Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Side 52
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 / 60 Tilvera DV Við viljum - við getum! Hljómsveitarstarf byggt á bjartsýni Thorshov skoles Musikkorps frá Noregi hefur starfaö í 28 ár. Lúðrasveitin Thorshov skoles Musikkörps heldur tónleika ásamt hljómsveit- inni Pluto í dag og á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15-17. Fyrst flytur Thorshov skoles Musikkorps fjöl- breytta dagskrá en síðan leikur hljómsveitin Plútó fyrir dansi. Allir eru velkomnir i ráð- húsið til að hlusta á þetta frábæra tónlistarfólk sem hefur að einkunnarorðum Við viljum - við getum! Aögangur að tónleikum í ráðhúsinu er ókeypis. Dagana 27. september til 4. október er stödd hér á landi lúðrasveitin Thorshov skoles Musikkorps frá Noregi. Lúðra- sveitin er skipuð 70 þroskaheft- um hljóðfæraleikurum á aldrin- um 10-40 ára. Thorshov skoles Musikkorps er fyrsta lúðrasveitin sem ein- göngu er skipuð fötluðum hljóð- færaleikurum. Hún hefur haldið hljómleika víða og er vel þekkt i Evrópu. Sveitin hefur oft komið fram með lúðrasveitum atvinnu- manna sem þurfa þá að vinna með sveitinni á hennar forsend- um með því að tileinka sér merkjakerfi sveitarinnar. Að sögn stjómanda lúðrasveitarinn- ar fer þar fram aðlögun ófatlaðra að fötluðum eða nokkurs konar öfug blöndun. Hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra starfar danshljómsveitin Plútó. Hún hefur leikið víða hér álaridi og farið í hljómleikaferð rn’.a. til Danmerkur. Plútó kemur fram sem gestgjafi lúðrasveitarinnar meðan á íslandsdvölinni stend- Danshljómsveit Plútó hefur leikið víöa hér á landi og fariö í hljómleikaferö m.a. til Danmerkur. Harold Pinter sjötugur: Afmælis- veislan í beinni Þann 10. október næstkomandi fagn- ar eitt merkasta leikskáld okkar tíma, Harold Pint- er, sjötugsafmæli sínu. Af því tilefni mun eitt af hans fyrstu verkum, Af- mælisveislan, verða leiklesið á Stóra sviði Borgar- leikhússins næst- komandi sunnudag, 1. október kl. 14. Afmælisveislan er samvinnuverkefni Borgarleikhússins og Útvarpsleikhúss- ins og verður flutningurinn sendur út beint á Rás 1. Hér er því komið einstakt tækifæri fyrir fólk sem hefur dreymt um að fylgjást með framkvæmd og útsend- ingu útvarpsleikrits. Það er Lárus Ýmir Óskarsson sem leikstýrir en leikarar eru Gísli Alfreðssori, Gísli Rúnar Jónsson, Hjalti Rögnvaldsson, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Ólafur Darri Ólafsson. Harold Pinter fæddist í verkamanna- hverfi í East End í London og fékk leik- listaráhuga strax i skóla þar sem hann lék m.a. Macbeth og Rómeó. Eftir leik- listarnám í RADA starfaði hann í nokk- ur ár sem leikari, einna helst i Shakespe- are-sýningum en 1957 skrifaði hann fyrsta leikrit sitt, Herbergið, eftir pöntun leiklistarnema við háskólann í Bristol. Eftir hann liggur fjöldi leikverka, meðal þeirra þekktustu eru Húsvörðurinn, Heimkoman, Afmælisveislan og Tungl- skin. í tilefni afmælisins verður síðar í mánuðinum sérstakt kvöld til heiðurs Pinter í Borgarleikhúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.