Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 16
16 Oagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 26. nóvember. Vatnsberinn (21. jan.-19. feb.):Bréf er þú færð i dag ætti að hjálpa þér að taka á- kvörðun i ákveðnu máli. Þú skalt ræða við einhvern nákominn þér áður en þú gerir einhverjar breytingar, er varða ykkur báða. Fiskarnir (20. feb.-20. marz) Búðu þig undir að þurfa að taka afstöðu i máli, er varðar tilfærslu peninga. Það verður þér til ánægju aö vera samvistum við aðra i kvöld, og þú ættir að njóta þin í samræmi við það. Hrúturinn (21. marz-20. april); Þú ættir að forðast ákveðinn hóp fólks i dag ef þú ert einn þeirra er móðgast við ágengar spurningar. Ef þú þarft þess hvort eð er, þá er þetta góður dagur til að svara erfið- um bréfum eða tala við einkennilegt fólk. Nautið (21. april-21. mai): Hafðu ekki á- hyggjur þó ákveðið málefni tefjist litil- lega, það verður öllum fyrir beztu. 011 fjármál og mál er varða menntun og tryggingar eru undir heillastjörnum i dag. Tviburarnir (22. maf-21. júnDFyrri hluti dagsins fer eingöngu i vanabundin verk. Vandaðu klæðaburð þinn ef þú ferð út I kvöld þvi rómantik gæti fléttazt þar inn I. Félagslifið ætti að vera einstaklega við- buröarikt. Krabbinn (22. júni-23. júlí): I tilfinninga- málum gæti þessi dagur orðið nokkuð vafasamur. Peningamál eru undir góðum áhrifum, þannig að þér er óhætt að taka á- hættu. Þú þarfnast hvlldar, svo þú skalt reyna að gera sem minnst i kvöld. Ljónið (24. júli-23. ágúst): 1 málum er verða allri fjölskyldunni til góðs næst eng- inn árangur nema fyrir þina tilstuðlan. Þér finnst þú vera eitthvað slappur og mislukkaður. Hvernig væri að fara þá einu sinni snemma I bólið? Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Ef þú skyld- ir vera ástfanginn þá er upplagt núna að senda elskunni einhvers konar kveðju. Fjármálin llta vel út og þú ættir jafnvel að hafa efni á að láta langþráðan draum ræt- ast. Vogin (24. sept.-23. okt.): Þú kynnir að uppgötva að þú ert orðinn flæktur i mál annarra. Segðu hvað þér finnst við yngri vin þinn, en varastu að gefa einhver kreddukennd ráð er aðeins styggja og valda reiði. Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): í dag er heppnin með þeim er leita til valdamanna með greiða. Þeir sem eru I listum ættu nú að finna nýjar leiðir til að tjá sig. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): Athug- aðu betur allar fyrirskipanir, þú getur ekki treyst þeim er gengið hafa manna I millum. Allt er viðkemur handavinnu og fingrafimi er undir heillastjörnu I dag. Steingeitin (21. des.-20. jan.):Fyrri hluti dags gæti oröið leiðigjarn en eitthvað sem fundið er upp á á slðustu stundu i kvöld ætti að takast mjög vel. Vin þinn langar til að trúa þér fyrir viökvæmu leyndarmáli sem gæti komið þér á óvart. Afmælisbarn dagsins: Arið byrjar rólega en þegar það er u.þ.b. hálfnaðfara hlutirnir að gerast hratt og þú lendir I hringiðu atburða. Þú kemst hjá öllum peningavandræðum ef þú aðeins gætir þessað hafa hemil á eyðslunni. Eitt- hvað mun bera á stressi hjá þér en það er ekki neitt sem hvild getur drki lagað. „Eigið þið nokkuð til að draga úr málæði?” „Það er svo sem flnt fyrir þig, jú. En hvar á ég að vera i mlnu sumarfrii?” Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Ilafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. essanir , Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. I Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubiianir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Simabilanir: Sími 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynningum um bil- anir á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Sjúkrahús Borgarspltalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30—14.30 og 18.30— 19. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30—19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30— 20. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30—16.30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30. Apótek Kvöld-, nætur-, og helgidaga- verzla apótekanna vikuna 21.—27. nóvember er i Holtsapóteki og Laugavegs apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apóteker opið öll kvöld til kl. 19, nema laugardaga er opið kl. 9—12 og sunnudaga er lokað. Apótek Hafnarfjarðar er opið virka daga frá kl. 9—18.30, laug- ardaga kl. 9—12.30 og sunnudaga og aðra helgidaga frá kl. 11—12 f.h. Arbæjarapótek er opið alla laug- ardaga frá kl. 9—12. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakter i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Slmi 22411. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17 mánud. — föstud., ef ekki næst I heimilis- lækni, simi 11510 Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánud. — fimmtud., simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla, upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni, simi 51166. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i slm- svara 18888. Bridge A ólympíumótinu I Torino 1960 var fjöldinn svo mikill, sem horfði á leik Italiu og Bretlands i leikhúsinu þar sem sýningar- taflan var, að sérstaka lög- regluvernd þurfti til að gæta öryggis áhorfenda. Spennan var gifurleg — ekki hvað minnst' i eftirfarandi spili. 4 AK2 ¥ K109842 ♦ 82 * 85 4 986 ¥ AG653 ♦ K753 * 9 4 ? ¥ 7 ♦ G10964 4 D107642 4 DG10543 ¥ D 4 AD 4 AKG3 Eftir að Gardener i norður opnaði á einu hjarta — og lyfti tveimur spöðum i þrjá, lét Rose i suður sér ekki nægja minna en sex spaða. Forquet i vestur spil- aði út tigulþristi og gagnrýnis- kliður fór um salinn. Rose átti slaginn á drottningu heima — og spilaði h jartadrottningu. Forquet tók á ásinn og spilaði spaða. Tekið á kóng blinds og litlu hjarta spilað frá blindum. Austur kastaði laufi — Rose trompaði. Tók siðan spaða- drottningu, þá tigulás og siðan laufaás. Flestir áhorfenda voru nú fullvissir um að Rose hefði talningu á vestur — og ætti ekki meira lauf. Rose vissi að vestur átti þrjá spaða, fimm hjörtu — en hafði tigulútspilið i byrjun verið frá kóngnum þriðja eða fjórða? — Það gat Rose ekki beint vitað — en áhorfendur sáu auðvitað allar hendurnar. Og fögnuður, var mikill — skamm- vinnur þé — þegar Rose spilaði laufakóng. Forquet trompaði — tapað spil. Já, skammvinnur fögnuður, þvi rétt á eftir var til- kynnt, að sama lokasögn hefði verið spiluð á hinu borði. Terence Reese i vestur spilaði út spaða I byrjun — og Bella- donna fékk ekki nema 10 slagi. Bretland vann þvi 50 á spilinu. 1 unglingakeppni Stokkhólms og Kaupmannahafnar I skák, sem háð var fyrir nokkrum dög- um, kom þessi staða upp i skák Allan Gröndahl og Dan Cramling, Stokkhólmi, sem hafði svart og átti leik. 16. —Hxg3! 17.hxg3— Dxg3+ 18. Kfl — Hg8. Hvitur er varnar- laus, eins og létt er að komast að raun um 19. Da4-|-Kd8 20. He3 — Dgl + 21. Ke2 — Hg2+ 22. Kf3 — Bxd5+ 23. He4 — Df2 mát. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30— 17. Landakot: Mánud. — laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Hvltabandið: Mánud. — föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tlma og kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 19—19.30. Fæðingar- deild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspilali Hringsins: kl. 15—16 alla daga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.