Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 2
2 Pagblaðið. Priðjudagur 25. nóvember 1H75. Spurning dagsins Kemur snjókoman þér i jóla- skap? Krislmann (iuöinundsson skáid: „Mér þykir alltaf vænt um að sjá snjóinn á þessum árstima. Það hressir mann eftir rigningatiðina að undanförnu.” Anna Jónsdóttir, vinnur hjá Plastpokum hf.: „Hann kemur mér ekki i neitt jólaskap frekar en annað skap. Það er svo sem allt i lagi að hafa hann. Hvort ég hlakki til jólanna? Jú, dálitið.” Marta Guómundsdóttir af- greiðslustúlka á Sælkeranum : „Óneitanlega minnir snjórinn mann svolitið á jólin en ég hlakka ekkert frekar til þeirra þó að það sé byrjað að snjóa.” (iunnar Þorláksson fulltrúi: „Þegar ég er búinn að kaupa mér nýjar skóhlifar get ég farið að svara svona spurningu. Þangað til er ég ekki i neinu jólaskapi.” Verndið börnin og noið vinskap þeirra STJÓRNAR GEIR HÆGFARA SÓSÍALÍSKUM UMBÓTAFLOKKI? 1503—1905 skrifar: „Nú þegar veita á aukið að- hald i umferðinni finnst mér eðlilegt að spyrja hvort dóms- málaráðherra vilji ekki vera svo vænn að vekja lögregluliðið i Keflavik. Þessir menn byrji að vinna fyrir launum sinum — þeir gera það ekki allir á lög- reglustöðinni. Ég hef átt heima hér i Kefla- vik i fjögur ár, og i fullri alvöru: Hér er ekki nokkur löggæzla né umferðarstjórn. Ef til vill halda þeir að nóg sé að vakna upp þegar slys verður — þá helzt á aðalgötu bæjarins. Nei, þeir þurfa að ganga um götur bæjarins — en ekki bara sitja inni i bil og reykja i róleg- heitum. Þeir þurfa að komast i samband við hinn almenna borgara — leiðbeina bæði ak- andiog gangandi vegfarendum. Það er þetta sem vantar. Ég held að ekki sé til of mikils mælzt að lögreglan láti sjá sig fyrir utan barna- og unglinga- skólana — aðstoði börnin yfir götur. Með þvi mundi lögreglan slá tvær flugur i einu höggi. Nefnilega vernda börnin og ná vinskap og trausti barnanna.” „Við setningu Landsfundar sjálfstæðismanna i Háskólabiói siðast komst forsætisráöherra, Geir Hallgrimsson, þannig að orði: að hætta yrði að stjórna landinu frá degi til dags. Þetta voru drengileg orð manns sem við allir berum fyllsta traust til, og margir ólu þá von þá að rikisstjórnin undir forustu þessa manns myndi nú skera upp herör gegn ástandinu i landinu og að framundan væri einhvers konar blómaskeið undirforustu sjálfstæðismanna, einhvers konar áætlun um betri stjórn landsins eftir að dagar vinstri stjórnarinnar voru tald- ir. Þvi miður hefur þetta ekki orðið svo. Auðséð er, að stjórnin undir forsæti sjálfstæðismanna heldur áfram aðstjórna landinu frá degi til dags.ráðvillt, og hef- ur um of látið andstöðuflokkana teyma sig til ýmissa óheilla- vænlegra hluta. Andstöðuflokk- arnir koma nefnilega svo mörg- um málum sinum áfram að undrun sætir og er helzt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn þori ekkiað halda stefnu sinni og sé orðinn hægfara sósialfskur um- bótaflokkur. Litið fer fyrir sparnaði þeim er prédikaður hefur verið, hald- ið er áfram fulla ferð með dýr- ustu framkvæmdir hins opin- bera eins og ekkert hafi skeð. Hvað er orðið af loforðinu um að leysa þessa kommissara- nefnd, Framkvæmdastofnun- ina, upp? Þvert á móti hefur hún verið styrkt með nýjum manni sjálfstæðismanna, þótt höfuðkommissarnum hafi verið sagt upp. Boðið er út nýtt happ- drættislán til þess, að sagt er, að gera nýjan hringveg. Tekið er stærsta lán sem Islendingar hafa nokkru sinni tekið, ekki til framkvæmda heldur til þess að standa við skuldbindingar okk- ar um afborganir gamalla skulda sem teknar voru til ýmissa framkvæmda og greiða þarf, til þess að við verðum ekki vanskilamenn. Allt i einu sting- ur svo upp kollinum Arabalán, og áfram er haldið á nýjum miðum peningamarkaðsins og öllu stjórnað frá degi til dags. Sjálfstæðisflokksmenn eru að vonum vonsviknir með forustu sina, a.m.k. nú um hrið. Okkur finnst um of sótt til vinstri og að vissa kjölfestu vanti i flokkinn okkar, eða veit forsætisráð- herra ekki að Sjálfstæöisflokk- urinn er stærsti flokkur landsins og þarf vissulega ekki að sæta afarkostuni samstarfsflokks sins né andstööuflokkanna. Mér datt þetta (svona) i hug. 7877-8083. TILUTSLEYSI VAGNSTJÓRA! G.B. skrifar: „Getur það verið að strætis- vagnabilstjórum sé eitthvað illa við aldurhnigið fólk? Sumum þeirra virðist vera sérstaklega i nöp við það og lýsir það sér i þvi að þeir aka af stað áður en far- þegarnir eru setztir i sæti sin. Fyrirnokkrum dögum var göm- ul kona ekki komin nema áleiðis i sætið þegar vagninn rykktist af staðog hún hraut eftir vagngólf- inu og meiddi sig talsvert. Svo heppilega vildi þó til að hún brotnaði ekki. Það eru ekki allir jafnheppn- ir, — ég veit um aðra konu sem hrökk úr sæti sinu er vagninn tók svo snöggan kipp, féll á gólf- ið með þeim afleiöingum að hún mjaðmarbrotnaði. Nú eru, minnir mig, ein þrjú eða fjögur ár siðan en konan hefur aldrei náð sér. Hún fór i mál við strætsivagnana og fékk greidd- ar einhverjar bætur en peningar koma ekki i staðinn fyrir heila og óbrotna limi. Það væri fróð- legt að fá að vita hvort fyrirtæk- ið stendur oft i málaferlum vegna slasaðra farþega. Að sjálfsögðu eru sumir vagn- stjórarnir mjög tillitssamir við farþega sina og biða þangað til allir eru setztir i sæti sin.” Það er gott að vera „stjóri" hjó ríkinu úti ó landi FRÍTT HÚSNÆÐI UNDANÞEGIÐ SKATTI,— OG SVO AUÐVITAÐ ÞYNGRI LAUNAPOKI Asgerður ólafsdóttir iðnskóla- neini: „Nei. Ég er svo vön þvi að hafa snjó að ég kippi mér ekkert upp við það. Ég bý nefnilega á tsafirði og þar er snjórinn ekkert nýnæmi.” Krla Bragadóltir nemandi i llagaskól: „Já. Ég er strax farin að hlakka svolitið til jólanna en ég hlakka miklu meira til jólafris- ins.” Ungur utanbæjarmaöur skrif- aði: „Ég verð að viðurkenna fá- fræði mina, — en það er svo margt i þjóðlifinu sem ég fæ ekki með nokkru móti skilið. Til dæmis ætla ég að nefna þann undarlega sið að rikið skuli taka nokkra hópa manna upp á sina arma, byggja yfir þá, borga öll gjöld af fasteignum þessum, all- an kostnað við að reka þessar fasteignir, alla skatta og skyldur af fasteignunum. Við venjulegir rikisstarfsmenn verðum að strita myrkranna á milli á miklum mun lægri laun- um en þessir stórkostiegu yfir- menn til að koma okkur þaki yf- ir höfuðið eða til að geta innt af hendi okurleigu sem okkur er gert að greiða i húsaleigu. Mér er kunnugt um simstjóra úti á landi sem hefur fria ágætis ibúð i simstöðvarhúsinu á efri hæð. Hann hefur frian hita og sima, húsaleigan sjálf er skatt- frjáls enda þótt aðrir verði að reikna sér 200 þúsund króna húsaleigu fyrir svipað húsnæði. Mér telst til að þegar hlunn- indi þessi eru metin lauslega séu þau ekki minna en 320 þús- und króna virði — skattfrjálsar krónur. Þar ofan á kemur fri ibúð. Og rúsinan i pylsuendanum. Hikið er nú ekki aldeilis á þ.vi að sækja oliustyrkinn, sem er nú raunar kominn frá rikinu sjálfu. Ég hef sönnun fyrir þvi að um- getinn simstjóri rukkaði hann inn sjálfur. Þar koma 40 þús. krónur í vasann. Gæti Dagblaðið nú ekki upp- lýst okkur, sauðsvartan almúg- ann, hvernig á þvi stendur að simstjórar, dýralæknar, sýslu- menn og fógetar, fræðslustjór- arnir og rafveitustjórarnir, auk skólastjóranna og allra hinna, fá fritt húsnæði hjá þvi auma riki sem þeir starfa hjá, meðan önnur landsins börn þurfa að strita til að geta lifað mann- sæmandi lifi og eru að auki á miklu lægra kaupi en stjórarnir sem komast i þessa einstöku að- stöðu? Þaðgæti lika verið fróðlegt að fá að vita hvað þessi útgjöld kosta, hverjir fá þessi friðindi og náttúrulega umfram allt hvers vegna þeir fá þessi frið- indi og þá hvers vegna fram hjá skatti. Að sjálfsögðu skiljum viö utanbæjarmenn það mæta vel hvers vegna Reykvikingar sækja svo mjög i stöður sem þessar, — og fá þær. Þeir vita sem er að eftir að hreppa eina slika eru þeir á grænni grein og lausir við basl húsbyggjandans og húseigandans. Og auðvitað eru þeir úr Reykjavik i mun betri aðstöðu til að verða sér úti um störfin þvi aðalskrifstofur og ráðuneyti eru við höndina hjá þeim.” Ungur utanbæjarmaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.