Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. Vetur í vesturbœ Eftir langvarandi rigningar undanfarna sumarmánuði og það sem af er vetri, virðist Veturkonungur loks hafa haldiö innreið sina og hefur málað landið hvitt að verulegu leyti. Hér á suðvesturhorninu festir snjó þó ekki nema í allra mesta lagi part úr degi — sunnanáttin með rigninguna er venjulega fljót að jafna um snjóinn. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins i gær i lundinum við Bjarkargötuna, myndina vildi hann kalla Mynd af flugvél, sem sést reyndar ofarlega á mynd- inni. En myndin synir þó fyrst og fremst veturinn 1975 (DB- mynd Björgvin). AÐSTAÐA BIÐANDI FARÞEGA Á HLEMMI BÆTT MEÐ HRAÐI Þakið er þegar fyrir hendi og veggir koma fljótt „Vonandi verður þess ekki langt að biða úr þessu, að far- þegar strætisvagnanna fái bætta aðstöðu Við bið sina á Hlemmtorgi”, sagði Eiri'kur As- geirsson forstjóri SVR er hann hringdi til blaðsins i gær. Samþykkt hefur verið, að framkvæmdir á Hlemmtorgi fái nú algeran forgang. Biðskýlið, sem hefur verið i gömlu BP benzinstöðinni, verður nú allt innréttað fyrir snyrtiaðstöðu. Verður snyritaðstaða kvenna öörum megin en snyrtiaðstaða karla hinum megin. Siðan er ákveðið að byggja biðskýli, sem verður jafnstórt núverandi þaki hússins, en það náði fram- og út- yfir það svæði, sem notað var til benzlnafgreiðslu upphaflega. Verða útveggir hins nýja skýlis lóðréttir frá núverandi þak- brúnum. Framkvæmdir þessar hafa verið samþykktar af borgarverkfræðingi og bygg- ingardeild og fá sem fyrr segir algeran forgang. Eirikur Asgeirsson sagöi, að á s.l. sumri hafi verið uppi áform um að hafa snyrtiaðstöðuna i benzinstöðinni gömlu en taka hluta gamla Hreyfilshússins fyrir biðskýli. Hinar nýju hug- myndir hefðu hins vegar þótt hentugri. Þær gæfu farþegum einnig betri aðstöðu til að fylgj- • ast með vögnum allt i kringum torgið. Hið nýja skýli verður upphitað og vel búið. Meðan framkvæmdir standa yfir verður að loka þeirri að- stöðu farþega, sem þarna hefur verið. En framkvæmdunum verður hraðað og vonandi þurfa farþegar ekki að biða lengi, sagði Eirikur Asgeirsson. ASt. Síldveiðar bannaðar Sjávarútvegsráðuneytið gaf i gær út reglugerð um bann við veiði sildar. Er talið, að meira en nóg hafi verið veitt. Allar sildveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi veröa bannaðar frá og með 1. desember. Hringnótabátar hafa veitt töluvert umfram þau 7500 tonn, sem þeim voru skömmtuð, og fyrirsjáanlegt, að reknetabátar munu ná þeim 2500 tonnum, sem þeim var úthlutað, nú á næst- unni, að sögn ráöuneytisins. Þá er bent á, að þegar hefur verið saltað upp i alla sölu- samninga og sildin, sem nú veiðist, er ekki góö til söltunar vegna litils fitumagns. —HH Sigurður Bjarklind íslandsmeistari í fallhlífarstökki Flugmálafélag tslands hélt fund á Hótel Loftleiðum 13. nóvember siðastliðinn, þar sem sigurvegaranum i tslandsmóti fallhlifarstökkvara voru afhent verðlaunin. Sigurvegari varð Sigurður Bjarklind. Hann hlaut að launum verðlaunagrip, sem Hákon Sigurðsson, eigandi verzl- unarinnar Heimakjör, hefur gef- ið. Um styttu þessa á að keppa i átta ár, og ef enginn hefur áður unnið hana þrisvar i röð eða fimm sinnum alls, þá hlýtur Fallhlifa- klúbbur tslands styttuna að eign sem safngrip. Það er i fyrsta skipti i ár, sem keppt er um verðlaunagripinn. 1 fyrra var reyndar einnig keppt um hann, en einhverra hluta vegna var keppnin dæmd ógild. —AT— Sigurvegarar i tsiandsmóti fallhlifarstökkvara. Frá vinstri: Itannes Thorarensen, sem varð no. 2, Sigurður Bjarklind tslandsmeistari, Kristinn Zophaniasson, sem varð no. 3 og Há- kon Sigurðsson eigandi verzlunarinnar Heimakjör. Ljósm. Kristján Einarsson. Eftir rigningarsumarið 75: Heyið lélegt „óvenjulitið fóðurgildi er i heyjum hér sunnan og suðvestan- lands i ár,” sagði Gunnar Bjarna- son, ráðunautur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Samkvæmt rannsóknum fóður- rannsóknardeildar er mjög al- gengt að fóðurgildi sé frá 2 upp i 3 1/2 kg. I fóðureiningu (matsein- ing: ein fóðureining jafngildir einu kg af byggi). Meðal niður- stöður eru mjög nærri þvi að vera 1,9 kg. I einni fóðureiningu. Ef orku vantar i heyið er hægt að bæta það upp með iblöndun feiti, t.d. lýsi. Ef protein og stein- efni vantar verður að gefa fóður- sölt og fiskimjöl. Til þess að fá harla fóður upplýsingar um, hvað vantar i fóðrið, verður að gera rannsóknir og eru þær gerðar á þrem stöðum á landinu, hér á rannsóknarstofn- uninni, á Hvanneyri og á Akur- eyri. — Er fóðurgildi heysins i beinu sambandi við slæmt veðurfar? — Það fer mikið eftir verkunar- aðferðinni, hvert fóðurgildi heyj- anna er. Það sem menn gátu sett i gott vothey eða þurrkað með heitu lofti hefur gott fóðurgildi. T.d. var útkoman hjá grasmjöls- verksmiðjunum mjög góð. Fram- leidd voru tæp 6 þúsund tonn af grasmjöli og var meðaltalsfóöur- gildi 1,48 kg I fóðureiningu.A.Bj. Víta fréttoflutning útvarps um Kjœrnested . Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands tslands gerði eftirfarandi ályktun á fundi, sem hún hélt i gær: Fundur stjórnar FFSt haldinn 24. nóvember 1975 færir Guðmundi Kjærnested þakkir fyrirfrábæra frammistöðu hans og Landhelgisgæzlunnar i heild við að verja landhelgi tslend- inga og heitir þeim fullum stuðningi við aðgerðir þeirra. Fundurinn lýsir furðu á þvi, að islenzka rikisútvarpiö skuli endurtaka illvígan, brezkan áróðursróg þar sem, þessi ágæti skipherra okkar er dreginn i sviðsljósið, án þess að leita til viðkomandi islenzkra stjórn- valda um álit þeirra og fá athugasemdir þeirra við niði þvi, sem brezkir fjölmiðlar eru að magna upp einu sinni enn gegn islenzku þjóðinni sem heild. Fundurinn telur timabært, að ' islenzka rikisstjórnin komi á framfæri i brezkum fjölmiðlum i gegnum utanrikisþjónustuna raunhæfri túlkun á málstað tslendinga i þessari deilu og sjái sér fært að mótmæla við brezku rikisstjórnina fram- komnum áróðri. Jafnframt itrekar stjórn FFSl fyrri samþykktir sinar og 27. sambandsþings i landhelgis- málinu og skorar á rikisstjórn og Alþingi að hafna þeim samn- ingsdrögum sem gerð hafa ver- ið við Vestur-Þjóðverja um veiðiheimildir innan fiskveiði- landhelginnar. BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.