Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 4
4 Pagblaðiö. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. .......... ÞRIÐJUNGUR BILA REYNDIST VERA MEÐ VANSTILLT LJÓS ÞANNIG NOTUM VIÐ LJÓSIN STÖÐUUÓS. begar bifreiðin er sföðvuð á illa lýstri akbraui. Einnig þeg. ar stanzað er við gatnamót vegna umferðar, sem ó for- gang, eða við umferðarljós. LÁG LJÓS I slæmu skyggni, s.s. þoku, rigningu, snjókomu o. fl. I myrkri, þegar götulýsing er góð. HÁ UÓS Á vegum, þar sem engin götulýsing er og ekki er hætta ó að Ijósgeislinn trufli aðra vegfarendur. Hert að innflutníngi á bílum Þriðjungur bíleigenda hefur látið undir höfuð leggjastað færa bíla sína til Ijósaskoðunar. Þannig eru niðurstöður könnunar sem gerð hefur verið á þessum málum eftir að Ijósaskoðun lauk 31. októ- bers.l., segir í fréttabréfi frá Umferðarráð. Þetta er vitavert kæruleysi nú þegar ökuljósanna er mest þörf. Ljósin eru þau öryggistæki bifreiðarinnar, sem mikilvæg- ast er að séu i lagi yfir skammdegistimann. Það er ekki nóg að ljós sé á öllum per- um bilsins, ljósin verða að vera rétt stillt. Menn átta sig ekki sjálfir á hvort ljósmagn pera sé rétt eða of mikið. Fagmaður með góö tæki þarf að skoða og mæla ljósin. Umferðarráð bendir á mikil- vægi þess aö ljós séu notuð utan ljósatíma ef þoka er, rigning, snjókoma, snjófok eða stórhrið. I slikri færð sjást bilar illa og speglar verða óvirkir sökum bleytu eða óhreininda á bifreið- um. Það auðveldar öðrum i um- ferðinni að þú látir ljósin loga. Reyndar vill Umferðarráð orðaj f þetta svo, að nauðsynlegt sé að ökuljósin séu notuð allan sólar- hringinn yfir mesta skam mdegistimann þ.e. nóvember, desember, janúar og febrúar. ASt. Enn er hert á hömlunarað- gerðum til að draga úr gjald- eyriseyðslu. Framvegis verður ekki heimilt að flytja inn með nokkurra mánaða, yfirleitt þriggja, mánaða greiðslufresti nema um ræði innflutning á hráefnum, rekstrarvörum at- vinnuveganna og iðnaðarvéla. Viðskiptaráðuneytið fjölgaði i gær þeim vörutegundum, sem óheimilt er að flytja inn með greiðslufresti. Við listann bæt- ast nú vinnuvélar og -tæki, dráttarvélar, vörubifreiðar, sendiferðabilar og fólksbilar fyrir atvinnubilstjóra og siðast en ekki sizt almenningsbifreið- ar. Rikisstjórnin vill minnka inn- flutning þessara vara og draga úr lántökum erlendis vegna kaupa á þeim. Viðskiptaráðu- neytið segir, að skaðlaust sé að draga úr þessum innflutningi, þar eð hann hafi verið mikill undanfarin ár. —HH Treystið ekki naglo dekkjunum um of gagna ekki alltaf Það erekkiskylda bileigenda að vera á negldum hjólbörðum, en séu negldir hjólbarðar notaðir eiga þeir að vera á öllum hjól- , um. Einnig má nota snjóhjól- barða með grófu mynstri og keðjur. En um þá gildir sama' regla, þeir þurfa að vera á öll- um hjólum. Snjóhjólbarðar, negldir eða ó- negldir, leysa ekki alltaf allan vanda. Það getur verið nauð- synlegt að hafa meðferðis snjó- keðjur til að mæta mestu snjó- þyngslunum er hjólbarðarnir duga ekki til sins hlutverks. Umferðarráð varar við oftrú, sem virðist rikja á gagnsemi negldra hjólbarða. Þeir koma að gagni, er þunnt lag isingar er á vegum, þannig að naglarnir krafsa sig i gegn og veita við- nám. En sé klakalagiö þykkara eða snjór mikill er litið sem ekk- ert gagn i negldum hjólbörðum. Hemlunarvegalengd á is get- ur orðið verulega lengri á negld- um börðum en venjulegum, þvi þá virka naglarnir eins og skautar. Sama á við um þurrt malbik. Þá getur hemlunar- vegalengd orðið 10—15% lengri ef barðar eru negldir. Gæta verður vel að rúðu- þurrkum og rúðusprautum i vetrarakstri. Tjara og óhrein- indi i vetrarakstri eru oft meiri en svo að rúðuþurrkur anni hlutverki sinu. Þá verða menn sjálfir að hreinsa rúðurnar og til þess fást ýmis efni á öllum benzinstöðvum. Sýnið tillitssemi I umferðinni og tryggiö öryggi ykkar og ann- arra. ASt. Umferðaröngþveiti getur oröiö af litlu tilefni, þ.e. þegar vanbúnir bil ar cru á lerð i hálku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.