði í gær farmiðaverð sem er til muna lægra en sést hefur í innanlandsflugi. ís- landsflug ætlar sér því í alvöru samkeppni um leið og færi gefst. Viðbragða Flugfélags íslands er beðið. Ákveðin þróun hefur verið í innanlandsflugi undan- farin ár. Flug til minni staða hefur lagst af. Það hefur ekki verið talið svara kostnaði að fljúga þangað. Þá hef- ur bætt vegakerfi keppt mjög við flugið. Styttri fluglegg- ir hafa því verið lagðir niður enda fljótlegra að aka milli staða en áður var vegna þjóðvega með bundu slitlagi. Það er því líklegt að samkeppnin verði aðallega á fjölf- ömustu leiðunum, milli Reykjavíkur annars vegar og Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja hins vegar. ís- landsflug hefur meðal annars boðað flug til þessara staða. Ólíklegt verður að telja að smærri staðir og óhag- kvæmari flugleiðir njóti samkeppni félaganna með sama hætti. Dæmin sanna okkur að aukin samkeppni í millilanda- flugi lækkar farmiðaverð. Neytandinn hagnast því. Um leið geta fleiri leyft sér að ferðast og félögin fá því fleiri farþega. Samkeppnin kallar á hagræðingu og bættan rekstur en gangi það upp ætti hún að vera fyrirtækjun- um jafnt sem neytendunum til hagsbóta. Um hríð hafa erlend flugfélög keppt við hin íslensku um millilanda- flug. Erlendu félögin koma inn á sumrin þegar ásókn í ferðalög er mest. Engin spuming er um það að þessi samkeppni hefur orðið til þess að lækka verð flugmiða milli landa. Samkeppni innanlands ætti því að hafa áhrif þótt ólíklegt sé að erlend flugfélög hefji flug á innan- landsleiðum. Markaðurinn er væntanlega minni en svo að þau telji það svara kostnaði. Fróðlegt verður að fylgj- ast með því hvort sú fargjaldalækkun sem íslandsflug boðar helst. Fram til þessa hefur flug milli landa í pakkaferðum stundum verið á svipuðu verði eða lítið dýrara en milli staða á íslandi. Rekstur innanlandsflugs hér á landi hefur staðið í jámum. Á þessari stundu er ekki hægt að sjá fyrir hvort lág verð halda sér. Upphafstilboð íslandsflugs bendir þó til þess. Fylgi Flugfélag íslands eftir ætti markaðurinn að stækka. í samanburði kemur fleira til en en fargjalda- verð, svo sem þjónusta og ferðatíðni. Neytendur munu fylgjast grannt með. Miklu skiptir að flugfarþegar hafa val frá næstu mánaðamótum. Breytingin var tímabær. Jónas Haraldsson Gjaldtöku fyrir þjónustu trygginganna á aö afnema en hún skilar nú oröiö tekjum upp á um 2000 milljónir króna, segir Svavar m.a. í greininni. Gagnsæ, skýr og heiðarleg heildarlög kjaraheild sem myndast þegar það þrennt kemur sam- an sem þó ræður öllu um kjör þús- undanna, það er: a) lög um al- mannatryggingar b) skattalög og c) lög og reglur um lífeyrissjóði. Verðugt sam- eiginlegt verk- efni? Segja má að þetta hafi lengi legið fyrir en það sýnir þrótt- leysi löggjafans og stjómmálavaldsins í landinu að ekki skuli hafa verið far- „í lögum um almannatryggingar birtist einn stærsti sigur ís- lenskrar alþýöuhreyfíngar; lögin sem sett voru í tíð samstjórnar Sósíalistaflokksins, Alþýðu- fíokksins og Sjálfstæðisflokks• ins voru talin ein þau bestu í norðurálfu.u Kjallarinn Svavar Gestsson formaöur þingflokks Al- þýöubandalagsins og óháöra í lögum um almannatryggingar birtist einn stærsti sigur íslenskr- ar alþýðuhreyfmgar; lögin sem sett vom í tíð samstjórnar Sósía- listaflokksins, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru talin ein þau bestu í Norðurálfu. Með þeim endurbótum sem Alþýðubandalag- ið beitti sér fyrir á lögunum frá 1971 mrðu almannatryggingalögin á íslandi fyrirmynd annarra laga sem fjölluðu um hliðstæð málefni. Ákvæði almannatryggingalag- anna vora studd sérlögum um málefni aldraðra og fatlaðra þannig að þjónustuheildin lokaðist í einum hring þar sem allir þættir mynduðu eina rökræna heild. Engin heildarsýn Með ákvörðunum vinstristjórn- arinnar 1971 voru iðgjöld al- mannatrygginga afnumin vegna þess að þar var um að ræða nef- skatt sem lagðist á fátæka jafnt og auðuga; þau vora með öðrum orð- um ekki lögð á eftir efnum og ástæðum. Þess vegna var eðlilegt að afnema þau. En eftir þessa ákvörðun má segja að tekjuhlið al- mannatrygginganna hafl ekki orð- ið jafnskýr og áður; eigna- og rétt- indamyndunin var ekki í gegnum iðgjöld heldur í gegnum ríkissjóð. Eftir 1983 hafa ríkisstjómirnar síðan hver af annarri leikið sér að almannnatryggingalögunum. Ekki líður svo þing að þeim sé ekki margbreytt i hverjum bandormin- um á fætur öðram. Að lokum hef- ur engin heildaryfirsýn yfir rétt- indi almannatrygginganna. Og enn færri hafa yfirsýn yfir þá ið í það að taka á þessum málum sem einni heild. Síðasta ríkis- stjórn skemmdi lög um almanna- tryggingar með gjaldtöku fyrir þjónustu trygginganna. Núverandi ríkisstjórn hefur haldið áfram á þeirri braut. Þá gjalddtöku á að afnema en hún skil- ar í ríkissjóð orðið tekj- um upp á um 2000 milljónir króna. Jafn- framt á að endurskoða almannatryggingalögin með hliðsjón af skatta- lögum og lögum og reglum um lífeyris- sjóði. Eðlilegt væri að mati undirritaðs að verkalýðshreyfingin hefði forystu um slíka endurskoðun. Alþýðu- bandalagsmenn vilja öragglega leggja henni lið og sjáifsagt líka aðr- ir stjórnarandstöðu- flokkar. Væri það kannski verðugt sam- eiginlegt verk- efni? Svo mikið er víst það er eitt brýn- asta verkefni í velferðarmálum á íslandi að ná því að tengja saman þá samfelldu hugsun sem á að felast í þessum lögum enda byggi þau á samtrygg- ingu, samvinnu og sameiginlegum réttindum og skyldum andspænis örorku eða elli. í næstu grein verð- ur fjallað nánar um þetta nýja verkefni íslenskrar alþýðuhreyf- ingar. Svavar Gestsson Skoðanir annarra Völd eru vanabindandi „Athyglisvert er að fregnir um sölu ríkisfyrirtækja vekja ekki lengur sérstaka athygli í þjóðfélaginu ... Þegar litið er til annarra Evrópulanda er þó eðlilegt að menn undrist þann hægagang sem hefur verið rikjandi hér á landi við sölu opinberra fyrirtækja. Það virðist ráða nokkra um „einkavæöingartregð- una“ hérlendis að innst inni vilja margir stjórnmála- menn eflaust ekki missa þau völd sem þeir hafa með setu í sijómum hinna ýmsu fyrirtækja eða banka- ráða, eða með því að úthluta þessum sætum til ann- arra. Völd eru vanabindandi." KjM í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 26. júni. Hin keisaralega hátign... „Morgunblaðið vekur athygli á að heimilishjálpin á Bessastöðum hellir fyrst í kaffibolla forsetans, býður svo starfsmanni hans og þvínæst gestum! Þetta brýtur í bága við siðvenju á íslenskum heimilum. Er embætt- ið farið að stiga hinni keisaralegu hátign til höfúðs? Eða er hér verið að innleiða venjur hirða þar sem alltaf þótti rétt að athuga hvort fyrsti sopinn væri eitr- aður? Er ástæða til að óttast slíkt á Bessastöðum. Og að forsetinn hafi forgöngu um að athuga það mál?“ Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 26. júní. Tíu veikleikar í þjóðfélaginu „Skipulag sjávEirútvegs er dragbítur á eflingu at- vinnulífs ... Landbúnaður er þannig skipulagður að matvæli eru 30% dýrari hérlendis en að meðaltali í ESB- löndunum ... Fjármálakerfið einkennist af fá- keppni og spilltum áhrifum stjórnmálaflokka í ríkis- banka- og sjóðakerfinu... Menntakerfið er að drabbast niður ... Framleiðni fyrirtækja einna lægst hérlendis ... Útflutningsverslun er alltof lítil ... Á íslandi er lengstur vinnudagur í Evrópu ... Skipulag á vinnu- markaði gamaldags og staðnað ... Eldri borgurum sýnd fyrirlitning ... Shmulcjs: gagnvart þjáningiun fólks áberandi...“ Úr forystugrein Alþbl. 26. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.