Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 33 Myndasögur É6 ER AÐ TALA UM ÞESSA MHRCEDHS i _ BENZ HJÓLKOPPA. ' Veiðivon Arnþór og Fáfnir Gunnarssynir með fyrstu silunga sína sem þeir veiddu á Arnarvatnsheiöi fyrir fáum dögum. DV-mynd GSS Arnarvatnsheiði: Veiddu maríu- fiskana sína „Þetta var skemmtileg ferð og synir mínir veiddu sína fyrstu fiska og þá fyrstu á heiðinni þetta árið. Mér sýnist fiskurinn koma vel und- an vetri núna,“ sagði Gunnar Sig- valdason en hann var á Arnarvatns- heiði í vikunni. „Þeir bræður voru látnir bíta veiðiuggana af og það gerðu þeir með semingi, blessaðir. Fannst þeim veiðiuggamir bragðast eins og sinnep. Fiskurinn á heiðinni er vel haldinn og pattaralegur. Grisjunin á fiski þarna efra hefur því tekist vel. Við fengum 20 fiska, bæði bleikju og urriða," sagði Gunnar i lokin. Silungurinn virðist koma vel undan vetri þetta árið víða um land. Veiði hefur gengið vel í Hópinu og á silungasvæöinu í Vatnsdalsá. Veiði- menn sem voru þar fyrir skömmu fengu 100 silunga. Þingvallavatn: 9 punda urriði „Veiðin hefur verið sæmileg í Þingvallavatni og einn og einn vænn fiskur veiðst. Fyrir nokkrum dögum veiddist 9 punda urriði og veiðimaður var mjög ungur, rétt þriggja ára,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ÞingvaOavatni. Þetta er stærsti urriðinn sem við höfum frétt af núna í byrjun súm- ars. Sigmar Rafn Jóhannesson meö 9 bleikjur úr Eldvatni á Brunasandi. Þær tóku maök og spún. DV-mynd jhs Umsjón Gunnar Bender Eldvatn: 8 punda bleikja „Viö feðgar vorum að koma úr Eldvatni á Brunasandi og fengum 15 bleikjur. Þetta voru 1 tO 3 punda bleikjur. Veiðina fengum við á maðk og spún,“ sagði Jóhannes H. Sigmarsson. „Veiðin í Eldvatni hefur verið ágæt og þegar fer að hlýna fyrir al- vöru ætti fiskurinn að taka betur. Það er mikið af fiski þama en hann er tregur eins og er. Veiðimenn sem voru fyrir fáum dögum fengu 8* punda bleikju og misstu tvær í sama stæðarflokki, ef ekki stærri," sagði Jóhannes enn fremur. flugustangir frá línu 3-9. Laugavegi 178, símar 551 6770 og 581 4455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.