Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 10
10 Hagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. WBIAÐIÐ írjálst, óháð dagblað Ctgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Iþróttir: Hallur Simonarson Ilönnun: Jóhannes Reykdal^ Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Ilallur Hallsson, Helgi ‘Pétursson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Páisson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Drcifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Tvöfalt verð og hálft verð Sjómaður, sem siglir með afla sinn, fær i erlendri höfn tvöfalt hærra verð en hann fær i sinni heimahöfn. Ef bóndi hins vegar sigldi með afurðir sinar, fengi hann i erlendri höfn að- eins hálft verð á við það, sem hann fær i kaupfélaginu. Þessi samanburður sýnir i hnotskurn, hve litið er að marka verðkerfið hér á landi. Millifærslur hins opinbera eru orðnar svo miklar, að enginn veit lengur, hvað neitt kostar. Verðmyndun i landinu er orðin að bókfærsluatriði hins opinbera. Frá upphafi verzlunar i heiminum og til þessa dags hefur viðast hvar i heiminum rikt sjálfvirkt verðmyndunarkerfi markaðsins. í sliku kerfi er greitt fyrir árangur starfsins en ekki fyrirhöfnina. Slikt kerfi tryggir, að framfarir og uppfinningar fara um heiminn eins og eldur i sinu. Þetta kerfi á meginþátt i hraðri útbreiðslu afleið- inga iðnbyltingarinnar. Á einni öld lækkaði hlutur landbúnaðar i atvinnuskiptingunni úr 80% i 3% i nokkrum mestu iðnrikjum heims, og eru þetta samt þau riki, sem helzt allra eru aflögufær með land- búnaðarafurðir. Við tengjumst þessu alþjóðlega kerfi i sölu fiskaf- urða okkar á erlendum markaði, þar sem við kepp- um við margar aðrar fiskveiðiþjóðir. Verðið, sem við náum, er svo hátt, að það stendur undir nútima- lifi og nútimalúxus islendinga að verulegu leyti. Sala fiskafurðanna er eiginlega eina sambandið. sem við höfum við eðlilegt verðmyndunarkerfi. En hinu sérislenzka bókhaldskerfi er kippt inn i mynd- ina um leið og dollurunum fyrir fiskinn er breytt i krónur. Og siðan fylgir á eftir endalaus röð af milli- færslum. Gengi islenzku krónunnar er skráð nógu hátt til þess, að fiskiðnaðurinn skrimti á núlli i reikningum Þjóðhagsstofnunar og geti einungis greitt mjög lágt fiskverð, sem miðað er við að útgerðin skrimti á núlli i reikningum Þjóðhagsstofnunar. Hvorki fiskverð né gengi er i neinu sambandi við alþjóðleg markaðsverð. Hvorki fiskiðnaður og út- gerð né starfsfólk þessara greina hefur tekjur i samræmi við afköst sin i alþjóðlegum samanburði. Mismunurinn er tekinn með millifærslum til að halda uppi ýmsum öðrum þáttum þjóðfélagsins. Rikið stjórnar fjárfestingunni með spariskirtein- um, sem fjármagna opinbera sjóði forréttinda- greina. Verðlagsráð af ýmsu tagi reikna visitölur og ráða verðlagi i landinu. Mikill og vaxandi hluti af tekjum þjóðarinnar er notaður i mismunandi þarfa samneyzlu af ýmsu tagi. Einna fullkomnast er bókfærslukerfið i verð- myndun landbúnaðarafurða. Þær eru verðlagðar eftir fyrirhöfn en ekki árangri. Ákveðið er, að tekjur bænda skuli sem næst fylgja tekjum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna. Siðan er það bókhalds- atriði, hve hátt verð er sett á hverja afurð. Þessi sérislenzku bókhaldskerfi draga úr eðlileg- um straumi fjármagns og starfskrafta til hag- kvæmustu greinanna og eru hemill á framleiðni og hagþróun i landinu. Juan Carlos I. ásamt fjölskyldu sinni nýlega. Frá vinstri: dóttirin Beatrix, 10 ára, konungur, Felipe prins, 7 ára, erfingi spænsku krúnunnar, Sofia drottning og Elena, prinsessa, 12 ára. Litli snáöinn er Al- l'onso frændi þeirra, sem leikur sér með lakkhatt spænsks þjóðvarðliða. Kóngar og drottningar, frœndur og frœnkur Konungssinnar um allan heim eru ofsakátir yfir þvi að nýr konungur er kominn til valda á Spáni eftir 44 ára hlé. Með valdatöku Juans Carlos- ar I á Spáni er rofin sú „hefð” sem skapazt hefur á undanförn- um áratugum; nefnilega sú að konungsveldum sé steypt dia þau lognist út af. A siðasta áratug hafa konung- dæmi verið lögð niður i Eþiópiu, Afganistan, Libýu, Grikklandi og smárikinu Sikkim i Hima- lajafjöllum. „Við erum afar glaðir yfir þvi að þessi óheillaþróun sé stöðvuð með friðsamlegri og vinsælli valdatöku Don Juan Carlos de Borbón,” sagði talsmaður Kon- ungssinnasambandsins i Lond- on sem stofnað var 1943 til að aðstoða útlæga konunga er flúið höfðu undan framgangi Hitlers. Guy Sainty, framkvæmda- stjóri sambandsins, sagði fréttamanni Reuter-fréttastof- unnar að hann teldi að hinn nýi konungur á Spáni myndi hafa meiri völd — að minnsta kosti i orði — en nokkur annar rikjandi konungur i heimi, nema ef til vill konungar og keisarar i Mið- austurlöndum. riundi Borbóninn „Konungssinninn”, rit sam- takanna, hefur lýst hinum nýja konungi sem „ungum, gáfuðum og sérlega þjálfuðum” fyrir hina nýju stöðu hans. „Mikilvægast er þó,” sagði timaritið, „að hann hefur hlotið viðamikla menntun og þjálfun i þeim flóknu stjórnarskrár- breytingum sem gert er ráð fyr- ir á næstu áratugum og hann er reiðubúinn til að eiga samvinnu við þá sem vilja láta málin þró- ast i þá átt að á Spáni verði lýð- ræði i stjórnarskrárlegu kon- ungdæmi.” Konungurinn er hinn tiundi úr röðum Borbóna til að vera kon- ungur á Spáni siðan ættin erfði krúnuna frá Habsborgurum ár- ið 1700. Með valdatöku konungs fjölg- ar rikjandi konungum heimsins i þrjátiu og tvo. Konungsriki heimsins Evrópsk konungdæmi, auk Spánar, eru Bretland, Noregur, Sviþjóð, Danmörk, Belgia, Hol- land, Luxembourg, Monaco og Lichtenstein. önnur konungdæmi eru Jap- an, Laos, Thailand, Tonga, Nep- al, Marokkó, Sádi-Arabia, Jórdania, Oman, Iran, Bahrnja, Kuwait, Qatar, Abu Dhabi, Aj- man, Duabi, Fujairah, Ras-al- Khaimah, Sharjah, Umm-al- Qaiwain og Bhutan. Borbón-fjölskyldan hefur ráð- ið rikjum i Frakklandi, Spáni, Sikiley og Parma. Hún fékk Luxembourg i sinar hendur og ræður þar enn. Auk þess er keisarafjölskyldan i Braziliu náskyld henni. Skyldleiki við aðra kouunga Juan Carlos I er frændi Elisa- betar Englandsdrottningar. Þau eiga sömu ömmu, Viktoriu Evgeniu prinsessu af Batten- berg, dóttur Viktoriu drottning- ar. Konungurinn nýi er einnig skyldur Konstantin, fyrrum Grikklandskonungi, Karli Gúst- af Sviakonungi, Margréti Dana- drottningu og Ólafi Noregskon- ungi. t gegnum móður sina hefur hann náið samband við brazi- lisku, itölsku, búlgörsku og portúgölsku konungsfjölskyld- urnar. Juan Carlos er kominn i beinan karllegg frá Hugh Capet sem varð konungur Frakklands árið 987. Völd hins nýja konungs verða töluvert meiri en völd Elisabet- ar Englandsdrottningar. Brezka konungsveldið, sem er elzta ættarstofnun Bretlands, er einnig langlifasta konungsveldi i Evrópu. Elisabet drottning á ættir að rekja til Egberts konungs sem sameinaði EJngland undir sina stjórn árið 829. Um meðferð dómsmála, lög- reglurannsóknir og tollamál hefur verið rætt og ritað nokkuð að undanförnu. Ljóst er að spill- ing þessara máia er mjög afger- andi, enda hefur verið upplýstur fjöldi mála sem staðfesta ástandið i þessum efnum. Það sem vekur þó mesta athygli á þessum vettvangi er hversu athafna- og sinnulausir eru yfirmenn dómsmála i land- inu. M.a. hafa verið upplýst ýmiss konar sakamál, sem eru þess eðlis að krefjast hefði átt dómsrannsóknar á hendur embættismönnum vegna meintrar hlutdeildar þeirra i sakamálum. I öðrum tilvikum hafa embættismenn sýnt vita- vert kæruleysi i starfi og látið pólitiska afstöðu ráða gjörðum sinum. 1 slikum tilfellum hafa lög og regluverðir verið virtar að vettugi. Afleiðingar slikra málsmeðferða hljóta öllum að verða ljósar. Virðingarleysi, agaleysi og tillitsleysi einkenna mjög alla stjórnsýslu okkar og Virðingarleysi hvers konar spilling eykst hröð- um skrefum. Meira að segja er þegnunum alvarlega mismunað gagnvart lögunumog þannig er einn af merkustu hornsteinum stjórnarskrárinnar þverbrot- inn. Fyrir kemur að stjórnmála- mönnum (einnig ráðhr.) eru borin á brýn opinberlega meiri- háttar lögbrot eða ótimabær af- skipti af meintum lögbrotum. Sjaldnast svara þessir aðilar fyrir og þögnin ein er látin nægja i þeim efnum. Að sjálf- sögðu ætti Saksóknaraembættið að hafa frumkvæði að rannsókn slikra mála, enn fremur ættu alþingismenn að sjá sóma sinn og virðingu i þvi að slikar rann- sóknir færu fram. Ef alþingi er þess ekki megnugt að hreinsa til innan sinna veggja, hvers má þá vænta af öðrum aðilum? Alþingismönnum og rikisstjórn ætti að vera það ljóst hvaða hættur steðja að þjóð- félagi okkar þegar almennt virðingarleysi rikir i framkvæmd dómsmála á mjög breiðum grundvelli. Má þar sér- staklega tilnefna skattamál, meðferð gjaldeyrismála, tolla- mál, áfengislöggjöfina o.fl. Ef þessir fjórir málaflokkar eru kannaðir nánar kemur i ljós að tugþúsundir Islendinga brjóta árlega lög og reglur þar að lút- andi. Viðkomandi rikisstofnanir gera mjög takmarkaðar ráð- stafanir til að koma i veg fyrir slik lagabrot eða framkvæma nauðsynlegar breytingar á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.