Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Vond örlög fjallkon- unnar „í stað þess að nýstúdína á bláa kyrtilbúningnum úr Minja- safninu flytti minni íslands með því að flytja hefðbundin ættjarð- arljóð stóð nýkjörin ungfrú ís- land í sérhönnuðum búningi (...) og las heilræði af erlendum upp- runa, ef ekki einhver nýaldar- spakmæli sem fundust við upp- gröft í Baltimore.“ Ragnhildur Vigfúsdóttir í Degi- Tímanum. Hægðalyf í stað hjartalyfs „Það er líka dæmigert fyrir þessa menn að eitt sinn fékk ég hægðalyf en ekki hjartalyf, ég sendi lækninum það til baka og sagði sama og þegið. Það gagnast þér sjálfsagt betur en mér.“ Sigrún Marinósdóttir i Alþýðu- blaðinu um meint læknamis- tök. Ummæli Forsendur reður- vísinda „Til að unnt sé að stunda reð- urfræði á skipulegan og vísinda- legan hátt er nauðsynlegt að hafa aðgang að fullkomnu reðursafni. Sigurður Hjartarson reður- stofustjóri í Degi-Tímanum. Saumavél sem segir falleg knipp- ling. Talandi saumavél Árið 1983 hannaði Brother saumavélafyrirtækið Gompal ga- laxie saumavélina sem getur tal- að á ensku, þýsku, spænsku og frönsku. Blessuð veröldin Fyrsta öndunar- vélin Philip Drinker, prófessor við Harvardháskóla, fann upp fyrstu öndunarvélina árið 1927. Grund- vallaratriði þessa búnaðar er að sjúklingur, sem getur ekki and- að, er látinn í lokað þrýstihólf þar sem loftþrýsingur eykst og minnkar á víxl. Þannig sér vélin um andardrátt sjúklingsins. Gönguleiðir á Esjuna Einhver vinsælasta ganga höfuð- borgarbúa er á Esjuna og má segja að daglega séu einhverjir á göngu upp þetta tignarlega fjall. Sérstakur Esjugöngudagur er haldinn á hverju sumri. Á kortinu má sjá tvær gönguleiðir upp á Esjuna. Oftast er upphaf göngunnar frá Mógilsá og vinsælast er að fara upp á Þverfells- horn. Þegar komið er upp eru göngumenn komnir í um 750 metra hæð yfir sjávarmál. Mjög gott út- sýni er frá Þverfellshorni og þar er gestabók sem göngumenn geta skráð nöfn sín í. Umhverfi Önnur gönguleið er upp á Ker- hólakamb. Þegar upp á hann er komið eru göngumenn komnir í 850 metra hæð yfir sjávarmál. Ef þessi gönguleið er farin er hentugt að byrja í slóðanum suður af Gljúfra- dal. Þá er gengið beint upp en einnig er hægt að byrja gönguna frá Mógilsá. Skollabrekkur Esjuberg Mógilsá Söng með Sting á tónleikunum í Laugardalshöll: Ólýsanleg tilfinning „í ágúst í fyrra sá ég tónleika með Sting í Seattle í Bandaríkjunum. Þar var einmitt einhver náungi tek- inn upp á svið í þessu sama lagi. Ég fylltist þessari feiknaöfund og ákvað það að ef ég fengi einhvern tíma svona tækifæri skyldi ég vera á rétt- um stað. Svo frétti ég i vor að Sting væri aö koma til íslands og var bú- inn að henda því fram meira í gríni en alvöru við vini mína að þessir tónleikar yrðu miklu skemmtilegri því nú fengi ég að syngja með hon- um.“ Það er óhætt að segja að Sverrir hafl verið vel undirbúinn fyrir tón- leikana með Sting sem voru í Laug- ardalshöll síðastliðið miðvikudags- kvöld því hann bjó sér til blað sem á stóð „I’m so happy I can’t stop singing“ sem er afbökun á titli lags- ins sem hann fékk síðan að syngja með Sting. Lagið heitir „I’m so happy I can’t stop crying." Um miðbik tónleikanna í Laugar- dalshöll bað Sting síðan um með- söngvara úr salnum og þá greip Sverrir til sinna ráða og veifaði blaðinu góða. Sting féll fyrir bragð- inu og kallaði hann upp á svið. Sverrir viðurkennir að hann hafi verið mjög taugaóstyrkur á sviðinu en segir jafnframt að söngurinn með Sting hafi verið ólýsanleg tilflnning. Hann segist ekki hafa undir- búið sig sérstak- lega fyrir tónleik- ana en segist alltaf syngja með lögum Stings þeg- ar hann sé einn. Sverrir kom áhorfendum og söngvaranum Sting mikið á óvart með því að taka málin í sín- ar hendur þegar hann var kominn upp á svið og kynnti hann þar meðlimi hljóm- sveitarinnar. „Ég er mjög mik ill djassgeggjari og veit að það var fjöldi fólks þama sem er það líka _____________________ og mig langaði bara til að vekja athygli fólks á að í hljómsveitinni eru tveir af mestu djassistum í heimi.“ Sverrir er mikill áhugamaður um Sverrir Hreiðarsson. Maður dagsins tónlist. „Eina tónlistin sem ég hlusta ekki á er vond tónlist. Ég er alæta á tónlist og mikill djass- áhugamaður." Önnur áhugamál Sverris eru ekki mörg vegna tíma- skorts. „Ég er að gera heiðarlega tilraun til að læra á saxófón en það gengur ekk- ert rosalega vel því tíminn er lít- ill. Tölvuheimur- inn á minn hug allan þessi síð- ustu ár.“ Sverrir nefnir einnig að hann hafi áhuga á laxveiði og golfi en hyggst geyma _ þau áhugamál til elliáranna vegna ________________ tímaskorts. Sverrir sem er tuttugu og níu ára vinnur hjá tölvu- fyrirtækinu Gæðamiðlun í Reykja- vík. -glm Myndgátan Skitnar þrjár krónur Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Léttismenn, sem hér sjást, verða í eldlínunni í kvöld. Knattspyrna: Leikir í 3. deild karla Mikið um að vera í 3. deild karla í knattspymu í kvöld. ÍH og Haukar eigast við á Ásvelli, Léttir og Smástund á Ármanns- velli, Framherjar og Ármann á Helgafellsvelli, Bnmi og GG á Akranesvelli, KSÁÁ og Grótta á Bessastaðavelli, Njarðavík og Afturelding i Njarðvík, Neisti og Hvöt á Hofsósvelli, Nökkvi og KS á KA-vellinum, Tindastóll og Magni á Sauðárkróksvelli, Hött- ur og Leiknir á Egilsstaðvelli. Einnig er einn leikur i annarri deild karla en þar eigast við Fjölnir og HK á Fjölnisvelli. All- ir leikimir hefjast kl. 20. Iþróttir Rétt er að minna á að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, leikur við Þjóðverja á Norðurlandamótinu í kvöld. Bridge Sumarbridge er nú hafið af full- um krafti i Reykjavík og spilað er 6 daga vikunnar. Þátttaka hefur farið vaxandi jafnt og þétt, enda eru ýmis verðlaun í boði fyrir góða frammi- stöðu. Sá spilari sem fær flest brons- stig á hverri spilaviku fær verð- laun, oftast mat fyrir tvo á einhverj- um veitingastaða borgarinnar. Það par sem fær hæstu skor (í prósent- um) sumarsins fær ferð á Horna- fjarðarmótið í tvímenningi í verð- laun. Þegar þessar línur eru skrifað- ar er hæsta skor sumarsins rúm 69%. Líklegt má þvi telja að hæsta skor sumarsins verði yfir 70%. Hér er eitt spil frá síðastliðnum fimmtu- degi í sumarbridge. Eins og lesend- ur sjá, em „15 slagir til reiðu“ í grandsamningi. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, austur gjaf- ari og NS á hættu: 4 KG96 4» DG1074 •f D3 * 72 ------ 4 5 m ÁQ3 ♦ ÁKG10876 ______ 4 86 4 D7432 * K862 4 4 * 1054 Austur Suður Vestur Norður 1 4 pass 2 * pass 24 pass 34 pass 3» pass 34 pass 4 4 pass 4 Grönd pass 5 4 pass 74 p/h 4 Á108 «4 5 ♦ 952 4 ÁKDG93 Þrjú hjörtu og 3 spaðar voru fyr- irstöðusagnir og fjögur grönd spurðu mn ása (trompkóngur talinn sem ás). Fimm lauf lofuðu engum eða þremur og vestur hefði átt að sjá að 7 grönd var sami samningur og 7 tíglar. En það skipti ekki miklu máli, því aðeins eitt par náði að segja sig upp í 7 grönd og 7 tíglar gáfu næstbesta skorið. Meðalskor fékkst fyrir að spila 6 tígla, því tvö pör misstu af slemmu í spilinu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.