Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Fréttir Hafnarfjörður: Tveir innbrotsþjófar gómaðir Lögreglumenn í Hafnarfirði gómuðu óvænt tvo innbrotsþjófa í fyrrinótt þegar þeir stöðvuðu númerslausa bifreið í miðbænum. Þegar betur var að gáö kom í ljós að bíllinn var fullur af þýfi. Um var að ræða hijómflutnings- tæki, tölvur, prentara og mikið af skartgripum sem hafði verið stolið úr húsum í Kópavogi fyrr um nóttina. Mennirnir viöurkenndu inn- brotin við yfirheyrslur og þýfinu hefur nú nær öllu verið komið til réttra eigenda sinna. -RR -besti tími dagsins! Blaðberar óskast Blaðberar óskast á stór Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar I síma 460 6100 eða 800 7080. x>v ^ Garðabær: Ófært að láta ung- lingagengi ógna heilu bæjarfélagi - segir verslunarfólk við Garðatorg „Þeir vaða hér uppi með svívirð- ingum og ógnunum við almenna borgara. Þeir hafa valdið fólki lík- amsmeiðingum. Það er ófært að láta svona unglingagengi ógna heilu bæjarfélagi,“ sögðu tveir verslunarmenn við Garðatorg við DV, aðspurðir um ofbeldis- og skemmdarverk 8 pilta i Garðabæ sem kærðir hafa verið ítrekað til lögreglu. Verslunarmennirnir vildu ekki láta nafna sinna getið af ótta við áreitni eða hefnd. Þeir sem og ann- að verslunarfólk við Garðatorg hafa fengið að kenna á ofbeldi og skemmdarverkum piltanna og segj- ast búnir að fá sig fúllsadda af ástandinu. Veröur aö stööva þetta „Við förum fram á það við bæjar- yfirvöld hér í Garðabæ að þau stöðvi þetta. Mjúka leiðin hefúr ver- ið farin gagnvart þessum piltum en það hefur ekki gengið hingað til. Ef það dugar ekki verður að láta hart mæta hörðu. Það verður þá bara hreinlega að taka piltana úr umferð og setja þá í hendur einhverra sem geta hjálpað þeim. Ef þeir eiga að vera lausir verður að setja upp aukna gæslu héma í miðbænum tU að fólk geti verið öruggt. Piltarnir hafa undanfama mán- uði valdið tjóni í verslunum við Garðatorg sem nemur mörg hundr- uð þúsundum króna. Bera ekki virðingu fyrir neinu „Þeir hafa brotið hér rúður, stolið og eyðilagt hluti. Þeir hafa ógnað fólki og ráðist á það hér af engu til- efni. Harðasti kjarninn í þessu gengi eru fjórir piltar en svo eru fjórir til viðbótar oftast með þeim. Þeir virðast ekki bera virðingu fyr- ir einu eða neinu. Ég veit ekki hvers konar eðli þetta er eiginlega,“ sagði verslunareigandi við Garða- torg. -RR Pú gætlr unnið giæsiiega vinninga hjá Skátabúðinni sem dregnir verða út vlkulega eða Camp-Let-Appollo Lux tjaldvagn frá gísla jómssvmi hf Rfkutega tMHnn 17m2 Camp-Let Apolio tjakfvaen me* stóru áföstu fortjaldi, aó verémæti 4$4>000lcr. Scarpa Arfvance m«Ó Gore-Tex vatosvöm i — — ádkjk .w’lk | fr* Vy VViUavra 'ÖV. v@; 1S.«90kr. Það borgar sig að w w Áskriftarsími SIO 1000 Garöabær: Þarf að endue skoða réttar- kerfi okkar - segir bæjarstjórinn „Það er auðvitað mjög alvarlegt mál þegar ofbeldismenn ganga um bæjarfélagiö. Það er að sjálfsögðu áhyggjuefni allra hér í bænum. Það er hins vegar hlutverk lögreglu að halda uppi lögum og reglu en ekki sveitarstjórna. Við höfum rætt þetta ástand við lögregluyfirvöld og lagt áherslu á að þetta verði stöðv- að,“ sagði Ingimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri í Garðabæ, að- spurður um málið. „Vandamálið tel ég vera réttar- kerfið sem við búum við. Það er allt of langur tími sem líður frá því menn brjóta af sér og þar til þeir fá dóm. Menn eru frjálsir á meðan og brjóta þá jafnvel enn frekar af sér. Ef fólk leggur ekki í að leggja fram kæru þá veröur auðvitað að vera til einhver aðili sem getur þá gert það í þeirra stað. Ég veit ekki annað en það sé hlutverk ríkissaksóknara að gera það í meiri háttar árásarmál- um. Þegar um minni háttar árásar- mál er að ræða er að ætlast til að þolendur geri það. Þá er spumingin 1 hvar þessi mörk eru. Svona ofbeldisverk hafa ekki bara gerst hér i Garðabæ heldur í öllum bæjarfélögum hér á höfuðborgar- svæðinu og víðar. Þetta er stórt vandamál og það verður að fara að endurskoða réttarkerfi okkar. Það virðist ekki vera hægt að taka á þessum afbrotamönnum nógu fljótt og nógu röggsamlega til að vernda borgarana. Þegar fólk er ekki lengur öruggt heima hjá sér er þetta auðvit- | að orðið gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Inigmundur. -RR Grindavík: Fjöldi umsókna um lóðir DV, Suðurnesjum: „Það hefur verið mikið af um- I sóknum um byggingarlóðir í vor og sumar. Okkur líst vel á að menn vilji vera hér og fjárfesta í nýjum húsum. Hér er mjög gott að vera,“ sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæj- arstjóri í Grindavík, við DV. Mikill íjöldi umsókna um bygg- ingarlóðir í Grindavík hefur borist bygginganefhd bæjarins á undan- förnum mánuðum. Mest kemur á óvart hvað unga fólkið sækir í lóðir undir einbýlishús. Þeir sem sækja | um eru frá 18 ára aldri. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.