Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 9 Utlönd Breskir fulltrúar viöstaddir þingsetningu í Hong Kong: Chris Patten ver breytta ákvörðun Chris Patten, landstjóri Hong Kong, varði í morgun þá ákvörðun breskra yfirvalda að senda embætt- ismenn til innsetningar nýs þings þegar Kína tekur við yfirráðum ný- lendunnar. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa lýst yfir óánægju sinni með ákvörð- unina. Nýtt þing Hong Kong er val- ið af sérstakri nefnd en er ekki lýð- ræðislega kjörið. Patten sagði að Bretland þyrfti og hefði siðferðilega skyldu til að halda tengslum við þá stjórn sem færi með yfirráð í Hong Kong eftir valda- skiptin 1. júlí. Bresk yfirvöld höfðu áður til- kynnt að þau ætluðu að sniðganga innsetninguna og að Tony Blair for- sætisráðherra yrði ekki viðstaddur. Skipt var um skoðun á síðustu stundu og ákveðið að senda hátt setta stjómarerindreka til innsetn- ingarinnar. Patten vildi ekki ekki svara því beint hvers vegna yfirvöld í Bret- landi hefðu fyrst verið andvíg því að vera viðstödd setninguna en far- iö síðan að dæmi Bandaríkjanna og ákveðið að senda fulltrúa sína. Landstjórinn sagði einungis að gera þyrfti greinarmun á nærveru stjómmálaleiðtoga eins og Blair og þörfinni fyrir breska stjómarerind- reka að halda tengslum við nýlend- una. Augljóst þótti að Patten væri að leggja áherslu á að ekki væri ágreiningur milli sín og nýrrar stjórnar Verkamannaflokksins í Bretlandi. Reuter Dfana prinsessa stígur léttan dans viö leikarann John Travolta f kjól sem seldur var á uppboói hjá Christie’s á rúm- ar 15 mllljónir króna. Alls voru 79 kjólar af prinsessunni boðnir upp og keypti einn viðskiptavinurinn alls 15 kjóla. Díana var f sjöunda himni yfir sölunni en ágóðinn rennur allur til líknarmála. Sfmamynd Reuter Sara varð óð af bræði Sara, eiginkona Benjamins Net- anyahus, forsætisráðherra ísraels, missti stjóm á sér við upptökur á sjónvarpsviðtali og lét miöur falleg orð falla m.a. í garð Sonju Peres, eiginkonu Simonar Peres, fyrrver- andi forsætisráðherra. Lætin byrjuðu er þáttastjómand- inn spurði Söru út í framhjáhald eiginmannsins en hann viður- kenndi opinberlega að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni áður en hann varð forsætisráðherra. Sara reiddist mjög þegar farið var inn á þessi mál og lét stöðva upptökur í u.þ.b. hálfa klukkustund. Hún sagði að spumingamar væra óréttlátar og að hún neitaði að halda áfram á þessari braut. Hún krafðist þess síð- an að byrjaði yrði upp á nýtt á við- talinu sem á að birtast á sunnudag- inn. ísraelska sjónvarpið hefur verið gagnrýnt mjög fyrir að samþykkja að klippa burt mestu bræðisköst Söra en þeir sögðu að um viðtals- þátt væri að ræða en ekki fréttaþátt og þeim bæri að taka tillit til við- mælandans. Afsökunarbeiðni barst frá tals- manni forsætisráðherrans í gær á ummælum Söra i garð Sonju Peres. Reuter ► þriggja stúta Vönd uð ísvél OTT - FREEZER Ný yfirfarin verö aöeins 300 þúsund upplýsingar hjá Kæliverk Akureyri (Oltó/Sleindór) sími: 462 4036. Faricbók Gunna og Fnlln fylglr öllum kössum ol Hl-C sem keyplir nru ó Skellstöðvunum. I sumurluik Sbullstöósanna gutn nlllr krnkknr uignnrt f|órnr kljó&snmlóur muö skummtllugu ufnl uftlr Gunnn ng Fulli. Nélu þúr I þéttlökusuill é nmslu Shullstöö uin I Furónbók Gunnn ng Fulli og byr|oiu ni sofnn sksl|um. bni fmsl uln skul vli hsur|n nfyllingu n Shullsföivunum ng þugnr skuljornor uru nrinnr Ijiror, fssriu kl|éisnmMu nt gjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.