Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Neytendur Verðkönnun á tollfrjálsum varningi: Allt að 368% verðmunur - eftir því hvort varan er seld í ÁTVR eða fríhöfn Verðkönnun neytendasíðu DV á algengum varningi sem seldur er í fríhöfnum sýnir gífurlegan mismun á verði frá því sem vörumar kosta á almennum markaði. Þá kemur einnig í ljós að íslenskar fríhafnir eru talsvert dýrari en t.d. á Schiphol þar sem verðið var í langflestum til- fellum lægst. Dýrustu frihafnirnar sem íslend- ingar hafa aðgang að á leið sinni um tollfrjáls svæði eru samkvæmt verðkönnuninni um borð í ferjunni Norrænu og í Saga Boutique versl- unum Flugleiða. Þess ber hins veg- ar að gæta að vöruframboðið er mjög takmarkað í Saga Boutique á þeim vamingi sem mest var skoðað- ur í könnuninni. Brúarfoss virðist bjóða nokkuð hagstætt verð á sinni vöru en liklega er það jafnframt minnsta fríhöfn landsins, aðeins ör- fáir farþegar ferðast með skipinu ár- lega. Mesti verðmunurinn í áfengis- sölu var 368% á Martini Bianco. Það kostar 327 kr. á Schiphol en 1.530 í ÁTVR. Minnstur var munurinn hins vegar á Baileys-líkjör, rétt um 112%. Lítrinn kostar 2.200 kr. í Rík- inu en 1.035 kr. á Schiphol. Flestar áfengistegundimar úr ÁTVR varð að framreikna til að fá sem ná- kvæmast verð á sömu einingu. Allt áfengisverð er miðað við einn lítra. í sælgætissölunni sneri Bónus á allar fríhafnir með lægsta verðinu á Toblerone-súkkulaði. Þar kostar Samanburöur á veröi í fríhafnarverslunum á íslandi og nágrannalöndum, ásamt viömiðunarveröi úr innlendum verslunum / <§> <#* ÁTVR Akureyrarflugvöllur Ferjan Norræna Brúarfoss Saga Boutique Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Kastrup Heathrow Schiphol Hagkaup Bónus 'Framreiknaö verö vegna mismunandi stæröareininga / V / 4? / / / / / / / / </ / / *P 3340 3757 5929 1530 2385 2200 4380 2760 1000 1340 2890 610 1090 1490 1970 1340 1990 870 710 1500 1695 3732' 536 1233 1716 22521 1758 1796' 547' 860 1590 2690 540 890 1390 1970 1140 1000’ 1400' 2600 820 1290 2750 580 890 1390 1970 1340 1990 790 550 960 1390 3250 640 960 1480 1990 1130 2000 995 815 1105 2735 397 847 1255 1384 1019 786 563 1140 910 1519 780 1000 2525 327 799 1035 1271 980 15301 12661 597' 1465 7501 1298 524 400 g stykki 349 kr. Framreiknuð kosta 600 g af súkkulaðinu 524 kr. Verð á 50 ml glasi af Pleasure-ilm- vatni í snyrtivöruversluninni Söru á íslandi reyndist 120% hærra en á sömu vöru á Schiphol. Allar fríhafnir fyrir almenning á íslandi voru teknar með í könnun- Eðli lífs í efninu Festa tímatalningar um lengd á sér grunnorsök og sú grunnorsök er gerund en ei verund, enda hverfur það sem var og ókomið er ekki. Heimur gerist því frekar en er. í þeirri gerund er festa á afstæðri tímatalningu um langvegu þekkts geims. í gerund gerist síendurtekin sókn til lægsta spennumunar. Eðli lífs er að lifa af sóknina til lægstu spennu og viðhalda lífboði yfir lágspennusóknarfasann til endurgerð- ar lífboðs. Stöðfræði DNA-kjarnasýrunnar sækist um lágspennu til umhverfis við öll önnur kerfi eins og öll geimsins kerfi. En í þeirri lág- spennusókn er varpað boði á línu innan hins tvöfalda spírals DNA sem verður ríkjandi til endurröðunar DNA, komandi út úr lág- spennusóknarfasanum. Því finnum við tugmilljónára gamla DNA-búta þótt önnur efni hafi formbreyst. Þetta er því grunnboð lífs í efninu. Niðurstaðan er sú að við erum aftur á byrjunarreit og lýsingarkerfi núverandi eðlisfræði fellur í heild sinni sem takmarkað inngripaóvirkt kerfi. Því veldur að eðlislýsing lífs krefst tilveru boðs sem ónýtist ekki við sókn til lægstu spennu milli kerfa innbyrðis, í gerund þess efnis sem að festu telur tíma. Þorsteinn Hákonarson Nóta um takmörkun lýsingakerfis Til lægstu orkunotkunar í framkvæmd lífboðs er Ijóst að DNA og RNA munu breyta klösun í vatnsupplausn og ber þá klösunin boðið, líklega með því að mynda bæði rúmfræðilegt form og lágspennusókn- arform fýrir myndun efna, sem boð frá kjarnasýrum eru, til að mynda í frumum. Við lýsum erfðabreytingum sem mismunandi hæfni ein- staklinga til þess að fjölga sér í gefnu vistkerfi, hæfni til að takast á við vistkerfið og breytingar á því. Að þannig veljist hæfustu einstak- lingar. Þessi lýsing er orkuboðlega óvirk og ósamtengjanleg öðrum orkuboðaþáttum í lýsingarkerfi líffræði. Þessi lýsing veitir ekkert for- spárvald. Onnur lýsing sem gæti rúmað bæði þá fyrri og komið á sambandi við lífræn orkuskipti efna, sem mynda frumur, vefi, líffæri og dýrategundir, er hugsanlega eins og eftirfarandi: Stofngenin eru vernduð í eggjum kvendýra, m.a. gen aðeins erfanleg í kvenlegg við losun eggs lendir eggið í víxlverkun við efnislegt og orkuskiptanlegt raunumhverfi sem það að frjóvgun þarf að mynda einstakling til að verða til í. Sæðisfrumur framleiðast í miklu magni og einungis þær sem lifa af í raunumhverfi sem mætir þeim í sæðisvökva geta frjóvgað egg. Þegar frjóvgun fer fram þá velur eggið þá sæðisfrumu sem hefur eiginleika í samræmi við mat eggfrumunnar á raunumhverfi. Þannig aðlagast hver einstaklingur raunaðstæðum og þannig laga tegundir sig að aðstæð- um. Hvort þetta er svo, eða með öðrum orkuskiptanlegum hætti, verðum við að vita, vegna þess að nútímamenning hefur fært okkur mikið efnaáreiti og orkuboðaáreiti, sem gæti verið orsök þess að al- mennt fall er á fjölda lifandi sæðisfrumna í spendýrum. Boðberinn í þessu í líklega klösun vatnsupplausnarinnar en hún breytist eftir magni og gerð snefilefna. Lýsinguna þarf að setja fram í hæfara lýsing- arkerfi, eftir sannreyndar tilraunir í þessa veru. Þorsteinn Hákonarson ina og þrjár valdar af handahófi úr nágranncdöndunum, Kastrup í Dan- mörku, Schiphol í Hollandi og nokk- ur verðdæmi frá Heathrow í Bret- landi. Auk þess var tekið viðmiðun- arverð á Islandi úr ATVR, Hag- kaupi og Bónus. Vamingurinn var valinn úr verð- listum fríhafnanna sem voru í gildi 20. júní á þessu ári. Gengisskráning- in frá 23. júní var notuð við útreikn- inga gjaldeyrisins yfir í íslenskar krónur. -ST 800 kr. 600 400 200 Sælgæti Hi ■— Akureyrar- Norræna Bónus Hagkaup flugvöllur Viskí 4000 kr. 3000 2000 1000 I ■ ■ ÁTVR Norræna Keflavíkur- Heathrow flugvöllur 3000 kr. 2000 1000 Winstonlengjur 2760 1758 980 1130 ÁTVR Schiphol Norræna Reykjavíkur- flugvöllur llmvötn 3000 kr. 2000 1000 Norræna Saga Schiphol Reykjavíkur- Boutique flugvöllur Mikill verömunur er á útsöluveröi áfengis eftir því hvar á landi, sjó eöa lofti það er keypt. DV-mynd ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.