Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 7 REUTER Erlendar fréttir ÖMAR 1«*., VALDIMARSSON ' Skógareldar ógna Los Kissinger varar Sovét í við íhlutun í Angola Skógareldar ógna Los Angeles Mikill skógareldur geisar i nágrenni Los Angéles á vest- urströnd Bandarikjanna. Magnaðri skógareldur hefur ekki oröiö þar um slóöir i fimm ár. Los Angeles-borg er þakin ljósu öskulagi og ibúöahverfi i norö-austurhluta borgarinnar eru talin i hættu. Slökkviliösmönnum tókst i gær aö hefta útbreiöslu eldsins i þéttbyggöum San Fernando dalnum. Ljósrauöur reyk- mökkur nær rúma 3 km upp i loftiö. í gærkvöldi höföu rúmlega 17.500 hektarar skóglendis brunniö og eyöilagzt og meira en eitt þúsund f jölskyldur hafa þurft aö yfirgefa heimili sfn. Fylkisstjóri Kaliforniu, Ed- mund G. Brown, hefur lýst yf- ir neyöarástandi, þannig aö ibúar á flótta undan eldinum eiga þess kost aö fá opinbera aöstoö. Eftirmaður Agnews ókœrður Alrlkisdómstóll i Bandarikj- unum hefur stefnt Marvin Mandel, ríkisstjóra Maryland — sem tók viö embætti af Spiro Agnew, fyrrum varafor- seta Bandaríkjanna — fyrir rétt vegna mútuþægni. Mandel hefur veriö rlkis- stjóri I Maryland siöan 1969. Svipaöar ákærur uröu til þess aö Agnew neyddist til aö segja af sér embætti varaforseta fyrir tveimur árum. Henry Kissinger, utanrlkisráö- herra Bandarikjanna, varaöi viö þvi i nótt, aö sovézk Ihlutun i Angola gæti haft áhrif á sambúö Bandarikjanna og Sovétrikjanna. I ræöu, sem Kissinger flutti á fundi I Detroit, sagöi hann, aö vopnasendingar Sovétmanna til Angola heföu I fyrsta skipti I fimmtán ár oröiö til þess, aö um röskun á valdahlutföllum væri aö ræöa. „Þessi sovézka Ihlutun er fyrst og fremst gagnrýnd af öörum Afrikuþjóöum,” sagöi Kissinger. „Bandarikin geta ekki látiö þaö sem vind um eyrun þjóta á meöan utanaökomandi riki hefur ihlut- unaraögeröir sinar — svo langt aö heiman og svo fjarri heföbundnu hagsmunasvæöi Rússa.” Utanrikisráöherrann sagöi Bandarikin meö ánægju vilja eiga samstarf viö Sovétrikin um aö leyfa Angolamönnum aö leysa sin vandamál sjálfir án utanaö- komandi ihlutunar. „Timinn er nær útrunninn,” sagöi hann. „Aframhaldandi i- hlutunarstefna hlýtur aö skaöa sambúö þjóöanna tveggja. Viö getum ekki heldur látiö sem viö vitum ekkert um þær þúsundir Kúbumanna, sem sendar hafa veriö til aö taka þátt i skærunum I Angola.” Kissinger geröi fundarmönnum þaö mjög ljóst, aö um bætta sam- búö Bandarikjanna og Kúbu- manna yröi ekki aö ræöa á meöan Kúbumenn væru aö skipta sér af innanlandsmálum annarsstaöar I heiminum. Frakkar tengja Norðursjó og Miðjarðarhaf Nýr skipaskuröur, sem tengir árnar Rin og Rhone — og tengir þar meö Noröursjó við Miöjarö- arhafiö — veröur tilbúinn eigi siöar en 1986, aö þvi er Valery Giscard d’Estaing sagöi i Dijor i Frakklandi i gær. Vinna viö skipaskuröinn hefst i Alsace á næsta ári. Þessar framkvæmdir eru hluti af sjö- undu fimm-ára áætlun Frakka, sem nær fram til ársins 1980. Framkvæmdum er ætlað aö ljúka meö næstu fimm ára áætl- un. Skipaskuröurinn, sem not- aöur veröur til meiriháttar skipaflutninga, veröur rúmlega 230 km langur og er búizt viö aö hann kosti 5.9 milljarða franka, eöa um 192 milljaröa islenzkra króna. Juan Carlos I. Spánarkonungur ávarpar Cortes — þingiö — I Madrid eftir að hann sór embættiseið sinn á laugardag. Sofia drottning hlustar á mann sinn. Spónn: Sakaruppgjöf pólitískra fanga rœdd ó fundi í dag? Búizt er viö, aö sakaruppgjöf pólitiskra fanga á Spáni komi til umræðu á fundi rikisstjórnar Juans Carlosar konungs i dag. Arias Navarro forsætisráöherra veröur i forsæti á fundinum. Konungur hefur oröiö fyrir miklum þrýstingi til aö létta á ástandinu i landinu. Ekki hefur fengizt staöfest, að sakaruppgjöfin sé til umræöu hjá spænskum ráöamönnum, en óopinberar heimildir herma að lauslegar tillögur þar að lútandi séu á borðum I nokkrum ráöu- neytum, þ.á m. i dómsmála- og innanrikisráöuneytunum. Fréttastofan Europa Press segir aö Juan Carlos konungur muni ef til vill á morgun vera i forsæti áframhaldandi rikis- stjórnarfundar. Veröur þaö fyrsti fundur hans meö stjórn sinni siöan hann var lýstur kon- ungur á laugardaginn. Siólfstœtt Surinam fœddist í moraun: Kyrrt ó yfirborðinu, úti og inni steðja að alvarleg vandamól og deiluefni Surinam varö I morgun nýj- asta lýöveldi heims eftir 325 ára nýlendustjórn Hollendinga. Fjölskrúðug flugeldasýning lýsti upp himininn I Paramari- bo, höfuöborg hins nýja lýöveld- is, er 25 þúsund manns dönsuöu og sungu af gleöi á knattspyrnu- vellinum I borginni. Þar var hollenzki fáninn dreginn niöur i siöasta skipti og fáni lýöveldis- ins Surinam, þrilitur meö gull- inni rós í miöjunni, blakti frisk- lega I morgungolunni. Surinam er 54 þúsund fer- milna land í noröaustur horni Suöur-Ameriku. Ekki er nema vika siöan ljóst varö, aö lýö- veldiö fengi friösamlega fæö- ingu. Búizt haföi veriö viö of- beldisverkum og blóðbaði striö- andi afla innanlands. Taliö er, aö tuttugu þúsund manns hafi flúiö til Hollands á undanförnum mánuöum til aö tryggja sér hollenzkan borgara- rétt og forðast möguleg innan- landsátök. 1 síöustu viku komu stjórn- málaleiötogar sér saman um aö láta deilur sinar falla niöur svo hægt væri aö setja saman stjórnarskrá. Akveöiö hefur veriö, aö kosningar fari fram um mitt næsta ár. Þrátt fyrir að innanlandsdeil- ur hafi veriö lagöar til hliöar i bili, þá á hiö nýja lýöveldi viö utanaðkomandi vandamál aö glima, sem fljótlega veröur aö taka tillit til. Landamæri lýöveldisins eru ógreinileg bæöi I vestri, þar sem þau liggja aö Guyana og i austri, þar sem þau liggja að Cayenne. Talsmaöur stjórnar- innar hefur látiö I ljós þá skoö- un, aö vegna þessa gætu komið upp vandamál. Þá á Surinam i deilu við Frakka um landsvæði I austri, að Marowijne ánni. Nágranna- rikiö Cayenne er undir stjórn Frakka og þarf þvl að eiga við frönsku stjórnina i Paris um deiluna. Stjórn lýöveldisins unga gerir sér vonir um, að heppileg lausn finnist fljótlega. Hvaö varöar Guyana.þá gerir Surinam kröfu til sex þúsund fermilna skógi vaxins land- svæöis, sem taliö er rikt af mál- um. Arðvœn- legur atvinnu- rekstur Likbrennslustööin Dundonian Ltd. I Dundee á Skotlandi hefur alltaf verið vel rekiö fyrirtæki. 1 gær var hluthöfum boöin ókeypis jaröarför. A undanförnum sex mánuöum þrefaldaöist ágóöinn af rekstri likbrennslustöövarinnar. Er tal- iö, að rekja megi þá ágóöaaukn- ingu beint til tilboös, sem fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar gerði hluthöfum i júnl sl., um að taka þátt I útfararkostnaöi ættingja þeirra. Nú geta þeir, sem eiga500 hluti eöa fleiri fengiö ókeypis jarðarför — I allt aö ár fyrir dauöa sinn! Lourenco endurskipaður Vasco Lourenco höfuösmaöur staöfest skipun Lourencos i var i morgun skipaöur yfirmaö- embættiö. Litiö er á skipun hans ur heraflans I Lissabon og ná- sem sigur fyrir stjórn Azevedos, grenni I staö hins róttæka Otelo sem' héfur'lagt níöur störf m.a. de Carvalho. vegna þess aö Carvalho hefur Costa Gomes forseti hefur gegnt embættinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.