Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Afmæli Gísli Pétur Ólafsson Gísli Pétur Ólafsson, fyrrv. starfs- maður ÁTVR , Nóatúni 25, Reykja- vík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Gísli Pétur fæddist í Skagafirði og ólst þar upp í Kýrholti hjá móð- urforeldrum sínum. Hann gekk í unglingaskóla á Sauðárkróki og í Alþýðuskólann á Reykjum í Hrúta- fírði. Gísli Pétur starfaði hjá Vegagerð ríkisins í tvö sumur, var við versl- unarstörf í Hveragerði hjá Halldóri Gunnlaugssyni i tvö ár, starfaði hjá jarðborunum í eitt sumar og síðan í átta ár hjá Landssímanum. Hann varð síðar starfsmaður Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins við Snorrabraut 1957 og starfaði þar í þrjátíu og þrjú ár. Gísli Pétur hefur tek- ið þátt í starfi Félags eldri borgara. Hann hef- ur verið búsettur í Reykjavík frá 1944. Fjölskylda Gísli Pétur á tvær systur. Þær eru Mar- grét, f. 1921, húsmóðir í Reykjavík; Sigurlaug, f. 1927, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Gísla Péturs voru Ólafur Jónsson, fv. bóndi og síðar vaktmaður, og Guðrún Gísladóttir hús- freyja. Þau bjuggu í Skaga- firði. Ætt Guðrún var dóttir Gísla, b. í Kýrholti í Viðvíkursveit, Pétarssonar, b. á Læk, Guðmundssonar, b. á Una- stöðum, Þorkelssonar. Móðir Gísla var Lilja Sig- urðardóttir, b. á Uppsöl- um, Jónatanssonar, b. á Uppsölum, Þorfinnssonar, lrm. á Brenniborg, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Helga Sigurðardóttir. Móðir Lilju var Sigurlaug Gísladóttir. Móðir Guðrúnar Gísladóttur var Margrét Bessadóttir, hreppstjóra í Kýrholti, Steinssonar, b. á Gauta- stöðum, Jónssonar, b. á Heiði í Sléttahlíð, Jónssonar. Móðir Bessa var Herdís, systir Guðrúnar, langömmu Davíðs Stefánssonar skálds. Herdís var dóttir Einars, prests á Knappsstöðum, Grímsson- ar. Móðir Margrétar var Guðrún Pálmadóttir, b. á Brimnesi, Gunn- laugssonar og Margrétar Guð- mundsdóttar, frá Tungu í Stíflu. Gísli Pétur verður staddur í sum- arbústað BSRB í Vaðneslandi í Grímsnesi á afmælisdaginn. Gísli Pétur Ólafsson. Andlát Páll Ólafsson Páll Ólafsson efnaverk- fræðingur, Dvalarheimili aldraðra að Seljahlíð í Reykjavík, lést sunnudag- inn 15.6. sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl 15.00. Starfsferill Páll fæddist á Amar- gerðareyri við Djúp 9.11. 1911. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1932, lauk stúdentsprófi í sérgreinum stærð- fræðideildar MR 1933, cand. phil.- prófi frá HÍ 1933, lauk fyrri hluta- prófi í stærfræði, aflfræði, eðlis- fræði, efnafræði og stjömufræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1936 og MS-prófi i lífefnafræði, lífrænni efnafræði og eðlisefnafræði þaðan 1940, stundaði framhaldsnám og rannsóknir í lifefnafræði við Carlsberg Laboratori- et i Kaupmannahöfn 1940 og við Oxford University 1941^42, dvaldi við nám í Bandaríkjunum 1946-47 og nám í efnaverkfræði við bréfaskóla The Thechnological Institute of Great Britain í London. Páll var forstöðumaður rannsóknarstofu Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði 1938-39 og 1941-56, forstöðumaður rannsóknarstofu Lýsis hf. í Reykja- vík 1957-66, sérfræðingur á Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins 1966-81 og deildarverkfræðingur frá 1976 og verkfræðilegur ráðunautur Lýsis hf. og Hydrol hf. um vinnslu lýsis, hreinsun og herslu 1966-82. Þá var hann standakennari og próf- dómari við Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar 1949-56 og um skeið við Fiskvinnsluskólann, Tollskólann og Tækniskóla íslands. Páll sat í vísindanefnd Alþjóðafé- lags fiskimjölsframleiðenda 1967-81 og í undirnefndum þess, sótti ráð- stefnu FAO um hagnýtingu síldar, í Bergen 1950, sat í stjórn samtaka norrænna fitaefnafræðinga og sótti ráðstefnur þeirra 1973, 1981, 1983 og 1985, sat í nefnd um nýtingu lifrar og hrogna, í stjórn Verkfræðingafé- lags íslands og var varaformaður þess 1959, sat í stjórn Rotaryklúbbs Siglufjarðar og var forseti klúbbsins í eitt ár. Honum var veitt gullmerki Verkfræðingafélags íslands 1984. Fjölskylda Páll kvæntist 10.6. 1944 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Björgu Hólm- fríði Bjömsdóttur, f. 5.8.1915, fyrrv. aðalgjaldkera og húsmóður. Hún er dóttir Björns Jósefssonar, héraðs- læknis á Húsavík, og k.h., Sigríðar Lovísu Sigurðardóttur húsmóður. Böm Páls og Bjargar em Sigríður Ásthildur, f. 19.9.1945, meinatæknir í Reykjavík, gift Leifi Benediktssyni byggingaverkfræðingi; Ólafur, f. 20.3. 1947, rafmagnsverkfræðingur hjá Orkustofnun, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Páls voru Ólafur Páls- son, f. 29.1.1884, d. 12.12. 1971, versl- unarstjóri á Arngerðareyri og kaup- maður á ísafirði, og k.h, Ásthildur Sigurrós Sigurðardóttir, f. 21.12. 1887, d. 25.11. 1919, húsmóðir. Páll Ólafsson. Baldur Líndal Baldur Líndal efnaverkfræðing- ur, Hlíðarvegi 63, Kópavogi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 17.6. sl. Hann verður jarðsimginn frá Digraneskirkju í dag, föstadaginn 27.6., kl. 13.30. Starfsferill Baldur fæddist á Lækjamóti í Víðidal 17.8. 1918. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1939, BS-prófi í efnaverkfræði frá MIT í Bandaríkj- unum 1949 og var við framhalds- nám þar 1955. Baldur vann fyrir Sindra hf. á Akureyri 1942-45, kannaði mögu- leika á notkun vetnis sem orkugjafa farartækja 1944-45, vann að rann- sóknum fyrir iðnaðarsamvinnu- deild MIT 1948-49, var verkfræðing- iiil I47S Fóstud. 27. júní 6. syn.n.k>,u,.„ii.«, kl. 20:00. Laugard. 28. júní 7. syn.n0kkU,.»nuu. kl. 20:00. Fimmtud.03. Júlí 8. syn. kl. 20:00. Föstud. 04. júli 9. syn. kl. 20:00. Laugard. 05. júli 10. sy n. kl. 20:00. Mlbasala opln mán. - lau. frá kl. 12. - 19. Iclkhépurlnn | Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Aðalgeir Sigurgeirsson bifreiðastjóri Skólagarði 2, Húsavík lést í Sjúkrahúsi Þingeyinga þriðjudaginn 24. júní. Bcrgþóra Bjarnadóttir Bjarni Aðalgeirsson Sigurður Aðalgeirsson Sigrún Aðalgeirsdóttir Guðrún Björg Aðalgeirsdóttir Sigurgeir Aðalgeirsson Sigriður Aðalgeirsdóttir Sveinn Aðalgeirsson Þórhalla Sigurðardóttir Sigurhanna Salómonsdóttir Baldur Baldvinsson Erla Bjarnadóttir Héðinn Helgason Martha Brandt barnabörn og barnabarnabörn. ur hjá raforkumálasfjóra, jarðhitadeild 1949-61, þar af deildarverkfræðingur frá 1956. Baldur var sjálfstæður ráðgjafarverkfræðingur 1961-97, m.a. við undir- búning kísilgúrverk- smiðjunnar viö Mývatn, sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi á vegum Rannsóknaráðs ríkisins og við hitaveita frá Svartsengi. Hann tók þátt í verkfræðistörfúm á veg- um Hitaveita Suðumesja 1977-79, starfaði með verkfræðiþjónustu Virkis hf. að hönnun gufuveitu Kröfluvirkjunar og Olkaria-gufu- virkjun í Kenya, var verkfræðilegur ráðimautur við athugun á kísilgúr- vinnslu í Bandaríkjunum 1975-76, nýtingu raforku frá fljótandi sjávar- hitaorkuverum þar og nýtingu jarð- varma til ýmiss konar efnavinnslu, gerði frumhönnun iðjuvers til fram- leiðslu salts og skyldra efni við Qu- arum-vatn í Egyptalandi og stand- aði rannsóknir og áætlanir um orkufrekan iðnað fyrir íslensk stiórnvöld. Hann var aðalverkfræði- ráðunautur Undibúningsfélags salt- vinnslu á Reykjanesi hf. 1977-81, hannaði tilraunaverksmiðju á Reykjanesi og hafði á hendi yfir- stjóm tilrauna þar. Baldur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfúm, var m.a. forseti Rotaryklúbbs Kópavogs og skrifaði fiölda ritgerða um sérfræðileg efni. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1968, vora veitt Ásu Wright-verðlaunin 1972, gullmerki Verkfræðingafélags ís- lands 1985 og var sæmdur viðurkenn- ingu frá Rotaryhreyfingunni 1997. Fjölskylda Eftirlifandi kona Baldurs er Ás- dís Hafliöadóttir, f. 19.2. 1940, fram- kvæmdastjóri. Foreldrar hennar vum Hafliði Helgason, prentsmiðjustjóri í Reykjavík, og Halldóra Sveinbj ömsdóttir. Baldur var áður kvæntur Amaliu, f. 19.5. 1926, d. 1989, rithöfundi og blaða- manni. Þau skildu. For- eldrar hennar voru Ed- ward O. Gourdin, hæsta- réttardómari í Quincy í Massachusetts í Banda- ríkjunum, og Amalia Go- urdin (fædd Ponce). Baldur var þar áður kvæntur Kristínu Ríkeyju Búadótt- ur, f. 25.2.1925, nú látin. Þau skildu. Foreldrar hennar: Búi Jónsson, bóndi á Ferstiklu, og Margrét Jóns- dóttir. Böm Baldurs og Amaliu: Tryggvi Valtýr, f. 3.5. 1951, þjóðfélagsfræð- ingur og rithöfundur í Reykjavík; dr. Ríkarður Eðvarð, f. 20.5. 1952, sálfræðingur í Kanada, en kona hans er Mark Hensaw; dr. Eiríkur Jón, f. 31.12. 1955, sálfræðingur í Kópavogi, kvæntur Halldóru Gísla- dóttin-; Jakob Emil, f. 5.9.1957, arki- tekt í Kópavogi, kvæntur Nönnu Sveinsdóttur; Anna Elísabet, f. 22.1. 1962, talmeinafræðingur í Kanada, gift Allen Castaban. Böm Ásdisar og stjúpböm Bald- urs: Hafliði Skúlason, f. 18.4. 1958, verslunarstjóri í Reykjavík, kvæntur Valdísi Kristjánsdóttur; Snorri Már Skúlason, f. 18.9. 1965, fréttamaður í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Halldórsdóttur; Svava Skúladóttir, f. 20.11. 1967, kennari í Kópavogi, gift Skúla Þórissyni. Systkin Baldurs: Sigurður, f. 29.11. 1915, d. 1991, bóndi á Lækja- móti; Margrét, f. 29.5.1920, kennari í Reykjavík. Foreldrar Baldurs: Jakob H. Lín- dal, f. 18.5. 1880, d. 13.5. 1951, bóndi og jarðfræðingur að Lækjamóti, og Jónína Sigurðardóttir, f. 7.1.1889, d. 19.7.1950, húsmóðir og kennari. Baldur Líndal. DV Til hamingju með afmælið 27. júní 80 ára ívar Antonsson, Kambastíg 8, Sauðárkróki. 75 ára Anna Steinunn Jónsdóttir, Akurgerði 8, Reykjavík. 70 ára Þórður G. Guðlaugsson, Kársnesbraut 87, Kópavogi. Halldór Hjartarson, Holtsgötu 1, Njarðvík. 60 ára Garðar Sigurðsson, Klukkubergi 17, Hafriarfirði. Friðrik Pétursson, Ægisgrund 19, Garðabæ. 50 ára Auður Gunnarsdóttir, afgreiðslu- stjóri Flug- félags ís- lands á Húsavík, Stóragarði 4, Húsavík. Eigin- maður hennar er Gunnar Höskuldsson kennari. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í Hvammi í kvöld. Ingunn J. Óskarsdóttir, Engjaseli 52, Reykjavík. Jóna Fríða Leifsdóttir, Dalsbyggð 9, Garðabæ. Hanna Hjördís Jónsdóttir, Haukanesi 6, Garðabæ. Loftveig Kristjánsdóttir, Vesturbergi 127, Reykjavík. 40 ára Rannveig Guðnadóttir, Hnjúki, Svarfaðardalshreppi. Kaj Durhuus, Stelkshólum 10, Reykjavík. Erna Benediktsdóttir, Kvistalandi 8, Reykjavik. Bjöm Grétar Sigurðsson, Múlasíðu 9 A, Akureyri. Hafdis Bjamadóttir, Einbúablá 11, Egilsstöðum. Unnur Sigríður Einarsdóttir, Brekkusmára 9, Kópavogi. Hong Thi Vu, Ljósheimum 12 A, Reykjavík. Jónasína Dómhildur Karlsdóttir, Klaufabrekknakoti, Svarfaðardalshreppi. Áskrifendur fólO% aukaafslátt af smáauglýsingum DV a\\t milli hlmin, Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.