Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 7 DV Sandkorn Grunnfærni Jón Hafsteinn Jónsson, fyrrver- andi menntaskólakennari, ritaði grein í Mogganna um málnotkun kennara og fjölmiðlamanna á dög- unum. Þar fer hann nokkuð á kostum og lýsir máifarslegum flumbrugangi og ambögum innan og utan skóla- kerfisins. Hann fiallar um þuli ríkisíiölmiðlanna sem á árum áður hafi verið yfir- burða málnotendur og bendir á öskrandi íþróttafréttamenn nútim- ans. Skemmtilegasta dæmið í grein Jóns er þar sem hann vísar í eyðu- blað frá gnmnskóla í borginni. Kennarar áttu þar að láta koma fram hvort viðkomandi böm hefðu „viðunandi stööu í grunnfæmi eða ekki“. Spurt er hvort þar sé átt við að bömin séu viöunandi vitgrönn. Út úr skápnum w Eignarhald Alþýðubandalagsins í útgáfufélagi Helgarpóstsins hefur vakið upp umræður'um hlutleysi þess miðils. Ritstjóri HP segist vera fagmaður sem standist þrýsting þeirra afla sem eiga blað hans. Á sama tima ætlar hann kollegum sinum á öðrum fjölmiðlum að dansa eftir þeirri línu sem eigendur þeirra miðla ákveða. Aðiíd AB að útgáfunni hef- ur verið eitt best varðveitta leynd- armál viðskipta á íslandi og aðeins nokkrum dögum áður en Helgar- pósturinn kom út úr skápnum var viötal við ritstjórann i Viðskipta- blaðinu. Þar sagði hann að nýrra hluthafa væri leitað að Póstinum en tók jalnframt fram að gömlu eigend- umir væm alls ekki á útleið. örfá- um dögum síðar kvað við annan tón og þá var heill stjómmálaflokk- ur á fleygiferð út úr eignarhaldsfé- laginu. Ævintýralegur uppgangur Kapphlaupið um norsk-íslensku síldina er nú í hámarki. Margar út- gerðir leggja allt í sölumar til að öðlast hlutdeild í gullpottinum sem úthlutað verður þegar kvóti verð- ur settur á. Frétt DV um þann 21 milljarð króna sem er i pottinum vakti mikla athygli. Út- gerð Skála hf. á Þórshöfn og Vopnafirði státar af hæsta síldar- skipinu, Júpiter ÞH, sem veiddi rúm 8 þúsund tonn. Einnig á fyrirtækið nótaskipið Neptúnus sem veiddi rúm 5 þúsund tonn. Komi til kvót- ans mun það fyrirtæki, sem þegar á stærsta loðnukvótann, því auka eign sína um rúmar 1200 mÚIjónir króna. Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn Uppgangur Skála hf. á Þórshöfn er með eindæmum. Þetta dótturfyr- irtæki Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og Tanga hf. á Vopnafirði er nú orð- ið svo stórt að það er farið að skáka móðurfyr- irtækjunum. Eins og DV skýrði frá hafa geisað harð- ar deilur um fyr- irtækið sem náðu hámarki þegar Jóhann A. Jóns- son á Þórshöfh, framkvæmda- stjóri Skála, skrapp til Akraness og keypti loðnuskip. Hann kom síðan heim og boðaði stjómarfund þar sem Friöriki Guðmundssyni, sfjóm- arformanni á Vopnafirði, var tú- kynnt um kaupin og hann síðan settur af. Afleiðing deilna héraðs- höföingjanna er sú að aðrir eigend- ur Skála, Sjóvá-Almennar og Olíufélagið hf. sem er undir hatti IS, hafa i raun tekið öll völd í félag- inu. Stórfyrirtækin höfðu haft lítil sem engin afskipti af félaginu þrátt fyrir að eiga sín 12 prósentin hvort. Nú hafa þau oddaaöstöðu í deilu höfðingjanna og Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn hafa þar með sam- einast um að vemda þau gifúrlegu verðmæti sem um er að ræða. Það var eitthvaö sem enginn reiknaði með þegar stríðið hófst. Umsjón: Reynir Traustason Fréttir Samið á Húsavík: Vel við unandi - segir verkalýðsformaður Starfsfólk Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsavík samþykkti í gær með 42 atkvæðum gegn 15 innanhússtillögu þá sem ríkissáttasemjari bar fram í kjaradeilu þess og rikisins. „Ég tel að við getum vel við unað og tel að hér sé um góðan samning að ræða fyrir ófaglært starfsfólk sjúkrahússins," sagði Aðcilsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, í samtali við DV í gær. Hann sagði að í launahækkun hefði verið tekið tillit til þess hve seint er samið en samningaviðræð- ur hófust í janúar. Þá er komið í samninginn að starfsfólk getur farið á valgreinanámskeið. Einnig er bók- un um að skoðað verði að gefa fólki kost á sérgreinanámskeiðum líka. Vaktakerfið hefur valdið deilum en nú verður það tekið skipuð nefnd sem á að yfirfara það og koma með tillögur til úrbóta. Aðalsteinn Baldursson sagði að þáttur ríkissáttasemjara við lausn deilunnar hefði verið stór og innan- hússtillaga hans góð. -S.dór Myntbandalag Evrópu: Yrði aðhald fyrir íslendinga ísland uppfyllir skilyrði um opin- ber fjármál og verðbólgu sem sett eru fyrir þátttöku í myntbandalagi Evrópu. Hins vegar eru langtíma- vextir hér á landi of háir og þjóð- hagslegur spamaður of lítill. Enn fremur er traust á stöðugleikanum í íslenskum efnahagsmálum ekki orð- ið nægjanlega mikið enn. Loks upp- fyllir ísland ekki skilyrði Maa- strichtsáttmálans um sjálfstæðan seðlabanka þannig að þótt opinber fiármál og verðbólga séu í lagi hér á ísland langt í land með að uppfylla skilyrðin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hagdeild Seðlabankans hefúr gefið út inn efnahags- og mynt- bandalag Evrópu, aðdraganda að stofnun myntbandalagsins og áhrif þess. Þar sem ekki er ljóst hversu stórt myntbandalagið verður telur Seðlabankinn erfitt að ráða í hver áhrif bandalagsins verða á íslenskt efnahagslíf. Þó sé líklegt, hvað sem öðru líður, að stofnun þess muni skapa aukinn aga og aðhald fyrir innlenda hagstjóm. -SÁ Dragnótarmenn æfir vegna lok- ana veiðisvæða „Við erum mjög óánægðir með þessar lokanir. Það er verið að hengja bakara fyrir smið. Við höf- um rannsókn frá Hafrannsókna- stofnun sem sýnir að dragnótin skemmir ekki botninn," segir Jón Trausti Ársælsson, skipsijóri á dragnótarbátnum Hafnaröst ÁR 250, þegar DV ræddi við hann þar sem hann var að veiðum í Meðallands- bugt. Hann vísar til lokunar á stór- um veiðisvæðum fyrir Suðurlandi þar sem bannað er að veiða með botnvörpu og dragnót. Jón Trausti segir áhrif dragnótar á hinnarslóð hafa verið rannsakaðar undir stjóm Guðna Þorsteinssonar, veiðarfæra- fræðings Hafrannsóknastofnunar, og hún hafi óyggjandi sýnt að áhrif til ills væm engin. Hann segir al- menna óánægju meðal dragnótar- manna vegna hinna víðtæku lokana sjávarútvegsráðuneytisins. „Þetta eru trúlega einhver helvít- is mistök. Þeim getur ekki verið sjálfrátt þessum mönnum. Það em engar forsendur til þess að halda því fram við séum að eyðileggja humar- miðin,“ segir Jón Trausti. -rt Lattu senda þer heim! 18“ pitza m/3 áleggsteg. 12“ hvítlauksbrauð eða Margarita, 2L Coke og hvítlauksolía Aðeins 1.790 kr. Komdu og sæktu! 16“ pitza m/2 áleggsteg. Aðeins 890 kr. 18“ pitza m/2 áleggsteg. Aðeins 990 kr. REYKJAVÍK HAFNARFJOROUR mital/úöar! 568 4848 5651515 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1977-2.fl. 10.09.97 kr. 1.332.956,00 1978-2.fl. 10.09.97 - 10.09.98 kr. 851.557,30 1979-2.fl. 15.09.97- 15.09.98 kr. 555.133,50 INNLAUSNARVERÐ*) FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1985-1.fl.A 10.07.97 kr. 82.210,60 1985-1.fl.B 10.07.97 kr. 35.288,40** 1986-l.fl.A 3 ár 10.07.97 kr. 56.666,60 1986-1.fl.B 10.07.97- 10.01.98 kr. 26.026,40** 1986-2.fl.A 4 ár 01.07.97 kr. 53.762,20 1987-1.fl.A 2 ár 10.07.97 kr. 43.942,50 1987-1.fl.A 4 ár 10.07.97 kr. 43.942,50 1989-2.fl.D 8 ár 10.07.97 kr. 22.276,20 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 27. júní 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.