Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 5 I » I I I I I I i I > I I I I I \ i \ i DV Fréttir Alvarlegur vélstjóraskortur á fiskiskipaflotanum: Smuguvélstjórum boðnar hundruð þúsunda króna - stór hluti stéttarinnar á undanþágum og vélstjóra leitaö í Færeyjum Umferðareftirlit: Fjölmargir nota ekki bílbeltin DV, Akureyri: Lögreglumenn frá Ólafsfirði og Dalvík, sem tóku þátt í „Norð- lensku umferðarátaki" og héldu í ferð um Norðurland nú í vikunni, höfðu afskipti af 16 ökumönnum í ferðinni. Skömmu eftir að þeir héldu frá Dalvík stöðvuðu þeir mann á miðjum aldri sem steig fast á bensíngjöfina og mældist bifreið hans á 140 km hraða. Sá á von á ökuleyfissviptingu. Lögreglumennirnir fóru til Blönduóss og síðan í Skagafjörð- inn, til Siglufjarðar og um Fljótin í bakaleið. í ferðinni stöðvuðu þeir 6 ökumenn vegna hraðakst- urs og 10 sem ekki notuðu bíl- belti. Aö sögn Felix Jósafatssonar, lögreglumanns á Dalvík, urðu þeir varir við mun fleiri sem ekki notuðu bílbeltin en tókst ekki að stöðva þá. Norðlenskt umferðarátak stendur yfir í allt sumar en þá fara lögreglumenn frá ýmsum stöðum á Norðurlandi í ferðir um fjóröunginn og einbeita sér að því að ná til þeirra sem fara ekki að lögum í umferðinni. -gk „Það er mjög mikil eftirspurn eftir vélstjórum. Við erum með það í at- hugun núna að flytja þá inn frá Fær- eyjum. Ástandið er þannig að menn eru á undanþágum með nánast eng- in réttindi," segir Elias Kristjánsson hjá ráðningarþjónustunni Sjótaki sem tekur að sér að útvega útgerðum mannskap til sjómennsku. Elías segir ástæður þess að vél- stjórar fáist ekki á sjó vera annars vegar hversu fá skipspláss gefi góðar tekjur. Hins vegar séu vélstjórar með allt að 5 ára nám að baki og gefi sig því ekki til sjómennsku nema mikið sé í boði. „Það eru oröin fá pláss í dag sem gefa eitthvað af sér. Fyrir menn sem eru með svo langt nám að baki er óviðunandi að stunda þetta með að- eins einn og hálfan hlut. Til að fá sama hlut þurfa stýrimennirnir að- eins að stunda nám í tvö ár. Vél- stjóranámið er fast að því að vera eins og læknisnám," segir Elías. Hann segir yfirborganir þekktar í greininni og dæmi séu um að þeim séu boðin lágmarkslaun sem sam- svara tvöfaldri kauptryggingu. Þetta eigi sérstaklega við um Smuguveið- arnar. „Það er ekki algilt að mönnum séu boðnar yfirborganir. Það eru þó dæmi um það og nýlega gerðum við samning fyrir vélstjóra sem fer á Smuguskip. Hann fær 250 þúsund krónur í lágmarkslaun," segir Elías. Hann segir ástæður þess hversu er- fitt er að manna skip til Smuguveið- anna vera þá að oft sé um léleg afla- brögð að ræða á sama tlma og ein- angrun sé mikil og langar fjarvistir. „Við gerðum þetta i sameiningu enda þessar Smuguveiðar á köflum glórulausar vegna aflatregðu og langr- ar útivistar. Þá er oft aðaltilgangur- inn að halda skipum frá veiðum á heimamiðum,“ segir Elías. -rt/-RR Veriö er aö mála og fegra Akurey RE í Reykjavíkurhöfn. Til stendur að reyna aö selja skipiö til útlanda. DV-mynd jak 25.-28. júní Frystitogaraútgerðir huga að Smuguveiðum: Árviss áróður strandgæslunnar um ördeyðu - segir Eiríkur Tómasson útgerðarmaður „Við hugsum til þess að halda sama munstri og á síðasta ári. Við hlustum ekki á þessar fréttir um ör- deyðu ár eftir ár. Þetta er orðið ár- visst eins og koma lóunnar. Þeir eru að reyna að halda okkur frá Smug- unni í þeirri trú að við hlustum á þá,“ segir Eirikur Tómasson, út- gerðarmaður hjá Þorbirni hf. í Grindavík, um væntanlegar Smugu- veiðar. Hann segir fréttir frá norsku strandgæslunni þess eðlis að enginn fiskur sé til staðar í Smugunni vera áróðursbragð Norðmanna og frysti- skip Þorbjamarins, Gnúpur GK og Hrafn Sveinbjarnarson GK, færu í Smuguna undir lok næsta mánaðar. Ekkert íslenskt skip er nú í Smug- unni en útgerðir eru þó farnar að hugsa sér til hreyfings. Viðbúið er þó að ekki muni margir ísfisktogar- ar halda til þessara veiöa norður í hafi. Emil Thorarensen, útgerðar- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, segist ekki reikna með að togarar fyrirtækisins haldi til þessara veiða. „Það er ekki fyrirhugað hjá okk- ur að fara til Smuguveiða í sumar. Það er alltof mikil áhætta fyrir ís- fisktogara að fara vegna þess að þeir hafa aðeins stuttan tima á veið- um. Þar er í mesta lagi um að ræða viku. Menn myndu kannski hugsa sig um ef álit skipstjómarmanna yrði í þá veru að veiðivonin væri slík að túramir gætu gengið upp,“ segir Emil. -rt Akranes: Leitað að köldu vatni DV, Akranesi: Iðnaðarráðherra hefur veitt 500.000 krónur í leit að köldu vatni fyrir vatnsveitu Akraness. Neyslu- vatn Akumesinga er yfirhorðsvatn úr Akrafjalli. Meiri hætta er á að það mengist en lindarvatn. „í næsta nágrenni við Akrafjall er Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga og þar rís nú álver. Akurnes- ingar eru því uggandi um vatnsból sitt vegna þessarar stóriðju. Ég geri ráð fyrir því að þetta sé svar iðnað- arráðherra við erindi sveitarfélag- anna sunnan Skarðsheiðar um að kanna vatnslindir á svæðinu með það að framtíðarmarkmiði að menn geti nýtt það til vatnsveitu þar í heild. Þetta er verkefni sem sveitar- félögin ætla að vinna sameiginlega að og þess vegna var óskað eftir lið- sinni ráðuneytisins viö það,“ sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, í samtali við DV. > komdu í Gerðu ævintýralega goð lcaup Enn fleiri tiiboð í ©nn stærri Kringlu Nyjar vör % KRINGMN -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.