Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 28
> C=> CZD FRÉTTASKOTIÐ o= c=> L4-I SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ CZ) Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. S LT3 «=c OO <—J 1— LTD 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1997 Mannrækt - undir Jökii í helgarviðtalinu verður að þessu sinni rætt við fólk sem sest hefur að undir Snæfellsjökli. Þar hefur nú risið andlegt, vistvænt og sjálfhært samfélag sem kallast Snæfellsás- samfélagið. Rætt verður við Magnús Geir Þórðarson, komungan leikstjóra sem setur upp leikrit i Loftkastalan- um. Sagt verður frá skemmtilegri uppákomu vegna brúðkaupsafmælis íslenskra og norskra hjóna. Þá segir ♦frá komu fremstu plötusnúða heims til landsins, og að auki innlend og erlend fréttaljósa. -em/sv EM í bridge: Veik von íslands aö ná 5. sæti íslenska sveitin í opna flokknum á EM í bridge á Ítalíu vann í gær Króatíu, 24-4, San Marínó, 19-11, en tapaði að venju fyrir Líbanon í 30. umferðinni, 7-13. Er hún í 7. sæti og , ^hefur enn möguleika á að ná 5. sæt- inu. 5 efstu sætin gefa rétt til að spila á heimsmeistaramótinu i Tún- is í haust. í 30. umferðinni vann Noregur Spán, 24-6, og ftalía vann Holland, 21-9. Staðan eftir 30. umferðir. Ítalía 587,5, Pólland 564,5, Frakkland 559, Noregur 551, Spánn 540, Holland 529, fsland 525,5 og Danmörk 525. Frakk- land hlaut flest stig efstu þjóða í um- ferðunum 3 í gær, 63. Pólland 62, ítal- ia 60, Noregur 52, ísland 49, Dan- mörk 47, Holland 45 og Spánn 37. í dag spilar ísland við Eistland, Frakkland og Tyrkland. Pólland spilar við Spán og Holland og Nor- egur við Frakkland. í kvennaflokki , ^vann ísland 3 leiki í gær - Rússland 18-12, Grikkland 21-9 og Króatíu 19- 11. Er í 18. sæti 24 þjóða. hslm Sprenging í fargjöldum í innanlandsflugi: Símalínur logandi hjá íslandsflugi - veröur að vera skynsemi, segja Flugfélagsmenn „Það skiptir hér alla menn mjög miklu máli að fá 60 prósenta lækk- un á fargjöldum. Það fóru 58 þús- und manns um ísafjarðarvöll á síðasta ári og það er augljóst að ef allir þessir farþegar fengju þessa lækkun væri það hið besta mál,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri í ísafjarðai-bæ, um þá far- gjaldalækkun sem íslandsflug hef- ur boðað á öllum flugleiðum sín- um frá og með 1. júlí. íslandsflug hefur boðað að öll fargjöld fram og til baka til ákvörðunarstaða innanlands verði seld á 6900 krónur, að undanskild- um Vestmannaeyjum þar sem far- ið mun kosta 5900 krónur. Þama er um að ræða gífurlega lækkun en mest er hún á flugleiðinni Reykjavík-Egilsstaðir. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segir starfsfólk íslandsflugs hafa lagt nótt við dag til að vera tilbúið að mæta breyttum tímum. Nýju 150 fermetra húsi hefúr verið komið fyrir á Reykjavíkurflugvelli við af- greiðslu félagsins og áformað er að flytja þangað inn á þriðjudag. Hann segir lækkun á fargjöldum vera komna til að vera. „Það er ljóst að lækkun á mark- aðnum er komin til að vera með 1 Hiö nýja húsnæði íslandsfiugs sem bætist viö afgreiðslu félags- ins á Reykjavíkurflugvelli. löngu tímabærri samkeppni. Við fáum ofboðsleg viðbrögð og það er mikið hringt. Við vonumst til að geta haldið samkeppnishæfú verði áfram en það fer allt eftir því hvemig markaðurinn tekur þessu. Ef sætanýting verður góð þá verð- ur hægt að viðhalda lágum verð- um,“ segir Ómar. Þegar DV ræddi við afgreiðslu- stúlku hjá íslandsflugi sagði hún að síminn stoppaði ekki vegna fyr- irhugaðrar lækkunar: „Það loga hér allar símalínur," sagði hún. Alls hefur félagið yfir að ráða tveimur 46 sæta ATR-vélum, þremur Dornier-vélum, og tvær vélar sem eingöngu eru í leigu- flugi. „Við höfúm ákveðið að vera í samkeppni og spumingin er á hvem hátt við svörum. Hins vegar verður að vera einhver skynsemi í málum og það verð sem íslands- flug boðar er að okkar mati ekkert sem getur orðið viðvarandi vegna þess kostnaðar sem fylgir því að reka þetta dæmi,“ sagði PáÚ Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Flug- félags íslands. Páll sagöi að án þess að hann vildi fullyrða neitt væri líklegt að auglýst verð íslandsflugs væri kynningartilboð. -rt/-SÁ Tveir af þremur sakborningum í 10-11 ráninu, lengst til vinstri, ganga inn í salarkynni Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þeir tjáðu sig um efni ákærunnar. Á eftir ákærðu koma fangaverðir. Maðurinn í röndóttu bláu skyrtunni er sá sem ók til og frá ránsstað. DV-mynd PÖK 1LOKI Veðrið á morgun: Veðurblíða austanlands Á morgun, laugardag, verður suðvestangola eða kaldi. Vestan til verða skúrir en bjart austan til. Hiti verður á bilinu 9-12 stig vestan til en 15-20 stig á austan- verðu landinu. Veðrið í dag er á bls. 37 Jón Ólafsson: Óskar rann- sóknar á sakargiftum Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, fór í gær fram á við embætti ríkis- saksóknara að það hefji opinbera rannsókn á sakargiftum á hendur honum og fyrirtæki hans sem birt- ast i þremur nýlegum tölublöðum Helgarpóstsins. Jón segir í beiðni sinni að birtar séu greinar með áberandi uppslætti á forsíðu i umræddum tölublöðum. Þar geti að líta áburð um að hann og fyr- irtækið Skífan ehf. taki þátt í refsi- verðu misferli með fikniefni. -RR Bílstjórinn í 10-11 ráninu: Ég stóð ekki að þessu ráni - tveir viðurkenndu „Ég stóð ekki að þessu ráni. Ég vissi ekki hvaö var í gangi þarna. Ég ók náttúrlega en ég vissi ekki um tilgang ferðarinnar," sagði einn þriggja sakbominganna, bílstjórinn, i 10-11 ráninu við Suðurlandsbraut 14. apríl í gær þegar dómari í mál- inu spurði þremenningana um af- stöðu þeirra til ránsákæru sem nú hefur verið gefin út á hendur þeim. Tveir mannanna, þeir sem réðust á sendil 10-11 og tóku af honum poka með samtals tæplega 7 millj- óna króna verðmæti, svöruðu dóm- aranum því að þeir væru í stórum dráttum samþykkir ákærunni. Sverrir Einarsson héraðsdómari spurði bílstjórann hvort hann teldi sig vera saklausan miðað við um- mæli hans um að honum hafi ekki verið kunnugt um að félagar hans ætluðu að fremja rán. Maðurinn svaraði því játandi. Þremenningunum er öllum gefið að sök rán með því að hafa saman, eftir fyrirframgerðri áætlun, lagt á ráðin um ránið. Tveir þeirra fóru með heimatilbúin leðurbarefli fyllt með sandi að skrifstofuhúsnæði 10- 11 þar sem öðrum þeirra er gefið að sök að hafa barið starfsmann fyrir- tækisins 5 sinnum. Báðir mennirnir voru þá með lambhúshettur. Með ráninu komust mennimir yfir 2,3 milljónir króna í reiðufé, rúmar 4 milljónir króna af greiðslu- kortakvittunum og 175 þúsund krónur í ávísunum. 10-11 verslanirnar leggja fram rúmlega einnar milljónar króna skaðabótakröfu í málinu. Starfsmað- urinn sem ráðist var á krefst 550 þúsund króna í skaðabætur. Vegna sumarfría hefst réttarhald með vitnaleiðslum ekki fyrr en í lok júlí. Dómur mun því væntanlega ganga í ágúst. -Ótt Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000,- (H) HONDA S: 568 9900 f t i i i i i i i i i i i i í i i i i i i i i i i i i i i i i 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.