Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 11
Pagblaöiö. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 11 Francis Zavier Alfonso, tilkall Carlos, tilkall Philip hertogi af Parma. Ker.dinand VI. rikl.i 1746- 17SH +tilnefndur konungur af frænda hans Alfonso ÓMAR VALDIMARSSON y í betristofunni ÓLAFUR JÓNSSON . H* ■ j: Leiklist Sjónvarp: t SILFURBRÚÐKAUP Sjónvarpsleikrit eftir Jónas' Guömundsson Leikstjóri: Pétur Einarsson Leikmynd: Gunnar Baldursson Stjórn upptöku: Egill Eðvarðs- son Það er ekki tóm hótfyndni að segja að einn mesti kostur Silfurbrúðkaups hafi verið hvað það var stutt: aðeins hálftima langt i sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld. Maður horfði lika á það sér til ánægju á meðan það varaði við, það sem það var. Ég er ekki frá þvi að leikritið sé geðfelldasta ritverk hins mjög- skrifandi höfundar þess sem ég hef séð. Annars fer ekki mikið fyrir nývirkjum i leiklistardeild sjón- varpsins á þessu hausti, liklega er hún eftir sig enn eftir Lén- harð. Aðeins leikgerð sjón- varpsins eftir Veiðitúr i óbyggð- um á dögunum, og svo þetta leikrit Jónasar Guðmundsson- ar. Meir um jól að sögn. En dá- litið er það skrýtilegt að þessir alls óliku leikir skuli báðir fjalla um svo skyld viðfangsefni: lifs- firringuna i betristofunni, i stystu máli sagt, einhverskonar uppdráttarsýki borgaralegra siða og dyggða. Efnið i Silfurbrúðkaupi er eig- inlega tómir smámunir, hnytti- lega dregin smámynd tveggja miðaldra kvenna, sem lifið hef- ur með einhverjum hætti skilið eftir, utangarðs. Það sem þær eiga eftir er minningin um æsku sina með fisk á reitum, sól á himni, flögg við húna — og svo helgisiðir betristofunnar með borðsilfri, kökusortum og litils- háttar sérri. Ásamt einhvers- konar óþreyju sem vekst upp i þeim af unga fólkinu sem þær sjá útum gluggann eða heyra til þessá hæðinni fyrir neðan. Þess vegna þarf að halda silfurbrúð- kaup þó að maðurinn sé dauður og það valdi hneyksli á meðal barnanna og úti i bæ: til að sýna og sanna, sjálfum sér.ef ekki öðrum, að lika þær hafi lifað. Kaffi og kökusortir eru ekki inn- antómt formið. Konurnar tvær i Silfurbrúð- kaupi eru svo sem ekki mjög skýrar mannlýsingar: þegar ytra borði sleppir og sýna á inn i hugskot þeirra verður ræða þeirra jafnan næsta óljós og fær jafnvel smávegis snert af „skáldlegum” belgingi. En þær Bryndis Pétursdóttir og Sigriður Hagalin gerðu þær i sjónvarpinu að alveg skýrum persónum með natinni rækt ein- mitt við ytraborð þeirra, hátt- visi við hlutverkin sem hentaði til að leiða i ljós tómleikann hið innra og bregða á konurnar V ........... grátbroslegri birtu. Þar með var mál að hætta: nóg sagt. En kannski hefði i myndatök- unni mátt leggja meiri rækt við lýsingu hins viðhafnarlega kaffiborðs (eins og höfundur raunar mælist til i prentuðum texta leiksins) sem samtal og ævi þeirra snýst um: imynd þess óforgengilega i heimi sem annars er kominn á hverfanda hvel. Eftir Silfurbrúðkaup kom leikrit um kóngafólk og keisara á öldinni sem leið, ein af þessum ensku seriumyndum sem áreið- anlega kemur engum neitt við né gerir þá neinum neitt mein, enda kærasta efni sjónvarpsins ásamt ameriskum biómyndum. Nú er ekki lengur nóg að hafa bió á laugardögum heldur föstu- dagskvöldin lika undir lögð. En fjarska finnst mér það koma sjaldan fyrir að þessar myndir veki fyrirfram nokkurn áhuga manns að horfa á sig. Samt hefur áreiðanlega þetta efni sjónvarpsins, seriumyndir, sjónvarpsleikrit og bió, tekið við fornu hlutverki útvarpsins með útvarpssögum og útvarpsleik- ritum: sú dægrastytting sem þarna er höfð i frammi er reyndar ekki litill hluti daglegs menningarlifs. En hvaða verk skyldi útvarpið ætla sér að vinna á þessum vettvangi sem áður var áhrifa- og afkasta- mesti leiklistarmiðill i landinu: Ekki fer ýkja mikið fyrir inn- lendum nývirkjum þar i haust neitt frekar en i sjónvarpinu. Kannski hinn nýi leiklistarstjóri treysti á að hlustað sé á leikrit á fimmtudagskvöldum af tómum gömlum vana, eins og ekki væri hér sjónvarp, enda er ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Þesslegt er efnisvalið i haust, Agatha Christie, J.B. Priestley, Helge Krog á undanförnum vik- um sem allt hefði þótt dáindis góð og spennandi dægrastytting fyrir 30árum,eðaþaðanaf fyrr, og var það þá. Lif á kaffiborði — Bryndis: Bryndis Pétursdóttir, Þóra: Sigriöur Hagalin I framkvœmd dómsmóla ranglátum eða ótimabærum lögum og reglugerðum. 1 þessu sambandi má benda á eftir- farandi atriði: 1. Almenn skattsvik, sérstak- lega vegna ranglátrar skattalöggjafar. 2. Gjaldeyrislagabrot sem virð- ast ná til flestra fslendinga sem ferðast til útlanda (50 þúsund á sl. ári). Heimilaður ferðamannagjaldeyrir frá bönkum er ekki nægjanlegur og þvi virðast langflestir verða sér úti um gjaldeyri á óleyfilegan hátt. Liklega skipta þessar upphæðir hundruðum milljóna á árs- grundvelli. Þessi gjaldeyrir kemur m.a. frá ýmsum aðil- um, sem hafa gjaldeyristekj- ur frá erlendum ferðamönn- um eða aðilum sem skipta við varnarliðsmenn á Kefla- vikurflugvelli. Þá er enn- fremur rétt að hafa i huga hið almenna eftirlitsleysi gjald- eyrisbankanna með við- skiptaþóknunum útflytjenda. 3. Tolllagabrot eru einnig mjög algeng hér á landi. Þúsundir manna eru árlega kærðir fyrir tolllagabrot, en ætla má þó að margfalt fleiri séu sek- ir i þeim efnum. Of vægar refsingar og slælegt tolleftir- lit á breiðum grundvelli skapar ekki nægjanlegt aðhald. 4. Áfengislöggjöfin er vikulega brotin af þúsundum ung- menna undir 20 ára aidri sem kaupa áfengi á skemmtistöð- um. Þá virðist leynivinsaia til þessa aldursflokks vera tið. Hér kemur hvort tveggja til, ranglát áfengislöggjöf (þ.e. aldurstakmark) og ein- staklega lélegt og nánast óvirkt eftiriit. I framangreindri upptalningu kemur fram að verulegur hluti þjóðfélagsþegnanna brýtur framangreind lög. Hér er um að ræða mjög mikilvæga mála- flokka fyrir þjóðarbúið sem tek- ur bæði til stærstu tekjustofna rikissjóðs og almennrar þjónustu. Svo virðist sem lög- brot af þessu tagi séu ekki for- dæmd af almenningsáliti og oft engin leynd þar á, enda hefur aðgerða- og siðferðisleysi stjórnvalda beinlinis ýtt undir þessa þróun i langan tima. Þegar rikisstjórnir, alþingis- menn, ásamt löggæzlu- og dóms- yfirvöldum hafa svo gjörsam- lega brugðizt skyldu sinni sem raun ber vitni eru geigvænlegar hættur á næstu grösum. Það verður erfitt verk stjórn- valda að skapa raunhæfa virð- ingu fyrir lögum og rétti sem svo lengi hefur verið fótum troðinn en er þó algjör forsenda þess, að hægt verði að gera þær umfangsmiklu breytingar, sem biða þjóðarinnar i efnahags- málum. Hvers konar öfgaöfl eiga greiðan farveg i jafnsjúku þjóð- félagi og við búum við og ekki verður auðveldlega séð hver verður framvinda þeirra mála, þar sem framkvæmda- og dómsvaldið nýtur ekki lengur trausts þjóðarinnar. Kjallarinn Kristjón Pétursson Verum þess einnig minnug að hið almenna virðingarleysi fyrir þjóðkjörinni stjórn og stjórnar- skránni getur verið visbending um að sjálfstæði okkar sé i meiri hættu en flesta grunar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.