Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 27 íþróttir íþróttir Framlengt í Krikanum: „Spiluðum illa en unnum" - Borgnesingar höföu betur í lokin 1-0 Ásmundur Haraldsson (5.) 1-1 Hilmar Hákonarson (7.) 1-2 Valdimar Sigurðsson (107.) Upphafsmínúturnar í Hafnarflrði lofuðu svo sannarlega góðu þegar FH og SkaUagrimur mættust í sext- án liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Bæði lið komu mjög ákveðin til leiks og eftir aðeins sjö mínútna leik höfðu liðin skorað sitt markið hvort. Næstu mínútur voru bráðfjörug- ar og bæði lið áttu ágætis mark- tækifæri sem ekki tókst að nýta. FH-ingar fengu kjörið tækifæri á 25. mínútu til að ná aftur forystunni en skot frá vítapunkti fór hárfint yfir. Borgnesingar sneru þá vöm í sókn en þrumuskot þeirra var varið á marklínu. Síðari hálfleikurinn var ekki nærri eins fjörugur og sá fyrri og var á köflum afar slakur. Borgnes- ingar virtust hálfáttavfltir í upphafi hálfleiksins því á fyrstu 15. mínút- unum sköpuðu þeir tvívegis stór- hættu upp við eigið mark en Friðrik Þorsteinsson markvörður bjargaði vel. FH-ingar sóttu heldur meira það sem eftir lifði venjulegs leik- tíma. Á síðustu sekúndum leiksins vörðu Borgnesingar á marklínu og náðu að knýja fram framlengingu. FH-ingar komu miklu grimmari til framlengingarinnar og áttu tvö frábær færi á fyrstu 10. mínútunum, fyrst Jón Gunnar Gunnarsson og svo Hrafnkell Kristjánsson en Borgnesingar vörðust vel. Á sið- ustu sekúndum fyrri hálfleiks fram- lengingarinnar tryggði Valdimar Sigurðsson Borgnesingum sæti í átta liða úrslitunum með stórglæsi- legu skoti rétt utan vítateigs. „í tómu rugli“ „Þetta var alveg arfaslakt. Við vorum í tómu rugli megnið af leikn- um þótt það kæmu kaflar í leiknum sem voru ágætir. í fyrri hálfleik þá áttu þeir 5-6 góð tækifæri sem við vorum að gefa þeim. Við spiluðum iila en unnum samt og það er plús,“ sagði Sigurður Sigursteinsson, leik- maður Skallagríms, eftir leikinn. „Við lögðum okkur alla fram en það dugði bara ekki til. Við hittum ekki á það i dag þrátt fyrir að við legðum okkur fram,“ sagði Níels Dungal, leikmaður FH, dapur í bragði að leikslokum. -ih KR-ingar voru brosmildir eftir leikinn gegn Stjörnunni í Garöabænum en heimamönnum var þyngra í skapi Arnar Gunnlaugsson á heimleið: „Skaginn það eina sem kom til greina“ - laus allra mála í Frakklandi Landsliðsmaðurinn í knatt- spymu, Amar Gunnlaugsson, hef- ur ákveðið að snúa heim úr at- vinnumennskunni og ætlar að spila með Skagamönnum það sem eftir er af íslandsmótinu. „Ég fékk mig lausan hjá Sochaux í dag (í gær). Ég er búinn að vera mikið meiddur og þvi hef- ur dvölin hér í Frakklandi verið hálfdöpur hvað knattspymunni viðvíkur. Ég tel því betra að koma bara heim og reyna að koma mér í toppform með Skagamönnum. Ég stefni á að koma heim á sunnudag- inn og vera tilbúinn í slaginn gegn KR á miðvikudaginn," sagði Amar við DV í gær. Það er alveg ijóst að Amar verð- ur Skagamönnum gífurlegur lið- styrkur í baráttunni um íslands- meistaratitilinn en hyggst hann fara utan aftur í haust? „Ég er mjög ánægður með það að vera laus allra mála hér í Frakklandi og ætla nú að leggja mitt af mörkum til að við höldum titlinum heima á Skaganum og stöndum okkur vel í Evrópukeppn- inni. Eins og staðan er í dag er ég ekki í samböndum við nein önnur lið og hlakka bara til að koma í baráttuna heima og láta að mér kveða,“ sagði Amar að lokum. -ÖB Yfirburðir KR-inga í Garðabænum: „Mikil breidd“ - varamennirnir létu mikið að sér kveða 0-1 Bjarni Þorsteinsson (3.) Hörkuskalli eftir aukaspymu frá vinstri. 1-1 Ingólfur Ingólfsson, (11.), með hörkuskoti af tun 25 metra færi. 1-2 Þorsteinn Jónsson (60.). Gott skot af 20 m færi i bláhomið. 1-3 Ríkarður Daðason, víta- spyrna (62.), eftir að honum hafði verið brugðið. 1^1 Einar Þór Danlelsson (68.), skallamark eftir góða fyrirgjöf. 1-5 Brynjar Gunnarsson (88.), hljóp af sér vöm Stjörnunnar eft- ir góöa stungusendingu og renndi fram hjá úthlaupandi markverði. KR-ingar fengu óskabyrjun og náðu forystu á 3. mín. Stjörnumenn létu það þó ekk- ert á sig fá og voru mjög sókn- djarfir nánast allan fyrri hálf- leikinn og hefðu alveg eins getað haft forystu í leikhléi, en staðan var 1-1. í síðari hálfleik skiptu KR- ingar inn þeim Heimi Guð- jónssyni, Ríkarði Daðasyni og Guðmundi Benediktssyni í þessari röð og byrjaði Heimir á því að taka öll ráð í sínar hendur á miðjunni og Ríkarð- ur og Guðmundur styrktu mjög framlínuna og gerðu mikinn usla í vörn Stjörnunn- ar og mörkunum tók bókstaf- lega að rigna yfir Garðbæ- inga. Þorsteinn Jónsson átti einnig mjög góðan dag og skoraði afar mikilvægt mark. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og gekk þetta allt saman upp í síðari hálfleik. Það er mikil breidd í liðinu sem sýndi sig i þessum leik,“ sagði Haraldur Haraldsson, þjálfari KR-inga. Stjörnumenn lentu í mikl- um vandræðum í síðari hálf- leik og gengu KR-ingar á lag- ið og gerðu út um leikinn á einfaldan hátt. Ljóst er að KR-liðið er að komast á beinu brautina en þeir voru þó alls ekki nógu sannfærandi i fyrri hálfleik. Heyra mátti á framámönn- um Stjömunnar að mikill á- hugi væri á því að ráða Bjarna Sigurðsson sem þjálf- ara liðsins. „Við áttum að hafa forystu í leikhléi, en heppnin var með KR-ingum. Aðstæður leyfa ekki að ég taki að mér þjálfun Stjörnunnar því ég á mjög erfltt um vik vegna atvinn- unnar,“ sagði Bjami Sigurðs- son, tímabundinn þjálfari Garðabæj arliðsins. Ljóst er að mikill vandi blasir við liðinu ef dregst öllu lengur að ráða þjálfara til frambúðar. KR-ingarnir eru aftur á móti að eflast mjög og geta orðið erfiðir viðureignar í næstu leikjum. Liðið ætti því að geta bætt stöðu sína veru- lega á næstunni í úrvalsdeild- inni. -Hson Úrslit Coca-Cola bikar karla: Stjaman-KR...................1-5 Keflavík-Fram ...............1-0 FH-Skallagrímur..........(1—1)1—2 KA-ÍBV ......................1-6 2. deild karla: KVA-Þróttur N................4-5 Ægir-Leiknir R...............2-2 (Soran Stosic, Guðmundur L. Gunnarsson - Róbert Arnþórsson, Heiðar Ómarsson) 3. deild karla C: Emir Í-Bolungarvík.............1-3 NM U17 ára kvenna: Finnland-ísland ...............1-2 Noregur-ísland.................3-0 liáiiáu i-ÉMim rsx*j NAFN ÞÁTTTAKANDA NAFN 1 inS NÚMFR 1 IDS SEL LEIKMANN: NÚMFR NAFN VERÐ KAUPI LEIKMANN: NÚMFR _ NAFN VERÐ SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLT 11 105 REYKJAVÍK Þjálfurum kennt um þegar illa gengur: Nokkrir valtir í sessi Tveimur þjálfurum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur þegar verið vikið úr starfí. Þeim Lúkasi Kostic hjá KR og Þóri Lárussyni hjá Stjörnunni. Eins og jafnan þegar illa gengur er þjálfurum kennt um, jafnvel þó liggi I augum uppi að við þá sé ekki að sakast. Af samtölum við aðila innan knatt- spyrnuhreyfingarinnar undanfarna daga má ljóst vera að Logi Ólafsson landsliðsþjálfari er sá þjálfari sem hlýt- ur að vera hvað tæpastur í sínu starfi. Logi hefur litlum árangri náð með ís- lenska landsliðið og liðið hefur hrapað niður um ein 23 sæti á alþjóðlega list- anum frá síðustu áramótum. Rétt væri að skipta strax um landsliðsþjálfara í stað þess að geyma þá ákvörðun þar til samningur Loga rennur út. Stokka þarf upp spilin og skipta út mörgum þreytt- um landsliðsmönnum og gefa yngri leikmönmun tækifæri. Það ætti að gera strax. Leikimir tveir sem eftir eru í undankeppni HM gegn Liechtenstein em kærkomið tækifæri til að leyfa ungum framtíðarmönnum í landslið- inu að spreyta sig. Af þjálfurum í úrvalsdeildinni kunna Guðmundur Torfason hjá Grindavík og Kristinn Bjömsson hjá Leiftri að vera hvað valtastir í sessi þótt erfitt sé að dæma um það. Sigur Leifturs gegn ÍA í bikarnum í fyrradag kann að breyta stöðu Kristins nokkuð en staða Leifturs í úrvalsdeildinni hlýt- ur að teljast óviðunandi á Ólafsfirði. Grindvikingar eru úr leik í bikarnum eftir tap gegn 1. deildar liði Breiða- bliks. Staða liðsins í úrvalsdeildinni er brothætt. Af liðum í 1. deild er ljóst að staðan er verst hjá Fylki í Árbænum. Þar er Atli Eðvaldsson orðinn mjög „heitur" þrátt fyrir að það sé skoðun margra að fyrst og fremst sé við leikmenn liðsins að sakast. í næstu tveimur til þremur umferðum í deildunum kemur í ljós hvaða þjálfarar halda starfi sínu i sum- ar. -SK Hörkuleikur í Keflavík: „Takmarkið að komast alla leið“ - Framarar fóru illa með færin DV, Suðurnesjum 1-0 Gunnar Oddsson (62.), fékk góða sendingu frá Eysteini Haukssyni, Ólafur Pétursson varöi fyrra skot Gunnars en boltinn hrökk aftur til hans rétt við markteig og hamraði hann þá boltanum i netiö. Keflvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram og nú í bikamum eftir sigur á Fram í 16-liða úrslitum. Keflvíkingar eru til alls líklegir eins og liðið hefur verið að spila og hafa alla burði til að ná æðsta takmarki hvers knattspyrmnnanns, að spila bikarúrslitaleik. Keflvíkingar þurftu svo sannar- lega að hafa fyrir sigrinum. Bæði lið sýndu feiknalega baráttu og gáfu leikmenn ekki þumlung eftir enda er bara eitt tækifæri í bikarleik. Leikurinn var á köflum mjög skemmtilegur og fengu áhorfendur að sjá mjög góð marktækifæri fara í súginn hjá báðum liðum. Framarar byrjuðu leikinn mun betur og voru sterkari aðilinn án þess að skapa sér hættuleg marktækifæri fyrstu DV, Akureyri 0-1 Rútur Snorrason (25.) 0-2 Rútur Snorrason (42.) 0-3 Ingi Sigurösson (54.) 0-4 Steingrímur Jóhanness. (59.) 0-5 Hlynur Stefánsson (73.) 0-6 Tryggvi Guðmundsson (75.) 1-6 Jóhannes Guðjónsson (89.) 1. deildar lið KA tók á móti úrvalsdeildarliði Eyjamanna í 16- liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld í sól og blíðu á Akureyri. Áhorfendur fengu að sjá mörk í öllum regnbogans litum sem öll nema eitt voru hönnuð af sterku liði gestanna. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og var í jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar. Það var eins og dag- skipunin væri að setja öryggið á oddinn og spila eftir því enda dýr- mætt að gera engin mistök í leik sem þessum. Framara fengu besta marktækifæri sitt á 16. mín. þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir aö brotið var á Þorbirni Atla Sveinssyni inn- an vítateigs. Ólafur Gottskálksson, góður markvörður heimamanna, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vítið frá Þorbirni Atla. „Ég sá hvað hann kom rólega að boltanum og ákvað þá að bíða á línunni og láta hann spyrna fyrst og kasta mér svo,“ sagði Ólafur við DV eftir leik- inn. „Það var röng ákvörðun hjá þjálfaranum að láta Þorbjörn Atla taka vítið,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. Um miðjan fyrri hálfleik komu Keflvíkingar meira inn í leikinn og náðu nokkrum stórhættulegum skyndisóknum og komst Haukur Ingi til að mynda einn í gegn en skaut yfir markið. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sofnaði síðan vöm mínúturnar. Eftir það má segja að Eyjapeyjar hafi sett í fluggír og voru miklu betri en heimamenn og hreinlega yfirspiluðu andstæðing sinn langtímum saman. KA-menn áttu ekki skot að marki Eyjamanna sem heitið gat í fyrri hálfleik og Gunnar Sigurðsson, markvörður Eyjamanna, hefur líklega sjaldan haft það jafnnáðugt og í þessum leik. Sigur gestanna hefði getað orðið miklu stærri og geta heimamenn þakkað markverði sínum það að tapið varð ekki enn stærra en hann sýndi oft góð tilþrif á milli stanganna og hafði í nógu að snúast. Eyjamenn sýndu það 1 þessum Keflvíkinga illilega og Þorbjöm Atli komst einn í gegn en skaut fram hjá á ótrúlegan hátt. Keflvíkingar vora sterkari aðil- inn í síðari hálfleik og eftir markið héldu þeir áfram að spila sinn bolta og'reyna að bæta við marki í stað þess að pakka í vörn. Framarar fengu þrjú góð færi til að skora úr en heppnin var ekki með liðinu og því fór sem fór fyrir Safamýrarpilta. „Við duttum niður á kafla í seinni hálfleik en náðum að halda þessu á kraftinum. Við þurfum að nýta þessi 5-6 dauðafæri sem við fáum annars förum við að tapa. Takmarkið er að komast alla leið,“ sagði Gestur Gylfason, fyrirliði Keflvíkinga. „Við vorum að mínu mati með sterkara lið í fyrri hálíleik og áttum að vera búnir að afgreiða leikinn þá en svona er bara fótboltinn," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, í lokin. -ÆMK leik að það er mikill styrkleika- munur á þessum tveimur liðum. Liðið er greinilega fimasterkt og nokkuð jafnt þó svo kannski erfitt sé að dæma liðið af þessu leik þar sem mótspyrnan var harla lítil en þeir eiga eflaust eftir að ná langt í bikarkeppninni. KA-menn náðu stundum upp ágætis samleik úti á vellinum en þegar nálgast fór vítateig Eyjamanna fjaraði þetta allt út hjá þeim. Eftir þriðja mark gestanna virtist liðið gefast hreinlega upp og hugmyndaleysi einkenndi leik liðsins. -GN Keila: Jón Helgi í banastuöi Jón Helgi Bragason hefur náð frábærum árangri á Evrópu- meistaramótinu i keilu sem fer nú fram í Nottingham á Englandi. Hann er nú í 8. sæti i samanlögðu með 4972 stig í 24 leikjum, 207,2 stig að meðaltali, og hefur tryggt sér sæti í 16- manna úrslitum, sem spiluð verða í dag og á morgun, en ís- lendingar hafa aldrei áður átt fulltrúa í 16-manna úrslitum. í úrslitunum keppa allir við alla og svo er spilaður svokallaður stöðuleikur, þ.e.a.s. nr. 1 spilar við nr. 2, 3 við 4, 5 við 6 o.s.frv. Elín Óskarsdóttir stóð sig vel á mótinu og best islensku kven- anna og endaði í 32. sæti með 4630 stig í 24 leikjum sem gerir 192,9 stig að meðaltali. í keppni fimm manna liða varð karlaliðið í 18. sæti með 5614 stig, 935 að meðaltali í leik, en kvennaliðið i því 15. með 5264 stig, 877 að með- altali. -ÖB Um helgina Föstudagur 2. deild karla: Fjölnir-HK..................20.00 3. deild karla: Bruni-GG....................20.00 Léttir-Smástund.............20.00 ÍH-Haukar...................20.00 KSÁÁ-Grótta ................20.00 Höttur-Leiknir F............20.00 Magni-Tindastóll ...........20.00 Neisti H.-Hvöt .............20.00 Nökkvi-KS...................20.00 Njarðvik-Afturelding........20.00 Laugardagur 3. deild karla: Snæfell-Víkingur Ó..........14.00 HVÍ-Reynir Hn...............14.00 Hamar-Smástund .............14.00 1. deild kvenna: KVA-Leiknir F...............14.00 Sindri-Höttm-...............17.00 Sunnudagur Sjóvá-Almennra deildin ÍBV-Skallagrimur............17.00 1. deild karla Þróttur R.-Dalvik...........16.00 Víkingur R.-Fylkir..........20.00 2. deild karla Víðir-Völsungur.............14.00 Sindri-Selfoss..............16.00 Eyjapeyjar áfram í bikarnum: Markaregn á Akureyri - KA átti aldrei möguleika Fallvaltir þjálfarar - staða þjálfara á íslandsmótinu í knattspyrnu 1997 - Atli Eðvaldsson FYLKIR Logi Ólafsson KSÍ Lúkas Kostic KR Kristinn Björnsson LEIFTUR Þórður G. Lárusson SJARNAN DV Ásgeir Elíasson FRAM Bjarni Jóhannsson ÍBV Gunnar Oddsson ÍBK * Sigurður Björgvinsson ÍBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.