Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 13 Vængbrotin stjórnsýsla Greinarhöfundur vitnar í forræðismál Sophiu Hansen í Tyrklandi og seg- ir hæg heimatökin fyrir utanríkisráðuneytið í þeim efnum. Sophia Hansen ásamt tyrkneskum lögfræðingi sínum. Það vakti athygli alþjóðar, þegar tveir ráðuney tisstj órar voru sendir með flug- vél Landhelgisgæsl- unnar til Bodö í Nor- egi til að taka á móti loðnuskipinu Sigurði VE15 vegna meints landhelgisbrots á Rauða Torginu út af Seyðisfirði. Hvers vegna fékk ráðuneytisstjórinn I forsætisráðuneytinu ekki að vera með? Hvers vegna mættu engir norskir ráðu- neytisstjórar á kæj- anum í Bodö? Þetta er bein óvirðing við íslenska starfsbræð- ur þeirra og ísland sem frjálst og sjálfstætt riki. Umkomulausir sáust þeir vera að taka við land- festum skipsins eða með höfuðið út um glugga á stýrishúsinu. „Þeim var gefið bein, síðan héldu þeir heim,“ eins og segir í þul- unni. Stjórnlaust utanríkisráöu- neyti? Engin stjómun sýnist nú vera á utanríkisráðuneytinu og ekkert bólar á uppsögn „loðnusamnings- ins“ frá 1980 (sem framsóknar- menn gerðu við Norðmenn um stjómun veiða í Norðurhafinu) í átt til samræmingar við hinn nýja úthafsveiðisáttmála SÞ frá árinu 1995. Fyrrverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sagði þó Norðmönnum að þeir ættu ekki Sval- barða en ekkert slikt gerist nú. Fiskiráðu- neytið hefir þó gefið út nýjar reglur sem sýnast þrengja frelsi Norðmanna til að stela enn meiri loðnu í íslensku lögsögunni en þetta virðist nán- ast benda til þess að ekkert eigi að gera I sambandi við stjórn- un á úthafsveiðunum í Norðurhafinu. Áframhaldandi að- gerðaleysi utanríkis- ráðuneytisins leiðir til taps á veiði- og stjómunarréttindum í öllu Norðurhafinu. Hér kemur annað dæmi um svartadauðann í þessu ráðuneyti. Soffla Hansen sendi tvær dætur sínar fyrir 7 árum í stutta heim- sókn til fyrrver- andi eiginmanns síns og föður þeirra, Halim Al, í Tyrklandi en hann gerði sér lítið fyrir og skil- að þeim ekki aft- ur. Börnunum var einfaldlega rænt, - „kidnapp- ed“. Öll eru þau ís- lenskir ríkisborgarar og því hæg heimatökin fyrir utanríkisráðu- neytið að krefjast afhendingar á öllum aðilum málsins til íslands þannig að íslenskir dómstólar gætu íjallað um málefni þeirra. Að venju gerði utanríkisráðuneytið ekkert. Hvers vegna er ekki gerð krafa um framsal þessara íslensku ríkisborgara? Tómlæti gagnvart forræöis- máli Sophiu Stjarfir og blindir hafa embætt- ismenn utanríkisráðuneytisins í aðgerðaleysi horft á þessa móður tveggja íslenskra dætra sinna berj- ast fyrir umgengnisrétti við þær suður í Tyrklandi ámm saman með engum árangri. Kostnaður hennar af þessu tómlæti embættis- manna utanríkisráðuneytisins mun nú kominn í yfir 30 milljónir króna. Auðvitað á þetta ráðuneyti að borga fyrir mistök starfsmanna sinna, svo sem skylt er. Það var fyrst í fyrra að sendur var sendi- herra til Tyrklands til að kanna málið. Hann kom sneyptur til baka með þau skilaboð að lögmað- ur Soffíu væri Kúrdi og því i ónáð í Tyrklandi. Því væri ekkert hægt að gera. Nú hefir Halim A1 falið dæturn- ar upp til fjalla til að koma í veg fyrir að Soffía geti fengið um- gengnisrétt við þær á næstu tveim mánuðum, sem dómsúrskurður liggur fyrir um þar. Ætlar utan- ríkisráðuneytið að láta einskis- virða þennan rétt íslenskra ríkis- borgara þannig suður í Tyrklandi? Heiladauðinn í þessu ráðuneyti er yfirþyrmandi. Ný lög um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda gera ráð fyrir að þau geti ekki þannig þag- að öll mál í hel. Alþingi og al- menningur á islandi vill fá betri stjórnsýslu í landinu. Það dugir ekkert tuð lengur. Önundur Ásgeirsson Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís „Ætlar utanríkisráðuneytið að láta einskisvirða þennan rétt ís- lenskra ríkisborgara þannig suð- ur í Tyrklandi? Heiladauðinn í þessu ráðuneyti er yfírþyrm- andi.“ íþróttir fyrir suma: Hvers virði eru titlarnir núna? Stjórn Skotfélags Reykjavíkur SR neitaði sl. vetur að skrá þrjá einstaklinga - ég er einn þeirra - til keppni í einstaklingsgreinum á opnum íþróttamótum vetrarins hjá Skotsambandi íslands, STÍ. Þó er ákvæði í lögum ÍSÍ um að allir félagsmenn íþróttafélaga skuli hafa sama rétt. Enginn okkar þre- menninganna er eða hefur verið í keppnisbanni. STÍ hefur samt neit- að mér um aðgang að öllum opn- um (!) mótum vetrarins. Vann óumdeilt Meistaratitlar STÍ sem ég vann árið 1996 eru þrir, tveir í riffilskot- fimi og einn í skammbyssu. Hvers virði eru meistaratitlar í þessum greinum núna þegar mér var meinaður aðgangur að íslands- meistaramótinu í maí 1997 og öðr- um opnum mótum skotsambands- ins? Sá sem vann íslandsmeistara- mót STÍ í maí 1997 í Enskri keppni hlaut aðeins 576 stig af 600 mögu- legum en það er lægra en ég hef nokkum tima hlotiö. Árið 1996 hlaut ég 591 stig á íslandsmeistara- mótinu en 591 stig er einu stigi yfir alþjóðlegu Ólympíulág- marki. íslandsmeist- aratitlar STÍ 1997 í riffli og skamm- hyssu eru auðvit- að einskis virði þegar öðmm er haldið frá keppni. Sama gildir um árangur þess manns sem STÍ telur nú vera bikarmeistara í Enskri keppni, þótt mér hafi verið neitað um þátttöku í öllum mótum sl. vetur. Óumdeilt er að ég vann efsta sæti á 'öllum 23 mótum í greininni sem ég hef tekið þátt i síðan í ársbyrjun 1993. Hvomgur „meistáranna“ í Enskri keppni hefur nokkru sinni sigrað mig í keppni. Hvað skyldi þeim sjálfum finnast um meistaratitla sína þegar þeir eru fengnir með þessum hætti? Stjórn STÍ dæmd í Héraös- dómi Keppendumir tveir auk mín sem stjórn Skotfélags Reykjavíkur neitaði um keppnisrétt sl. vetur standa báðir framarlega í skamm- byssugrein, hafa t.d. náð íslandsmeist- aratitli árið 1995, silfurverðlaunum á íslandsmóti 1996 og hafa sett nokk- ur íslandsmet. Öllu þessu náðu þeir án þess að nokkrum öðrum væri haldið frá keppni eða nokkur mótsúrslit væru kærð. Menn sjá nú betur en áður að ákveðnir menn, sem kalla sig íþróttamenn, vilja láta sína menn ná íþróttatitlunum en vilja ekki að íþróttaárangur einn ráði því hver vinnur. Þannig neitaði stjórn Skotfélags Reykjavíkur að skrá til keppni ákveðna kepp- endur sem voru líkleg- ir til sigurs. Þar með jók stjórnin sigurlíkur sínar. Stjórn STÍ var með héraðsdómi 11. mars sl. dæmd til að endur- taka tvö mót sem fram fóru í jan. og febr. 1997. Ástæða dómsins var sú að mér var meinuð þátttaka í mót- unum. Stjórn STÍ áfrýjaði dómnum til dómstóls STÍ og fékk honum breytt en dóm- stóll ÍSÍ ógilti þá breytingu og lagði fyr- ir dómstól STÍ að taka málið fyrir aftur. Það hefur hann ekki gert og er því hér- aðsdómurinn í gildi. Enn sem komið er hefur stjórn STÍ virt hér- aðsdóminn að vettugi. Hve lengi getur svona lagað gengið? Er svona starfsemi íþrótt? Á meðan slíkt viðgengst innan ÍSÍ tel ég rétt að STÍ skipti um nafn og heiti hér eftir ÍFS eða ÍFF, „íþróttir fyrir suma“ eða „íþróttir fyrir forréttindafólk". Carl J. Eiríksson „Þannig neitaði stjórn Skotfélags Reykjavíkur að skrá til keppni ákveðna keppendur sem voru lík- legir til sigurs. Þar með jók stjórnin sigurlíkur sínar.u Kjallarinn Carl J. Eiríksson rafmagnsverkfræöingur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, pró- fessor í stjórn- málafræði. Með og á móti Hefur eignarhald fjölmiðla áhrif á ritstjórnarstefnu þeirra? Menn láta kaupa sig „Vissulega geta fjármálamenn keypt sér áhrif og aðgang að fjöl- miðlum. Nýlegasta dæmið er að Dagur-Tíminn er farinn að styðja af krafti Jón Ólafsson og R-list- ann, enda hefur Jón Ólafsson greitt vænar fúlgur í kosn- ingasjóð R-list- ans og Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags- Tímans, situr í nefnd sem á að skipuleggja kosningabar- áttu R-listans. Ekki spillir síð- an fyrir að Jón Ólafsson á hlut að útgáfu Dags-Tímans. Annað dæmi er þegar Jón Ólafsson fékk Ingólf Margeirsson til að gera um sig haUelúja-þátt í sjónvarpinu, en Ingólfur er sem kunnugt er á launum hjá Jóni við að hanna ímynd fyrir hann í fjölmiðlum, og veitir ekki af. Þriðja dæmið er þegar Jón Ólafsson rak Elínu Hirst, fréttastjóra Stöðvar tvö, af því að hann taldi að hún yrði ekki nógu þæg í valdabaráttu hans. En ég tek það fram að ég sé ekkert athugavert við það þegar menn eins og Jón Ólafsson ráð- stafa eignum sínum eins og þeir vilja, svo framarlega sem þeir eru ekki að skerða hagsmuni með- hluthafa sinna. Þetta er mál með- hluthafanna en ekki mitt. Hitt er svo auðvitað athugavert þegar menn láta kaupa sig, eins og þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Stef- án Jón Hafstein og Ingólfur Mar- geirsson hafa öll gert. Það er dap- urlegt að hlusta á hina æpandi þögn sem er um þetta mál i ís- lenska fjölmiðlaheiminum." Órökstutt kjaftæði „Kenningar þess efnis að fjöl- miðlafólk láti kaupa sig til að skrifa um mál með tilteknum hætti af eigendum þeirra blaða sem þeir starfa við eru aðeins dæmi um órökstutt kjaftæði manna úti í bæ sem ekki vita hvemig blaða- mennska gegn- ur fyrir sig. Þess voru vissulega dæmi á árum áður að útgefendur reyndu slík vinnubrögð og m.a. á tímum flokksblaðanna voru mál mjög oft í þessum farvegi. Þá gátu for- ystumenn flokka treyst því að sjá uppslátt á forsíðu eða í leiöara sem þeir höfðu lagt grunn að. Þetta er liðin tíð. Og þótt verá megi að einhverjir útgefendur reyni þetta í dag fullyrði ég að það tekst þeim ekki nema í algjör- um undantekningartilfellum. Þetta skilja ef til vill ekki þeir sem enn lifa i hugarheimi kalda stríðsins og sjá andskota í hverju horni. Blaðamennska i nútíma- samfélagi er þróuð starfsgrein og þeir útgefendur sem reyndu að múlbinda ritstjóra sína með þess- um hætti myndu fljótt missa þá til annarra starfa. Ég hef miklu meiri trú á íslenskum blaða- mönnum en svo að ég fáist til að samþykkja samsæriskenningar af því tagi sem hér er verið að ræða um. Það eru aðeins dæmi um þrá- hyggju manna sem þrífast á því að níða niður það fólk sem eink- um og sér í lagi ber ábyrgð á því að lýðræðið fái þrifist í landinu - íslenska blaðamenn.“ -RR Valþór Hlöfivers- son, bæjarstjórnar- maóur G-llstans í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.