Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Spurningin Hefur þú komið upp á hálendið? Auður Dögg Árnadóttir nemi: Já, oft. Unnur Ösp Stefánsdóttir nemi: Nei, ekki enn, en ég stefni að því. Laufey Eiríksdóttir nemi: Já. Hrefha Pálsdóttir stuðningsfull- trúi: Nei, ég hef því miður aldrei komið þangað. Kolbrún Petra Sævarsdóttir þroskaþjálfanemi: Já, ég hef farið í jeppaferðir víða um hálendið, með- al annars upp á Sprengisand og í Landmannalaugar. Mikael Nikulásson verslunarm- aður: Nei. Lesendur Vesturferðir íslendinga Af ýmsu er að taka í umfjöllun um vesturferðir íslendinga, m.a. í kennslu- og sögubókum. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar: I þætti Gísla Sigurgeirssonar „Þótt þú langforull legðir“ í Sjón- varpinu miðvikudaginn 18. júní kom fram að vesturferðum íslend- inga undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. væri ekki sinnt í kennslubókum. Var Gísli að vonum hneykslaður á því. Vissulega hefði þessi þjóð getað sýnt ættingjum sín- um vestra meiri ræktarsemi í tím- ans rás, en óþarft er að vanmeta það sem gert hefur verið. í 3. hefti sögukennslubókarinnar Sjálfstæði íslendinga eftir Gunnar Karlsson prófessor, sem kennd er í 8. bekk grunnskóla og fjallar um tímann frá 1800, er talað um vestur- feröir á bls. 47^18. Stuttlega að vísu en þó eru settar fram staðreyndir málsins þannig að flestir grunn- skólanemendur ættu að fá hugmynd um þessa atburði. í sögukennslubókinni Uppruni nútímans eftir sagnfræðingana Braga Guömundsson og Gunnar Karlsson sem víða er notuð í fram- haldsskólum heitir einn kaflinn „Búseta, fólksfjöldi og vesturferðir". Þar er fjallað um ástæður vestur- ferðanna, um þær sjálfar og birt bréf frá vesturfara sem segir meira en langorðar lýsingar. Enn þá meiri ástæða hefði verið fyrir Gísla að geta sérstakrar kennslubókar um vesturferðirnar sem kom út hjá Námsgagnastofnun 1995. Hún er eftir Helga Skúla Kjart- ansson sagnfræðing og heitir ein- faldlega Vesturfarar. Helgi Skúli er sérfræðingur í þessu efni og þetta er afar vel gerð og gagnleg bók, prýdd fjölda mynda. Svo hefði ekki verið úr vegi - úr því verið v£ir að auglýsa eftir lesefni um vesturferðirnar - að nefna nýjar verðlaunabækur Böðvars Guð- mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. Þær eru að vísu skáld- sögur en byggðar á viðamiklum heimiidarannsóknum, eins og kom fram m.a. í viðtali við Böðvar í DV 30. nóv. 1996. Þær segja þessa miklu sögu á áhrifamikinn og sannferðug- an hátt. Þessar bækur hafa selst vel og óhætt að segja að talsverður hluti landsmanna hafi lesið þær. Það er leiðinlegt þegar menn fá að gera fokdýra sjónvarpsþætti með löngum undirbúningstíma en at- huga ekki hvemig fullyrðingar um svona einföld atriði standast áður en þeir setja þær fram á mynd- bandi. Hraðahindranir á þjóðvegum H.F.J. skrifar: Á vegamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar eru umferðar- ljós. Á Vesturlandsvegi eru tvær akreinar í austur, að vegamótunum, en þrengjst í eina akrein þegar kom- ið er yfir gatnamótin. Þegar rautt stöðvunarljós er gagnvart umferð eftir Vesturlands- vegi myndast að jafnaði nokkur bílaröð þar. Þegar grænt ljós kvikn- ar og umferðin fer aftur af stað skeður það alltof oft að ökumenn bíla, sem eru á vinstri akrein, gefa duglega í og aka á miklum hraða yfir gatnamótin til þess að komast fram úr ökutækjum á hægri (aðal) brautinni og láta skeika að sköpuðu hvort það tekst. Ef ekki þá þrengja þeir sig inn í röðina með góðu eða illu. Þessi keyrslumáti skapar gífurlega árekstra- og/eða slysahættu. En þessir gaurar virðast ekki hugsa út í það. - Þarna þyrfti að setja upp hraðahindrun. En hvers konar fólk er þetta sem ekur eins og að ofan er lýst? Senni- lega er það lítið greint eða undir- lægjur í störfum og þarf að fá útrás í akstri ökutækjanna. Hvalbeinin í hlíðum Hvalfjarðar Og þar bar hvalurinn beinin - í hlíðum Hvalfjarðar. Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: Hvalbeinin sem menn vora að finna í hlíöum Hvalfjarðar um dag- inn rugluðu jarðfræðinga algjörlega í ríminu. Já, hvað með þau? - Menn ættu að skoða gamla sögu um illhvel- ið í þjóðsögunni um Hvalfjörð, Hval- inn og skessuna Esju, sem bjó í Esju- fjalli. Tröllkonan bjó lengi á þessum slóðum. Hún var orðin aldin að árum og sótti sina björg í Hvalvatn sem nú heitir, uppi á heiðinni. Hún komst þá í góð kynni við hval einn mikinn sem hafði aðsetur í Hvalfirði, sem ber nafh sitt af þess- um mikla og illskeytta hval. Kom þar þó að Esja kerling náði tökum á hval þessum, enda fjölkunnug mjög. Hún sendi hvalinn til að draga björg íbú. Haust eitt fyrir langa löngu lagðist hafis með öllu Vestur- og Suðvestur- landi, svo allur fiskur í sjónum og allt kvikt lagðist frá af völdum kulda í sjónum svo fátt var til bjargar. Hvalfjörður var þó auður af ísum vegna þess að þá var Varmá í Mos- fellssveit sjóðheit af hveravatni og festi því ekki ís á Hvalfriði. Straum- ur jafnaði hitann i firðinum, svo hvalnum vegnaði vel að ööra leyti en því að nú varð bjargarlaust og gat ekki aflað fanga fyrir sig og Esju kerlingu. Kerling dó ekki ráðalaus. Hún vissi af fyrri reynslu, er hún arkaði um fjöll og firnindi, að marga góða veiðiferð hafði hún gert að Hval- vatni, sem þá hét eitthvað allt annað. Nú var kerling orðin fjörgömul og greip því til þess ráðs að reyna hvað hún nú ætti eftir af fjölkynngi sinni og kom því að máli við vin sinn, hvalinn, að sækja fisk til fjalla og sendi því hvalinn til að sækja björg í bú í vatn það sem síðan heitir Hval- vatn. Neyðin hvatti hvalinn og með hjálp kerlingar tókst þetta. En þar sem hann var sársvangur borðaði hann helst til mikið, svo að á leið- inni niður sprakk hann. Beinin bar hann því þar sem þau nú era að finnast. - Segjum svo að tröllasögur séu tilhæfulausar! Heiðurs- merkjafar- aldurinn S.R.H. skrifar: Ég las frétt í DV nýlega frá veitingu heiðursmerkja á síðasta þjóðhátíðardegi okkar. Þetta er orðið eins og með bollurnar á bolludaginn; allir með bollu, all- ir með heiðursmerki! Það verður ekki langt þangað til öll þjóðin verður komin með þessa bless- aða fálkaorðu. En hvar er svo heiðurinn? Ég bara spyr. Mynd- in frá veitingu heiðursverðlaun- anna var dæmigerð og skýrir sig sjálf. Ég er ekki viss um að allir geri mikinn mun á þessu stússi og því sem er í kringum bollu- daginn eða sprengidaginn í fjöl- miðlum hér á landi. Reykjavíkur- flugvöllur - tímasprengja Haraldur Sigurðsson hringdl: Það er rétt, sem fram hefur komið að undanfórnu, m.a. í DV hjá Álfheiði fngadóttur, að það er ekki nóg að flytja kennsluflug og ferjuflug burt frá Reykjavík- urflugvelli. Allt innanlandsflug þarf að fara þaðan líka. Raunar allt flug þvi Reykjavíkurflugvöll- ur er ekkert annað en tíma- sprengja hvað öryggisleysi og að- búnað snertir. Ef kosta á upp á viðgerðir, þar af flugbrautir ein- ar fyrir einn og hálfan milljarð króna eða meira, er það hreint glapræði, þar sem Keflavíkur- flugvöllur er við bæjardymar. Verðlausar auglýsingar Sonja skrifar: Ég vil taka undir lesendabréf i DV sl. þriðjudag undir yfirskrift- inni Gagnslausar auglýsingar þar sem gagnrýnt er að greina ekki ffá verði á hinni ýmsu þjón- ustu og vörum sem auglýstar eru. Þetta er þó farið að breytast og margir auglýsa aldrei nema með verði. Ég sé t.d. í dag í ferða- blaði með DV að þar auglýsa Sauðkrækingar verð á sínum hótelum, svo og Hótel Laugar. Ég tel að auglýsingar án verðs séu harla gagnslitlar, a.m.k. ef um umtalsverða þjónustu er að ræða. Tilboðin hjá matvöra- mörkuðunum eru til fyrirmynd- ar hvað þetta snertir. Prestsem- bættin óháð G.K.P. skrifar: Að sjálfsögðu eiga ekki að eiga sér stað neinar æviráðningar presta, frekai' en annarra manna I ríkisþjónustu. Prestsembættin eiga lika jaftiframt að vera al- gjörlega óháð hinu opinbera og söfnuðirnir, frjálsir og óháðir, eiga aö þjóna þeim sem þeim vilja fylgja. Er þetta ekki orðið heldur klént að burðast með presta og embætti þeirra þegar enginn vill þetta kerfi. Lítum til Bandaríkjanna, þessa stóra land- svæðis, þar er engin ríkiskirkja, allt upp á frelsið og jöfhuðinn. Förum þessa leið líka. Tónlist á almannafæri Gunnsteinn skrifar: Ég er undrandi á að Reykja- víkurborg skuli ekki nota sér hlutdeild sína í Lúðrasveit Reykjavíkur og láta hana leika á almannafæri, t.d. á góðviðrisdög- um eða um helgar, t.d. á sunnu- dögum, einn eða tvo tíma. Það er í raun ekkert líf í borginni úti við um sumartímann en allt vit- laust allan veturinn og þá innan- húss. Vill fólk ekki fá líf í borg- ina? Ég skora á borgarstjórn að hafa forgöngu um tónlist á al- mannafæri, þó ekki bara þessari gaddavírstónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.