Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Sinfóníuhljómsveit íslands og Norðurlands: Hvorki meira né minna en tvær sinfóníuhljóm- sveitir héldu tónleika í Háskólabíói í gærkvöld. Þetta voru Sinfóníuhljómsveit íslands og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands, og komu þær fram sem ein hljómsveit. Stjómandi risabandsins var Guðmundur Óli Gunnarsson, sem er aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóniuhljómsveitar Norðurlands. Einleikari var hins vegar Richard Simm, breskur píanóleikari sem búsettur er hér á landi. Á efnis- skránni vom verk eftir Rachmaninoff og Mahler. Þó það sé ekki hlutverk tónlistargagnrýnanda að kritisera tónverk sem sagan er fyrir löngu búin að dæma ódauðleg er varla annað hægt en nöldra aðeins yfir öðrum píanókonsert Rachman- inoffs. Stundum mætti ætla að þeir sem skipu- leggja sinfóniutónleika hérlendis haldi að Rachmaninoff hafi ekki samið neitt annað en einn píanókonsert (nr. 2), eina sinfóníu (líka nr. 2) og tilbrigði við stef eftir Paganini. Önnur verk Rachmaninoffs - sem em miklu merkilegri - era sjaldnar flutt. Annar píanókonsert Rachmanin- offs er orðinn slík klisja að það er varla hægt að hlusta á hann lengur - svo oft hefur hann verið fluttur. Samt heyrist hann aftur og aftur, í út- varpi og á tónleikum - eins og biluð plata. Tónlist Jónas Sen Richard Simm er prýðisgóður píanóleikari. Hann lék hinn misnotaða pianókonsert skýrt og rétt, enda hefur hann góða tækni og þekkir greinilega verkið út í ystu æsar - rétt eins og flestir áheyrendur. Stórhljómsveitin lék sömu- leiðis ágætlega undir, þó einstöku sinnum fylgdi hún ekki píanóleikaranum sem skyldi. Þetta var sérstaklega áberandi á lokaspretti þriðja kafla, þar sem stjómandinn Guðmundur Óli og Richard Simm urðu hálf viðskiia. Sömuleiðis voru þeir ekki alveg samtaka á hápunkti fyrsta kafla. En allt annað var ágætt - og gott betur; t.d. áttu strengimir góðar stundir í öðrum þætti, og þriðja kaflann, sem er erfiðastur fyrir píanóleikarann, spilaði Richard Simm mjög vel fyrir utan sam- bandsleysið við hljómsveitina í lokin. Richard Simm er prýöisgóöur píanóleikari. Hann lék skýrt og rétt, enda hefur hann góöa tækni og þekkir greinilega píanókonsertinn út í ystu æsar. Guðmundur Óli stóö sig svo vel aö þaö hlýtur aö sæta furðu aö hann skuli ekki hafa stjórnaö Sin- fóníuhljómsveit íslands miklu oftar en hann hef- ur gert. Síðara verkið á efnisskránni var Sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir Gustav Mahler. Hún er mjög falleg þó óneitanlega sé hún krefjandi fyrir áheyrendur. Enda er hún risavaxin að gerð og lengd, og kom það á óvart hversu vel Guðmundur Óli hélt utan um hana. Það er honum að þakka að manni leidd- ist ekki eitt augnablik; túlkun hans var stórbrot- in og náði hann að galdra fram hina skáldlegu, ævintýralegu, dulúðugu náttúrustemningu sem segja má að einkenni tónlist Mahlers. Guðmund- ur Óli stóð sig í stuttu máli svo vel að það hlýtur að sæta furðu að hann hafi ekki stjómað Sinfón- íuhljómsveit íslands miklu oftar en hann hefur gert. Hann er ekkert síðri en margir erlendir hljómsveitarstjórar sem hafa veifað tónsprotan- um hér á landi; vonandi á maður eftir að sjá hann og heyra miklu oftar í framtíðinni. Djasshátíð Egilsstaða: Sveiflan var stanslaus og fín á danskri línu á Djasshátíö Egilsstaöa. Djasshátíð Egilsstaða hófst með glæsibrag á miðvikudagskvöld. Hún er nú haldin í tíunda sinn að frum- kvæði Árna ísleifs, tónlistarmanns og djassfrömuðar hér eystra. Aðal- dagskrá hátíðarinnar fer fram í Hót- el Valaskjálf og lýkur á laugardags- kvöld, en djass- og blústónlist verð- ur í hávegum höfð á veitingastöðum bæjarins allan júlímánuð og fram í ágúst. Það var hinn heimskunni fiðlu- snillingur Svend Asmussen sem opnaði hátíðina með sömu hljóm- sveit og lék fyrir nokkrum ámm á RúRek- djasshátíðinni í Reykjavík. Enginn sem hlýðir á Asmussen velkist í vafa um að hann hefur al- veg ótrúlegt vald á hljóðfæri sínu Djass Ingvi Þór Kormáksson og ekki þvælast fyrir homun elli- glöpin þótt hann sé orðinn 81 árs. Þvert á móti lék hann við hvem sinn fmgur eða næstum því en hann var með svarta hulsu á einum putta vinstri handar, hafði orðið fyrir því óláni að skera sig. En ekki var að merkja að það háði honum. Hann tók léttan magadans í laginu „Night in Tunisia" og kynningar hans milli laga voru spaugsamar í meira lagi. í laginu „The Mooche" var farið 70 ár aftur í tímann hvað hrynjandi varðar og um 25 ár aftur með „va-va“ hljómi í fiðlunni. Sænska lagið „Den fórste gang jeg slog (sic) dig“ var með Jesper Lund- gaard í aðalhlutverki og má segja að leikur hans hafi verið „storsláet“. Það er ekki að spyrja að dönsku línunni í kontrabassaleik. Þeir eru ekki margir enn þá uppi- standandi sem leikið hafa með Django Reinhardt en Svend er einn þeirra og „Minor Swing“ Djangos hafa þeir eflaust leikið saman í gamla daga. Hinn geðþekki gítar- leikari Jacob Fisher, hinn danski Djcmgo, átti ekki í erfiðleikum með það frekar en svo margt annað. Reyndar fórlaðist honum aðeins í einu lagi, „Latino“, en það skiptir litlu ef litið er til leiks hans í heild- ina, því að þar fer einn af mögnuð- ustu gítarleikurum álfunnar. Eftir hlé vom flutt lög á borð við „Blue Skies“ og áðumefnt „Night in Tunisia" en einnig lög Hoagy Carmichaels, „Stardust" og „Up a Lazy River", gamalt Fletcher Hend- erson lag, „Wrap It up“, og tromm- arinn smekklegi Aage Tanggard fékk að spreyta sig undir lokin á smátrommusólói í brasilískri sömbu og var kominn í kjötkveðju- hátiðarskap áður en yfir lauk. Það var í eina skiptið sem örlaði á há- vaða hjá hljómsveitinni. Hins vegar meira en örlaði á sveiflu hjá þeim, því að sveiflan var stanslaus og fín og svo var endað eins og venjulega á „June Night“ sem vissulega á sjaldnar betur við en á þessum árs- tíma. menning» Norrænu barna- bókaverðlaunin Danski rithöfúndurinn Lars- Henrik Olsen hlýtur í dag Nor- rænu barnabókaverðlaunin 1997. Þau verða afhent höfund- inum á námskeiði Félags nor- rænna skólasafnskennara í Ábo í Finnlandi. Lars-Henrik Olsen fær verð- launin fyrir sjö barnabækur sem hann hefur skrifað. Tvær þessara bóka hafa komið út í ís- lenskri þýðingu Guðlaugar Richter, Ferð Eiríks til Ásgarðs og Ferð Eiríks til Jötunheima. Eins og titlarnir á bókum Lars- Henriks gefa til kynna eru sögupersónur hans gjaman ættaðar úr ásatrúnni. Þær em ýmist æsir og jötnar sem eiga í stöðugri baráttu en einnig nú- tímadrengur, alþýðufólk fyrir 1000 árum, klausturstúlkur og dvergur viö refilsaum í Nor- mandí. íslenskir fisk- réttir á ensku Lars-Henrik Olsen Loksins er komin út á ensku matreiðslubók sem sýnir is- lenska fiskrétti matbúna á fjöl- breyttan og girnilegan hátt. Uppskriftirnar virðast aðgengi- legar og auðveldar, matreiddar af Bjarna Þór Ólafssyni mat- reiðslumeistara. í bókinni eru tuttugu og fimm réttir. Hún heitir á ensku Atlantic Gour- met - The Best of Icelandic Seafood, gefin út af Iceland Review. Vorhefti Skírnis Á meðal efnis í vorhefti Skírnis sem kom út fyrir skömmu er að finna greinar um fomgríska spekinginn Díó- genes, mörk skynsemi og brjál- semi, goða- veldið og geislakols- greiningar á íslensk- um forn- leifum. Einnig eru í heftinu fjögur áður óbirt ljóð eftir Sigfús Daðason, sem jafn- framt er skáld Skírnis. Myndlistarmaður Skímis er Kristín Bernhöft og fjallar Hrafiihildur Schram um Kristínu og fleiri íslenskar kon- ur sem fyrstar fengust við myndlist við lok 19. aldar. Ritstjórar Skímis eru Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.